Dagur - 14.01.1987, Side 2
2 - DAGUR - 14. janúar 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.______________________
Lækkandi
fæðingartíðni
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu
íslands, voru íbúar landsins 243.963 talsins
þann 1. desember s.l. Á einu ári hefur íslend-
ingum því fjölgað um 0,8% sem er heldur
meiri fjölgun en árið 1985 en talsvert minni
en árin þar á undan. Reyndar hefur svo mjög
dregið úr fæðingum hér á landi á síðustu
tveimur árum að fara þarf allt aftur til ársins
1947 til að finna hliðstæðu. Þó hefur tala
kvenna á barnsburðaraldri ríflega tvöfaldast
síðan þá.
Ef svo heldur sem horfir stöndum við fyrr
en varir frammi fyrir sama vandamáli og flest-
ar aðrar þjóðir hins vestræna heims — fólks-
fækkun.
Meðalaldur íslendinga verður sífellt hærri
en fæðingum fækkar. Ef fæðingartíðni á hverj-
um aldri kvenna verður til frambúðar hin
sama og hún var árið 1986, verða ófæddar
kynslóðir um 8% fámennari en kynslóð for-
eldranna. Þar með hefði myndast ákveðinn
vítahringur, sem erfitt gæti reynst að brjótast
út úr. Vert er að vekja athygli á þessari þróun.
Sjómannadeilan
Alþingi var kallað saman í gær, tæplega viku
fyrr en ráðgert var. Ástæðan var sú, að
viðræður sjómanna við útgerðarmenn höfðu
siglt í strand og ríkisstjórnin taldi að ekki væri
hægt að leysa deiluna án íhlutunar löggjafar-
valdsins.
Öllum ætti að vera ljóst hversu mikið er í
húfi að sjómannadeilan leysist hið bráðasta.
Forsætisráðherra hefur bent á að birgðir á
mikilvægustu fiskmörkuðum okkar séu á
þrotum og langvarandi verkfall farmanna
gæti þýtt að við misstum þessa markaði fyrir
fullt og allt með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um.
í stað þess að gefa út bráðabirgðalög, eins
og stundum hefur verið gert við svipaðar
kringumstæður, ákvað ríkisstjórnin að kalla
þing saman. Það er mjög skynsamleg ráðstöf-
un.
Sjómannadeilan verður því sett í kjaradóm
að öllu óbreyttu. Þótt vissulega sé æskilegt
að ríkisvaldið grípi ekki inn í kjaradeilur með
þessum hætti, geta þær aðstæður skapast að
slíkt sé beinlínis nauðsynlegt. Þær aðstæður
voru fyrir hendi nú. BB.
_s/iðtal dagsins.
Þeir eru ekki á hverju strái
sem starfað hafa eða munu
starfa í 50 ár hjá sama fyrirtæk-
inu, en það hefur hún Helga
Hallgrímsdóttir gert. Helga er
71 árs og er nýlega hætt hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga eftir
rétt tæplega 50 ára starf hjá
félaginu. „Það vantar nokkra
mánuði upp á 50 árin,“ segir
Heiga. Þeir sem versla í kjör-
búð KEA, í Innbænum, eða
Höepfner, eins og búðin heitir
öðru nafni, kannast vel við
Helgu, en þar hefur hún starf-
að að mestu þessi 50 ár.
„Ég byrjaði í Höepfner 1942
og starfaði því þar í 45 ár, en tæp
5 ár starfaði ég við annað hjá
kaupfélaginu. Ég sótti um vinnu
hjá félaginu að sumri til. Það var
enga vinnu að fá, en Halldór
Vagnsson réð mig í lausavinnu.
Hann var þá yfir verksmiðjunum.
Hann sagði að það væri ekkert að
gera en hann skyldi athuga málið
með haustinu. Síðan var ég ráðin
í Sjöfn, en var sífellt lánuð í hin-
ar og þessar deildir og þar kom
að ég var lánuð í Höepfner í 2
daga og síðan hef ég verið þar.
Mér var ekkert skilað til baka
aftur. Árið eftir byrjaði Baldvin
Ólafsson og hann hætti núna um
leið og ég.“
Helga segir að búðin hafi verið
eins og heimili. „Við vorum
afskaplega heppin með fólk,
margt af því starfaði í 10-15 ár.
Helga Hallgrímsdóttir,
„Búðin var mitt
annað heimili“
- segir Helga Haligrímsdóttir, sem starfað hefur í 45 ár
í Höepfner og í tæp 50 ár hjá KEA
Þetta er orðið allt öðruvísi núna,
fólk er kannski í 2-3 mánuði og
síðan er það farið í aðra vinnu.“
- Hefurðu unnið alveg
sleitulaust fullan vinnudag öll
þessi 45 ár?
„Já og það má telja þau skipti
sem ég hef orðið veik á fingrum
annarrar handar. Stelpurnar sem
ég vann með sögðu að ég ætti
heimsmet í að verða ekki veik.
Ég er svo heppin að ég er alveg
stálhraust og ég held að ég kunni
ekki almennilega að meta það.
Ég átti að hætta þegar ég varð
sjötug, en því var alltaf slegið á
frest og svo hætti ég loks núna.
Fólki er sagt upp þegar það er
sjötugt, en svo stóð þannig á að
það var enginn til að leysa af síð-
ast liðið sumar svo ég var áfram
og síðan dróst þetta fram að ára-
mótum.“
- Við hvað starfaðir þú í
Höepfner?
„Bara við allt. Það er ekkert
svo verkaskipt þarna, það vinna
allir við allt. Ég held að ég fari
rétt með að Höepfner hafi verið
breytt í kjörbúð 1957, áður voru
þetta tvær búðir. Öðrum megin
var mjólkur- og brauðbúð og hin-
um megin önnur matvara, en síð-
an var þilið á milli tekið niður og
þessar tvær búðir sameinaðar í
eina.“
- Hvernig finnst þér að vera
hætt eftir öll þessi ár?
„Ég er ekki búin að átta mig á
því, mér finnst ennþá eins og ég
sé bara í nokkurra daga fríi. Ég
held að það verði voðalega skrít-
ið þegar frá líður af því ég er svo
hraust og þó ég sé orðin ævagöm-
ul finnst mér ég ekki vera neitt
gömul. Annars hef ég nóg að
gera, ég á mikið af blómum sem
ég get sinnt og ég hef alla ævi
unnið mikla handavinnu og ég
held því áfram, ég les líka mikið,
þannig að ég kvíði ekkert
aðgerðaleysinu."
Helga er sennilega ein af örfá-
um Innbæingum sem þar eru
fæddir og hafa aldrei átt annars
staðar heima. „Ég fæddist í
Lækjargötu 6 og er líklega bara
nýfædd þegar foreldrar mínir
flytja í þetta hús, Aðalstræti 44
og hér hef ég átt heima síðan.
Núna bý ég hér ein, en áður var
hér margt fólk, jafnvel nokkrar
fjölskyldur, en núna er rétt pláss
fyrir mig eina,“ segir Helga og
hlær. „Stofan í þessu húsi þykir
nú ekki stór, en í henni bjuggu
eitt sinn hjón með 5 börn, þar
fyrir utan var a.m.k. ein önnur
fjölskylda í húsinu, ef ekki tvær.“
- Þú hefur væntanlega upplif-
að gífurlegar breytingar í versl-
unarrekstri í bænum?
„Já, auðvitað hafa orðið mikl-
ar breytingar, en það er svo skrít-
ið með það að mér finnst ég ekki
hafa fundið svo mikið fyrir þeim.
Þetta gerist hægt og sígandi og
maður aðlagast nýjungunum og
finnst þetta alltaf hafa verið
svona. Jú, auðvitað er þetta allt
öðruvísi en þegar ég byrjaði. Þá
þurfti að afgreiða hverja mann-
eskju með allt sem hún keypti.
Afgreiðslufólkið stóð bak við
búðarborð og sótti allt sem við-
skiptavininn vantaði. Þá þurftum
við að vigta alla hluti, hveiti,
sykur, haframjöl og allt.“
- En að lokum, Helga, þekk-
irðu ekki alla viðskiptavini í
Höepfner?
„Jú, jú, ég þekki alla, kannski
ekki með nafni, en það þekkja
mig allir með nafni. Þetta er allt
indælis fólk sem verslar í
Höepfner, mikið sveitafólk og
eldra fólk og ég held að við höf-
um verið alveg einstaklega hepp-
in með viðskiptavini." -HJS