Dagur - 05.01.1987, Qupperneq 5
5. janúar 1987 - DAGUR - 5
Gæsluvellir:
Gjaldið hækkar
Frá og með 1. janúar 1987
hækkar gjaldtaka á gæsluvöll-
um á Akureyri sem hér segir:
Gjald fyrir hverja heimsókn er
kr. 25 í lausasölu, en greiða skal
með 2 gæslumiðum fyrir hverja
heimsókn, þ.e. kr. 20 ef keypt
eru kort. Kort með 25 miðum
kostar 250 kr.
Ef systkini sækja gæsluvöll skal
greiða með 3 gæslumiðum fyrir 2
börn eða fleiri, þ.e. kr. 30, en
samsvarandi gjald í lausasölu er
kr. 38.
Gjald skal aðeins innheimta
fyrir börn á aldrinum 2-7 ára og
miðast neðri aldursmörkin við
það að barnið hafi náð 2 ára
aldri, en þau efri að barnið nái 7
ára aldri á almanaksárinu.
Húsavík:
Lifur seld
til Kanada
Fyrirtækið HIK hf á Húsavík
var að fá pöntun frá Kanada á
rúmlega 60 þúsund dósum af
niðursoðinni lifur. Stór mark-
aður er fyrir þessa vöru í
Kanada en mjög erfitt mun
vera að komast inn á hann
vegna þess að miklar kröfur
eru gerðar til gæða framleiðsl-
unnar.
HIK hóf starfsemi í september
og nú er búið að sjóða niður lifur
í um 70 þúsund dósir, varan hef-
ur verið seld til Ítalíu, Bandaríkj-
anna og Kanada. Strax eftir að
sending barst þangað um daginn
kom þessi stóra pöntun og auk
þess var hærra verð boðið fyrir
vöruna. Hráefnisskortur háði
fyrirtækinu í nóvember en nú lít-
ur betur út með hráefnisöflun því
stærri bátarnir eru að hefja róðra
auk þess sem fyrirtækið fær alla
lifur sem hægt er að nýta af Kol-
beinsey. Útlitið er því bjart fyrir
fyrirtækið eftir áramótin, öll
fyrirhuguð framleiðsla í janúar
og febrúar er seld. IM
Ólafsfjörður:
Grútar-
mengun í
höfninni
„Þetta var visst vandamál hér,
en það hafa farið fram nokkrar
úrbætur sem að gagni komu,“
sagði Valtýr Sigurbjarnarson
bæjarstjóri í Olafsfirði um
grútarmengun í höfninni.
Slíkt vandamál þekkja menn á
þeim stöðum þar sem loðnulönd-
un fer fram. Siglfirðingar hafa átt
í miklum erfiðleikum vegna grút-
armengunar í höfninni og fleiri
staðir hafa gert ráðstafanir til að
losna við þessa mengun.
Löndunarbúnaðurinn í Ólafs-
fjarðarhöfn var lagfærður veru-
lega til að losna við grútinn.
„Þetta kom að góðum notum,
því í höfnina barst meira af þessu
heldur en nauðsynlegt kann að
teljast, svo hér var allt löðrandi í
þessum óþverra. Því má ekki
gleyma að menn eru ekki nógu
passasamir við losun úr bátum
sínum og skipum. Það er vitað
mál að menn hafa lensað hér inn-
an hafnarinnar. Þeir hafa verið
teknir tali og virðist ástandið
frekar að skána. Maður ætlar
engum að hann geri svona nema í
hugsunarleysi,“ sagði Valtýr.
gej-
Brunabótafélag íslands hóf starfsemi sína 1. janúar 1917
og á því 70 ára starfsafmæli nú í upphafi árs 1987.
Opióhús Sjanúar 1987
í tilefni þessara tímamóta í sögu
félagsins munum við hafa opið hús og
taka á móti viðskiptavinum og vel-
unnurum á aðalskrifstofu Bruna-
bótafélagsins, Laugavegi 103,
Reykjavík og í eftirtöldum
umboðum okkar: Akranes,
Ölafsvík, Grundar-
fjörður, Stykkis- ----
hólmur, Isafjörður, BRUNABtXTAFÉLAG
Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafs-
fjörður, Dalvík, Akureyri, Húsavík,
Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Reyðar-
fjörður, Eskifjörður, Norðfjörður,
Vestmannaeyjar, Selfoss,
Hveragerði, Mosfells-
hreppur, Hafnarfjörður,
Kópavogur, Garða-
bær, Grindavík og
Keflavík.
fSLANDS