Dagur - 04.02.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 04.02.1987, Blaðsíða 9
4. febrúar 1987 - DAGUR - 9 Umsión: Kristján Kristjánsson Flugleiðamótið í handknattleik: Island sigraði Alsír í skrautlegum leik Það var heldur betur kátt í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld þegar landslið Islands og Alsír áttust þar við í Flugleiðamótinu í handknatt- leik. Yfir 1500 hundruð áhorf- endur skemmtu sér konung- lega, ekki yfir góðum leik okk- ar manna heldur fyrst og fremst skrautlegum leik Alsír- búa. Leikurinn sem endaði með 8 marka sigri íslands 19:11 var illa leikinn af báðum liðum en engu að síður mjög fjörugur og spennandi framan af. Það var ekki fyrr en í lok leiksins að íslenska liðið náði að kaffæra Alsírbúana. Alsírbúar náðu forystunni strax á 2. mín. er besti maður þeirra Djeffal að nafni skoraði af línunni. Alfreð Gíslason jafnaði fyrir ísland úr vítakasti skömmu síðar. Næstu þrjú mörk til við- bótar voru íslensk og staðan eftir 9 mín. leik 4:1. Djeffal bætti við sínu öðru marki og öðru marki Alsír á 10. mín. Á næstu mínútum gekk hvorki né rak hjá liðunum og sérstak- lega fóru íslensku leikmennirnir illa með fjölmörg hraðaupphlaup og svo var einnig með Alsírbúa. Það var svo ekki fyrr en á 22. mín. að Guðmundur Guðmunds- son bætti við 5. marki íslands úr horninu. Mohamed minnkaði muninn í 5:3 úr vítakasti en þeir Jakob Sigurðsson og Geir Sveins- son áttu síðasta orðið í fyrri hálf- leik og staðan í leikhléi 7:3. Alsírbúar hófu síðari hálfleik- inn á því að taka íslensku leik- mennina maður á mann í vörn- inni og gekk sú taktík bærilega í byrjun. Alsír tókst á næstu mínútum að minnka muninn í eitt mark, 8:7. Atli Hilmarsson skoraði 9. mark íslands en Karim skoraði 8 markið fyrir Alsír og var það þriðja mark hans í röð. Bjarni Guðmundsson bætti við 10. marki íslands og þá var kom- ið að þætti Kristjáns Árasonar. Á næstu 10 mín. skoraði íslenska liðið sex mörk á móti einu marki Alsír og af þeim gerði Kristján 5 mörk. Staðan breyttist úr 10:8 í 16:9 og úrslitin voru ráðin. Á 24. mín. síðari hálfleiks fékk Alsír víti. Brynjar Kvaran kom þá inn á fyrir Kristján Sigmunds- son og hann gerði sér lítið fyrir og varði vítið. En á síðustu 4 mín. leiksins skoraði íslenska lið- ið þrjú mörk á móti tveimur mörkum Alsír og úrslitin sem fyrr segir 19:11 fyrir ísland. íslenska liðið átti slakan leik að þessu sinni og segja má að Alsírbúar hafi náð að draga liðið niður á sitt plan. Kristján Sig- mundsson átti ágætan dag í markinu og Brynjar Kvaran stóð fyrir sínu þann stutta tíma sem Jrann lék. Kristján Arason var dapur í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndi hann sitt rétta andlit og skoraði þá 7 mörk. Fleiri leik- mönnum íslands er ékki hægt að hrósa. Alsírliðið leikur furðulegan handknattleik. Varnarleikinn spila þeir mjög framarlega, oft maður á mann og setti það íslensku strákana oftast út af lag- inu. í sókninni er mikið reynt að spila á línuna á Djeffal og gekk það misjafnlega. Skyttur Alsír hittu illa í þeim fáu íangskotum sem þeir náðu á markið. Bestir voru markvörðurinn Kamel og línumaðurinn Djeffal. Dómarar leiksins voru danskir, - í Iþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld þeir Anderen og Jensen og voru mundur Guðmundsson 1, Geir þeir slakir. Sveinsson og Jakob Sigurðsson 1. Mörk íslands: Kristján Arason Mörk Alsír: Djeffal 4, Karim 7(2), Bjarni Guðmundsson 3, Djema 3, Belhocine 2, Bouc- Páll Ólafsson 3, Alfreð Gíslason hekriou 1 og K. Mohamed 1(1). 2(2), Atli Hilmarsson 1, Guð- Eins og fyrr sagði voru yfir 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Grétar skorar á Sigurð Grétar Karlsson er illstöðvandi í getraunaleiknum. Nú um helgina lagði hann félaga sinn Börk Antonsson nokkuð örugglega. Grétar var með 7 leiki rétta en Börkur 6. Grétar heldur því áfram og hann hefur skorað á Sigurð Magnússon í Sjónvarpsbúðinni. Sigurði finnst vera kominn tími til þess að stöðva Grétar og hann hyggst gera það um næstu helgi. En við skulum sjá hvort það tekst og hér er spá þeirra félaga: Grétar: Sigurður: Aston ViIIa-Q.P.R. 1 Charlton-Man.Utd. 2 Chelsea-Sheff.Wed. 2 Leicester-Wimblcdon x Newcastle-Luton 1 Brighton-Sunderland 1 Derby-Birmingham 2 Hull-Oldham 2 Ipswich-Portsmouth 1 Reading-Plymouth x Sheff.Utd-Leeds 1 Stoke-C.Palace 1 Aston Villa-Q.P.R. x Charlton-Man.Utd. 2 Chelsea-Sheff.Wed. 1 Leicester-Wimbledon 1 Newcastle-Luton 2 Brighton-Sunderland 1 Derby-Birmingham 1 Hull-Oldham 2 Ipswich-Portsmouth 1 Reading-Plymouth x Sheff.Utd-Leeds 2 Stoke-C.Palace 1 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudögum svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1500 áhorfendur á leiknum og er það met á landsleik í Höllinni. Fyrra metið var um 1300 áhorf- endur en það var í landsleik íslands og Sovétríkjanna árið 1985. Kristján Arason lék síðari hálfleikinn gegn Alsír mjög vel og skoraði þá 7 mörk. Hér verður eitt þeirra til. Mynd: rpb Þeir voru eins og moskitoflugur“ Sagt eftir leik: Brynjar Kvaran: Það er nú ekki hægt að tala um góðan leik af okkar hálfu sóknar- lega séð. Markvarslan og varnar- leikurinn var þó í ágætu lagi. Leikurinn var spennandi framan af og fjörugur, þannig að áhorf- endur hafa örugglega haft gaman af honum. Við höfum alltaf átt erfitt með lið sem spila svona handbolta og kannski höfum við ekki undirbúið okkur nægilega vel fyrir þennan leik. Áhorfendur hér í kvöld voru frábærir og þeir standa áhorfend- unum fyrir sunnan mun framar og þetta mót hefði allt átt að fara fram hér fyrir norðan. Alfreð Gíslason: Þetta var alveg furðulegur leikur. Þeir spila eins og hálfvitar og við vissum það svo sem. Varnarleik- inn spila þeir mjög framarlega og við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að gera gegn þeim. Það var varla að maður kæmist í skotfæri við 9 metra línuna. Það er alltaf erfitt að spila gegn svona liðum. Stemmningin var góð í Höll- inni en ég er farinn að hafa áhyggjur af því hvað mér gengur illa í heimaleikjum með landslið- inu og þessi leikur í kvöld var nánast endurtekning á því þegar ég spilaði hér síðast landsleik, gegn V.-Þjóðverjum. Mér geng- ur mun betur ineð landsliðinu á útivöllum. Áhorfendurnir hér á Akureyri eru samt þeir skemmti- legustu sem maður spilar fyrir. Kristján Arason: Fyrri hálfleikurinn einkenndist af Sviss sigraði U-21 Sviss sigraði landslið íslands skip- að leikmönnum 21 árs og yngri með 24 mörkum gegn 19. Leikur- inn sem var liður í Flugleiðamót- inu fór fram á Akranesi. íslenska liðið stóð í því svissn- eska framan af leiknum, en gest- irnir reyndust sterkari og sigruðu sem fyrr segir. einföldum mistökum hjá okkur, fengum dæmdan á okkur ruðning og mikið um rangar sendingar. Þeir spila mjög framarlega í vörninni og eru eins og moskító- flugur um allan völl. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleik og það var gott að vinna þennan leik. Þessi handbolti sem þeir spila er allt annað en við eigum að venjast og því er mun erfiðara fyrir okkur að leika gegn þessum liðum eins og Alsír og Kóreu. Staðan Staðan á Flugleiðamótinu í handknattleik að loknum tveimur umferðum er þessi: Island Sviss Alsír U-21 árs 2 2-0 58:33 4 2 2-0 47:37 4 2 0-2 29:42 0 2 0-2 41:63 0 Það er því Ijóst að leikur íslands og Sviss í kvöld verður úrslitaleikur mótsins og nægir íslenska liðinu jafntefíi í þeim leik. Um þriðja sætið leika Alsír og U-21 árs liðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.