Dagur - 04.02.1987, Blaðsíða 5
4. febrúar 1987 - DAGUR - 5
Um tennur
Ingólfur Árnason:
Menntamálaráðherra fundar
Blindur á öðru auganu
Eftir að hafa verið á mörkum lífs
og dauða í meira en átta daga
byrjaði ástandið að lagast. Hið
alvarlega höfuðhögg hafði haft
sínar afleiðingar og meðal þeirra
var að sjónin á vinstra auga
glataðist. Fjórtán dögum eftir
slysið byrjaði Erling að æfa sig og
þjálfa. Fyrst eftir slysið var hann
lamaður á allri hægri hliðinni.
Smám saman sneri tilfinningin til
baka og hann fór að komast ferða
sinna. Eftir sex mánuði hafði bat-
inn náð sér það vel á veg að Erl-
ing fékk sér vinnu hálfan daginn.
„Læknarnir voru vissir um að
ég myndi ekki þola álagið til
lengdar eftir að ég fór að vinna.
Peir héldu að það myndi líða yfir
mig í vinnunni og að ég gæti feng-
ið snert af þeirri tegund floga-
veiki sem orsakast af höfuð-
áverkum. Þaö gerðist líka 2-3
sinnum að ég datt niður í vinn-
unni en ég hef ekki fundið fyrir
þessu undanfarin 3 ár. Á tímabili
var ég svo slæmur að það mátti
ekki koma rigning, þá fékk ég
dúndrandi höfuðverk,“ segir
Erling, og hann heldur áfram:
Furðuleg tilviljun
„Ég hætti í siglingum árið 1965
og fór í stýrimannaskóla. Konan
mín vildi ekki að ég sigldi til
útlanda svo ég fór á námskeið
fyrir járniðnaðarmenn og lærði
rafsuðu og logsuðu. Að því loknu
fékk ég tilboð um að verða stýri-
maður á litlu skipi sem þjónust-
aði olíuborpalla í Norðursjónum.
Mér líkaði ekki á þessu skipi og
hætti þar í október 1968. í næsta
túr fórst skipið með manni og
mús.“
Eftir þessa reynslu vildi Erling
hafa fast land undir fótum svo
hann réði sig sem kranastjóri á
olíuborpalli í Norðursjónum.
Erling segir svo frá: „Einu sinni
þegar ég var að vinna þarna á
borpallinum fékk ég þau skilaboð
að tengdafaðir minn hefði látist.
Ég fékk leyfi til að fara heim
tveimur dögum áður en ég átti að
fá frí. Daginn eftir að ég kom í
land frétti ég að maðurinn sem
leysti mig af hefði látist af slysför-
um við vinnu sína á krananum.
Þar slapp ég naumlega frá dauð-
anum.“
Erling með yngstu dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Siv-Elin. „Ef læknarnir
hefðu haft rétt fyrir sér þá hefði ég aldrei séð hana.“
Tannskipti
Barnatennurnar eru 20 talsins,
fullorðinstennurnar 32. Fyrsta
barnatönnin kemur oftast við 6
mánaða aldur og sú síðasta er
barnið er 2Vi árs. Tannskipti
byrja svo venjulega við 6 ára ald-
ur og lýkur oftast á 13. aldursári.
Endajaxlar koma þó síðar, eða á
tímabilinu 18-25 ára. Skýrt skal
tekið fram að tímasetningar eru
mjög breytilegar milli einstakl-
inga.
Tönnin
Fullmynduð tönn situr í kjálkun-
um eins og myndin sýnir. Bilið
milli tannrótar og beins nefnist
tannslíður. Það er gert úr band-
vefsþráðum, sem eru örlítið
teygjanlegir og tengja tönnina
við beinið. Ysta lag tannkrón-
unnar er glerungurinn. Það er
harðasti vefur líkamans. Inn um
rótarendann liggja æðar og taug-
ar.
Inni í tönninni er tannkvikan,
oft í daglegu tali kölluð taugin.
Tannsýkla
Við slælega tannburstun myndast
sýklaskán á glerungi tannanna.
Þessi skán er kölluð tannsýkla.
Aukabitar milli mála og sætindi
auka á sýklumyndun. Komist
sykur í snertingu við tannsýkluna
myndast sýrur við yfirborð tann-
anna sem eru nægjanlega sterkar
til að leysa upp glerunginn. Ef
þetta gerist þráfaldlega leysist
glerungurinn upp í þeim mæli að
Glerungur
Kjálkabein
Tannkvika
(taugin)
Tannbcin
Tannslíður
Æðar og
taugar
Á fundi menntamálaráðherra í
Sjallanum s.l. fimmtudag var
ráðherra að hæla sér af afrekum
sínum sem iðnaðarráðherra.
Hann sagðist hafa „mokað
flórinn“ hjá Rarik og fækkað
starfsmönnum um 200-1 eða
199. Þarna er ráðherrann að
reyna að blekkja. Ég vil koma í
veg fyrir að honum takist það og
bið því Dag að birta staðreyndir
um málið.
Á þessum tíma sem ráðherra
ræðir um þ.e. árið 1983 voru
tímamót hjá Rarik. Þá er að
mestu lokið við Byggðalínu-
framkvæmdir og í kjölfar þess
hafði línumönnum fækkað um 40
og rafvirkjum og hjálparmönnum
þeirra um 15, samtals um 55
manns. Þessi fækkun var gerð án
þess að ráðherra kæmi þar nærri.
Fækkun sem kom í kjölfar
aðgerða Hagvangs var á bilinu 10
til 15 manns. Þessa fækkun gæti
ráðherra kannski eignað sér.
Ég tel mig vita hvernig Sverrir
ráðherra fær þessa tölu 199.
Hann ber saman tvær tölur sem
eru ekki sambærilegar. þ.e.
starfsmannafjölda sem var á
launaskrá í tvo mánuði eða
lengur á árinu 1983 en það var
531, hann ber þessa tölu saman
við starfsmannafjöldann í árslok
1985 en hann var 322.
Tala starfsmanna í árslok 1983
var 368 og það er sú tala sem er
sambærileg við töluna 322. Þarna
múnar á ósönnu og sönnu 531-368
eða 163.
Hann er ekki smátækur ráð-
herrann frekar en fyrri daginn.
Fækkunin milli þessara ára er því
ekki 199 heldur 46. Ég vona að
ráðherrann fari ekki vísvitandi
með ósannindi, en viðskipta-
fræðingur ætti að geta meðhöndl-
að einfaldar tölur rétt.
Ég læt hér fylgja, lesendum til
fróðleiks, tölu starfsmanna og
unnin ársverk hjá Rarik á ár-
unum 1982-85.
ár 1982 1983 1984 1985
starfsm. 430 368 332 322
ársverk 425 414 375 324
í tölu starfsmanna eru talin
hlutastörf sem eru um 40 öll árin.
Þegar höfð er í huga, eins og
áður er getið sú mikla breyting-
sem verður á starfsemi Rarik við
lok Byggðalínuframkvæmda og
virkjanarannsókna fyrir austan
og norðan, var eðlilegt að starfs-
mönnum fækkaði. Sverrir ráð-
herra kom þar ekki nærri.
Ingólfur Árnason
rafveitustjóri.
(Hcimild: Ársskýrslur Rarik.)
holur koma í tennurnar (tann-
skemmdir).
Tannsýklan veldur líka ertingu
í tannholdinu og tannholdsbólgu
sem er jafn algengur sjúkdómur
og tannskemmdir.
Sykur
í hvert sinn sem við setjum
eitthvað sætt í munninn verða
tennurnar fyrir sýruáhrifum í 30
mín. Síneysla á t.d. hálstöflum,
kökum eða sé oft drukkið sætt
kaffi leiðir það til nokkurn veg-
inn stöðugra sýruáhrifa allan
daginn. Það er ekki magn sykurs
heldur tíðni sykurneyslu sem
ræður því hve miklar tann-
skemmdir verða. Reynum því að
forðast sætindi milli mála.
Er hægt að hindra tann-
skemmdir?
Sé miðað við lifnaðarháttu og
fæðuval iðnvæddra þjóðfélaga
mun reynast örðugt að koma
algjörlega í veg fyrir tann-
skemmdir, en verulega getum við
dregið úr þeim frá því sem nú er.
Besta leiðin til þess, er að
reyna að fækka þeim stundum á
degi hverjum sem sýruáhrifa gæt-
ir við glerunginn. Þetta getum við
gert með því að:
1. Hreinsa burt tannsýkluna
með rækilegri tannburstun eftir
máltíðir.
2. Fækka þeim skiptum sem
sætmetis er neytt.
Fluor er efni sem gengur í sam-
band við kalkefnasambönd gler-
ungsins, en við það þolir glerung-
urinn betur sýruáhrifin frá tann-
sýklunni.
Mundu, að nákvæm tannburst-
un er erfið og krefst bæði tíma og
fyrirhafnar. Börn undir skóla-
skyldualdri eru ekki einfær um
tannburstun svo að gagni verði.
Tannskemmdir
Fyrir áhrif tannsýklu og sykurs
koma fram tannskemmdir. Fyrst
leysist glerungurinn upp, síðan
tannbeinið sem liggur undir gler-
ungnum. Sé ekkert að gert nær
sýkingin tannkvikunni (taug-
inni). Þaðan getur sýkingin náð
til kjálkanna gegnum rótarend-
ann.
Fyrstu merkin, sem við sjálf
finnum um tannskemmdir eru
kul í tönnum og viðkvæmni fyrir
súru og sætu. Ef tannkvikan sýk-
ist fáum við oftast tannpínu og
nái sýkingin til kjálkanna getur
tannkýli myndast.
Flúr (fluor)
Flúr er frumefni sem er til staðar
víða í náttúrunni. Þó í litlu magni
sé, m.a. í vatni og ýmsum fæðu-
tegundum.
Flúr styrkir tennurnar á þann
hátt að glerungur tanna sem
fengið hafa flúr er harðari og
leysist hægar upp í sýru en sá
glerungur sem ekki hefur fengið
slíka meðferð. Bæta má tennurn-
ar með flúri á ýmsan hátt:
A. Innan frá, t.d. með því að
taka flúrtöflur, eða flúrbæta
drykkjarvatn.
B. Utan frá, t.d. með því að
nota flúrtannkrem, flúrburstun í
skólum eða flúrmeðferð hjá
tannlæknum. Flúrhlaup eða flúr-
lakk það sem tannlæknar bera á
tennurnar þrengir miklum flúri
inn í glerunginn og styrkir hann
nokkra mánuði á eftir.
Þorrablót
Félag aldraðra heldur þorrablót fyrir félaga
sína í Húsi aldraðra 14. febrúar og hefst það
kl. 7 síðdegis.
Auk þorramatar verða skemmtiatriði og að síðustu
dans. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig hjá
Helgu Frímannsdóttur.
Aðgangseyrir kr. 750. Stjórnin.