Dagur - 09.12.1986, Side 16
wrnrn,
Akureyri, þriðjudagur 9. desember 1986
CT7
SA*
SOUCISsnyrtivörur
BADEN-BADEN • PARIS
Snyrtiyörudeild
Byggir Hagkaup
yfir Noröurgötuna?
Forstjóri verslunarinnar Hag- á Akureyri, er beiöni þessi til- bygginguna ná út á Norðurgöt-|
kaups hefur sent Bygginga-
nefnd Akureyrar bréf þar sem
leitað er eftir samþykki bæjar-
yfírvalda á stækkun verslunar-
húss Hagkaups að Norðurgötu
62 á Akureyri. Jafnframt er
farið fram á að fá viöbótarlóð
undir bílastæði á horni Hjalt-
eyrargötu og Grenivalla.
Að sögn Þórhöllu Þórhalls-
dóttur, verslunarstjóra Hagkaups
komin vegna þess að verslunar-
húsnæðið er of lítið fyrir þá starf-
scmi sem þar er nú.
„Lagerplássið er allt of lítið,
við þurfum að setja upp fleiri
afgrciðslukassa og ef við stækk-
um á annað borð, viljum við gera
það almennilega,“ sagði Þór-
halla.
í umsókninni er m.a. spurt
hvort til greina komi að láta við-
Ispan hf. í rekstrarerfiðleikum:
Leitar eftir
bæjarábyrgð
- „Nú reynir á áhuga bæjaryfirvalda, “
segir Jóhann Jóhannsson framkvæmdastjóri
Glerverksmiðjan íspan hf. á
Akureyri hefur óskað eftir því
við bæjarstjórn Akureyrar að
hún veiti ábyrgð fyrir láni að
upphæð 6 milljónir króna.
Lánið v.erður að öllum líkind-
um fengið frá Byggðastofnun
en ekki hefur fengist endanlegt
svar þar um.
í surnar var íspan hf. skipt upp
og síðan hefur fyrirtækið átt í
umtalsverðum rekstrarerfiðleik-
um. Láninu er ætlað að fleyta
fyrirtækinu yfir erfiðasta
hjallann. Að sögn Jóhanns
Jóhannssonar framkvæmdastjóra
fyrirtækisins er einkum um að
ræða skuld við einn ákveðinn
aðila scm reynst hefur erfitt að
semja við. Jóhann sagði að ef
hægt væri að losa fyrirtækið við
þessa skuld þá væri hægt að taka
markaðsöflun fyrir af alvöru. ís-
pan á talsvert fé í útistandandi
skuldum.
Jóhann sagði að 65% af tekj-
um fyrirtækisins væri aflað ann-
ars staðar en á Akureyri og nú
væri jafnvel stefnt að því að
vinna markaði í Reykjavík.
Markaður fyrir þessa starfsemi er
nú í dvala má segja alls staðar
nema í Reykjavík þar sem hús-
byggingar eru stundaðar af miklu
kappi.
„Ef þetta fyrirtæki leggur upp
laupana þá teljum við að erfitt
verði að koma því af stað aftur.
Hins vegar má þá telja víst að
eitthvert þeirra fyrirtækja, sem
við þetta fást í Reykjavík, komi
hér upp útibúi. Við erum að leita
eftir stuðningi yfirvalda til að
komast yfir erfiðleika og nú reyn-
ir á það hvort áhugi er fyrir því að
halda þessu fyrirtæki í bænum,“
sagði Jóhann. ET
una eða jafnvel alveg yfir hana. Pá
yrði að sjálfsögðu að loka göt-
unni og beina umferðinni inn á
aðrar akstursleiðir.
„Þetta er ein hugmyndin og ég
býst við að skipulagsncfnd og
bygginganefnd muni vega og
meta hvað rétt sé að gera í þessu
sambandi. Þetta er það mikið
sem við erum að fara frani á, að
ég býst við að bæjaryfirvöld skoði
málið gaumgæfilega áður en
ákvörðun verður tekin.“
Aðspurð sagði Þórhalla að
húsgagnadeild Hagkaups, IKEA,
yrði ekki flutt norður við stækk-
unina. Tilgangurinn væri fyrst og
fremst að bæta þá þjónustu sem
fyrir væri, fá inn meiri og betri
aðstöðu undir ferskt kjöt og
ávaxtasöiu og setja upp bakarí til
þess að geta boðið upp á heit
brauð.
Samkvæmt heimildum Dags
kemur til greina að leita eftir
kaupum á húsnæði íspan h.f.,
hinum megin við Norðurgötuna,
ef bæjaryfirvöld leyfa viðbygg-
ingu yfir götuna.
A síðasta fundi bygginga-
nefndar var ekki tekin afstaða til
ofangreindrar umsóknar. BB.
Framkvæmdir við Akureyrarkirkju liggja niðri í frostinu, en hefjast að von-
um strax og hlýnar. Mynd: ÁE
Bændafundur í V.-Húnavatnssýslu:
Verður fjöldi bænda
að hætta búskap?
Gm 200 manns voru mættir á
fund sem haldinn var í Asbyrgi
á Laugarbakka í Vestur-Húna-
vatnssýslu síðastliðið föstu-
dagskvöld, þar sem til umræðu
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson:
Engin síld í Eyjafirði
- og mun minni síld í Húnaflóa en í fyrra
„Það er mun minni síld í
Húnaflóa núna en var í fyrra.
Við fundum enga sfld í Eyja-
fírði en hún var þar töluvert í
fyrra á svipuðuin tíma. Síldin í
Húnaflóa er mest tveggja ára
smásíld,“ sagði Ólafur Hall-
dórsson leiðangurstjóri á haf-
rannsóknaskipinu Arna Friðr-
ikssyni er Dagur hafði sam-
band við hann um borð, þar
sem skipið var statt á Öxarfírði
á leið austur fyrir. En um þess-
ar mundir er Hafrannsókna-
stofnun að kanna ástand og
magn síldarinnar í kringum
landið.
„Þeir sögðu mér það trillusjó-
menn í Eyjafirði sem ég talaði
við að engin síld fyndist í firðin-
um og væru þeir í vandræðum
nteð beitu fyrir vikið. Þetta er
mjög mismunandi á milli ára.
Smásíldin heldur sig inni á fjörð-
unum á þessum árstíma en fer
síðan á hreyfingu og þá austur
fyrir, ef hún heldur sama munstri
og hún hefur gert. Það má segja
að þetta séu bara uppeldisstöðvar
fyrir síldina þarna fyrir vestan og
norðan," sagði Ólafur Halldórs-
son leiðangursstjóri á Árna
Friðrikssyni. -KK
voru erfíðleikar bænda og þó
sérstaklega sauðfjárbænda.
Eftirtektarvert var hvað sam-
staða Vestur-Húnvetninga var
mikil varðandi þessi mál, því
auk bændafólks var þó nokkur
fjöldi fólks frá Hvammstanga
mættur á fundinn, og lesin var
upp ályktun Verkalýðsfélags-
ins Hvatar varðandi þessi mál.
Þingmenn kjördæmisins höfðu
verið boðaðir á fundinn og voru
þeir allir mættir utan einn sem
var erlendis. Framsögumenn
fundarins svo og aðrir sem tóku
til máls beindu máli sínu mjög til
þingmannanna og gerðu kröfu til
þeirra um athafnir varðandi
málefni bænda.
„Nú duga ekki orðin tóm, við
þurfum athafnir og frábiðjum
okkur allar framboðsræður,“
sagði einn fundarnranna nt.a.
Það kom mjög vel í ljós á þessurn
fundi hve illa horfir fyrir mörgum
bændum í sýslunni og augljóst er
að margir þeirra sjá ekki fram á
annað en gjaldþrot innan mjög
skamms tíma verði ekkert að
gert. Á fundinum var lýst ástand-
inu hjá að minnsta kosti tveim
ungum bændum sem hafa á
undanförnum árum verið að
byggja upp sínar jarðir og liggur
við að allar þær svörtu skýrslur
sem svo iðulega eru nefndar um
hin ýmsu mál, blikni við saman-
burðinn. Talið er að, að minnsta
kosti sjö bændur í sýslunni verði
tilneyddir að hætta búskap fljót-
lega miðað við óbreytt ástand og
að aðrir sjö til átta séu það illa
staddir að tvísýnt sé unt hvort
ekki fari fljótlega á sama veg hjá
þeim.
Þá kom í Ijós á fundinum að sú
skoðun virðist vera ráðandi með-
al bænda að koma þurfi stjórnun
á alla landbúnaðarframleiðslu og
lýstu menn áhyggjum sínum
varðandi þá kröfu verkalýðs-
hreyfingarinnar að ekki verði
komið á kvóta í eggja- og kjúkl-
ingaframleiðslu. Fram kom að
Vestur-Húnavatnssýsla er mjög
vel til sauðfjárræktunar fallin og
töldu menn að sérstaklega þyrfti
að hafa það í huga í umræðunni
um búháttabreytingar. Nokkurs
efa gætti í máli sumra um að
svokallaðar auka- eða nýbúgrein-
ar ættu verulega framtíð í sýsl-
unni, og t.d. sagði Gunnar Sæ-
mundsson í Hrútatungu að enda
þótt refarækt væri hafin í sýslunni
teldi hann margt benda til þess að
hún gæti orðið óhagstæðari þar
en víða annars staðar. Fundurinn
hófst klukkan níu á föstudags-
kvöld og stóð til klukkan að
ganga fjögur um nóttina, fjöl-
margir fundarmenn tóku til máls
og var greinilegt að mikill uggur
er í mönnum varðandi málefni
bænda. G.Kr.