Dagur - 07.01.1987, Síða 3
7. janúar 1987 - DAGUR - 3
Einn af eldsvoðum ársins á sl. ári á Akureyri var í Skipasmíðastöðinni Vör
á Akureyri. Hér sjást slökkviðliðsmenn að störfum þar. Mynd: kga
Akureyri:
Bmnaut-
köllum fækkaði
Brunaútköll hjá Slökkviliöi
Akureyrar á sl. ári voru 71
talsins og fækkaði því um 11
frá árinu 1985. Af þessuni
útköllum voru þrjú utanbæjar.
Mestu eldsvoðarnir voru að
Sólbergi á Svalbarðsströnd og
Fjólugötu 2 en þar lést kona í
brunanum.
Slökkviliðið annast einnig
rekstur sjúkrabifreiðanna.
Sjúkraútköll voru á sl. ári 977,
þar af 130 utanbæjar. Árið 1985
voru 1050 útköll, þar af 172 utan-
bæjar. Um fækkun er því að ræða
bæði hvað varðar brunaútköll og
sjúkraútköll.
Brunaútköllin á sl. ári voru
flest í maí eða 9 talsins, en í fjór-
um mánuðum voru þau 8 talsins.
í maímánuði var ekkert bruna-
útkall. í tveimur eldsvoðum sem
báðir áttu sér stað í ágúst, var um
tjón að ræða sem metið er yfir 2
milljónir króna en í öðrum elds-
voðum var lítið tjón. gk-.
Símagjöld:
Símtöl
eftir kl. 19
hækka mest
Þann 1. janúar hækkaði
gjaldskrá fyrir símaþjónustu
almennt um 10%. Þannig
hækkar t.d. afnotagjald fyrir
síma úr 530 kr. í 585 kr. og
verð fyrir umframskref úr 1,20
kr. í 1,32 kr. Stofngjald síma
hækkar nokkuð meira eða úr
3.500 kr. í 5.000 kr. Gjald fyrir
10 orða símskeyti hækkar úr
43,90 í 48,60 kr. og gjald fyrir
hverja mínútu í farsímaþjón-
ustu hækkar úr 6,00 kr. í 6,60
kr. Gjöld þessi eru án sölu-
skatts.
Þá er gerð sú breyting á nætur-
og helgidagataxta sjálfvirkra sím-
tala að afsláttur frá kl. 19:00 til
08:00 frá mánud. til föstud. og frá
kl. 19:00 á föstud. til 08:00 næsta
mánudag breytist úr 50% í 33%.
Þá hefur samgönguráðherra
falið stofnuninni að gera tillögur
til breytinga á uppbyggingu
gjaldskrár fyrir símaþjónustu er
leiði m.a. til eftirfarandi:
1. Lagður verði niður gjald-
flokkur 1 fyrir sjálfvirk símtöl,
þ.e. 60 sek. í skrefi og verði sá
gjaldflokkur sameinaður gjald-
flokki 0, þ.e. 360 sek. í skrefi.
Verði framkvæmd við þessa
breytingu hafin eins fljótt og
kostur er eftir því sem nauðsyn-
legar tæknibreytingar leyfa. Nú
þegar hafa slíkar breytingar verið
gerðar á nokkrum stöðum á land-
inu.
2. Gerðar verði breytingar á
gjaldflokkum fyrir sjálfvirk sím-
töl þannig að dregið verði úr
þeim mikla mun sem nú er á
verði langlínusamtala og staðar-
samtala.
3. Samtímis framkvæmd iiðar 2
hér að ofan verði veittur viðbót-
arafsláttur á langlínusamtöl eftir
kl. 23:00 til 08:00 frá mánud. til
föstud. og um helgar umfram þau
33% sem ákv. er að gildi frá 1.
jan. 1987.
Símgjöld hafa ekki hækkað
síðan í ágúst 1983, en í júlí 1985
lækkuðu þau að meðaltali um
8%. (Úr frcttatiikynningu).
Einn af fjölmörgum árekstrum í umferöinni á Akureyri á síöasta ári. Þessi
árekstur varð á mótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis.
Akureyri:
Aldrei
fleiri
árekstrar
Árekstrar og umferöaróhöpp á
Akureyri á sl. ári voru alls 810
talsins og hafa aldrei oröiö
lleiri á einu ári hér í bæ.
Alls var um 466 skráða
árekstra að ræða þar sem gerðar
voru lögregluskýrslur, og í 344
tilfellum var um það að ræða að
ökumenn gáfu sjálfir skýrslur hjá
viðkomandi tryggingarfélagi.
Desembermánuður sló öll met
varðandi fjölda árekstra. í þeim
mánuði urðu alls 67 árekstrar og
umferðaróhöpp í bænum og hafa
aldrei orðið fleiri í einum rnánuði
á Akureyri. Eitt banaslys varð í
umferðinni á Akureyri á síðasta
ári, en það varð er ekið var á
mann á Hörgárbraut. gk-.
Laxdalshús
opnað á ný
Gagngerar skipulagsbreytingar
hafa átt sér stað í Laxdalshúsi
og hefur Bjarni Ingvason mat-
reiðslumeistari tekið að sér
reksturinn á móti Erni Inga.
Húsið hefur verið lokað
undanfarna fjóra mánuði en
nú er meiningin að rífa starf-
semina upp. Laxdalshús verð-
ur opnað næstkomandi föstu-
dagskvöld og er þá boðið upp á
sérstakan tilboðsmatseðil fyrir
leikhúsgesti frá kl. 18. Verðið
er einstaklega hagstætt.
Örn Ingi Gíslason sagði að
húsið hefði verið rekið með ýms-
um hætti undanfarin þrjú ár,
aðallega sem sumarhús, en nú
væri stefnt að því að hafa það
opið meira eða minna allt árið.
Hægt er að leigja það fyrir veislur
og uppákomur og sagði Bjarni að
nú þegar væri hægt að panta hús-
ið fyrir þorrablót. Hugmyndin er
að bjóða upp á hljóðfæraleik og
viðeigandi húslestur á þessum
þorrablótum. Örn sagði að það
væri mikill akkur í því að fá mat-
reiðslumeistara í reksturinn og
ætti tilkoma hans eftir að opna
augu Akureyringa enn frekar fyr-
ir þessu einstaka húsi.
Áfram verður boðið upp á
myndlistarsýningar og ýmsar
uppákomur í Laxdalshúsi og er
helmingur neðri hæðarinnar
hugsaður fyrir slíkt. Salurinn
uppi tekur 40-50 manns i sæti.
Fólk getur alltaf komið, skoðað
húsið og sýningar, án þess að
nokkur kvöð fylgi. En það er
óvitlaust að skella sér á ríkulega
máltíð fyrir 850 krónur og ganga
síðan fimm mínútn,a gang norður
í Samkomhús og njóta leiksýn-
ingar. Fyrirtaks kvöldstund. SS
Meiraprófs-
námskeið
bifreiöastjóra veröur haldiö á Akureyri, ef næg þátt-
taka fæst og hefst þá í janúarmánuði.
Væntanlegir þátttakendur hafi samband viö Bifreiöa-
eftirlitið á Akureyri fyrir 15. janúar.
Bifreiðastjóranámskeiðin.
Evrópuráðsstyrkir
Evrópuráöið veitir fólki sem starfar á ýmsum sviðum
félagsmála styrki til kynnisdvalar í aöildarríkjum
ráösins á árinu 1988.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags-
málaráðuneytinu, Hafnarhúsinu viö Tryggvagötu.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.
Félagsmálaráðuneytið,
5. janúar 1987.
Yerslunin
Utlog
nn
Sunnuhlíð 12, sími 22484.
Við erum ekkert
y að bíða.
Utsalan
hjá okkur hefst 7. janúar og stendur til
17. janúar. Allar vörur í versluninni á
20-40% afslætti.
Kreditkortin í fullu gildi.
^ftor gallery