Dagur - 09.12.1986, Qupperneq 11
9. desember 1986 - DAGUR - 11
Völundur Þ. Hermóðsson:
Er ekki komið nóg?
Kerfísbundinn áróður bænda-
forystu, þingmanna, fjölmiðla
og annarra sem alltaf telja sig
til þess kjörna aö leggja lóð á
vogarskálina, hefur nú náð
þeim árangri að bændur eru í
stórum hópum að hrekjast af
búum sínum og heilar sveitir
og landshlutar að fara í eyði.
Fyrrnefndir aðilar hafa því
reist sér óbrotgjarnan minn-
isvarða og komandi kynslóðir
munu dæma verkin.
Pungi þessa áróðursstríðs
skiptist að meginhluta í fjögur
atriði:
1. Færri bændur, stærri bú, ódýr-
ari framleiðsla.
2. Óholl fæða.
3. Færa byggðina saman nær
markaði.
4. Efnahagslegt vandamál.
Færri bændur stærri bú
Beinn hagfræðilegur samanburð-
ur á hagkvæmni bústærðar hefur
ekki farið fram nýlega, en kunn-
áttumenn hafa staðfest að ekkert
bendi til að breyting hafi orðið á
því að undanfarna áratugi hefur
meðal fjölskyldubú verið hag-
kvæmasta rekstrareiningin.
Þrátt fyrir þetta er róið að því
öllum árum að stækka búin. Eftir
sama áróður í hinum vestræna
heimi er hefðbundinn fjölskyldu-
búskapur að líða undir lok, í
staðinn kemur fjármagnsbúskap-
ur (verksmiðjubúskapur) skipu-
lagður fyrir tilverknað stjórn-
valda.
Þetta búskaparform er ekki
traust og stendur á brauðfótum.
Grundvöllur slíks búskapar er
mikil orka, fjármagn og aðkeypt
vinnuafl, rekstraraðilar eru fjár-
festinga- eða samvinnufélög sem
hafa fjármagn.
Þar sem þessir stóru rekstrar-
aðilar eru vægast sagt óvissir,
sjáum við öryggið í framleiðsl-
unni bresti einhver þeirra.
Nú er svo komið að ábyrgir
aðilar óttast mjög þessa þróun í
Evrópu.
Það er afskaplega fljótlegt að
rífa niður, en nær ómögulegt að
snúa blaðinu við, sérstaklega i
búskap.
Sænskir hagfræðingar sáu þá
snilldarlausn á öllum efnahags-
vanda sínum á sjöunda áratugn-
um, að stækka búin, afleiðingin
varð sú að Norður-Svíþjóð er nær
farin í eyði, þeir sáu of seint að
með eyðingu landbúnaðarins féll
einnig önnur byggð.
Nú eru hagfræðingar og aðrir
sérfræðingar að snúa blaðinu við.
Nauðsynlegt þykir að láta byggja
þessi svæði aftur, en ekkert geng-
ur þrátt fyrir alls konar styrki og
beinar kaupgreiðslur til fóíks vilji
það setjast aftur að búum sínum.
Búskapur er ákaflega sérhæfð
atvinnugrein og verður að fella
hann að gæðum landsins á hverj-
um stað.
Að byggja aftur upp búskap
þar sem hann hefur verið lagður
niður getur tekið áratugi, líkt og
að koma upp nytjaskógi.
Óholl matvæli
Ástæða er til að nema staðar við
þennan þátt.
Með öllum ráðum er reynt að
grafa undan trausti fólks á land-
búnaðarvöru, og breyta neyslu-
venjum þess.
Þungi áróðursins hefur aðal-
lega beinst að fitunni í kjöti og
mjólk og samanburði á fitu úr
jurta- og dýraríki, í öllum tilfell-
um bændum í óhag þó vísinda-
menn séu fjarri því að vera sam-
mála um hvað valdi æðakölkun
og ljóst sé að þar eru margir þætt-
ir samverkandi og ósannað að
dýrafita sé skaðleg.
Allur matur er óhollur sé hans
neytt í óhófi.
Ég held að vegna hollrar fæðu
úr sjó og af landi séu íslendingar
hraust þjóð og verði allra manna
elstir og þar á kjöt og mjólk sinn
góða þátt að.
Færa byggðina saman
og draga úr framleiðslu
Röksemdafærsla þeirra sem vilja
efna til búháttabreytinga er að
hagfræðileg rök mæli með því að
færa byggðina saman og fram-
leiða sem næst markaði.
Undanfarna áratugi hefur
opinber stefna í l;jndbúnaði verið
sú, að efla fjölskyldubúskap um
land allt.
Vegna þeirrar heillavænlegu
stefnu má segja að landið sé allt
vel byggt, þó nú halli undan fæti
ef ekki er spornað við í tima.
Með eyðingu búa er verið að sóa
verðmætum, og til að flytja fram-
leiðsluna saman þyrfti að leggja í
nýjar fjárfestingar, sá kostur yrði
í öllum tilfellum dýrari.
Beit og afrétt er auðlind sem
verður að nýta, en yrði ekki gert
í þröngum, svæðisbundnum
búskap.
Með samþjöppun búskapar
yrði ofsett á afmarkað svæði.
Fjárhagslegt vand-
ræðabarn?
Útflutningsuppbætur eru túlkað-
ar sem baggi á landsmönnum
öllum, en er það svo þegar búið
er að flétta reipið allt?
Fækkun bænda um 10-20%
veldur svipaðri fækkun í þjón-
ustu, eða meiri í dreifbýlinu.
Slík fækkun veldur hækkun á
allri þjónustu: Rafmagni, síma,
rekstri sveitarfélaga, skóla,
sjúkrahúsa o.fl.
Með þeirri röskun hrynur
landsbyggðin.
Samdráttur í framleiðslu veld-
ur hækkun vinnslukostnaðar og
hærra verði til neytenda.
Umframmagn er hægt að vinna
ódýrt. Ekki verður á móti mælt
að útflutningur skapar gjaldeyri
og þegar búið er að kaupa fyrir
hann vöru er hann kominn
atvinnuskapandi í umferð í þjóð-
arbúinu, á vörurnar er lagður
tollur, vörugjald og söluskattur,
ef af sanngirni er tekið tillit til
þessa fer útflutningsreikningur-
inn að sléttast.
Ekki má heldur gleyma því að
allur iðnaður úr landbúnaðar-
vöru er ákaflega mikilsverður
eins og ullar- og skinnaiðnaður
sem færir í þjóðarbúið hátt í 2
milljarða á ári og skaffar nær
2000 manns vinnu.
Vandi landbúnaðarins hefur
aldrei verið stór fyrr en sér-
fræðingar, búnaðarforysta og
Alþingi fóru að raska jafnvæg-
inu, án þess að sjá fyrir afleiðing-
arnar.
Ekki er að draga í efa að þeir
sem hér hafa ráðið ferðinni hafa
gert það í bestu meiningu, en
þeir hafa hjúpað veruleikann
þeim umbúðum að hvorki verður
skiljanlegt fyrir þá sjálfa eða
almenning og veldur því að í
mörgum tilfellum vita þeir ekki
hvert þeir eru að fara og geta
ekki brugðið birtu á raunveru-
leikann.
Orsökin
Ástæða þessarar breyttu stefnu
er menntunin eða menntunar-
leysið. Arfur og reynsla fortíðar-
innar er matreidd og saman-
þjöppuð í skólum, og á síðari
árum allt einfaldað.
Greinar eru kenndar án sam-
hengis hver við aðra og skapaðir
„sérfræðingar“.
Þessir sérfræðingar hafa öll
okkar ráð í hendi sér og stjórna
öllu eftir sínu höfði í gegnum
embættismannakerfið, en þing-
menn standa hjá og fá ekki rönd
við reist.
Sérfræðingar eru flestir ákaf-
lega einsýnir og nú er talað um að
þeir séu að leggja í rúst menn-
ingu heimsins með því að staðla
hugsun og þarfir, þurrka út sér-
kenni og sjálfstætt mat einstakl-
inganna. Það er hægt að fella
þarfir manna í staðlað, útreikn-
anlegt form miðað við daginn í
dag, en forsendur eru breytilegar
frá degi til dags og sú spurning
læðist að mér hvort ekki sé hægt
að tala um offramleiðslu á sér-
fræðingum, ekki síður en offram-
leiðslu í landbúnaði.
Nú er svo komið í Danmörku
að bændur verða mjög að draga
úr áburðarnotkun vegna meng-
unar sem m.a. kemur fram í sjón-
um umhverfis landið.
Hámarks framleiðsla í búskap
fæst með óhóflegri áburðarnotk-
un og kjarnfóðurgjöf, sem oft er
hormónablönduð.
Matvæli eru ekki holl með
þeirri framleiðsluaðferð, en ráða-
menn fá það sem þeir sóttust
eftir: Ódýr matvæli.
En almenningur sem alinn er á
slíkum matvælum á á hættu
afmyndaðan líkamsvöxt af
horntónaofnæmi, útbrot og aðra
kvilla.
Hvað kemur í staðinn?
Með búháttabreytingu hefur ver-
ið bent á ýmsa möguleika eins og
loðdýrarækt og fiskeldi.
Loðdýrarækt var reynd hér á
landi á árunum milli 1930-50 með
lélegum árangri.
Nú er nokkru betra útlit, en
hvað varir það lengi?
Fiskeldi hefur ekki orðið
almenningsbúskapur heldur færst
á fárra hendur í stórframleiðslu
og að mestu á suðvesturhorni
landsins.
Iðnaður er og verður valtur
hvort heldur er til sjávar eða
sveita, og vandséð hvort við
íslendingar getum att kappi við
iðnaðarþjóðir sem standa á göml-
um merg og njóta oft á tíðum
stórra styrkja.
Stóriðja tekur ekki við öllu
vinnufæru fólki eins og áætlað
var hér á árum áður.
Það nýjasta er upplýsingaiðn-
aður sem á að taka við 10 þúsund
manns til aldamóta, ótrúlegt er
að það takist, þrátt fyrir góðan
vilja, að við verðum samkeppnis-
færir á þeim markaði, þar sem
tækni- og háskólar erlendis út-
skrifa tugi þúsunda tæknimennt-
aðra manna á ári hverju og nær
ótakmarkað fé er lagt til rann-
sókna.
Það sem hefur verið drepið á
hér að framan er að sjálfsögðu
rétt að reyna, en að leggja gamal-
gróinn atvinnuveg í rúst til að ná
því marki er vægast sagt mjög
hæpið.
Niðurstaða
Ef nauðsynlegt er að draga ein-
hvers staðar saman eru margir
atvinnuvegir ofmannaðir og má
nefna hið opinbera, banka, versl-
un og jafnvel þjónustu.
Þessir aðilar nærast á frum-
atvinnuvegum þjóðarinnar og
vægast sagt hvorki gætt aðhalds
né sparnaðar.
Röng gengisskráning undan-
farin ár er rót útflutningsvandans
og hverjum manni ætti að vera
ljóst að sjávarútvegur verður að
vera rekinn með hagnaði en ekki
að safna skuldum eins og dæmin
sanna.
Með réttri gengisskráningu
eykst hagkvæmni útflutningsins.
Einkenni útflutnings hverrar
þjóðar er ávallt vörur úr auðlind-
um hennar.
Hjá okkur íslendingum er fisk-
ur og fiskiðnaður númer eitt, en
síðan ullar- og skinnaiðnaður auk
lambakjöts.
Að lokum: Við skulum hafa í
huga þá staðreynd, að ekki þarf
nema kjarnorkuslys í grennd við
landið sem orsakaði mengun svo
að við gætum ekki veitt ætan fisk
úr sjó í tugi ára.
Þá held ég að okkur veitti ekki
af að hafa sterkan landbúnað og
iðnað honum tengdan.
Veraldargengið er valt, verum
því varkárari eftirleiðis og snúum
óheillaþróun og eyðingarstefnu
landbúnaðarins við, nýtum land-
ið til heilla fyrir komandi kyn-
slóðir.
Völundur Þ. Hermóðsson.
Lyftiduft
svíkur engan
sem reynir
EFNACERÐIN
V SÍMI 96-21400 AKUREYRI J
Nýjar bækur
M Skjaldborg
Við bjóðum að vanda
Qölbreytt úrval
af bókum til jólagjafa
Matur er mannsins megin
Matreiðsla í örbylgjuofni
Þetta eru uppskriftir og leiðbeiningar um
notkun örbylgjuofna við matreiðslu, ritaðar
af Helga Helgasyni matreiðslumeistara á
Akureyri. Örbylgjuofnum hefur fjölgað mjög
á heimilum hér á landi síðustu árin, en
matreiðslubók á íslensku hefur ekki verið
fyrir hendi. Einnig er að finna mjög
nákvæmar leiðbeiningar um meðferð ofn-
anna. Þetta er þvi nauðsynleg handbókfyrir
alla eigendur örbylgjuofna.
Eyfírskur fróðleíkur og gamanmal
Kvæðí og stökur
r
Eyfirskur fróðleikur og gamanmál
Kvæði og stökur I. Ingólfur Gunnarsson
safnaði og bjó til prentunar.
Hér er á ferð fyrsta bindi nýs bókaflokks,
sem Skjaldborg hefur ýtt úr vör. Hugmyndin
með útgáfunni er sú aö bjarga frá glötun
ýmsu þvi, sem til er I handritum af kvæðum,
visum, sögum og sögnum i byggðum við
Eyjafjörð, sveitum og kaupstöðum. Með
efni í þetta fyrsta bindi hefur verið leitað
fanga hjá góðum hagyrðingum. Og eiga
eftirtaldir hér kvæði og lausavisur: Aðal-
björg Jónsdóttir frá Helgastöðum, Aðal-
steinn Ólafsson, Friðbjörn Björnsson í
Staðartungu, Hjalti Finnsson Ártúni, séra
Jóhannes Pálmason, Jóhannes Þóröarson
Miðhúsum, Laufey Sigurðardóttir frá Torfu-
felli, Sugurborg Björnsdóttir frá Barká, Torfi
Guðlaugsson, Hjálmar Þorláksson frá Vill-
ingadal, Sigrún Hjálmarsdóttir og Angantýr
Hjörvar Hjálmarsson frá Villingadal.
Ljósmynd á kápu tók Gunnlaugur P. Krist-
insson.
Bækur fyrír alla
fjölskylduna.
Fást í bókabúðum
um land allt.
Góðar bækur - Gott verð.
Skjaldborg hf. Bókaútgáfa
Hafnarstræti 75, simi 96-24024,
602 Akureyri,
Hólmgarði 34, Reykjavík,
sími 91-31599.
Ráðstefna um flugmál
Samgönguráðuneytið boðar hér með til ráðstefnu um fiugmál
föstudaginn 12. desembner 1986, kl. 13.30, í Borgartúni 6.
Á ráðstefnunni verður fjallað um tillögur flugmálanefndar um fram-
kvæmdir í flugmálum á næstu árum.
Ráðstefnan er ætluð þeim sem starfa við stjórnun og stefnumörkun
flugmála, svo og fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem byggja samgöng-
ur sínar á greiðum flugferðum til og frá byggðarlaginu.
Skráning og upplýsingar í síma 91-621700.
Samgönguráðuneytið.