Dagur - 09.12.1986, Side 5
9. desember 1986 - DAGUR - 5
3
- Slys í fjallgöngu
í hæsta
fjallgarði heims
Myrkrið grúfði yfir Ogre-fjalls-
tindinum í Himalayafjallgarðin-
um í Nepal þar sem feiknastórir
fjallatindar rísa úr snæviþaktri
auðninni. Tveir þekktir fjall-
göngumenn, Chris Bonington og
Doug Scott, hafa klifið 7500
metra hátt fjallið og eru að undir-
búa sig fyrir að fara niður aftur.
Aðstæður á fjallinu voru ekki
slæmar þetta kvöld. Himinninn
var heiður og veðrið var kalt en
stillt. Stormarnir, sem oft æða
um fjöllin á þessum slóðum, létu
ekki kræla á sér. Doug Scott
lagði af stað á undan meðan Bon-
ington virti fyrir sér fegurð sólar-
lagsins. Hann lét sig síga rólega
niður nærri lóðréttan klettavegg-
inn en var ekki kominn langt þeg-
ar hann heyrði skaðræðisöskur í
félaga sínum. Doug klifraði að-
eins ofar og sá kaðalinn sem
Chris var bundinn í hverfa í
myrkrinu. Pá heyrði hann rödd
félaga síns sem hrópaði: Ég held
ég sé fótbrotinn.
Chris Bonington hafði hrapað
fram af klettabelti og lent á
örmjórri syllu. Hann kom niður á
fæturna en það kom ekki í ljós
fyrr en síðar að hann hafði fót-
brotnað - á báðum fótum. Þegar
þetta gerðist voru fjallgöngu-
mennirnir um hálfan kílómetra
frá áningarstað sínum. „Við
höfðum ekkert með okkur, ekki
mat, ekkert að drekka, engin ein-
angrunarföt," sagði Chris síðar.
„Kuldinn nísti okkur inn að
beini. Ég reyndi að telja mér trú
um að þetta væri ekki svo slæmt,
sólin mundi koma upp eftir
nokkra klukkutíma og þá myndi
hlýna.“
Þegar sólin kom upp tókst
Scott að koma félaga sínum í
Chris Bonongton utan ■ lóðréttum
klettavegg.
fjallgönguskóna. Það tók þá tvo
klukkutíma að komast í skjól í
snjóhúsi sem þeir höfðu áður gert
í fjallshlíðinni. Þeir tóku þá
hressilega til matar síns ásamt
tveimur öðrum mönnum sem
biðu þeirra. Þegar þeir lögðu af
stað niður fjallið skall á blindbyl-
ur sem gerði þeim lífið leitt næsta
sólarhringinn. „Fötin okkar voru
eins og verstu klakabrynjur,
maður gat varla hreyft sig innan í
þessu. Maturinn var næstum allur
búinn, við höfðum ekkert annað
en te, dálítinn sykur og súputen-
inga. Það var erfitt að koma stór-
slösuðum manninum niður snar-
brattar fjallshlíðarnar. Við höfð-
um nú verið nærri matarlausir í
fimm sólarhringa og vorum að
því komnir að örmagnast. Svefn-
pokarnir okkar frusu en þiðnuðu
og urðu rennandi blautir þegar
við lögðumst til svefns,“ ságði
Scott síðar.
Þegar hópurinn var að þrotum
kominn barst hjálpin - þyrla kom
og náði í slasaða manninn. Þeim
fannst síðar eins og fjallið hefði
verið ákveðið í að stríða þeim.
„Það var eins og fjallið vildi ekki
sleppa okkur fyrr en öruggt væri
að við myndum ekki gleyma
þessari lífsreynslu," sagði Chris.
Það kemst
tilskilaíDegi
Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^
| restaurant café
MATUR - KAFFI
BRAUÐ -KÖKUR
SEAFOOD SPECIALS
SANDWICHES* CAKES
DESSERTS
VEITINGAR
„Mikiö verið bókað
fyrir næsta sumari'
- segir Júlíus Snorrason í Sæluhúsinu á Dalvík
Sæluhúsið á Dalvík hefur nú
um nokkurt skeið starfað með
myndarskap og ófáir eru þeir
sem leggja þangað leið sína.
Júlíus Snorrason, sem rekur
Sæluhúsið, svaraði nokkrum
spurningum um veitingastað-
inn, reksturinn og ferða-
mannastrauminn á árinu.
- Hvaða framkvæmdir eru
þetta hérna á neðri hæðinni,
Júlíus?
„Við höfum rekið myndbanda-
leigu þarna um hríð en erum nú
búin að flytja hana burt úr húsinu
og hugsum okkur að taka plássið
undir veitingastarfsemina. Þetta
verður salur sem verður notaður
fyrir fundi, samkomur og minni
árshátíðir. Þarna verða ekki nein
skilrúm eða þ.h.“
- Veistu nokkuð hvenær þetta
verður opnað?
„Ég get nú ekki svarað því
nákvæmlega, það fer eftir ýmsu.
Þetta verður þó vonandi komið í
notkun um mánaðamótin janúar-
febrúar.“
- Hvernig hefur reksturinn
gengið frá því þú opnaðir Sælu-
húsið?
„Þetta hefur gengið þokka-
lega, það er ekki hægt að segja
annað. Síðasta sumar var dálítið
skrýtið að því leyti að við sáum
lítið af ferðamönnum fyrr en
komið var fram í ágúst. Það hef-
ur ekkert af þessum sumrum sem
við höfum rekið þetta verið með
svipuðu móti. Ég hef ekki neina
skýringu á þessu nema að vorið
og fyrrihluti sumars voru frekar
köld hérna á annesjunum. Ég geri
ráð fyrir að ferðafólk hafi frekar
leitað í austurátt."
- Hvernig er aðsókn bæjarbúa
hingað?
„Það má segja að þetta byggist
á bæjarbúum, það væri ekki hægt
að reka svona stað ef bæjarbúar
sýndu þessu ekki skilning og
kæmu hingað. Það verður að
segjast eins og er að aðsóknin
hefur alltaf farið vaxandi. Mér
finnst fólk vera mjög ánægt með
að geta haft þessa aðstöðu. Það
er opið hérna frá kl. 9 á morgn-
ana á sumrin og til miðnættis en á
veturna styttist sá tími sem við
höfum opið hérna. Við höfum
samt opið allar helgar til mið-
nættis."
- Verður þú var við aukna
aðsókn um hátíðarnar?
„Nei, það hefur ekki verið
neitt sérstakt um að vera hjá okk-
ur þá, t.d. um jólin. Nóvember
og desember hafa náttúrlega allt-
af verið langlélegustu mánuð-
irnir. Þetta fer að aukast um
miðjan janúar þegar þorrablótin
fara að byrja, þá fara líka árshá-
tíðir að komast á fullt skrið.
Þau ár sem við höfum rekið þetta
höfum við selt talsvert af mat út
úr húsinu, í Víkurröst, út á
Árskógsströnd og jafnvel út í
Hrísey."
- Hvar liggur aðalkostnaður-
inn í rekstrinum?
„Hráefniskostnaður vegur
sífellt meira og mér finnst hann
verða þyngri með árunum.
Launakostnaður hefur líka farið
upp hjá okkur á síðasta ári.“
- Hentar Víkurröst ekki illa
fyrir minni samkvæmi?
„Jú, eins og það hús er úr garði
gert núna þá hentar það illa fyrir
smærri samkvæmi. Það verður að
segjast eins og er að hérna á Dal-
vík er lítið um húspláss fyrir
minni hópa. Kiwanisidúbburinn
hérna er með hús sem rúmar um
40 manns en þegar hóparnir eru
stærri þá er ekki um neitt að ræða
nema Víkurröst. Ef þetta er hóp-
ur sem er innan við hundrað
manns þá er húsið óþarflega
stórt. Þessi nýi salur sem við
erum að vinna við núna er reikn-
aður fyrir 65 til 70 manns. Hann
uppfyllir sem sagt það bil sem var
á milli Kiwanishússins og Víkur-
■rastar.“
- Hvaða möguleika gefur sal-
urinn aðra en fyrir samkvæmi?
„Hann hentar vel fyrir ýmsar
sýningar. Þá er hann mjög hent-
;ugur til minni fundarhalda og
samkoma af ýmsu tagi.“
- Hvernig íeggst næsta sumar í
Þig?
„Mjög vel, ég er bjartsýnn því
við höfum nú þegar fengið mikið
af bókunum fyrir næsta sumar.
Við rekum heimavist skólans yfir
sumarið í þrjá mánuði og það
hefur aldrei fyrr verið svona mik-
ið um bókanir á þessum tíma.“
F.HB
á Sanítas gosdrykkjum í VA lítra
flöskum á öllu félagssvæðinu
Kjinbúðir-^j^