Dagur - 12.03.1987, Síða 10
s r - ,'KJ.oac - \'8cr g-ia»n ,vr
10 -• DAGUR - 12, mars 1987
HUSNÆÐI OSKAST
200-250 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð óskast til leigu.
Uppl. í síma 24810.
STÓR
BÓKAÚTSALA
í P.O.B.
fimmtudag, föstudag og laugardag.
Á annað hundrað bókatitlar.
Aðeins eitt verð
kr. 200
Nú er tækifæri til að eignast bækur fyrir lítið.
Útsalan stendur 12., 13. og 14. mars
í Prentverki Odds Björnssonar hf.
Tryggvabraut 18-20. Sími 22500.
.... Blindur er bóklaus maður.-J!
Lausar stöður
Við félagsvísindadeild Háskóla ísiands eru laus-
ar til umsóknar eftirtaldar stöður:
1. Lektorsstaða í stjórnmálafræði. Umsækjandi skal vera hæf-
ur til að annast kennslu í undirstöðugreinum í stjórnmálafræði og
kennslu og rannsóknir á a.m.k. einu af eftirfarandi sviðum
islenskra stjórnmála:
a) Ákvarðanaferli og stofnanaþróun innan stjórnkerfisins.
b) Hegðun og viöhorf kjósenda.
c) Samanburðarstjórnmál.
2. Dósentsstaða í aðferðarfræði. Umsækjandi skal hafa aflað
sér víðtækrar menntunar og reynslu í rannsóknaraðferðum fé-
lagsvísinda og tölfræði. Kennslan verður á sviði aðferðafræði, töl-
fræði og tölvunotkunar.
3. Lektorsstaða i bókasafns- og upplýsingafræði. Æskilegar
sérgreinar eru einkum skráning og flokkun. Staða þessi er tíma-
bundin og er gert ráð fyrir að ráðið verði í hana til þriggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
6. apríl nk.
Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1987.
Eruð þið ánægðar,
konur góðar?
Senn líður að alþingiskosn-
ingum. Það fer víst ekki fram hjá
neinum. Kosningaundirbúningur
fjórflokkanna hefir raunar staðið
í allan vetur. Snemma í haust
hófst undirbúningur þeirra að
prófkjörum og væri synd að segja
að hann hafi farið friðsamlega
fram. Það var fundað, rætt, ritað
og auglýst og í mörgum tilfellum
var kostnaðurinn svo mikill að
venjulegt launafólk svimar. Allt
væri þetta svo sem gott og blessað
ef umræður hefðu snúist um
landsmálin og vandamál þjóðar-
innar, en því var nú ekki að
heilsa, heldur einkenndist
umræðan fyrst og fremst af pers-
ónulegu valdapoti. Eftir úrslit í
þessum prófkjörum sátu ýmsir
eftir með sárt ennið, beiskir yfir
því að hafa misst þingsætin „sín“,
sem þeir áttu „rétt“ á.
Víst er um það að starfsreynsla
er mikils virði og gamla mál-
tækið, „að fortíð skal hyggja er
framtíð skal byggja", er enn í
fullu gildi. En íslenskt þjóðfélag
hefir tekið miklum breytingum á
undanförnum áratugum og sums
staðar hafa orðið stökkbreyt-
ingar. Að þessu verður að hyggja
þegar framtíðin er byggð.
Störf þingmanna eru erilsöm
og tími þeirra ásetinn. Það er viss
hætta á að þeir einangrist, slitni
úr tengslum við önn dagsins,
fólkið í landinu og kjör þess. Þess
vegna er alveg nauðsynlegt að
einmitt á Alþingi verði sífellt
endurnýjun.
Ein mesta stökkbreytingin er
sú að konur, sem um aldaraðir
höfðu velflestar unnið þjóðfé-i
laginu inni á heimilunum, voru
kallaður út á vinnumarkaðinn
utan þeirra. Þessu veldur margt
sem ekki verður talið hér, en ein
meginástæðan er breytt þjóð-
félag, almenn láglaunastefna og
mikill launamismunur, samfara
auknum lífskröfum. Það var ekki
lengur möguleiki fyrir eina „fyrir-
vinnu“ að uppfylla þær kröfur.
Konur voru kallaðar til og brugð-
ust vel við. Menntuðu sig til
ýmissa starfa og þyrptust út á
vinnumarkaðinn. En heimilis-
störfin vinna þær samt enn vel-
flestar þegar heim er komið. Með
tilkomu ýmissa heimilistækja,
eru þau þó sem betur fer léttari
og ýmsir þættir þeirra hafa flust
út í vinnustofur og stofnanir. Þar
vantaði því vinnukraft og að
sjálfsögðu sinntu konur því. Er
ekki líka hugsanlegt að þær ein-
ar sem höfðu reynsluna skildu
Hólmfríður Jónsdóttir.
það hve mikil ábyrgð fylgdi þess-
um störfum? Nefni ég þar
ummönnun sjúkra og aldraðra og
uppeldi, fræðslu og sálgæslu
barna. Meðan konurnar önnuð-
ust þessi störf inni á heimilunum
fengu þær ekki peningagreiðslu
fyrir og reyndin varð enda sú að
laun fyrir þessi störf skera sig úr.
Þau eru svo lág að vart er vansa-
laust og konur hafa verið sinnu-
lausar um að verðleggja vinnu
sína. Nú er ástandið þannig að
vinnuframlag kvenna er meira en
karla ef vinnan inni á heimil-
unum er talin með. Þetta gleym-
ist körlum sem nú stjórna. Er nú
ekki tími til kominn að breyting
verði á, konur verði hafðar með í
ráðum, þar sem æðsta stjórn
þjóðarinnar fer fram? Leggi þar
fram reynslu sína og þekkingu.
Ég nefndi áðan prófkjör fjór-
flokkanna. Hlutur kvenna á
Alþingi er lítill, þótt nokkur leið-
rétting yrði þar á í síðustu kosn-
ingum. Nú eru flestir listar fjór-
flokkanna komnir fram. Þótt úr-
slit kosninganna séu mjög tví-
sýn, ekki síst hér í Norður-
landskjördæmi eystra, er ljóst að
hlutur kvenna batnar lítið. Hvað
veldur? Treysta konur ekki
konum? Eiga þær fáu konur sem
komist hafa í fremstu víglínu
stjórnmálanna vantraust skilið?
Að mínum dómi hafa ýmsar
þeirra staðið sig mjög vel, verið
góðir málsvarar kvenna og
barna, ekki síst ef tillit er tekið til
flokksviðjanna, sem þær verða
oft að brjóta. Getur kannski
ástæðan verið sú að konur séu
sinnulausar um að kjósa í próf-
kjörum? Eruð þið kannski
ánægðar með það, konur góðar,
að hlutur kvenna er ekki meiri í
stjórnun, þegar vinnuframlag
þeirra í þjóðfélaginu er meira en
karla? Konurnar sem standa að
Kvennalistanum eru ekki ánægð-
ar.
Saga launabaráttu kvenna er
löng og dapurleg og hafa þó
margar dugmiklar konur barist
harðri baráttu, en þær hafa mætt
skilningsleysi og andstöðu karla
og tómlæti kvenna, sem allt of oft
láta sér nægja að vera sárar
heima hjá sér. Árangurinn er líka
sorglega lítill. í dag er ástandið
þannig að konur hafa næstum
helmingi lægri meðallaun en
karlar. Vinna kvenna á heimil-
unum er ekki metin til starfs-
aldurs, nema á örfáum stöðum og
lítillega við viss störf. Þær konur
sem unnið hafa ævistarfið inni á
heimilunum fá engar greiðslur úr
lífeyrissj óði. Enginn vogar sér þó
að halda því fram að þetta séu
ekki vandasöm og margþætt
ábyrgðarstörf, eða skilur fólk það
ekki? Það má líka geta þess að
húsmæður hafa sparað ríkis-
kassanum mikla fjármuni, það er
nefnilega ansi dýrt að byggja og
reka dagvistir barna og dvalar-
heimili aldraðra. Eruð þið
ánægðar með þetta ástand, konur
góðar? Konurnar sem standa að
Kvennalistanum eru það ekki.
Eitt meginmarkmið Kvenna-
listans er að auka sjálfstraust
kvenna. Vekja þær til meðvit-
undar um styrk sinn og vald í bar-
áttunni, ef þær vilja breyta því.
Ég álít að það þurfi að breyta um
baráttuaðferð í launabaráttuni,
byrja innan frá ef svo mætti
segja. Það þarf að gerast hugar-
farsbreyting. Allir verða að skilja
að hin „hefðbundnu kvenna-
störf“ eru alveg eins mikils virði
og „karlastörfin". Þá verða þau
kannski réttilega metin til launa.
Konur vilja endilega hafa karl-
menn sér við hlið. En þær ætla
sér heldur ekki feti framar. En
það er leiðigjarnt að horfa sífellt
á afturendann á karlmönnunum í
príli þeirra upp metorða- og
launastigann.
Sigríður Dúna þingkona komst
eitt sinn svo að orði að það væri
hlutverk Kvennalistans að tor-
tíma sjálfum sér. Það verður þeg-
ar konur standa jafnt körlum í
stjórnsýslu og launum. En það er
ennþá langt í land. Eða hvað
finnst ykkur, konur góðar?
Akureyri, 3. mars 1987
Hólmfríður Jónsdóttir
kvennalistakona
REYKJAVÍK
Heígarferðir - Viðskiptaferðir
Ferðaskrifstofa Akureyrar
Ráðhústorgi 3 Sími 25000
Foreldrafélag Lundarskóla:
Harmar óbreytt
skólaskipulag
Á fundi stjórnar Foreldrafé-
lags Lundarskóla sem haldinn
var 4. mars síðastliðinn, var
samþykkt svohljóðandi álykt-
un:
Stjórnarfundur Foreldrafélags
Lundarskóla, haldinn 4. mars
1987, harmar þá ákvörðun meiri-
hluta Skólanefndar Akureyrar,
samþykkta af Bæjarstjórn Akur-
eyrar, að halda óbreyttu núver-
andi skólaskipulagi á Akureyri,
þrátt fyrir eindregnar óskir for-
eldra og kennara við nær alla
skólana um hið gagnstæða.
Ennfremur mótmælir fundur-
inn þeirri lítilsvirðingu sem for-
eldrum og kennurum er sýnd
með því að hafa að engu álit
þeirra sem var þó sérstaklega
leitað eftir.