Dagur - 09.12.1986, Qupperneq 14
14 - DÁÍÍÚR - 9.Uáelíml5ll?Í986
Til leigu tveggja herb. íbúð I
Glerárhverfi. Tilboð leggist inn á
afgreiðslu Dags, merkt: „V-22“.
Er ekki einhvers staðar gott fólk
sem vill leigja góðum mæðgum
góða ibúð og á góðu verði? Til-
boð leggist inn á afgreiðslu Dags
merkt: „íbúð“.
Til sölu barnarúm með dýnu kr.
2.500. Barnabílstóll kr. 1.500.-
Cybernet hátalarar og sambyggð-
ur Crown plötuspilari, segulband
og útvarp kr. 5.000,- Þarfnast við-
gerðar.
Uppl. í síma 26054 eftir kl. 16.00.
Barnaföt - Barnaföt.
Sængurgjafir í miklu úrvali. Alls
konar gallar, stærðir 60-90.
Náttföt, náttkjólar, spes drengja-
náttföt. jogginggallar, velour- og
glansefni. Vettlingar og hosur,
margar gerðir og stærðir. Sokka-
skór, 5 stærðir, verð kr. 100.-,
strákapeysur, stærðir 104-164,
verð kr. 300.- Falleg stór hand-
klæði, verð kr. 250.- Munið góðu
sokkabuxurnar og nærfötin úr
soðnu ullinni.
Sendum ( póstkröfu.
Verslun Kristbjargar
Norðurbyggð 18, sími 23799.
Opið í desember á laugardögum
eins og aðrar búðir.
Til sölu Lada Sport árg. '81, ekin
65 þús. km.
Uppl. í sima 43523.
Til sölu Volvo 343 DL, árg. ’77.
Sjálfskiptur. Góður bíll. Fæst á
góðu verði og mjög góðum
kjörum.
Uppl. í síma 23184.
Tii sölu Bronco ’66. 6 cyl. 170cc.
3 gíra gólfskiptur. Driflokur
framan. Nýtt lakk. Brettaútvíkkan-
ir. Ný dekk. Fern þokuljós/auka
ökuljós. Litaðar rúður í hliðum og
að aftan. Dráttarkúla. Aukabens-
íntankur að aftan. Góður bíll sem
fæst á góðu verði gegn stað-
greiðslu, en það má athuga
afborgunarskilmála. Upplýsingar í
heimasíma: 41043 vinnusíma:
41888, Einar.
Willys '46 orginal til sölu. Vel
með farinn og góður bíll. Skoðað-
ur ’86.
Uppl. í síma 22645.
Land-Rover dísel árg. 73 til sölu.
Uppl. í síma 95-5409.
Tapast hefur veturgömul rauð
hryssa. Einkenni: Frekar stór, Ijós
á fax og tagl. Faxið klippt í vor,
nokkur hvít hár í enni. Hún er
ómörkuð. Merin er gæf og taum-
vön.
Finnandi vinsamlegast hafi sam-
band við Steingrím í síma 24159
eða Sæþór í síma 21868.
Tapast hafa úr fjallinu ofan við
Hamra tvö hross.
Ljósbleik fullorðin hryssa mark:
Sneitt og biti aftan hægra og dökk-
jarpur hestur mark: Hangfjöður
aftan hægra vaglskora framan
vinstra. Þeir sem kynnu að verða
þeirra varir hafi samband við Jón
Matthíasson, Hömrum í síma
24945.
Hef verið beðinn að útvega tvær
til þrjár góðar hryssur, ættbókar-
færðar með einkunn yfir 7.70.
Matthías Gestsson,
sími 21205.
Björk Húsavík.
Kransa- og kistuskreytingar.
Björk
Héðinsbraut 1 - Sími 41833.
Hreingerningar-Teppahreinsun.
Tökum að okkur teppahreinsun,
hreingerningar og húsgagna-
hreinsun með nýjum fullkomnum
tækjum. Gerum föst verðtilboð ef
óskað er. Uppl. í síma 21719.
Tökum að okkur daglegar ræst-
ingar fyrir fyrirtæki og stofnan-
ir. Ennfremur allar hreingerningar,
teppahreinsun og gluggaþvott. Ný
og fullkomin tæki.
Securitas, ræstingadeild, sími
26261.
Bílskúr óskast til leigu á Syðri-
Brekkunni.
Uppl. í síma 22505.
sr-
"Blómabúðina
Laufás
auglýsir
Vorum að taka upjy' ;»
glæsilegt úrval af
nýjum vörum. ^
Stone Art styttur,
margar nýjar gerðir.
Iittala vörur, glös,
kertastjakar, skálar o.fl.
Lítiðinn. Verið velkomin.
Blómabúðin Laufás
Hafnarstræti 96, sími 24250.
Sunnuhlíð, sími 26250.
Takið eftir.
Fallegu puntuhandklæðishillurnar
komnar. Áteiknuðu puntuhand-
klæðin, vöggusett og dúkar.
Handheklaðir dúkar og löberar.
Bróderuðu vöggusettin komin.
Rauðir blúndudúkar og alls konar
tilbúnir dúkar. Bróderuð koddaver
og svuntur. Er að fá nýjar gerðir af
alls konar jóladúkum og stjörnum.
Fallegu flauelspúðarnir eru að
koma aftur.
Póstsendum.
Verslun Kristbjargar,
Norðurbyggð 18, sími 23799.
Opið á laugardögum í desember
eins og aðrar búðir.
Bjórgerðarefni, ensk, þýsk,
dönsk. Víngerðarefni, sherry,
hvítvín, rauðvín, vermouth, kirsu-
berjavín, rósavín, portvín.
Líkjörar, essensar, vinmælar,
sykurmálar, hitamælar, vatnslás-
ar, kútar 25-60 lítra. Viðarkol,
tappavélar, felliefni, gúmmítappar,
9 stærðir, jecktorar.
Sendum í póstkröfu.
Hólabúðin, Skipagötu 4, sími
21889.
Snjómokstur.
Tek að mér snjómokstur fyrir hús-
félög og fyrirtæki.
Guðmundur Gunnarsson
Sólvöllum 3, sími 26767.
FUNDIR
FUNDIR
ATHUGIÐ
I.O.O.F. Rbnr.
Jólaf.
2= 13612108'/2 =
I.O.O.F. 15 = 1691298'/2 E
Kvenfélagið Hlíf, heldur jólafund
sinn að Laxagötu 5, miðvikud. 10.
des. kl. 20.30.
Aríðandi mál á dagskrá. Mætum
vel.
Stjórnin.
Kiwanisklúbburinn
Kaldbakur.
Jólafundur verður
fimmtudaginn 11. des-
ember kl. 20.30 í húsi félagsins,
Gránufélagsgötu 49. Takið með
ykkur eiginkonur og gesti.
Stjórnin.
Hólkoti, Reykjadal.
Vinningsnúmer
SUF:
1. 3046
2. 4129
3. 3899
4. 3301
5. 7097
6. 7385
jólaalmanaki
7. 2765
8. 6018
9. 3500
Hundrað
ára
ídag
Hundrað ára er í dag Hansína
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
sem bjó lengi í Tungunesi
Svínavatnshreppi í A.-Húna-
vatnssýslu. Frá þeim bæ var
maður hennar Erlendur Hall-
grímsson sem lést fyrir mörg-
um árum.
Hansína er til heimilis hjá syni
sínum Þorvaldi á Skagfirðinga-
braut 49 á Sauðárkróki þar sem
þau hafa búið undanfarin ár. -þá
ÉhiM
Bílbeltin skal aö
sjálfsögðu spenna
i upphafi ferðar.
Þau geta bjargað lífi í
alvarlegu slysi og
hindrað áverka í minni
háttar árekstrum. Hnakka-
púðana þarf einnig að stilla
í rétta hæð.
Borgarbíó
■
‘U
MEISTAHAltMII
Þriðjudag kl. 6.00.
BMX meistararnir.
Þriðjudag kl. 9.00.
Með dauðann á
hælunum.
Miðapantanir og upplýsingar í
símsvara 23500.
Utanbæjarfólk sími 22600.
itl
Sími 25566
Opið alla virka daga
ki. 14.00-18.30.
Lundargata:
5 herb. einbýlishús, hæð og
ris, samtals tæpl. 160 fm. Hús-
ið er nýlega endurbyggt. Bíl-
skúrsréttur.
Vestursíða:
Raðhús á tveimur hæðum
ásamt bilskur. Ca. 147 fm
ekki alveg fullgert.
Lerkilundur:
Einbýlishús á einni og hálfri
hæð ásamt rúmgóðum
bílskúr. Eignln er i mjög góðu
ástandi. Til greina kemur að
taka minni eign í skiptum.
Tjarnariundur:
Lítil 2ja herb. íbúð á jarðhæð,
ástand gott.
Búðasíða:
Einbýlishús, hæð og ris, ca.
140 fm. Rúmgóður bílskúr.
Eignin er ekki alveg fullgerð.
Norðurgata:
Efri hæð í tvíbýiishúsi. Ca. 140
fm. Ástand gott.
Skarðshlíð:
3ja herb. íbúð á 1. hæð (
svalablokk, ca. 84 fm.
Einbýlishús:
Einbýlishús við Hólsgerði,
Grænumýri og Löngumýri (á
tveimur hæðum, 3ja herb.
íbúð á neðri hæðj.
★
Okkur vantar allar
stærðir og gerðir
eigna á söiuskrá.
Hafið samband.
FASTÐGNA& fj
skipasalaSSI
NORÐURLANDS O
Amaro-húsinu 2. hæð
Sími 25566
Benedikt Ólafsson hdl.
Sölustjóri, Pétur Jósefsson, er á
skrifstofunni virka daga kl. 14-18.30.
Heimasími hans er 24485.
Öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
VALGEIRS HÓLM AXELSSONAR,
Akurgerði 9 a, Akureyri,
sendum við hjartans þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd barnanna og annarra vandamanna.
Ragnheiður Sigurðardóttir.
Jólabinqó
framsóknarfélaganna á Akureyri á
Hótel KEA sunnud. 14. desember
kl. 3 e.h.
Glæsilegir vinningar.
Nánar auglýst síðar. Framsóknarfélögin á Akureyri.