Dagur - 18.12.1986, Qupperneq 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Húsavík:
Bjami ekki út
kjöitímabilið?
„Ráðning mín sem bæjarstjóra
var á þann veg að ég er ráðinn
út kjörtímabilið. Þrátt fyrir
það er sérákvæði í samningn-
um þannig að bæjarfulltrúum
er það Ijóst að ég mun ekki
starfa út allt kjörtímabilið,“
sagði Bjarni Aðalgeirsson
bæjarstjóri á Húsavík.
Bjarni sagði að sig langaði
að breyta til í starfi. „Ég byrja
ekki á því að tilkynna það
blöðum, það er alveg ljóst,“
sagði Bjarni er hann var spurður
um það hvað væri á döfinni hjá
honum.
Vitað er að Bjarni ætlaði að
taka þátt í kaupum á bátnum
Ljósfara sem nýlega var keyptur
til Húsavíkur, en ekkert varð úr
því. Hins vegar á Bjarni og gerir
út bátinn Björgu Jónsdóttur og
hefur heyrst að hann hyggist snúa
sér alfarið að útgerð. gej-
Margrét EA:
Alvarleg bilun
í spilbúnaði
- Ekki á veiðar fyrr en eftir áramót
„Það er Ijóst að þetta er mikið
áfall og skipið fer ekki á veiðar
fyrr en eftir áramót,“ sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson
framkvæmdastjóri Samherja
hf. um bilunina í Margréti EA |
710. Skipið kom nýlega frá
Noregi þar sem það var mikið
lagfært og endurbætt.
Hér er verið að hífa í land hluta af
rörum sem taka þarf úr Margréti
EA. Mynd. gej-
Togarinn Margrét EA sem
áður hét Maí og var gerður út frá
Hafnarfirði er gerður út af úgerð-
arfélaginu Samherja hf. sem
meðal annars gerir út aflaskipið
Akureyrina og hið nýja rækju-
skip Oddeyrina sem er eitt af
raðsmíðaskipunum.
í fyrstu veiðferð Margrétar EA
varð bilun í spilbúnaði skipsins
og kom það til hafnar eftir stutta
útiveru. Talið var að bilunin væri
ekki stórvægileg, en nú er komið
í ljós að skipið fer ekki á veiðar
„fyrr en eftir áramót,“ eins og
Þorsteinn Már sagði. Ljóst er að
járnsvarf hefur komist í vökva-
kerfi skipsins og þarf því að taka
það allt í land til hreinsunar.
„Þetta eru margir kílómetrar af
rörum og vinna 26 menn á vökt-
um við þetta verk. Það verða
eflaust skiptar skoðanir um
orsökina, en afleiðingarnar eru
ljósar. Þetta er því geysilegt áfall
fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn
Már.
Auk starfsmanna Samherja.
hf. eru það starfsmenn á Vél-
smiðjunni Atla sem vinna að við-
gerðinni. gej-
Forvitin augu gægjast út úr búri er komið var á
íslenska grund. Myndir: rþb.
Flogið með dýrmæta refi frá Noregi:
Refir flugleiðis
frá Noregi
- Sá dýrasti kostar 70 þúsund
Verömætasti refafarmur sem
til landsins hefur borist kom til
Akureyrar í gær, en þá flutti
Flugleiðaþota 200 refi frá Nor-
egi. Verðmætið skiptir millj-
ónum en dýrasti refurinn kost-
aði 70.000 kr. Viðtakandinn er
25 ára loðdýratæknir, Ragnar
Sverrisson, en í sumar reisti
hann 1.300 fermetra refabú að
Hyrnu í Skagafirði og eru þetta
fyrstu refirnir í búið.
Hér er um að ræða blárefi, silf-
urrefi og einnig 6 litaafbrigði sem
að sögn Ragnars eru ekki til í
landinu. Þar á meðal er polarref-
krónur
ur sem er mjög mikilvægur við
framleiðslu á ættarblendings-
skinnum svo sem Golden Island
o.fl. Ættarblendingar hafa
skinnaverðmæti silfurrefs og
frjósemi blárefs. Þarna voru
einnig tegundir á borð við Fire
and Ice, Gleaser blue, Carrier og
Platina.
Jólabækurnar:
Alistair MacLean slær enn í gegn
Þegar gefnar eru út bækur á
íslandi þá er yfirleitt talað um
jólabækur og ástæðan augljós.
En hvernig ætli jólabókunum
reiði af fyrir þessi jól. Við
leituðum til bókaverslana á
Akureyri, Húsavík og Sauðár-
króki og fengum lista yfir 10
söluhæstu bækur í hverri versl-
un miðað við gærdag. Meðal-
talslistinn lítur svona út:
1. Svarti riddarinn
- Alistair MacLean.
2. Alíslensk fyndni -
Magnús Óskarsson tók
saman.
3. Grámosinn glóir - Thor
Vilhjálmsson.
4. Saman í hring - Guðrún
Helgadóttir.
5. Líf mitt og gleði (ferill
Puríðar Pálsd.) - Jónína
Michaelsdóttir skráði.
6.-7. Aldnir hafa orðið - Erl-
ingur Davíðsson.
6.-7. Enga stæla! - Andrés
Indriðason.
8.-9. Minningar Huldu Á.
Stefánsdóttur, æska.
8.-9. Jólasveinarnir - Iðunn
Steinsdóttir.
10.-12. Dreifar af dagsláttu -
Kristján frá Djúpalæk.
10.-12. Purpuraliturinn - Alice
Walker.
10.-12. Saklaus svipur - Sidney
Sheldon.
Pessi röð gefur ekki til kynna í
hvaða magni bækurnar hafa selst
heldur er þetta meðaltal yfir 10
söluhæstu bækur í hverri verslun,
en auðvitað er það bundið við
staðhætti og íbúafjölda í hvaða
magni bækur seljast. Pær bækur
sem voru nálægt því að komast á
þennan lista eru Kæri Sáli, Tíma-
þjófurinn og A misjöfnu þrífast
börnin best.
Að sögn bóksala eykst salan
jafnt og þétt. Stefán Jónasson í
Bókabúð Jónasar sagði barna- og
unglingabækur seljast mjög vel
um þessar mundir, en yfirleitt
kæmi verulegur kippur í sölu á
reyfurum og ævisögum rétt fyrir
jól. Ingvar Pórarinsson hjá Bóka-
verslun Þórarins Stefánssonar á
Húsavík sagði að þá vantaði t.d.
bækur eins og Líf mitt og gleði og
Grámosinn glóir og hefðu þær
eflaust verið ofar á lista hjá sér ef
hægt hefði verið að fá þær jafn-
óðum. ' SS
Á Akureyrarflugvelli tóku
sendibílar við dýrunum og fluttu
þau til Skagafjarðar. Vopnaðir
lögregluþjónar fylgdust með,
reiðubúnir að láta til skarar
skríða ef refunum tækist að
sleppa. Dýrin virtust ágætlega á
sig komin eftir flugferðina, en
létu lítið á sér kræla.
Að sögn Ragnars Sverrissonar
þurfa refirnir að vera í sóttkví í
16 mánuði og þá fyrst verður
hægt að huga að sölu á skinnum.
Hann sagði verð á skinnum lágt
um þessar mundir en það stæði til
bóta. Ragnar fær fóður frá Mel-
rakka á Sauðárkróki. Spurning-
unni um það hvort þetta myndi
borga sig svaraði hann á þessa
leið: „Annað hvort éta þeir mig
út á gaddinn eða ég lifi á þeim.
Ég ætla að lifa á þeim.“ SS