Dagur - 05.01.1987, Side 11

Dagur - 05.01.1987, Side 11
5. janúar 1987 - DAGUR - 11 Minning: Ý Steingrímur Jóhannesson Fæddur 23. febrúar 1921 - Dáinn 23. desember 1986. Þann 23. desember síðastliðinn andaðist að heimili sínu Gríms- stöðum í Mývatnssveit, bernsku- vinur okkar og félagi Steingrímur Jóhannesson. Hann lést nær fyrirvaralaust og um aldur fram. Steingrímur fæddist að Grímsstöðum 23. febrúar 1921 og ól þar allan sinn aldur að undanskildum tíma- bundnum frávikum. - Foreldrar hans voru Elín Kristjánsdóttir og Jóhannes Sigfinnsson bóndi þar. Elín var skyld foreldrum okkar báðum og ræktuð frændsemi og vinátta þeirra á milli. Þar við bættist að móðir Elínar, Arnfríð- ur Björnsdóttir, var heimilisföst á Gautlöndum í mörg ár og einnig þrjú börn hennar, sum aðeins um stundarsakir en önnur lengur. Arnfríður var dálæti heima- manna ekki síst okkar barnanna svo að okkur fannst jafnan að við eiga hlut í henni með barnabörn- um hennar. Þannig mynduðust eins konar fjölskyldutengsl við Grímsstaði, og þá fyrst og fremst Elínu og Steingrím með tilheyr- andi frændrækni. Ógleymanlegar verða okkur heimsóknir í Grímsstaði. Fram- andlegt lífríki þessarar landar- eignar, framandleg störf við vatn og veiði, Elín með sína smitandi gleði í augum og hlátri, er sá svo um, að við nutum lífsins til grunns og svo Stjana á Gríms- stöðum með fiðluna sína - ekki gleymist hún heldur. Með árun- um lögðust niður þessar heim- sóknir og sundur dró með okkur frændsystkinunum þar til við fór- um að starfa saman í ungmenna- félaginu Mývetningi. þátttakandi. Ávallt reiðubúinn til starfa án annars ágóðahlutar' en þess að vinna vel að góðu málefni. Þannig munum við vinir hans og félagar jafnan minnast hans - með hönd í hönd.' Eflaust munu einnig margir minnast Steingríms sem afreks- manns á leiksviði. Þar undi hann sér sem fiskur í vatni og leysti hlutverk sín með ágætum. Að öðrum ólöstuðum munu þó þrjú hlutverk bera hæst á leikaraferli hans; Hjálmar tuddi í Maður og kona, Candy í Mýs og menn og Skrifta-Hans í Ævintýri á gönguför. Svo ólík sem þau eru einkenndust þau öll af næmi fyrir gerð persónunnar og hófstillingu í meðferð hennar. Skynjun hans á harmi og skopi skáldlistarinnar var honum slíkur vegvísir við val á upplestrar- og skemmtiefni, sem hann oft var krafinn um, að undrun sætti. Steingrímur lagði mikla stund á íþróttir svo sem skíðagöngu og tók þátt í mörgum skíðamótum. Á meðan leikfimifélag Mývetn- inga starfaði var hann þar stöðug- ur þátttakandi. Á glímuvelli var hann góður liðsmaður bæði sem leikmaður og dómari. Síðast en ekki síst hefur hann ástundað knattspyrnu allt frá unglingsárum og fram að hinstu stund, og nú síðustu árin með sonum sínum. Steingrímur kvæntist Þorgerði Egilsdóttur Jónassonar frá Húsa- vík. Þau eignuðust átta börn sem öll eru á lífi og ennfremur stóran hóp barnabarna. Hann lét af búskap fyrir all- mörgum árum og hefur síðan unnið við Kísiliðjuna í Mývatns- sveit. En sér til upplyftingar og yndisauka átti hann jafnan nokkrar kindur er tengdu hann við jörð og gróanda. Steingrímur á Grímsstöðum lagði ekki fyrir sig langa skóla- göngu eða heimsreisur. En sem náttúrubarn, því það var hann reyndar, safnaðist honum ýmis fróðleikur, sem hvorki verður kenndur né numinn nema í tengdum við lifandi náttúru umhverfisins. Hann lifði og dó á bökkum Mývatns þar sem móðir náttúra er gædd meiri grósku og auðugra lífi en annars staðar gerist og fegurð- in gengur aldrei til viðar. Og nú, er við kveðjum okkar gamla góða vin fögnum við því hlutskipti hans. Ásgerður og Böðvar á Gautlöndum. Hjálparsveit skáta óskar bæjarbúum gleðilegs nýs árs. Með þökk fyrir veittan stuðning á liðnu ári. Hjálparsveit skáta Akureyri Afgreiðslustarf Óska eftir að ráða starfskraft til afgreiðslustarfa. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar ekki veittar í síma. Verslunin Garðshorn Byggðavegi 114. Óskum eftir að ráða afgreiðslufólk i bókaverslun Leitað er eftir fólki vönu afgreiðslustörfum. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 9. janúar Stýrimann vanan netaveiðum vantar á 90 lesta bát frá Dalvík. Uppl. í síma 61408. Núna á dögum harðvítugrar auðs- og einkahyggju, er vissu- lega tímabært að rifja upp og skilgreina eðli og kjarna ung- mennafélaganna, áhrif þeirra á einstaklingana og þá jafnframt. á þjóðfélagið allt. Um leið og við gengum í ungmennafélagið, á hverjum stað, skynjuðum við og námum smám saman þá sameign- ar- og samvinnukennd sem var, og er væntanlega enn, einkunn þessa félagsskapar, þar sem allir unnu með öllum og fyrir alla til þess að félagið þeirra mætti leysa sem flest og stærst verkefni til velferðar fyrir það sjálft og þjóð- félagið. Að sjálfsógðu höfðu, og hafa ekki allir jafnnæman félagsanda. En Steingrímur á Grímsstöðum var dæmigerður ungmennafélagi og vék aldrei af þeim vegi í hverj- um féiagsskap, er hann gerðist Höfðing- leg gjöf Síðasta sunnudag í aðventu voru tendruð ljós á nýjum krossi við kirkjugarð Akureyrar. Gefandi krossins er Benedikt Arthúrsson Hafnarstræti 7 Akureyri. Stjórn kirkjugarða Akureyrar færir gefandanum bestu þakkir fyrir hina höfðinglegu gjöf og þann hlýhug er hann sýnir kirkju- görðum Akureyrar með gjöf þessari. Um leið og við óskum gefand- anum svo og Akureyringum öll- um gleðilegs árs og velfarnaðar á nýju ári viljum við þakka starfs- fólki kirkjugarðanna fyrir vel unnin störf á liðnum árum. Stjórn kirkjugaröa Akureyrar. Dansstudio Alice óskar öllum gleðilegs heilsuríks komandi árs með þakklæti fyrir það gamla. Við byrju 12. janúar Jazzdans fyrir 7 ára og eldri, byrjendur og framhald. Jazzleikfimi fyrir konur, byrjendur og framhald. Almenn leikfimi - rólegir tímar fyrir konur á öllum aldri, byrjendur og framhald. Jazzleikskóli fyrir 4 til 6 ára, byrjendur og framhald. Kennarar: Aerobic Tryggvabraut 22 • Akureyri Alice Jóhanns. Hulda Ringsted. Gestakennari; Richard Bradley.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.