Dagur


Dagur - 07.01.1987, Qupperneq 2

Dagur - 07.01.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 7. janúar 1987 _s/iðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÓRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.____________________________ Varhugaverðar hækkanir í kjarasamningunum sem gerðir voru í desemb- er er gengið út frá því að verðlag á árinu verði stöðugt. Þær hækkanir á opinberri þjónustu sem tilkynnt hefur verið um að undanförnu gera það tvímælalaust að verkum að forsendum kjara- samninganna er stefnt í voða. Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum þann 30. desember s.l. að hækka gjaldskrá fyrir- tækisins um 7,5%. Ríkisstjórnin hafði áður beint þeim tilmælum til stjórnar Landsvirkjunar að halda hækkuninni innan við fjögurra prósenta markið. Ólafur Ragnar Grímsson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins svo og fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í stjórn Landsvirkjunar sáu sér ekki fært að verða við þeim tilmælum. Þessi ákvörðun hefur valdið miklum vonbrigð- um innan ríkisstjórnarinnar og í verkalýðs- hreyfingunni. Það vekur sérstaka athygli að þeir pólitískt kjörnu aðilar sem mynduðu meirihluta við ákvörðun um gjaldskrárhækkun Landsvirkj- unar hafa með afstöðu sinni ögrað þeim flokkum sem völdu þá til þessara starfa. Sjálfstæðismenn í stjórn Landsvirkjunar ganga með samþykkt sinni þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson samþykkir gjaldskrárhækkun- ina á sama tíma og flokksbróðir hans, Ásmund- ur Stefánsson forseti ASÍ, segir þessa hækkun stefna forsendum kjarasamninganna í hættu og að bráðabirgðalög hafi verið sett af minna tilefni. Ásmundur hefur bent á að að í samning- unum sé gert ráð fyrir því að gengi verði haldið stöðugu og því hljóti Landsvirkjun að hafa hag af því, með allar sínar erlendu skuldir, að samn- ingarnir haldi. Þessi hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar er afdrifarík og kemur til með að hafa keðju- verkandi áhrif um land allt, þar sem allar rafveit- ur landsins þurfa að hækka gjaldskrá sína til þess að mæta hærra heildsöluverði. En fleiri hækkanir hafa orðið á nýja árinu. Afnotagjöld síma og Ríkisútvarpsins hækkuðu um 10%, bensínlítrinn hækkaði um krónu og flestar hitaveitur og rafveitur landsins hafa hækkað gjaldskrána um 5-10% eða eru um það bil að hækka. Jafnframt má búast við hækkun á annarri opinberri þjónustu á næstunni, svo sem da^vistargjöldum. Utlitið er því ekki gott í upphafi ársins. í kjara samningunum var boginn spenntur til hins ítr- asta og út frá því gengið að verðlag héldist stöðugt. Ef þessar hækkanir eru forsmekkurinn af því sem koma skal, bresta forsendur kjara- samninganna fyrr en varir. Og þá er fjandinn laus. BB. Norman Hanson Dennis er fæddur í bænum South Shields, stutt frá Newcastle í Englandi, þann 4. maí 1954. Hann flutti til Akureyrar síð- astliðið haust og kennir á blást- urshljóðfæri við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Hann hefur farið víða um lönd á hljóm- leikaferðum en er svo hrifínn af Akureyri að hann vill hvergi annars staðar vera. - Norman, hvernig líkar þér á Akureyri? „Mér líkar mjög vel hérna og hér vil ég setjast að til frambúð- ar. Konan mín kom hingað rétt fyrir jólin með tvö börn okkar og henni finnst hlýrra hér en í Bret- landi. Veðurfarið á Bretlandi er rakt og vindasamt á veturna og það er oft mjög kalt vegna rakans. Mér líkar vel við veður- farið og loftslagið á íslandi. Ég skil ekkert í að fólk hérna í bæn- um er að kvarta yfir að hér sé kalt, mér er ekki kalt. Það sem kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom fyrst til Akureyrar voru brekkurnar, mér líkar vel við þær.“ - Hvernig er héraðið sem þú kemur frá, þarna í Norður-Eng- landi? „Þar er mikið atvinnuleysi núna, annars eru þar mörg náma- Norman Hanson Dennis, tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri. „Mér líkar einstaklega vel víð Akureyri - Norman Hanson Dennis, tónlistarkennari fyrirtæki og skipasmíðastöðvar. Landið er frekar flatlent og ólíkt íslandi. Hér er líka miklu betra andrúmsloft en í mikið iðnvædd- um löndum eins og Bretlandi." - Hvernig hljóðfæri kennir þú á? „Ég kenni aðallega á trompet og básúnu, auk þess kenni ég tónheyrn. Það hafa ekki verið neinir tungumálaörðugleikar milli mín og nemendanna því enskukennsla er mjög góð á ís- landi. Ég reyni að leggja mig all- an fram um íslenskunámið því ég held að nauðsynlegt sé fyrir útlendinga að læra málið vel ef þeir ætla að eiga heima hérna. Mér finnst íslenskan samt mjög erfitt mál.“ - Hindrar það þig í að læra málið hversu góð enskukunnátt- an er hér? „Já, að vissu leyti. Ég get oft- ast gert mig skiljanlegan þó ég kunni ekki íslensku. Ensku- kennsla hlytur að vera á mjög háu stigi á Islandi. Ég bið fólk um að tala ekki ensku við mig því ég er að læra íslensku. íslenskan er ólík öllu sem ég hef áður heyrt, það eru varla til orð sem eru lík enskunni. Ég verð að læra hvert orð fyrir sig.“ - Hvernig gengur börnunum og konunni að aðlaga sig breytt- um aðstæðum? „Konan mín kom 21. des. með börnin og það var jólagjöfin mín. Það fyrsta sem krakkarnir gerðu var að fara út að leika sér í snjón- um í tvo klukkutíma. Við erum vön snjó en ekki eins miklum og hérna, þar er kannski snjór tvo daga á ári. Fólkið heima er ekki vant snjó og snjódekk á bíla eru t.d. óþekkt fyrirbæri. Það er algengt að ökumenn leggi bílum sínum því þeir eru að öllu leyti vanbúnir til vetraraksturs.“ - Hvernig byrjaði áhugi þinn á tónlist? „Þegar ég var sjö ára byrjaði ég að Ieika á trompet hjá Hjálp- ræðishernum. Þegar ég var tólf ára fór ég í gagnfræðaskóla og þar hélt ég áfram tónlistarnámi. Ég varð atvinnuhljóðfæraleikari sextán ára gamall en þá fór ég að leika með lúðrasveit á vegum breska hersins í herlúðrasveit. Við æfðum stíft alla daga frá klukkan átta á morgnana til fjög- ur eða fimm á daginn. Þegar ég var á átjánda ári fór ég í fram- haldsnám við „Royal Military School of Music“ í London. Þar lærði ég í eitt ár og fékkst m.a. við hljómsveitarstjórn, samningu tónverka og fræðilega iðkun tón- listar. Þetta var ekki langur tími en þetta var mjög strangt nám og engin frí gefin allt árið.“ - Fékkstu aldrei leið á tónlist- inni? „Nei, mér þótti of vænt um tónlistina til að fá leið á henni, ég var bara 18 ára gamall þarna. Ég fór að leika með herlúðrasveit- inni The Royal Greenjackets um þetta leyti sem fastráðinn hljóð- færaleikari. Það fyrsta sem við gerðum var að fara til Þýskalands til að leika við ýmis hátíðleg tæki- færi. Við spiluðum líka talsvert í Frakklandi og Belgíu.“ - Hvert er hlutverk herlúðra- sveita? „Það er tvíþætt. í fyrsta lagi að leika við ýmis tækifæri sem tengj- ast hernaði, t.d. á minningardög- um, þjóðhátíðardögum og afmælum. í öðru lagi er hægt að leigja lúðrasveitina til að spila fyrir einkaaðila á samkomum o.s.fr. Við þurftum því að ferðast mikið, einkum um Þýskaland til að spila á bjórhátíðum. Ég get nefnt sem dæmi að við fórum til Bandaríkjanna og spil- uðum fyrir Alexander Haig, hershöfðingja. Lúðrasveitin fór líka til ríkisins Oman við Persa- flóa þar sem við lékum fyrir sold- áninn. Hann hafði komið sér upp lúðrasveit við hirðina og réði okkur til að koma einhverju lagi á hana. Soldáninn gaf okkur arm- bandsúr með skjaldarmerki sínu, en mitt týndist því miður. Að dvölinni í Oman lokinni fórum við til Kýpur þar sem við vorum í tvo mánuði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Frá Kýpur fórum við beint til Bonn og lékum fyrir v,- þýska þingið." - Hvenær hættirðu að spila með þessari lúðrasveit? „Fyrir þremur árum varð lúðrasveitin og samkoma sem hún lék á fyrir sprengjutilræði írska lýðveldishersins, IRA, í London. Þá missti ég sex af félög- um mínum, það var hörmulegt. Ég var ekki staddur þarna þegar þetta gerðist, þá væri ég varla lif- andi. En ég er bjartsýnn og trúi á lífið sem mér finnst vera of stutt. Ég hafði ákveðið nokkru áður að snúa inn á aðra braut í tónlistar- starfinu. Ég lék með ýmsum góð- um mönnum áður en ég kom hingað en nú hef ég hugsað mér að leggja fyrir mig kennslu ein- göngu.“ - Hvernig tekur fólk þér hérna á Akureyri? „Mjög vel. Allir eru mér og mínum góðir og vinsamlegir. Ég vissi ekkert um ísland áður en ég kom hingað, hélt eiginlega að hér byggju eskimóar í snjóhúsum. Ég get sagt sem dæmi að ýmsir urðu til að víkja að okkur smákökum fyrir jólin því við höfðum ekkert bakað. Svo vorum við boðin í mat. Ég hef prófað að borða svið og mér finnst þau góð en börnin mín hlaupa í burtu þegar þau sjá svið borin á borð.“ - Hvernig finnst þér tónlistar- skólinn hérna? „Hann er mjög góð og vönduð stofnun og kerfið sem liggur þar til grundvallar er hentugt. Börnin hjálpa mér til að læra málið. Ég vinn mikið með Roari Kvam við að þjálfa blásarasveit skólans. Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með samstarfsfólkið, nemendurna og aðstöðuna." EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.