Dagur - 12.03.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 12.03.1987, Blaðsíða 3
12. mars 1987 - DAGUR - 3 Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafsfirði: Hljómsveit Inglmars Eydal föstudags* og laugardagskvöld. voru kommar litnir dálitlu horn- auga, þegar þeir voru að hreiðra um sig hér. Pó veit maður að í öllum flokkum eru til margir ágætir menn.“ - Hvað heldurðu að Framsókn fái marga menn hér í kjördæminu í vor? „Ég vil nú ekki spá öðru en að við fáum 2 menn. Hvað er fólkið annars að hugsa?“ - Á Viihjálmur heimamaður á lista Sjálfstæðisflokksins enga möguleika? „Ég veit það ekki, en hver á þá að detta fyrir hann? Þetta er ef- laust bráðgreindur strákur hann Vilhjálmur og skilur þetta eflaust mjög vel allt saman sem hann hefur verið að fást við.“ - Finnst þér stjórnmála- mennirnir í dag vera eins magn- aðir og forverar þeirra? „Nei. Þetta voru stórjarlar hér áður, sem maður jafnvel beygði sig fyrir. Og ég held að að þjóð- inni sé jafnvel ekki ljóst hve miklu þeir komu til leiðar þessir menn. Hermann Jónasson t.d. á stríðsárunum, þegar hann neitaði Þjóðverjunum um landgöngu, ég veit ekki hvað hefði gerst ef Hermann hefði ekki sýnt þennan hetjuskap. Þá hljóta allir að muna framgöngu Ólafs Jóhann- essonar í landhelgismálinu. Mað- ur var svo ungur þegar Jónas á Hriflu var upp á sitt besta og þeir ferðuðust um og komu á fundi hann og Ólafur Thors. Maður heyrði sagt frá Blönduósfundi, að Ólafur hefði farið úr jakkanum og verið á skyrtunni. Það var víst farið að hitna í kolunum þar. Ólafur var stórkostlegur karl og ekki hægt að segja annað um Lúðvík, en ékki gott að segja um hvort hann var að ljúga þegar hann tók ofan gleraugun eins og sumir vildu halda fram.“ - Er kominn nokkur kosn- ingaskjálfti í þig? „Það var rabbfundur hjá okkur um daginn. Maður er nú ekki alltaf snuðrandi í Sjónhorninu (auglýsingablað sem gefið er út á Sauðárkróki. innsk. -þá) og þess vegna missti ég af honum, annars var ég á fundi um graðhestamál frammi í Varmahlíð þetta kvöld óg sjálfsagt hefði maður hvort eð er látið hann sitja fyrir. En mér þótti vont að missa af rabbfund- inum og bað vin minn Guttorm Óskarsson að láta mig endilega vita þegar yrði fundur næst. Eg held að það sé samt engan veginn hægt að flokka þetta undir kosn- ingaskjálfta. Það er bara gaman að koma á fundi og njóta félags- skapsins,“ sagði Sigurður Magn- ússon að lokum. -þá Sjávarútvegsráðherra á almennum fundi B-listans á Húsavík Framsóknarflokkurinn hélt almennan stjórnmálafund í Félagsheimili Húsavíkur á mánudagskvöld. Frummæl- andi á fundinum var Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra en auk hans svöruðu Guðmundur Bjarnason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson fyrirspurnum. Fundarstjóri var Egill Olgeirsson, tíu menn tóku til máls á fundinum sem var mjög málefnalegur og þar kom fram fjöldi fyrirspurna. Halldór hóf mál sitt á því að segja að kjósendur ættu kröfu á því að vita með hvaða hætti flokkarnir ætluðu að standa að málum eftir kosningar. Síðan ræddi hann um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og sjávarút- vegsmálin. Hann rakti hvaða árangri sjávarútvegurinn hefði skilað og sagði að menn skyldu fara varlega í að dæma sjávarút- veginn úr leik t.d. hefði rækjuafl- inn skilað hátt í sama verðmæti í útflutningi 1986 og álverksmiðj- an í Straumsvík. Ræða Halldórs var hin fróðlegasta og sýndi hann skyggnur til útskýringar á máli sínu, þar kom m.a. fram að fram- leiðsluverðmæti sjávarafurða hefur aukist úr 100 milljónum dollara 1970 í 800 milljónir doll- ara 1986 og að sama ár voru sjáv- arafurðir um 79% af verðmæti heildarútflutnings. Halldór sagði að víða væri matarholan í hafinu kringum ísland, nefndi sem dæmi veiðar á kúfiski og sagðist vita að þær gætu skilað verulegum tekjum. Halldór ræddi um fiskveiði- stefnuna og sagði að ekki þýddi fyrir stjórnmálaflokka að vera að bjóða sig fram í pólitík án þess að vita hvað þeir ætluðu að gera í þessum málum og nokkuð óljóst væri hvað hinir flokkarnir ætluðu að gera. Um fiskiskipaflotann sagði Halldór að aðalatriðið væri að halda honum í skefjum, fleiri skip yrðu aðeins til að efla vanda þeirra sem fyrir væru. Síðan vék ráðherra máli sínu að kosningabaráttunni, taldi að stjórnmálaflokkarnir yrðu fyrst og fremst að berjast á málefna- Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í ræðustóli á fundinum á Húsavík. Mynd: 1M grundvelli, vera síðan tilbúnir til að taka saman á málefnagrund- velli og mynda ríkisstjórn á þeim grundvelli. í lok ræðu sinnar sagði Halldór: „Ég legg á það áherslu að það sem skiptir megin- máli fyrir næstu ríkisstjórn er þeim málum." með hvaða hætti hún ætlar að standa að sjávarútvegsmálum. Ég vænti þess að kjósendur sjái til þess að flokkarnir komist ekki til að vera með neina tvöfeldni í Umræður um fjöldamörg mál urðu á fundinum s.s. skattamál, landbúnaðarmál, flugvallarmál- in, mengunarmál og dragnóta- veiðar í Skjálfanda. IM Beint frá Englandi, tvöfaldur heimsmeistari í Free-Style dansi Frankie Johnson Jr. sýnir listir sínar. Hver er Frankie Johnson? Hann hefur unnið tvær Free-Style keppnir og Malibukeppnina, síðast en ekki síst er hann mjög góður söngvari. Baldur Brjánsson töfrar ykkur upp úr skónum. Fékk rækju- vinnsluleyfið í síöustu viku barst Magnúsi Gamalíelssyni hf. á Ólafsfirði bréf frá sjávarútvegsráðuneyt- inu þar sem fyrirtækinu er heimilað að hefja vinnslu á rækju með tveimur pillunar- vélum. Leyfið gildir fyrst um sinn til 1. janúar 1988 en verð- ur þá framlengt ef framleiðsla verður hafln. „Þetta eru auðvitað góð tíðindi fvrir okkur og ekki síður fyrir Olafsfjarðarbæ. Þetta fyrirtæki kemur til með að veita um það bil 15 manns atvinnu," sagði Svavar Magnússon í samtali við Dag. Svavar sagði að of snemmt væri að segja hvenær framleiðsla gæti hafist en það ætti þó að skýr- ast innan mánaðartíma. Þá verð- ur búið að kanna allan kostnað við uppsetningu, afgreiðslufrest á vélum og fleira. Fyrirtækið hefur hins vegar yfir húsnæði til starf- seminnar að ráða. Hvað hráefnisöflun varðar sagði Svavar að frystitogarinn Sigurbjörg væri á sóknarmarki og yrði sendur á rækjuveiðar þegar það hefði klárast. Auk þess eru nokkrir bátar á staðnum sem stunda rækjuveiðar. Rækjuvinnsluleyfið á Ólafs- firði var áður í höndum Sævars hf. en fyrirtækið afsalaði sér leyf- inu í haust. ET Matseðill: Rjómalöguð skelfisksúpa. Sinnepslagaður grísahryggur með rauðkáli, sykurbrúnuðum kartöflum og rauðvínssósu. Heimalagaður ís með ferskjum og súkkulaðisósu. Borðapantanir aðeins fyrir matargesti í símum 22970 og 22525.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.