Dagur - 14.01.1987, Side 8

Dagur - 14.01.1987, Side 8
8 - DAGUR - 14! Janúar 1987 Þóra Hjaltadóttir: Sérframboð Stefáns Valgeirssonar - frá mínum bæjardyrum séð Oft eru í gangi margs kyns umgangspestir, sem leggjast mis- jafnlega þungt á fólk. Á fyrsta fundi Sérframboðs Stefáns Valgeirssonar, sem hald- inn var á Melum í Hörgárdal 8. janúar sl., heyrði ég þó í fyrsta sinn að bílveiki gæti hrjáð menn svo vikum skiptir, en 2. maður á lista Stefáns, Sr. Pétur Þórarins- son, Iíkti líðan sinni síðustu 6 vikurnar svo. Þessi lýsing Sr. Pét- urs er nokkuð táknræn fyrir allt það brölt sem einkennt hefur sérframboðsmál Stefáns undan- farnar vikur. Aðdraganda að framboði Stef- áns hefur verið lýst frá mörgum sjónarhornum síðustu vikurnar, þar sem flokkshagsmunir og þar með hagsmunir flokksmanna, eru látnir liggja milli hluta. Kosningaskrifstofa í Kína Á öllum málum eru tvær hliðar, allt eftir því hvernig þeim er hag- rætt og hverju menn vilja trúa. Það ber því ef til vill í bakkafull- an lækinn að vilja bæta þar ein- hverju við. Pó vil ég segja við ykkur sem nú styðjið Stefán í sérframboðinu, og voruð á Húsa- víkurfundinum, að þið vitið eins vel og ég, að hann og mörg af ykkur tókuð þátt í að útbúa próf- kjörsreglurnar og samþykktuð þær. Fyrir prófkjörið var allt í lagi með þær. Meðan Stefán ferðaðist um kjördæmið og leitaði stuðnings var Guðmundur Bjarnason upp- tekinn við störf í Fjárveitinga- nefnd og gat ekki gert hið sama. Og allir sem vilja, vita að sá sem átti að hafa verið lielsti baráttu- maður Guðmundar, að sögn Stefáns, var síðustu vikurnar fyr- ir prófkjörið staddur í Kína og kom ekki til landsins fyrr en á laugardag, þannig að hann mætti beint austur á seinna kjördæmis- þingið. Hingað til hefur Kína ekki þótt heppilegasta kosninga- skrifstofan fyrir prófkjör á ís- landi. Að síðustu varðandi próf- kjörið þá vil ég mótmæla þeirri lýsingu sem fram kom á Mela- fundinum varðandi það sem skeði á Húsavík, en þar var sagt að það væri óíþróttamannslegt að víkja besta manninum af vellin- um í miðjum leik. Á þessu eins og svo mörgu öðru eru tvær hliðar. Hin er sú að í forvalinu, sem fram fór fyrir prófkjörið var Stefáni sýnt gula spjaldið. Þegar leikmaður lætur sér ekki segjast eftir að hafa fengið áminningu er ekki um annað að ræða en að sýna honum rauða spjaldið, sem þýðir að viðkomandi leikmaður verður að víkja af vellinum, ganga til búningsklefans og fara í sturtu. „Nýtt“ sjónarhorn En um allt þetta er tómt mál að tala, Sérframboð Stefáns Val- geirssonar virðist vera orðið veruleiki, a.m.k. er kosningabar- átta hans hafin. í auglýsingu um títtnefndan Melafund Stefáns voru þeir sem hafa áhuga á rétt- læti í byggðamálum boðnir vel- kpmnir og þar með tókum við nokkur sem aðhyllumst B-listann þessari áskorun og mættum á staðinn. Einnig lék mér nokkur forvitni á að vita, hvert væri hið „nýja sjónarhorn" sem auglýst var, hvað það væri sem réttlætti þetta sérframboð manns, sem hefur setið á Alþingi fyrir Fram- sóknarflokkinn í hartnær 20 ár, og hefur því það ágætan starfsdag að baki að hann hefði með góðri samvisku getað dregið sig í hlé og farið að sinna öðrum áhugamál- um. Hingað til hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um þessi mál, BYGGINGARHAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR 1986 75162 3296 9600 15161 17584 2143 2961 5644 5851 7059 7648 7895 9086 11039 11344 Bifreið Audi 100 CC kr. 1.050.000. Bifreið hver á kr. 500.000. 25145 61785 94893 Sólarlandaferð hver á 35.000. 22528 64147 89997 104338 33250 76994 91380115441 51554 88430 103820 118166 Vöruúttekt hver á kr 18558 44202 69929 20773 44997 70981 22493 48852 79127 24551 50288 80217 27596 53156 81979 28335 54953 89520 36550 59047 98007 38506 61416 99306 38907 64646100811 42658 68607 101219 . 30.000. 102132 104794 105915 108170 108408 108574 109369 113085 117604 119787 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Hátúni 12, 125 Reykjavík, sími 91-29133. Fundir B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi: Föstudaginn 16. janúar: Grenivík kl. 20.30 í Gamla skólahúsinu. Laugardaginn 17. janúar: Dalvík kl. 16.00 í Víkurröst. Sunnudaginn 18. janúar: Ólafsfirði.kl. 21.00 í Tjarnarborg. Fundarefni: Alþingiskosningarnar. Frambjóðendur flokksins mæta á fundina, halda framsöguræður og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn - framtíðarafl. möguleiki var fyrir því að eitt- hvað það gæti verið í stefnu þessa nýja framboðs sem réttlætti það. Nú er sú von úti. Málflutningur frambjóðenda Sérframboðsins er tekinn beint úr stefnu Framsóknarflokksins og ályktunum hans, nema hvað sannir framsóknarmenn beita ekki niðurrifsmálflutningi gagn- vart þeim sem þeir hafa valið til formennsku fyrir sig. Hið nýja sjónarhorn kemur hvergi fram, nema ef vera skyldi það að sér- framboðsmenn halda því fram að við horfum yfir kjördæmið af Arnarhólnum, en þeir ætli sko að horfa á það frá góðum útsýnis- stað hér heima. Kannski þeir noti til þess Húsavíkurfjall, því þá hafa þeir líka Kolbeinseyna fyrir augum, þegar hún liggur í höfn. „Fullgott ofan í okkur“ Það er líka nýtt sjónarhorn, miðað við stefnu Framsóknar- flokksins, að í umræðunum um landbúnaðarmál, lofaði 2. maður á lista Stefáns, að ekki yrði um frekari tilfærslur á skiptingu framleiðslu milli héraða, en nú hafa orðið. Þó svo fundurinn hafi verið haldinn í Eyjafirði þá eru þetta nokkuð kaldar kveðjur til Norður-Þingeyinga, sem búa á einu besta sauðfjárræktarsvæði landsins, og eiga allt sitt undir því að halda sem stærstum hlut í sauðfjárframleiðslu íslenskra bænda. „Kindakjötið er fullgott ofán í okkur,“. sagði sá mæti maður, Sr. Pétur, og vill þannig leysa offramleiðsluvandamál landbún- aðarins. Ef kjötfjallið er ekki meira vandamál en þetta, þá hljóta yfir- völd í landbúnaði að vaða reyk í aðgerðum sínum gagnvart bændastéttinni. Eftir að hafa hlustað á fram- boðsræður sérframboðsmanna, gat ég þá einu ályktun dregið að þar sem Stefán virðist ekki hafa getað komið sínum áhugamálum fram í þau 20 ár sem hann hefur setið á Alþingi, og hann nú sjálf- ur samið reglur er útiloka hann frá áframhaldandi framboði fyrir Framsóknarflokkinn, þá væri sérframboð eina lausnin. Enda vænlegra að ná samstöðu um mál í þingflokki sem enginn annar sit- ur í, en þar sem fleiri eiga sæti með manni. Ég er persónulega alfarið á móti því að sérframboð Stefáns fái listabókstafina BB. Á Húsa- vík var ákveðið hvernig 7 efstu sæti framboðslista Framsóknar- flokksins fyrir komandi alþing- iskosningar skuli skipuð, og okk- ur sem þar völdumst þar með treyst til að túlka og framfylgja stefnu Framsóknarflokksins. Enda er Ijóst að ef sérframboðið fær listabókstafina BB, er ekki aðeins sá meirihluti sem valdi okkur til trúnaðarstarfa að lýsa á okkur vantrausti, heldur einnig að skapa ákveðna hefð, þannig að næst þegar einhver móðgast þá yrði það orðin regla að bjóða fram tvo lista fyrir flokkinn í við- komandi kjördæmum. Ef svo fer sem ég vona, að sér- framboðið fái ekki að nota bók- stafina BB þá skora ég á þig, Stefán, að segja strax af þér öll- um trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn okkar, þ.m.t. formannsemb- ættinu í bankaráði Búnaðarbank- ans, og fara þannig að lögum flokksins, sem þú hefur sjálfur samþykkt. Og eitt enn, Stefán, í frétta- tímum í Ríkisútvarpinu, bæði þann 9. og 11. janúar sl., heldur þú því blákalt fram að allir þínir stuðningsmenn falli sjalfkrafa af félagsskrám Framsóknarflokks- ins, skv. lögum hans, verði þér neitað um BB. Þó mikið sé umleikis hjá þér þessa dagana, þá gefðu þér tíma til að lesa lög flokksins betur. í lögum Framsóknarflokksins, 1. grein, segir svo: „Fari flokks- maður í framboð til Alþingis fyrir annan stjórnmálaflokk eða stjórnmálasamtök, jafngildir það úrsögn úr Framsóknarflokkn- um.“ Það eru þvf einungis þeir, sem skipa framboðslistann sem ekki teljast lengur félagar í flokknum, alls 14 manns, og þið eruð áreið- anlega öll velkomin til baka strax að aflokinni talningu í vor. Akureyri, 12. janúar 1987, Þóra Hjaltadóttir. íþróttamaður Norðurlands 1986 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. __________________ _________ 2. __________;_______ _________ 3. 4. 5. Nafn: Sími Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1986 c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri Skilafrestur til 18. janúar 1987.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.