Dagur - 12.03.1987, Side 13
Umsjón: Kristján Kristjánsson
TApí ptufó —
12. mars 1987-
- 13
Otrúleg kaflaskipti
í leik KA og UBK
- KA sneri dæminu við í síðari hálfleik og sigraði 26:23
„Ég er mjög ánægður með
þennan sigur. Við náðum upp
þeirri baráttu í seinni hálfleik
sem okkur hefur vantað I vet-
ur. Við urðum líka að sýna
hvað í okkur býr eftir slæma
útreið í Eyjum á mánudaginn.
Áhorfendur hér í kvöld voru
frábærir og ég vil þakka þeim
fyrir stuðninginn,“ sagði Haf-
þór Heimisson leikmaður KA
eftir að liðið hafði Iagt Breiða-
blik að velli í 1. deild Islands-
mótsins í handknattleik á
Akureyri í gærkvöld.
Það leit ekki glæsilega út fyrir
KA-menn í fyrri hálfleik. Pað
gekk nánast ekkert upp hjá liðinu
og vörn, sókn og markvarsla í
molum. Breiðabliksmenn náðu
yfirhöndinni strax á fyrstu mín-
útu og héldu henni fram til loka
fyrri hálfleiks. Um miðjan hálf-
leikinn var staðan 7:3 en í hálf-
leik voru þeir komnir með 5
marka forystu 12:7.
Ekki veit ég hvaða aðferð
Brynjar Kvaran beitti á sína
menn í leikhléinu og það var
algerlega nýtt og betra KA-lið
sem kom inn á í síðari hálfleik.
KA minnkaði muninn jafnt og
þétt og náði að jafna strax á 7.
mínútu 14:14. En það var ekki
fyrr en á 14. mín. að Eggert
Tryggvason kom KA yfir 17:16
með marki úr vítakasti. Breiða-
bliksmenn jöfnuðu 17:17 en þá
komu þrjú mörk í röð frá KA og
staðan breyttist í 20:17 og um 10
mín. til leiksloka. KA-menn
bættu aðeins við og voru komnir
með fimm marka forystu í lokin.
En Blikar áttu síðasta orðið og
bættu við tveimur mörkum áður
en yfir lauk og minnkuðu muninn
í þrjú mörk. En engu að síður
öruggur sigur KA 26:23.
KA-menn léku vægast sagt illa
í fyrri hálfleik og flest benti til
þess að Blikar myndu kafsigla þá.
En í síðari hálfleik snérist- dæmið
við og KA-menn náðu að rífa sig
upp og sigra nokkuð örugglega.
Hafþór Heimisson var langbestur
KA-mann jafnt í vörn og sókn,
en þeir Eggert Tryggvason og
Pétur Bjarnason áttu góða spretti
í síðari hálfleik. Pá varði Brynjar
sæmilega í lokin.
Það var öfugt rneð Breiðabliks-
menn, þeir léku ágætlega í fyrri
hálfleik en í síðari hálfleik var
allur vindur úr þeim. Þá var
markvarslan hjá þeim í molum í
sfðari hálfleik og varði Guð-
mundur Hrafnkelsson landsliðs-
markvörður ekki skot í þeim
hálfleik. Bestir voru Kristján
Halldórsson og Svafar Magnús-
son.
Mörk KA: Eggert Tryggvason
6(4), Jón Kristjánsson 5, Hafþór
Heimisson 5, Pétur Bjarnason 4,
Axel Björnsson 3, Friðjón Jóns-
son 2 og Anton Bjarnason 1.
Mörk UBK: Svafar Magnús-
son 5, Aðalsteinn Jónsson 4,
Kristján Halldórsson 4, Jón Þórir
Jónsson 4(2), Þc'röur Davíðsson
3, Björn Jónsson 2 og Elvar Erl-
ingsson 1.
Leikinn dæmdu þeir Stefán
Arnáldsson og Ólafur Haralds-
son og dæmdu þeir ágætlega en
þeim er þó enginn greiði gerður
með því að vera settir á leiki KA,
þar sem þeir dæma fyrir félagið.
Hafþór Heimisson var langbestur KA-manna í gærkvöld, barðist af krafti
jafnt í vörn og sókn og skoraði auk þess nokkur góð mörk. Hér verður eitt
þeirra að veruleika. Mvnd: rþb
Það mun mæða mikið á þeim ívari Webster og Jóhanni Sigurðssyni í leikn-
um gegn UMFN annað kvöld. Mynd: rpb
„Við munum mæta
grimmir til leiks“
- segir fvar Webster en Þór mætir UMFN
annað kvöld í bikarkeppni KKÍ
Bikarkeppni BLI:
Komast KA-liðin í
úrslitaleikina?
Körfubolti:
Tindastóll
leikur fyrir
sunnan
Tindastóll leikur tvo leiki fyrir
sunnan um helgina í 1. deild
íslandsmótsins í körfuknattleik
og eru þetta síðustu útileikir
liðsins í deildarkeppninni í ár.
Á föstudag mæta þeir UBK í
Digranesi í Kópavogi kl. 20 og
á sunnudag 1$ í Hagaskóla kl.
14.
Þetta eru mjög mikilvægir leik-
ir fyrir Tindastól og þeim dugir
ekkert annað en sigur í þeim
báðunt. Liðið er í næstneðsta sæti
deildarinnar í dag, með 8 stig eft-
ir 17 leiki en UBK er með 10 stig
eftir 18 leiki. ÍS er á botninum
með 4 stig eftir 19 leiki og er þeg-
ar fallið í 2. deild.
Takist Tindastól að vinna leik-
ina um helgina eiga þeir alla
möguleika á því að komast í
Úrvalsdeildina næsta ár ef af því
verður að liðum þar verði fjölgað
í 10 eins og flest bendir til. En
fyrst þurfa þeir að leggja UBK og
IS að velli og ná 4. sæti deildar-
itinar.
Karl Jónsson fyrirliði Tindastóls
vcrður í eldlínunni um helgina.
„Njarðvíkingar eru betri en
við en ekki þar fyrir að við get-
um alveg unnið þá,“ sagði Ivar
Webster þjálfari Þórs í körfu-
bolta en annað kvöld kl. 20
leika Þórsarar síðari leikinn
við UMFN í 4. liða úrslitum
bikarkeppni KKI og fer hann
fram í „Ljónagryfjunni“ í
Njarðvík. Fyrri leiknum sein
fram fór á Akureyri lauk með
öruggum sigri Njarðvíkinga
120:94 og má segja að þcir séu
komnir langleiðina í sjálfan
úrslitaleikinn.
„Njarðvík er með besta liðið í
dag og það kæmi mér ekkert á
óvart þó að þcir vinni tvöfalt í ár.
Þeir reikna sjálfsagt ekki meö
mikilli mótspyrnu frá okkur en
við munum mæta grimmir til
leiks," sagöi ívar. „Hvað sem
öðru líður er þetta góður skóli
fyrir okkur að fá að leika
gegn þeini bestu, þar sem flest
bendir til þess að Þór leiki í
Úrvalsdeildinni næsta ár, þ.e. ef
samþykkt verður að fjölga í
Úrvalsdeildinni," sagði ívar enn-
frentur.
Tekst KA-mönnum að komast
í úrslitaleikinn í bikarkeppni
Blaksambands íslands í ár?
Það skýrist á laugardag en þá
mæta þeir deildarmeisturum
Þróttar í undanúrslitum.
Leikurinn fer fram í íþrótta-
húsi Glerárskóla og hefst kl.
14.30.
Kvennalið KA á einnig mögu-
leika á því að komast í úrslita-
Guðmundur Heiðreksson var
endurkjörinn formaður Knatt-
spyrnufélags Akureyrar á aðal-
fundi félagsins síðastliðið
föstudagskvöld. Aðeins varð
ein breyting á stjórninni,
Gunnar Garðarsson kom í
stjórnina sem meðstjórnandi í
stað Gests Einars Jónassonar.
Aðrir í stjórninni eru, varafor-
maður Ólafur Ásgeirsson, gjald-
keri Stefán Gunnlaugsson. ritari
Finnur Sigurgeirsson og aörir
meðstjórnendur eru Sigbjörn
Gunnarsson og Jóhannes Bjarna-
son.
Stefán Gunnlaugsson var
heiðraður fyrir vel unnin störf
sem formaður bygginganefndar
KA-heimilisins sem tekið var í
notkun á síðasta ári og var hon-
um færður forláta steinn, útskor-
inn með mynd af KA-heimilinu
og áletrun.
Gestur þessa fundar var Jón
Hjaltalín Magnússon formaður
HSI og ræddi hann nr.a. um
byggingu íþróttahúsa og fjár-
möngnun en KA-menn eru eins
leikinn í bikarkeppni kvenna.
Þær mæta liði UBK í undanúrslit-
um og fer leikurinn fram í Digra-
nesi í Kópavogi annað kvöld kl.
18.30. Það yrði sannarlega
ánægjulegt ef KA tækist að kom-
ast í báða úrslitaleikina. Mögu-
leikarnir eru þó ekki miklir en
víst er að alla vega strákarnir
geta bitið vel frá sér eins og þeir
hafa sýnt seinni partinn í vetur.
og komið hefur fram í Degi. farn-
ir að huga að byggingu íþrótta-
húss á félagssvæði sínu.
Guðbjöm
leikur
með KA
Það mun nú frá gengið að
Guðbjörn Tryggvason knatt-
spyrnumaður frá Akranesi
leiki með KA í 1. deildinni í
sumar.
Eins og skýrt var frá í blaðinu
um daginn var Guðbjörn staddur
hér á Ákureyri fyrir skömmu og
átti viðræður við forráðamenn
KA. Hann er geysilega sterkur
miðjumaður og á örugglega eftir
að styrkja KA-liðið mikið í hinni
hörðu keppni sem framundan er.
Guðbjörn kemur til bæjarins um
næstu mánaðamót.
Aðalfundur KA:
Guðmundur endur-
kjörinn formaður