Dagur - 18.12.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 18.12.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 18. desember 1986 _yiðtal dagsins. IMOE ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR PÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.________________________________ Sameiginlegir hags- munir íbúa sveita og þéttbýlis Oft vill það gleymast í umræðum um land- búnaðarmál og þann mikla samdrátt sem þar er að verða, hversu þéttbýlisstaðirnir víðs vegar um landið eru háðir þessari atvinnu- grein. Margvísleg atvinnustarfsemi tengd landbúnaði er rekin í þéttbýlinu, misjafnlega mikil, en snertir bæði úrvinnslu afurða s.s. kjöts, mjólkur, skinna og ullar og fjölbreytta þjónustustarfsemi. Á fundi fjórðungsstjórnar Fjórðungssam- bands Norðlendinga sem haldinn var nýlega kom þetta mál til umræðu, þ.e. um áhrif sam- dráttar í landbúnaðarframleiðslu á þéttbýlis- þróun. Eftirfarandi ályktun var þá samþykkt: „Ljóst er að samdráttur í landbúnaði raskar búsetu í sveitum og hefur áhrif á atvinnu þeirra, sem í þéttbýlisstöðum vinna að vinnslu landbúnaðarafurða og annast við- skipti eða þjónustu við íbúa sveitanna. Af þessum ástæðum má ekki líta á samdrátt búvöruframleiðslunnar sem byggðamál sveit- anna einna, heldur alls viðkomandi byggða- svæðis. Ljóst er að samdráttur framleiðslu er tilvilj- unarkenndur eftir byggðarlögum. Hann er oft án tillits til gildis einstakra býla í því að tryggja lágmarks byggð á ákveðnum svæðum. Þannig verður samdrátturinn mis- jafnlega djarftækur eftir framleiðslusvæðum. Með þetta í huga leggur fjórðungsstjórn til að á hverju framleiðslusvæði á Norðurlandi verði hafnar viðræður milli sveitarstjórna þéttbýlisstaðanna, forráðamanna vinnslu- stöðvanna og fulltrúa bændasamtaka, um að gera á eigin vegum úttekt á þróuninni frá byggðalegu sjónarmiði og benda um leið á úrræði. Fjórðungsstjórn skorar á Byggða- stofnun og Ræktunarfélag Norðurlands að taka þátt í þessu starfi, með leiðbeiningum og sérfræðilegri aðstoð, m.a. til að gæta sam- ræmis í vinnubrögðum. “ Hér er tekið á mikilvægu máli, því búast má við að tilviljanir geti ráðið miklu um samdrátt- inn í landbúnaðarframleiðslunni, verði ekki reynt að taka á málinu og skipuleggja fram- leiðsluna með tilliti til hagsmuna íbúa bæði sveitanna og þéttbýlisstaðanna, sem margir hverjir eiga stóran hluta afkomu sinnar undir framleiðslu sveitanna komið. HS „Hef gaman af stærðfræði" — segir Guðbjörn Freyr Jónsson, sigurvegari á neðra stigi í stærðfræðikeppni framhaldsskóla Stærðfræði- og eðlisfræði- keppnir eru orðinn fastur liður í starfsemi framhaldsskólanna á Islandi. Búið er að halda undanúrslitakeppni í stærð- fræði í vetur og var það nem- andi í Menntaskólanum á Akureyri sem stóð sig best í yngri flokki. Nemandi þessi er Guðbjörn Freyr Jónsson, úr Borgarfirði. Guðbjörn er í 2. bekk, stærðfræðideild og er hér kominn í viðtal dagsins, er hann spurður um keppnina og fleira. „Þessi keppni skiptist í tvö stig, það er efra og neðra stig. Á efra stigi eru þeir sem eru í tveimur efri bekkjum framhaldsskóla og á neðra stigi eru síðan þeir sem eru í tveimur neðri bekkjunum. Jú, sumt af þessu er nokkuð erfitt.“ - Hvar fer keppnin fram? „Hún fer fram í skólunum, prófin eru send að sunnan og það geta allir tekið þátt sem vilja, líka þeir sem ekki eru í stærðfræði- deildunum. Já, já, það er ágæt þátttaka. Framhaldið er síðan það að 20 efstu á efra stigi og 5 efstu á neðra stigi taka þátt í úr- slitakeppni sem fer fram í mars. Eftir þá keppni verður valið Olympíulið í stærðfræði, ég held að það séu 2 eða 3 sem fara til Kúbu næsta sumar að keppa.“ - Gerirðu þér vonir um að komast til Kúbu? „Nei, ég á ekki von á því.“ - Er mikill undirbúningur fyrir svona keppni? „Nei, það er nú lítið hægt að undirbúa sig. Þetta er almenn stærðfræði og það er því aðal- atriðið að beita skynsemi, það byggist ekki svo mikið á því að kunna einhver ósköp en auðvitað eru viss grundvallaratriði sem maður þarf að kannast við. Á neðra stigi er prófið eingöngu krossapróf og það dregst frá ef maður er með vitlaust svar. Á efra stiginu er hluti krossapróf og síðan þarf líka að skila útreikn- ingum. Fyrir keppnina í mars getum við að vísu æft okkur, við fáum send fjögur æfingadæmi hálfsmánaðarlega. Ég er búinn að fá eina sendingu og það gekk sæmilega." - Þú segir að þetta sé ein- göngu krossapróf á neðra stigi, er þá ekki hægt að fara í prófið og giska á rétt svar, eins og í Lottó? „Nei, það er erfitt. Svörin eru mjög lík og ég held að flestir reikni dæmin til að geta merkt við rétt svar.“ - Hvernig stóðu nemendur MA sig í þessari keppni? „Ég held að árangurinn hafi verið ágætur. Á efra stigi voru tveir sem komust í úrslit héðan, en á neðra stigi var ég einn, en það var nemandi héðan í 13. sæti. Ég held að í gegnum árin hafi nemendur MA staðið sig vel í þessari keppni. í fyrra held ég að einn hafi komist í úrslit á efra stigi og nokkrir á neðra stigi.“ - Eru keppendur jafnt strákar og stelpur? „Nei, það eru aðallega strákar sem taka þátt í þessari keppni, en það eru nokkrar stelpur. Nei, það eru engar stelpur í úrslitum héðan núna.“ - Hefurðu gaman af stærð- fræði? „Já, mér finnst hún ágæt. Já, ég hef nú yfirleitt verið með 10 í stærðfræði, þangað til ég kom í MA.“ - Fleiri áhugamál en stærð- fræði? „Já, ég hef mikinn áhuga á tölvum. Ég veit ekki hvort ég fer í tölvunarfræði, það er allt óákveðið með framtíðina.“ - Nú ert þú úr Borgarfirði, hvers vegna valdirðu MA? „Hérna er heimavist, systir mín var hérna í skóla og ég þekkti nokkra krakka sem voru að fara hingað og það hafði líka áhrif. Já, mér líkar mjög vel hérna. Það er gott að vera á heimavist, heilmikið fjör. Nei, það er oft lítill friður til að læra.“ -HJS Rangárbræður árita plötu sína Hljómplatan Rangárbræöur hefur selst mjög vel, fyrsta upplagið er nú uppselt og ann- að upplag komið á markað. Fjöldi áskorana, sérstaklega úr Skagafirði, hefur borist til bræðr- anna um að þeir árituðu plötu sína fyrir kaupendur eins og þeir gerðu á Húsavík um síðustu helgi. Baldur og Baldvin Kr. Bald- vinssynir og Úlrik Ólason munu því árita plötuna í Tónabúðinni á Akureyri frá kl. 20-22 á fimmtu- dagskvöld og í Skagafirði á laug- ardag, þeir verða í Skagfirðinga- búð á Sauðárkróki frá kl. 16-18 og í Kaupfélaginu í Varmahlíð kl. 20-22. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.