Dagur - 04.02.1987, Blaðsíða 12
KA-heimilið
Nudd - Sauna - Ljósabekkir - Nuddpottur.
Opnunartími: Mánud.-föstud. frá kl. 8,00-12,00 og 13,00-23,00
Laugard. og sunnud. kl. 10,00-19,00.
Munið morgun- og helgartímana.
Tímapantanir í síma 23482.
í gær var
loðnu.
landað úr Súlunni EA en hún kom að landi með um 700 tonn af
Mynd: RÞB
Ahrif farmannaverkfalls:
Þegar famir að
fá afpantanir
Búast má við að farmanna-
verkfallið fari að hafa slæmar
afleiðingar í för með sér fyrir
þá aðila sem kaupa og selja
vöru. Sérstaklega er þetta
slæmt fyrir aðila sem eiga við-
skipti við erlenda aðila og eiga
allt sitt undir skipaflutningum.
„Við erum að verða verulega
þreyttir á þessu hérna. Við kom-
um engu frá okkur og erum þegar
farnir að fá afpantanir," sagði
Ketill Guðmundsson hjá Plast-
einangrun hf. á Akureyri.
Ketill sagði að nú biðu 3 gámar
af netahringjum á hafnarbakkan-
um hér á Akureyri. Pessi sending
á að fara til Noregs en þar er nú
vetrarvertíð í fullum gangi og því
mjög slæmt ef ekki næst að senda
farminn. Alls eru þetta 40.000
hringir og þegar hefur hluti
þeirra ve.rið afpantaður. „Þetta
kostar ótal símtöl til Noregs á
hverjum degi og þeir eru farnir
að vera órólegir," sagði Ketill.
„Sturlumálið":
Þingmenn bíða
í „startholunum“
Mývatnssveit:
Almanna-
vama-
nefndin endur-
skipulögð
„Almannavarnanefndin var
kölluð saman um daginn og á
fundinum var kynnt nýtt starfs-
skipulag. Nefndin starfar eftir
lögum, sem sett voru 2. júlí
1985. Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna
ríkisins, sat fundinn með
okkur,“ sagði Jón Pétur
Iíndal, sveitarstjóri Skútu-
staðahrepps, þegar hann var
inntur eftir starfsemi
Almannavarna í sveitarfélag-
inu. Landris er nú í hámarki á
Kröflu- og Mývatnssvæðinu og
menn því við öllu búnir.
Að sögn Jóns Péturs var skipu-
lag Almannavarnanefndar
Skútustaðahrepps einfaldað og
gert skilvirkara. Nefndarmönn-
um hefur fækkað því í eldri nefnd
voru fulltrúar frá kvenfélagi og
slysavarnafélagsdeildum en þeir
starfa nú ekki lengur í almanna-
varnanefndinni. Eftir breyting-
una eru í nefndinni tveir fulltrúar
frá Skútustaðahreppi, einn frá
Fjallahreppi, hreppstjóri Skútu-
staðahrepps (sem er fulltrúi lög-
reglustjóra), einn fulltrúi frá
heilsugæslu, einn frá bygginga-
yfirvöldum og einn fulltrúi frá
slökkviliði.
„Við erum með áætlun frá fyrri
tíð um brottflutning fólks af
svæðinu ef eldsumbrot verða hér
í nágrenninu fyrir utan skjálfta-
vaktina í Reynihlíð. Við erum að
undirbúa skýrslu til ráðherra um
ráðstafanir í almannavarnamál-
um og þróun þeirra hér í byggð-
arlaginu. Pessar áætlanir þurfa
endurskoðunar við með vissu
millibili, heimilisföng fólks breyt-
ast o.s.frv. Við þurfum að kynna
þessi mál vel fyrir öllum aðilum
sem koma við sögu,“ sagði Jón
Pétur Líndal að lokum. EHB
Síðla árs ’85 fengu Iðntækni-
stofnun, Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins og Fiskmar í
Ólafsfirði styrk frá Rannsókn-
arráði ríkisins og fleirum upp á
4 milljónir til framleiðslu á
fisksnakki til útflutnings. Fjár-
magninu var varið til kaupa á
sérstöku þenslutæki sem notað
er til að framleiða snakk úr
fiskmarningi.
Fyrirtækið Fiskmar í Ólafsfirði
sem er hlutafélag sjö einstaklinga
tekur þátt í þessu verkefni með
Iðntæknistofnun og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins. Sigurður
Björnsson, einn af þeim sem
Ekki hefur mikið verið að ger-
ast fyrir opnum tjöldum í svo-
kölluðu Sturlumáli síðustu
daga, eða síðan fræðsluráð í
Norðurlandskjördæmi eystra
og menntamálaráðherra fund-
uðu á Akureyri sl. föstudag.
Á Alþingi hafa menn þó verið
að hugleiða leiðir í málinu og
reiknað var með að á mánudag
myndi eitthvað gerast á þeim víg-
standa að Fiskmar, sagði að
rannsóknir væru vel á veg komn-
ar en þær ættu eftir að standa
lengur yfir, jafnvel í ár, áður en
ákvörðunar um framleiðslu væri
að vænta. „Rannsóknastofnun og
Iðntæknistofnun eru að vinna
þetta fyrir okkur. Að vísu er
þetta eicki allt saman styrkverk,
við greiðum stóran hluta af þess-
ari vinnu. Við fengum styrk til að
kaupa tækið, að öðru leyti borg-
um við verkefnið,“ sagði Sigurð-
ur.
Hann sagði að unnið væri að
þróun fisksnakksins svo og mark-
aðssetningu. „Við sjáum fram á
það að það er hægt að gera þetta
stöðvum. Úr því varð þó ekki þar
sem þingmönnum í Norðurlands-
kjördæmi eystra barst þá bréf frá
fræðsluráðinu. í því sagði að eðli-
legt þyki að menntamálaráðherra
fái tóm til að svara erindi ráðsins
um skipun nefndar til að rann-
saka störf fyrrverandi fræðslu-
stjóra, fræðsluskrifstofu og sam-
skipti við menntamálaráðuneyt-
ið. Var í bréfinu til þingmann-
anna farið fram á það að fresta
og síðan er spurningin hvernig
markaðurinn tekur við,“ sagði
Sigurður. Ef vel gengur má búast
við því að Fiskmar muni fram-
leiða snakk til útflutnings.
Þenslutækið býður einnig upp á
fjölþætta matvæla- og fóðurfram-
leiðslu.
Nú eru slík þenslutæki til stað-
ar hjá ístess, að vísu mun stærri,
en Istess mun framleiða þanið
fóður. Aðspurður kvaðst Einar
Sveinn Ólafsson verksmiðjustjóri
ekkert geta sagt um það hvort
þeir færu einnig út í framleiðslu á
snakki og öðrum matvælum.
„Það verður tíminn að leiða í
ljós,“ sagði hann. SS
öllum tillöguflutningi á Alþingi
að svo stöddu.
Stefán Valgeirsson alþingis-
maður er tilbúinn með þings-
ályktunartillögu í sameinuðu
þingi um skipun nefndar til að
rannsaka samskipti fræðsluyfir-
valda á Norðurlandi eystra og
menntamálaráðuneytisins, og
verður hún flutt strax er aðstæður
leyfa. Tillagan er svohljóðandi:
„Álþingi ályktar að fela mennta-
málaráðherra að skipa nefnd
þriggja manna sem Hæstiréttur
tilnefnir til þess að rannsaka deil-
ur fræðsluyfirvalda í Norður-
landskjördæmi eystra og mennta-
málaráðuneytisins. Nefndin
hraði störfum eins og kostur er
og skili skýrslu um málið sem
ráðherra leggi fyrir yfirstandandi
þing.“
Þá hafa Ingvar Gíslason al-
þingism. og Guðmundur Bjarna-
son alþingism. kynnt frumvarp til
laga en hafa ekki lagt það fram
ennþá. í því segir að Hæstiréttur
skipi nefnd 5 manna utan Alþing-
is til að rannsaka hversu gildar
ástæður menntamálaráðherra
hafði er hann vék Sturlu Krist-
jánssyni úr embætti.
Einnig hefur heyrst að Stein-
grímur Sigfússon, Kristín Hall-
dórsdóttir og Jóhanna Sigurðar-
dóttir hyggi á tillöguflutning f
neðri deild Alþingis sem geri ráð
fyrir því að skipuð verði 7 manna
þingmannanefnd úr þeirri deild
er rannsaki málið í heild. Ekki er
talið að þessi tillaga hafi fylgi
sökum þess að samkvæmt henni
yrði um pólitíska nefnd að ræða.
gk-.
Einhverjar líkur eru á að það
takist að senda farminn með fær-
eysku skipi en ferðaáætlun þess
er að vísu nokkuð óhagstæð þar
sem það fer til Finnlands og Sví-
þjóðar áður en það kemur til
Noregs.
Hvað hráefnið snerti sagði
Ketill að þeim hefði tekist að afla
birgða fyrir verkfall og kæmu þær
til með að endast íummánuð.ET
Heims-
frægur
söngvari
- með tónleika
í Borgarbíói
Tónlistaráhugamenn á Akur-
eyri þurfa ekki aö sitja
aðgerðalausir þessa dagana.
Unuendum rokksins standa til
boða tónleikar Fats Domino í
Sjallanum og á morgun heldur
stórsöngvari á sviði sígildrar
tónlistar tónleika í Borgarbíói.
Þar er á ferðinni þýski bari-
tonsöngvarinn Andreas Schmidt
og verður það að teljast meiri-
háttar tónlistarviðburður að
þessi söngvari skuli syngja á
Akureyri.
Undraverður frægðarferill
Schmidt hófst árið 1982 er hann
aðeins 22 ára að aldri hlaut fyrstu
verðlaun í tveimur stærstu söng-
keppnum Þýskalands. Hann nýt-
ur nú gífurlegra vinsælda víða um
heim og er bókaður víða um lönd
með tónleika fjögur ár fram í
tímann. Annars er hann fastráð-
inn við Berlínaróperuna. Á tón-
leikunum í Borgarbíói á morgun
sem hefjast kl. 19 flytur hann
verk eftir Mozart, Beethoven og
Schumann. gk-.
Norðurland:
Víða svell
- þrátt fyrir hlýindi
„Jú, það hefur eitthvað gengið
á svellin, sérstaklega í hlák-
unni 24. janúar. Aðra daga
hefur hitastig verið nálægt
frostmarki við jörð þó að loft-
hiti hafi mælst nokkur. Þau
hurfu víða í Eyjafirði og aðeins
í Suður-Þingeyjarsýslu, en
víða eru svell ennþá,“ sagði
Bjarni Guðleifsson ráðunautur
hjá Ræktunarfélagi Norður-
lands. Hann hefur tekið sýni
bæði undan og við svellin og
sett í ræktun. Síðar mun koma
í Ijós hvort grasið lifir, eða hef-
ur borið skaða af.
Bjarni sagði að enn væru svell í
Arnarneshreppi, á Árskógs-
strönd, eitthvað í Svarfaðardal, í
Höfðahverfi, mikið í Fnjóskadal,
í Bárðardal og Kinn. Síðan
minnkar þetta er austar dregur.
Þá voru einhver svell í Fljótum í
Skagafirði. SS
Fisksnakk til útflutnings:
Fiskmar í Ólafsfirði
tekur þátt í verkefninu
- ásamt Iðntæknistofnun og Rannsóknastofu fiskiðnaðarins