Dagur - 12.03.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 12. mars 1987
imm,
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR PÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.____________________________
Landsfundur
Sjálfetæðisflokksins
Nýafstaðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins
var á yfirborðinu ein allsherjar Hallelúja-sam-
koma. Morgunblaðið flutti að sjálfsögðu ítarleg-
ar fréttir af gangi mála og ekki var laust við að
lesendur blaðsins væru orðnir þreyttir á hinum
hástemmdu lýsingum sem notaðar voru í ann-
arri hverri setningu í frásögnum af fundinum,
s.s. „gífurleg samstaða", „alger samhugur11 og
„mikil ánægja", svo dæmi séu nefnd. Forystu-
menn flokksins fengu síðan „austur-evrópska"
kosningu í fundarlok; þ.e. voru endurkjörnir með
um eða yfir 90% atkvæða.
Þótt yfirborðið væri slétt og fellt var skammt í
ólguna. Fyrir landsfundinn höfðu forystumenn
Sjálfstæðisflokksins lagt mikla áherslu á að
þetta yrði einn allsherjar „Já og amen-fundur“,
því eins og allir vita eru alþingiskosningar á
næsta leiti og því til mikils að vinna. ímyndin
sem eftir átti að standa í hugum fólks var, að
þetta væri flokkur samstöðu, flokkur þar sem
meðlimirnir gengju samstíga til kosninganna,
allir sem einn, með sameiginleg og vendilega
skilgreind markmið að leiðarljósi. Vel má vera að
sú ímynd sitji eftir í hugum einhverra, en hitt er
ljóst að mun fleiri gerðu sér enn betur grein fyrir
þeim gífurlega skoðanamun sem er að finna inn-
an Sjálfstæðisflokksins.
Frjálshyggjudeildin er smám saman að vinna
á í stefnumörkun flokksins og þess verður
skammt að bíða að gríman falli alveg af og í ljós
komi ómengaður íhaldsflokkur í ætt við þá sem
þekkjast í nágrannalöndunum. Stefna Sjálf-
stæðisflokksins snýst í raun um afnám ríkis-
rekstrar á öllum sviðum. Allt skal látið í hendur
hinna frjálsu markaðsafla, þar með talið það
velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp á
síðustu áratugum. Anga þessarar stefnu má
merkja í einstaka liðum kosningayfirlýsingar
landsfundarins svo og yfirlýsingum forystu-
manna flokksins í fjölmiðlum fyrir og eftir lands-
fundinn. Þar má nefna tillögu um að færa dag-
vistarstofnanir í hendur einkaaðila og gefa inn-
flutning á landbúnaðarafurðum frjálsan. Síðar-
nefnda tillagan náði reyndar ekki fram að ganga
að þessu sinni, enda hefði samþykkt hennar get-
að orðið flokknum dýrkeypt úti á landsbyggð-
inni, svo skömmu fyrir kosningar.
Formaður flokksins sté í pontu um það bil sem
ágreiningurinn var að brjótast upp á yfirborðið.
Hann bað menn að slíðra sverðin, draga fjöl-
margar breytingartillögur við kosningayfirlýsing-
una til baka og samþykkja hana óbreytta. Munið
kosningarnar!
Herbragðið heppnaðist fullkomlega. Hinn
sundurleiti flokkur gengur því sameinaður til
kosninga að þessu sinni. BB.
_viðtal dagsins.______________________________
„Þetta voru stórjaxlar sem maður
jafnvel beygði sig fyrir“
- segir Sigurður Magnússon á Sauðárkróki
Sigurður Magnússon.
„Alveg síðan ég var unglingur
hef ég verið í Framsóknar-
flokknum og talið mig vera
framsóknarmann. Sem ungur
maður á Skagaströnd skráði ég
mig í flokksfélag sem þar var
starfandi. Þá voru aðrir tímar
en nú, minni atvinna og lífs-
baráttan öll harðari og ansi var
hún hörð frá 1925 og fram-
undir ’38-’9 að aðeins fór að
rofa til í efnahagsmálunum.“
Það var á dögunum sem
Sigurður Magnússon á Sauðár-
króki einn af grjóthörðustu
stuðningsmönnum Framsókn-
arflokksins var tekinn tali í
gærusal sláturhússins þar sem
hann vinnur fullan vinnudag,
þótt kominn sé hátt á áttræðis-
aldur.
- En af hverju framsóknar-
maður, Sigurður?
„Mér hefur fundist stefna
Framsóknarflokksins samræmast
vel mínum skoðunum og virst
flokkurinn hafa verið í fylkingar-
brjósti við að byggja upp
atvinnulíf fyrir fólkið vítt og
breitt um landið.“
- Hvað hefur hann gert hér?
„Ég get nefnt sem dæmi Fisk-
iðjuna hvernig væri hér umhorfs
ef hún hefði ekki komið upp?
Samvinnuhreyfingin studd af
Framsóknarflokknum hefur
byggt atvinnulífið hér upp að
miklu leyti. Framsóknarflokkur-
inn hefur gert marga góða hluti,
en kannski stundum orðið smá-
vegis á.
Ég veit ekki hvernig er hægt að
hugsa sér að þessi flokksbrot sem
verið er að mynda núna geti
komið einhverju til leiðar, í
samanburði við Framsóknar-
flokkinn. Ég hef ekki nokkra trú
á þessum smáfylkingum sem eru
að brjótast fram núna og reyna
að fá fólk til að kjósa sig.“
- Hvað finnst þér um framboð
Stefáns Valgeirssonar og hans
manna?
„Ég vil nú sem minnst um það
segja, annað en að ég hefði viljað
gefa honum BB og hann þannig
fengið að fljóta á því inn á þing ef
svo vildi verða. Flokkurinn hefði
þá notið umframatkvæðanna og
svo er vitanlega slæmt að missa
fólk úr flokknum."
- Hvað um hugsanlegt fram-
boð Þjóðarflokksins, af fólki úr
Samtökum um jafnrétti milli
landshluta?
„Menn tala um jafnrétti á milli
landshluta og eru að tala um að
byggðarlögin fái að njóta þess
sem aflað er á viðkomandi
stoðum. Að þau fái það sem
þeim ber úr ríkiskassanum. Ef ég
held mig hér við Sauðárkrók, þá
höfum við aðhafst mjög mikið og
miðað við þá almennu uppbygg-
ingu sem hér hefur orðið, held ég
að byggðarlagið hafi fengið það
af þjóðarkökunni sem því bar og
kannski vel það, miðað við aðra
staði á landsbyggðinni."
- Er það Framsókn að þakka?
„Já, það er auðvitað fyrst og
fremst framsóknarmönnum að
þakka, þó hinir hafi hjálpað
eitthvað til og að minnsta kosti
alls ekki séð sér fært að vera á
móti því. Núna í vetur fáum við
fé í höfnina, erum kannski með
uppundir 10 millj. til að bæta
höfnina núna, bæði frá ríki og
bæ. Og það er svo margt og
margt sem hér er búið að gera,
gríðarlega mikið. Sjúkrahúsmál-
in vel á veg komin, þessi stór-
kostlegu glæsilegu íþróttamann-
virki o.s.frv.“
- Hvað finnst þér um sam-
vinnuhreyfinguna í dag, kaffi-
baunamálið t.d.?
„Varðandi kaffibaunamálið
finnst mér ekki hægt að dæma
samvinnuhreyfinguna þó að
mistök hafi átt sér stað. Mönnum
getur alltaf orðið eitthvað á og þó
þeir hafi ekki verið að draga
sjálfum sér fé er þetta ekki nógu
gott.“
- Hverjir finnst þér vera
mestu andstæðingar Framsóknar-
flokksins?
Sigurður hlær. „Sjálfstæðis-
menn eru taldir mjög miklir kapi-
talistar og eru það í raun og veru.
Þeir eiga mikla hagfræðinga og
hafa náttúrlega komið miklu til
leiðar í íslensku efnahagslífi og
helvíti hefur manni fundist þeir
vera seigir að ná fylgi. Hér áður
• Kennarar
í umræðum um hugsanlegt
kennaraverkfall hefur undir-
búningstfma kennara m.a.
borið á góma. Jónas Helga-
son skiptir kennurum í
tvennt: Annars vegar eru þeir
sem búa sig undir 10-20 ár í
senn, kenna alltaf sama efnið
og hins vegar eru þeir sem
undirbúa sig fyrir hvern tíma,
fylgjast ávallt með nýjungum.
Jónas segir að fyrri hópurinn
þurfi lítið að hafa fyrir kaupi
sínu en sá seinni vinni fyrir
þvf og gott betur. En báðir
hóparnfr fá sama kaup. Þetta
er mikið vandamál, kennarar
vilja skiljanlega fá greitt f
samræmi við vinnu, en það er
erfitt að fylgjast með og meta
vinnu einstaka kennara.
Bárður Halldórsson sagði eitt
sinn í helgarviðtali að
ómögulegt væri að meta
þetta starf í samræmi við
tíma, þetta væri meirí hug-
sjón en svo. „Kennsla verður
aldrei metin í tíma. Hun er
list, ekki skurðmokstur,"
sagði hann. Þá er það ykkar
að velja kennarar. Skurð-
mokstur og peningar, eða list
og engir peningar?
• Að
svíkjast um
Jónas Helgason segir einnig
að á meðan kaupfð sé svona
lágt hafi menn ekki efni á
öðru en að svíkjast um. Þar á
hann til dæmis við auka-
vinnu. „Ég er að berjast fyrir
því núna að fá það há laun að
ég geti hætt að svikjast um,“
segir Jónas. Hann segir líka
að margir góðir kennarar gef-
ist hreinlega upp og hætti,
þeir geti ekki uppfyllt nauð-
synlegar kröfur á þessum
launum. Verri kennarar, verri
nemendur, verra þjóðfélag;
Þetta er framtíðin ef ástandið
verður ekki bætt. Ég spyr:
Hefur Sverrir áhyggjur? Hann
hefur a.m.k. lítið haft sig í
framml.
# Epilogus
Að endingu langar mig að
birta hér vísu sem þættinum
barst, en hún fjallar einmitt
um ofangreindar hræringar:
Efþú sækist eftir því
að eignast aldrei neitt;
kennsluna skaltu krækja í,
þar kemstu sko í feitt.
I