Dagur - 24.10.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 24.10.1986, Blaðsíða 5
24. október 1986 - DAGUR - 5 Þetta er ekki - Landsbankinn góðan dag. - Já góðan daginn. Er hægt að fá samband við Mumma Lár? - Jú andartak. . . - Halló. - Guðmundur? - Jú það er hann. - Blessaður Eggert heiti ég blaðamaður á Degi, máttu vera að því að spjalla við mig stutta stund? - Það held ég að ætti að vera í lagi, um hvað villtu tala? - Ætli við byrjum ekki á golf- inu mér skilst að það sé ofarlega á vinsældalistanum hjá þér. - Jú ég er búinn að stunda golfið undanfarin tvö sumur og þetta er alveg stórkostleg íþrótt. Það var sjaldan að maður sleppti úr degi í sumar og maður fór þetta níu og upp í tuttugu og sjö holur þegar best lét. - Og hvernig var svo sumar- ið? - Þetta gekk bara vel held ég að megi segja. - Tókstu þátt í mótum? - Já ég gerði það og mér gekk bara vel ég náði mér í tvo silf- urpeninga í sæmilega stórum mótum. Ég lækkaði mig talsvert í forgjöf og hef nú náð henni niður í tuttugu. Ég stefni nefni- lega á næsta landsmót sem verð- ur haldið hér á Jaðri næsta sum- ar og reikna með að spila þar í þriðja flokki. - Hvað kom til að þú fórst að leika golf? - Það kom nú að nokkru til af því að ég lenti í slysi á fæti og síðan aðgerðum upp úr því. Þetta varð eiginlega til þess að ég fór að stunda golfið því eitthvað verður maður að hreyfa sig. Ég var búinn að vera í hlaupum og keppnisíþróttum ýmiss konar áður, en golfið hent- ar mjög vel núna. Þetta er mátu- lega mikið labb og þarna er maður sjálfs sín herra og getur gert það sem maður vill. Þú ert þarna upp á eigin ábyrgð og get- ur engum kennt um eða þakkað árangurinn nema sjálfum þér. - Pannig að þú munt halda þessu eitthvað áfram. - Já það er engin hætta á öðru. Eins og málin standa í dag þá er þetta númer eitt hjá mér og ef við fáum þennan þjálfara eftir áramót þá reikna ég með að æfa í vetur. - Tekurðu golfið fram yfir rjúpnaveiðar? - Nei ég geri það nú ekki. En það er svolítið gaman að því að ég fór austur í Bárðardal um daginn í rjúpur. Við sáum nú heldur lítið af fugli þannig að ég skellti mér í bæinn með fimmtán rjúpur og upp á golfvöll og tók níu holur. - Hefurðu skotið mikið nú í haust? - Ég er búinn að fara nokkr- um sinnum. Ég fór meðal ann- ars með nokkrum félögum mín- um austur á Hlíðarenda í Bárð- ardal. Við gistum þar á vegum ferðaþjónustu bænda. Ég var þarna í tvo daga og var nú svona tiltölulega rólegur vil ég segja en þeir voru lengur að. En þetta gekk vonum framar og ég held að þeir hafi farið með um 180 rjúpur í bæinn fjórir saman eftir fjóra daga. - Hverju náðir þú sjálfur? - Ég náði 36 úr þessari ferð og alls er ég búinn að ná 98 það sem af er og er búinn að fara fimm daga. - Eru þetta tölur sem má treysta eða er þetta svona eins og dæmigerðar veiðisögur? - Ef þú vilt fá að vita þær nákvæmlega þá eru þær 15, 21, 11, það bilaði byssan og ég gerði við hana og ætlaði að prófa hana hérna uppi í fjalli og fékk ellefu, 36 og 15. - Ertu búinn að stunda þetta lengi? - Ég er búinn að ganga til rjúpna í 24 ár. Ég fékk nú ekki að vera með byssu fyrstu árin. Þá fékk ég bara að rölta með, tína upp og snúa úr hálsliðnum og þess háttar. - Hvernig sýnist þér vertíðin ætla að verða? - Stofninn er sterkur en það er bara erfitt að eiga við hana. Það hafa verið óhagstæð veður- skilyrði. En menn detta svona inn. Þú getur verið í vitlausum fugli en svo allt í einu róast hann smá stund og þá geturðu lent í honum. Hún hefur verið svolítið stygg núna finnst mér og maður hefur enn ekki komist í neitt magn. - Segðu mér nú eina góða veiðisögu. - Þú getur ekki farið fram á það maður, ha. Einhverja rjúpnaveiðisögu? Þetta blandast allt saman. Þær eru allar góðar. Allar veiðiferðir eru góðar því þær hafa allar eitthvað við sig. Ég get kannski sagt þér frá ferð- inni þegar ég fékk flestar, hún er mjög eftirminnileg. Þá fór ég austur að Hlíðarenda. Það var snjór og ég fór af stað um níu- leytið um morguninn. Ég fór þarna upp í skóginn og hann var hvítur af rjúpum sem sátu uppi á greinunum. Klukkan hálfþrjú varð ég að hætta skotfæralaus búinn að skjóta 61 rjúpu. Þegar ég gekk niður má segja að ég hafi talað við hópana og það var dálítil sálarkvöl að geta ekkert aðhafst. - Er það einungis veiðieðlið sem dregur þig á veiðar eða er það útiveran? - Ég get sagt þér að einn besti og skemmtilegasti veiðitúr sem ég hef farið var þegar ég fór eitt sinn vestur á Öxnadalsheiði. Ég gekk þar upp á fjallið, upp úr þokunni. Aldrei þessu vant var ég með nesti með mér og ég sat þarna í einn og hálfan tíma og horfði vítt og breitt á fjallstinda og labbaði svo í bílinn og lét það nægja þann daginn. Þannig að þetta er ekki bara drápsfýsnin. - Þakka þér fyrir spjallið Mummi, vertu blessaður. - Jú það var ekkert, blessað- ur. ET Fjölbreytt f úrv al tímarí ★ Norsk blöð. ★ Sænsk blöð. ★ Dönsk blöð. ★ Ensk blöð. ★ Amerísk blöð. ★ Tölvublöð. ★ Frönsk blöð. ★ ítölsk blöð. ★ Þýsk blöð. ★ Askríftarþjónusta Bókabúðin EDDA Hafnarstræti 100 - Pósthólf 633 - Akureyri - Sími 24334. Harmonikudansleikur verður haldinn í Lóni Hrísalundi 1, laugardaginn 25. okt. 1. vetrardag kl. 22.00-03.00. Allir velkomnir. Félag harmonikuunnenda. Merktar Carlsberg bjórsvuntur fyrir hugmyndaríka bjórgerðarmenn og góða eiginmenn. Opið laugardag 10-12. Skemman Glerárgötu 34 • Sími 96-23504 Aðalfundur Félagar munið aðalfundinn laugardaginn 25. okt. kl. 14.00 í Húsi aldraðra. Samtök um kvennaathvarf á Norðurlandi. LAUT RESTAURANT Restaurant Laut auglýsir: Nýir réttir á matseðli helgarinnar. Opnum kl. 18.00 fyrir matargesti. Kaffihlaðborð alla daga frá kl. 14.30. Verið velkomin. Borðapantanir í síma 22525. xRestaurant Laut • Hótel AkureyrL Sjallaverð á efnum í Skennnunni Riffluð flauel og kaky terelinstyrkt. 200 kall metrinn. Opið laugard. 10-12. ^emman GLERÁRGATA 34 SÍMI 96-23504

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.