Dagur - 14.01.1987, Side 1

Dagur - 14.01.1987, Side 1
Skípasmíðaverkefni úr landi: Nýr togari til Dalvikur Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. hefur gert samning við skipa- smíðastöð í Noregi um smíði á togara fyrir fyrirtækið. Samn- ingurinn er háður samþykki yfirvalda og er málið til með- ferðar hjá Fiskveiðásjóði. Ef af smíðinni verður er í samn- ingnum gert ráð fyrir að skipa- smíðastöðin taki togarann Björgvin upp í kaupin, en hann var keyptur þaðan árið 1974. Samningur um kaupin var undirritaður í desember en eins og áður segir er hann háður sam- þykki yfirvalda og banka vegna lánafyrirgreiðslna. „Ég veit ekki um neitt sem getur stoppað þetta og á því von á jákvæðu svari á næstunni,“ sagði Valdimar Fasteignaskattur: Líflegar umræður Bragason framkvæmdastjóri ÚD. Togarinn sem um ræðir verður undir 400 tonnum að stærð og 50 metra langur. Hann mun verða með tækjum til heilfrystingar bæði á bolfiski og rækju en vegna aðstæðna á mörkuðum er gert i áð fyrir því að aðallega verði um að ræða frystingu á grálúðu og karfa. Áætlað kaupverð togarans er um 260 milljónir og er þá búið að draga frá niðurgreiðslur norska ríkisins sem nema um 15% af heildarverði skipa. Skipið á að afhenda á öðrum ársfjórðungi ársins 1988. Um ástæður þess að ekki var gerður samningur við innlenda skipasmíðastöð sagði Valdimar að númer eitt væri að erfitt væri að losna við eldri skip af skipa- skrá nema með þessum hætti. „í öðru lagi þá er norska ríkið með niðurgreiðslur á lánum til fiski- skipa sem nýtast okkur. Þetta eru peningar sem íslenskar stöðvar geta ekki keppt við,“ sagði Valdi- mar. ET Þessir eitilhressu menn voru að dytta ánægðir með veðrið. trillu þegar Ijósmyndari Dags kom aðvífandi og tók þá tali. Þeir voru Mynd: RI>B I gegn um tíðina hafa jafnan orðið fjörugar umræður í hæjarstjórn Akureyrar um álagningu fasteignagjalda. Svo varð einnig í ár. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar, um að lækka álag á fasteignaskatt af íbúðarhúsnæði úr 0,575 í 0,55 en hafa óbreytt álag á fasteignagjöldum að öðru leyti, var samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans gegn engu. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Til að gefa lesendum Dags örlitla innsýn í þessar árlegu umræður, birtum við hér útdrátt úr málflutningi bæjarfulltrúanna. Sjá bls. 3 Menntamálaráðherra sýnir rauða spjaldið! Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra vék fræðslu- stjóra Norðurlands eystra, Sturlu Kristjánssyni úr starfi í gær fyrirvaralaust. Sturlu var gert að taka pokann sinn sam- dægurs. Sigurður Helgason deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu kom norður í gær með uppsagnarbréfíð upp á Sjómannadeilan: Malin tóku nýja stefnu á Alþingi i gær Sjómannadeilan snerist í hring á Alþingi í gær. Ljóst var að frumvarp ríkisstjórnarinnar yrði ekki samþykkt að svo stöddu. Sáttasemjari og deilu- aðilar munu fá einhvern frest til að komast að samkomulagi um þau tvö ágreiningsefni sem ósamið var um. Þorsteinn Pálsson tók til máls seint í gærdag, nýkominn frá París og öllum á óvart vildi hann vísa frumvarpinu til þingnefndar og láta málið í hendur sáttasemj- ara og samningamanna. Þorsteinn sagðist ekki hafa fengið að fylgjast með málinu í París en Steingrímur Hermanns- son sagði hins vegar að fullt samráð hefði verið haft við Þor- stein. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn segist hafa verið útundan varðandi ákvarðanir í ríkisstjórninni. Hann sagðist hafa heyrt það á fulltrúum sjómanna að þeirra forysta væri tilbúin til að ganga til samninga og taldi rétt að veita þeim nokkurra sól- arhringa frest. Búist var við að sáttasemjari myndi boða til fund- ar strax í gærkvöld. í samþykkt Farmanna- og fiskimannasambandsins var laga- setningu mótmælt og skorað á Alþingi að skipa þrjá alþingis- menn í sáttanefnd til aðstoðar við lausn deilunnar. Ýmsir þingmenn töldu þessa hugmynd ákjósan- Iega leið í málinu. Steingrímur sagði að þó frum- varpið hefði verið lagt fram hefði hann hvatt deiluaðila til að setj- ast niður á meðan og reyna enn að ná samkomulagi. Hann vildi að samkomulagsleiðin yrði farin, en þá yrðu samningar að nást á næstu dögum því annars væru markaðir í hættu. Hann sagði málið enn í höndum sáttasemj- ara, en frumvarpið færi fyrir nefnd sem myndi fjalla um það. Stjórnarandstaðan vildi hins vegar að frumvarpið yrði dregið til baka eða að Alþingi vísaði því frá. Deiluaðilar yrðu að fá að ræðast við án þess að hafa laga- frumvarpið hangandi yfir sér. En næsta skref í deilunni virðist því vera hjá sáttasemjara og fulltrú- um sjómanna og útvegsmanna. SS vasann og eftir stuttan fund þeirra Sturlu á Fræðsluskrif- stofunni gekk Sturla á dyr. Uppsagnarbréfið er dagsett laugardaginn 10. janúar. Sturlu er gefið að sök að hafa „snið- gengið fyrirmæli ráðuneytisins varðandi fjármálalega umsýslu í fræðsluumdæminu og ítrekað brotið trúnaðarskyldu þá er á yður hvílir sem starfsmanni ráðu- neytisins“ eins og segir í bréfinu. Jafnframt er vísað til bréfs menntamálaráðherra til Sturlu dagsett 21. ágúst s.l. þar sem honum var veitt áminning vegna trúnaðarbrots í starfi. Sturla Kristjánsson vildi í gær- kvöld ekki tjá sig um mál þetta og sagði.að það yrði að hafa sinn gang. Degi er kunnugt um að fræðsluráð Norðurlands eystra sendi Sverri Hermannssyni bréf í september s.l. þar sem vítur hans á fræðslustjóra voru harmaðar og rök færð fyrir því að fræðslustjóri væri þar röngum sökum borinn. í bréfinu fer fræðsluráð þess á leit við menntamálaráðherra að hann dragi víturnar á fræðslustjóra til baka. Á fundi sem skólastjórar og yfirkennarar á Norðurlandi eystra héldu í lok nóvember, ásamt formönnum skólanQfnda og fræðsluráða var kosin 5 manna nefnd til að ganga frá greinargerð til þingmanna varðandi ástand skólamála í umdæminu. í grein- argerð þessari er lýst fullum stuðningi við störf fræðslustjóra og annarra starfsmanna fræðslu- skrifstofunnar. Rök mennta- málaráðherra fyrir uppsögn Sturlu virðast því engin vera. Mikil reiði ríkir meðal skóla- manna vegna uppsagnar Sturlu. Fræðsluyfirvöld í kjördæminu munu halda fund um málið í dag og ljóst er að þau standa heils hugar að baki Sturlu. Þá munu fræðslustjórar annarra umdæma funda um málið í dag og jafnvcl má búast við að einhverjir kolleg- ar Sturlu muni segja upp störfum í mótmælaskyni. í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld sagðist menntamála- ráðherra hafa tekið þessa ákvörðun án samráðs við ráð- herra og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, en þess má geta að Sturla er flokksbundinn sjálf- stæðismaður. „Menntamálaráðherra virðist þurfa að „slátra“ einum undir- manni á ári. Hann komst upp með að reka framkvæmdastjóra Lánasjóðsins í fyrra en nú hefur hann gengið of langt," sagði skólastjóri á Norðurlandi eystra í samtali við Dag. „Þetta er hrein og klár valdníðsla og hrikalegur afleikur pólitískt séð.“ Frekari tíðinda er að vænta af máli þessu í dag. BB.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.