Dagur - 24.10.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, föstudagur 24. október 1986 200. tölublað Byggðastofnun: Akureyri fær fýrstu stjómsyslumiðstöðina - forstjóra Byggðastofnunar falið að hefja undirbúningsviðræður nú þegar Á stjórnarfundi í Byggðastofn- un í gær var samhljóða sam- þykkt tillaga frá Stefáni Guðmundssyni stjórnarfor- manni Byggðastofnunar um að stofnunin hafí forgang um undirbúning að stofnun stjóm- sýslumiðstöðva í kjördæmum landsins. Jafnframt var for- stjóra Byggðastofnunar falið að hefja nú þegar formlegar viðræður við ríkisstofnanir og aðra aðila, sem til greina koma, um undirbúning að stofnun fyrstu stjórnsýsluníið- stöðvarinnar á Akureyri. Þessi afgreiðsla Byggðastofn- unar kemur í beinu framhaldi af samþykkt hennar frá því í júlí s.l. um eflda og bætta þjónustu ríkis- ins á landsbyggðinni og um sam- starf opinberra stofnana í því skyni. Þann 13. október S.l. barst stjórn Byggðastofnunar bréf frá Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra þar sem hann gaf samþykki ríkisstjórnarinnar við framangreindri samþykkt. Stjórn Byggðastofnunar telur rétt að forgang skuli hafa að koma upp stjórnsýslumiðstöðv- um í þeim kjördæmum sem fjærst eru Reykjavík. Með það í huga samþykkti stjórnin að hefja athuganir á og vinna að stofnun stjórnsýslumiðstöðva á ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Skýrt er kveðið á um að Akureyri verði fyrst í röðinni. „Við viljum gera þetta vel og ljóst er að mikil undirbúnings- vinna er framundan áður en fyrsta stjórnsýslumiðstöðin verð- ur að veruleika. En með þessari samþykkt er stigið geysilega stórt skref í þá átt að bæta þjónustu ríkisins á landsbyggðinni. Ég vona að menn átti sig á því nú, að framsóknarmenn eru ekk- ert að’ bregðast í byggðamálun- um, eins og sumir hafa haldið fram. Við höldum vöku okkar og erum ekkert að gefast upp. Þegar stjórnsýslumiðstöðvarnar komu fyrst til tals hjá stjórn Byggða- stofnunar á Isafirði í sumar, héldu margir því fram, að við værum að tala um hluti sem aldrei yrðu framkvæmdir. Menn ættu að sjá það núna að svo er ekki,“ sagði Stefán Guðmunds- son stjórnarformaður Byggða- stofnunar að lokum. BB. „Þetta er ekki bara drápsfysni" Poppfréttir 13 Erlendur vettvangur Svona gengur þetta. Pað þarf að halda áfram. Það er sama á hverju gengur. Það verður að halda áfram. Þannig var það líka. Menn unnu og menn hvíldu sig og menn urðu þreyttir eftir geysiléga vinnu í tvo mánuði við gerð kvikmyndarinnar Stella í orlofi. Árangurinn er kominn í ljós. Myndin er komin á hvíta tjaldið. Stella búin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.