Dagur - 09.12.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 09.12.1986, Blaðsíða 15
9. desember 1906- DAGMB - 15 Steinar Frímannsson: Neikvæð sjónarmið hafa ráðið í umræðu um Hitaveitu Akureyrar Hvað Heldurðu að sé að gerast á Sólstofu Dúfu? Veit það ekki. Flott jólatilboð í desember. En gaman, við skulum hringja í síma 23717 og kanna málið. SóLSTOFA DúFU KOTÁRGERÐI2 Hr. ritstjóri. Vegna fréttar í Degi í síöustu viku um óþægindi vegna rofinnar rafhitunar langar mig að koma með eftirfarandi ábendingar. Þeir sem kaupa heitt neyslu- vatn frá Hitaveitu Akureyrar en kynda með rafmagnsþilofnum borga fyrir það um 250 kr. á mán- uði í mælagjald og 56 kr. fyrir hvern rúmmetra sem notaður er. Ef viðkomandi setur nú vatns- ofnakerfi í hluta af húsinu sem samsvarar 2,8 kW eða 1 1/mín. í hámarksnotkun þarf hann samt sem áður aðeins að borga 250 kr. í fastagjald á mánuði. Miðað við að nýta 40° C hitafall út úr vatn- inu orku sem kostar 1,21 kr./ kWh á móti 1,26 kr./kWh í raf- hitun. Þar að auki fá menn órofna hitun í hluta af húsinu. Séu hins vegar settir heldur stærri ofnar í húsið þannig að 50° C hitafall náist fást mest 3,5 kW og kostar 0,97 kr./kWh. Það sem vinnst við þessa breyt- ingu er eftirtalið. 1. Órofin hitun í a.m.k. hluta húss. 2. Ekki þarf að bíða eins lengi eftir að heitt neysluvatn hitni. 3. Þar sem mikið er um rafhitun í ákveðnum hverfum verður óeðlileg kólnun í dreifikerfi. Það ástand myndi lagast til mikilla muna ef þessi breyting yrði almenn. 4. Ef fleiri nota hitaveituna til kyndingar þýðir það að flejri Leikfélag Akureyrar: Ferðalög með „Dagsláttu" „Það er ákveðið að fara með sýninguna til Reykjavíkur og sýna hana þar,“ sagði Sunna Borg leikari og stjórnandi sýn- ingarinnar „Dreifar af dag- sláttu,“ sem sýnd hefur verið á vegum Leikfélags Akureyrar í Alþýðuhúsinu að undanförnu. Sýningin sem sett var saman í tilefni 70 ára afmælis Kristjáns frá Djúpalæk hefur nú verið sýnd 6 sinnum á Akureyri. Eins og áður sagði er ákveðið að fara með sýn- inguna til Reykjavíkur og sýna hana í Norræna húsinu laugar- daginn 13. og sunnudaginn 14. desember. Þetta er ekki eina ferðalag „Dagsláttumanna“, því sýningin hefur verið keypt til Sauðár- króks. Er það starfsfólk á sjúkra- Húsavík: Skerðingu Jöfnunar- sjóðs mótmælt Á fundi bæjarstjórnar Húsa- víkur á fimmtudag kom fram mikil gagnrýni á ríkisvaldið vegna skerðingar á framlagi ríkissjóðs, til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, í fjárlagafrum- varpi 1987. Eftir því sem næst verður kom- ist mun skerðingin þýða tekjumissi fyrir bæjarsjóðinn um að minnsta kosti 2lÆ til 3 milljónir króna, milli ára og auka útsvarsálögur á borgarana. Bæjarráð hefur falið bæjar- stjóra að skrifa hlutaðeigandi aðilum þ.á m. þingmönnum kjördæmisins og mótmæla skerðingunni. IM húsinu sem óskaði eftir henni þangað. Sýning á Sauðárkróki verður fimmtudaginn 11. des. Upphaflega var áætlað að sýn- ing á „Dagsláttunni“ yrði aðeins ein. Þær eru nú orðnar 6 og verða 2 aukasýningar á laugardag og sunnudag milli jóla og nýárs. gej- borga niður skuldirnar. Þann- ig gæti hlutur hvers og eins orðið minni. Undanfarið hafa neikvæð sjón- armið ráðið í umræðu um Hita- veitu Akureyrar. Raunhæfur samanburður á valkostum í kyndingu hefur ekki verið gerður fyrir almenning. Sérstaklega finnst mér samanburður við gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur bera vott um grunnhyggni. Sann- leikurinn er sá að H.R. selur orku á svipuðu verði inn í hús og Landsvirkjun selur ÍSAL. Er þá miðað við kr./kWh. Slíku verði verður aldrei náð nema í stóru kerfi og við hagstæðar aðstæður. Fyrr eða síðar lækkar orkuverð hjá H.A. Það er því ekki spurn- ing hvort, heldur hvenær þeir sem hafa rafmagnsþilofna skipta yfir í vatnsofna. Þetta er hægt að gera í áföngum. Það skiptir þó máli í því sambandi að hugsa málið til enda áður en fram- kvæmdir hefjast. Full ástæða er 'til að fá tæknimann til að hanna og gera teikningar af öllu kerfinu strax. Bæði er það tilskilið í bygg- ingarreglugerð og eins getur það komið í veg fyrir mistök sem oft reynast bæði dýr og óþægileg. Sömuleiðis er ekki hagstætt að spara sérþekkingu pípulagninga- manna. Það sem liggur að baki þessu tilskrifi er fyrst og fremst áhugi á að miðla leiðbeiningum til fólks. Einnig verð ég að viðurkenna að ég vil hag Hitaveitu Akureyrar sem mestan. Akureyri 5. des. 1986 Steinar Frímannsson. Hestur í óskilum Brúnn, ca. tveggja vetra ógeltur. Var tekinn í ungfolahólfi, Syðri-Bakka. Upplýsingar veitir: Gauti Valdimarsson. Sími 21337 í hádeginu. Iðnráðgjafi með Starf iðnráðgjafa á Norðurlandi vestra aðsetri á Blönduósi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur um starfið er til 20. desember og skal umsóknum skilað til Knúts Aadnegard Raftahlíð 22, 550 Sauðárkróki, en hann gefur jafnframt allar nánari upplýsingar um starfið í síma 95-5669 eftir kl. 20. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra. Starfsmaður óskast Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að ráða sálfræðing eða félagsráðgjafa. Nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 96-25880 kl. 11-12 daglega. Umsóknarfrestur rennur út 15. jan. 1987. Félagsmálastjóri. Frá kjörbúðum KEA Ódýrt í jólamatinn Lambahamborgarhryggur á aðeins kr. 384,90 kg Til sölu á öllu félagssvæðinu meðan birgðir endast ^ kjörbúðir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.