Dagur - 04.02.1987, Blaðsíða 6
■■■■■■
fullri ferð
4. febrúar 1987 - DAGUR - 7
6 - DAGUR - 4. febrúar 1987
Halldórssyni og báöir Iofuöu
þessir höfðingjar gestum stór-
kostlegu kvöldi.
Og svo gengu þeir í salinn, hin-
ir þeldökku snillingar í hljóm-
sveitinni frá New Orleans. Sveifl-
an var strax tekin föstum tökum
og það tók þá ekki nema nokkrar
mínútur að „hita salinn upp“. Og
svo var hann kynntur, maðurinn
sem selt hefur yfir 100 milljónir
hljómplatna. Fats Domino gekk í
salinn undir dúndrandi fagnaðar-
látum og það var strax „tekið til
starfa".
Það sem á eftir fór mun lengi
lifa í minningunni. Hvert gull-
kornið rak annað, „Jambalaya“,
„Aint that a shame“, „I want to
walk you home“, „Red sails in
the sunset", „So long“ og „Blue
monday“ svo aðeins nokkur séu
nefnd. Fólkið var vel með á nót-
unum, enda á ferðinni lög sem
allir þekkja og Fats Domino gæti
spilað klukkustundum saman lög
sem náð hafa heimsfrægð.
Domino var ekkert að slappa
af á milli laga þótt keyrt væri á
fullri ferð. Áhorfendur fengu
ekki tækifæri til að klappa fastar
og hærra þegar lögunum lauk því
strax hafði verið byrjað á nýju
lagi og svona gekk það allan
tímann. í lokin héldu blásararnir
svo út í salinn sem fyrr sagði og
Domino tók píanóið og „spark-
aði“ því á undan sér um dansgóif-
ið og sveiflan dundi.
En allt tekur enda og þrátt fyr-
ir að áhorfendur gerðu sitt besta
til að fá kappana fram á sviðið að
nýju gekk það ekki. Domino hélt
upp á efri hæðina inn í afdrep sitt
þar og nú var sest niður til að
árita plötur sem höfðu verið til
sölu í húsinu. Þar hitti ég hann
aðeins að máli og spurði hann
hvort hann væri ánægður með
tónleikana.
„Ég skemmti mér konunglega
og ég vona að fólkið hafi gert það
líka,“ var svarið, stutt og skor-
inort. Svo brosti þessi snillingur
brosinu fræga sem hann sendir
áhorfendum sínum svo oft. gk-.
Það er erfitt að finna hin
réttu lýsingarorð sem ná
yfir þá gríðarlegu
stemmningu sem ríkti í
Sjallanum á
mánudagskvöldið er hinn
heimsfrœgi Fats Domino
hélt þar sínafyrstu tónleika
ásamt hinni stórkostlegu
hljómsveit sinni. Þessir
kappar heilluðu gesti
hússins gjörsamlega upp úr
skónum og þegar
blásarahópurinn hélt í
gönguferð út í salinn í lok
tónleikanna og blés í
leiðinni kröftuglega hið
þekkta „When The
Saints...“ ætlaði þakið
bókstaflega að rifna af
húsinu. Þakið hélt þó að
þessu sinni enda ýmsu
vant, en aldrei hefur önnur
eins sveifla dunað í
Sjallanum.
Hljómsveitin sem að uppistöðu var skipuð blásurum fór á kostum.
Hér er Domino lagður af stað með flygilinn á undan sér um dansgólFið og áhorfendur risnir úr sætum og livetja kappann.
I „gönguferð“ um salinn léku þeir „When The Saints...“ og fólkið var vel með á nótunum.
Myndir: RÞB
Tr.BDon.too.
Fats Domino og hljómsveit í Sjallanum:
Undirritaður sem hafði ekki
tækifæri á að sjá til kappans er
hann heimsótti ísland á síðasta
ári taldi fullvíst að þar með hefði
endanlega farið tækifærið að sjá
til Fats Domino á sviði, og hrifn-
ingin á þessum einstæða lista-
manni sem varað hefur í um 20
ár, yrði áfram að vera úr
fjarlægð. En svo komu tíðindin,
Olafi Laufdal tókst að fá hann
aftur til landsins og norður til
Akureyrar skyldi hann fara. f*ví-
lík tíðindi, og þvílík eftirvænting
að fá að berja goðið augum.
Já eftirvæntingin var mikil er
Sjallagestir höfðu komið sér fyrir
og Ingimar Eydal og Grímur Sig-
urðsson höfðu hitað upp með
léttri „dinnertónlist". Ingimar
tók síðan til máls ásamt Björgvin
„Grínarínn“
í hópnum
hafði í
frammi
alls kyns
tilburði
eins og
sjá má.
Allt í fullum gangi. Hljómsveitarstjórinn virðist eitthvað áhyggjufull-
ur en það er sá í jakkanum.