Dagur - 14.01.1987, Side 5
14; janúar 1987 — DAGUR - 91
Chamberlain
leikur
Casanova
Það vita allir hver leikarinn
Richard Chamberlain er. Það
nýjasta sem við íslendingar fengum
að sjá af afrekum hans voru fram-
haldsþættirnir um Raoul Wallen-
berg. Nú er Chamberlain á Spáni
við upptökur á sjónvarpsmynd um
Casanova sjálfan. Af upptökustað
er það helst að frétta að hann
hringdi í móður sína, Elsu, sem er
84ura ára gömul og býr í Los Ang-
eles. Chamberlain tjáði móður
sinni að hann saknaði hennar svo
mikið að hún skyldi bara koma til
Spánar og dvelja þar meðan á upp-
tökum stæði. Sú gamla yar ekki
sein á sér og dreif sig á staðinn. Þá
vitum við allt um það.
Tómstunda-
bækur
Iðunnar
Iðunn hefur sent frá sér tvær
fyrstu bækurnar í nýjum flokki
fyrir börn og unglinga, Tóm-
stundabækur Iðunnar. Nefnast
þær Leikir og grín og Prautir og
galdrar.
í þá fyrrnefndu hefur verið
safnað saman fjölda leikja, bæði
gamalla og nýrrá og kemur bók
af þessu tagi sér vel við hin ýmsu
tækifæri þar sem krakkar eru
saman komnir til að skemmta
sér.
En í þeirri síðarnefndu er eins
og nafnið bendir til að finna safn
þrauta og galdra. Hér er hægt að
skyggnast inn í leyndardóma hins
fullkomna töframanns og tileinka
sér hin ótrúlegustu brögð og
brellur. Sem dæmi má nefna ýms-
ar þrautir með spil, eldspýtur,
vasaklúta o.s.frv.
Þetta eru bækur sem tilvalið er
að draga fram í góðum félags-
skap. Þær eru þýddar úr dönsku.
Sigurður Bjarnason þýddi.
Góð aðsókn hefur verið á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli að undanförnu enda hef-
ur veðrið verið með afbrigðum gott. Fólk á öllum aldri hefur streymt í
„Fjallið“ og hér má sjá einn lítinn polla fá aðstoð við að gera sig kláran fyrir
átökin í brekkunum. Mynd: rpb
Þorrablót
Þorrablót Arnarneshrepps verður haldið í
Hlíðarbæ laugardaginn 23. janúar og hefst
stundvíslega kl. 20.30.
Teklð verður á móti miðapöntunum hjá Sillu í síma
26349 og hjá Boggu í síma 22486, í síðasta lagi
miðvikudaginn 21. janúar.
Látið heyra tímanlega frá ykkur og svo
sjáumst við í banastuði á blótinu. Nefndin.
Utvegsmenn
Norðurlandi
Útvegsmannafélag Norðurlands boðartil fundar
fimmtudaginn 15. janúar á Hótel KEA, Akureyri
kl. 14.00.
Stjórnin.
rengivika
/
I síáuíht
SprefiQivtbi
HSC potturmn
fimm
Yniljjóriir
VrtAÍ vecfar
hann mns ?
getraunir
—leifeur fyrir aíla!
V /
\ /
V