Dagur - 12.03.1987, Side 16
Akureyri, fimmtudagur 12. mars 1987
Verkfall háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga:
Hefur áhrif
í tveimur
„Það hefur ekkert verið fært
upp í hendurnar á okkur á silf-
urfati og þetta verk sem við
fengum í Sandgerðisbótinni
var í samkeppni á venjulegum
útboðsmarkaði,“ sagði Páll
Sigurjónsson framkvæmda-
stjóri Norðurverks hf. í samtali
við Dag. í blaðinu í gær er
viðtal við Rúdólf Jónsson
verktaka, þar sem hann segir
m.a. að Norðurverki hafi verið
fært þetta verkefni á silfurfati
og að þeir hafi unnið það í
tímavinnu sem þekkist varla
lengur.
„Okkar tilboð í þetta verk á
sínum tíma sem var lægst, hljóð-
aði upp á 5.447.680 krónur eða
78% af kostnaðaráætlun og það
sést best á því, hvort okkur hefur
verið fært eitthvað á silfurfati
sagði Páll ennfremur.
„Við höfum síðan keyrt fyrir
hafnarsjóð einn og einn bíl í Bót-
ina eftir að við lukum útboðs-
verkinu en allt sem hefur verið
gert síðan hefur verið á fram-
reiknuðu einingarverði," sagði
Páll Sigurjónsson.
-KK
Ný útvarpsstöð
Hljóðbylgjan:
- á Akureyri
Ný útvarpsstöð hefur útsend-
ingar á Akureyri eftir tæpan
Húsavík:
Staða bæjar-
stjóra auglýst
Bæjarfulltrúar sem mynda
meirihluta í Bæjarstjórn Húsa-
vikur ákváðu á fundi á mánu-
daginn að auglýsa eftir um-
sóknum um stöðu bæjarstjóra
á Húsavík. Bjarni Aðalgeirs-
son bæjarstjóri sagði starfí sínu
lausu um áramótin og óskaði
eftir að hætta um mánaðamót-
in apríl-maí.
„Við ætluðum að vita hvort við
fyndum mann án þess að auglýsa
stöðuna, málið hefur verið til
umfjöllunar hjá meirihluta og nú
ætlum við að auglýsa eftir
umsóknum,“ sagði Tryggvi
Finnsson bæjarfulltrúi þegar
Dagur spurði frétta af málinu.
Pað eru Framsóknarflokkur,
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur sem mynda meirihluta í
Bæjarstjórn Húsavíkur. IM
mánuð, ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun. Útsendingar-
tíminn verður til að byrja með
10-12 klukkustundir á sólar-
hring á virkum dögum en
lengri um helgar.
Útvarpsstöðin verður til húsa
við Ráðhústorg 1, efstu hæð. Þar
er nú unnið af kappi við að
breyta húsnæðinu í útvarpsstöð
en tækin eru á leiðinni. Tónlist-
arflutningur verður aðaluppistað-
an í efni stöðvarinnar auk frétta,
viðtalsþátta, o.s.frv. og verður
lögð áhersla á að þjóna stærstum
hluta Norðurlands. Stöðin verður
með sendi á Vaðlaheiði og
endurvarp í Grímsey og má búast
við að útsendingarnar náist vel í
Grímsey, á Eyjafjarðarsvæðinu,
austur um til Húsavíkur og auk
þess eitthvað vestur um Norður-
land. Stefnt er að því að útsend-
ingar hefjist þann 10. apríl nk.
Pað er fyrirtækið Hljóðbylgjan
hf. sem rekur stöðina. Stjórnar-
formaður fyrirtækisins er Oddur
Thorarensen yngri, fram-
kvæmdastjóri er Steindór Stein-
dórsson og tæknistjóri Pálrni
Guðmundsson. BB.
Kaupfélag Skagfirðinga
kaupir Vallhólma
Því óvissuástandi sem ríkt hef-
ur um afdrif Graskögglaverk-
smiðjunnar Vallhólma í Skaga-
fírði sem tekin var til gjald-
þrotaskipta á síðasta ári er nú
lokið þar sem skiptafundur
gekk að tilboði Kaupfélags
Skagfírðinga í verksmiðjuna
að upphæð 12,5 milljónir.
Verksmiðjan var að mestu
leyti í eigu ríkissjóðs, en ekki
var ráðist í að selja hana á upp-
boði heldur hún boðin til sölu.
Kaupfélagið átti 2,7 milljónir
af um 80 milljóna kröfum í
þrotabúið.
„Þetta tilboð var eiginlega
framhald af samningaviðræðum
sem við höfðum átt við stjórn
Vallhólma um kaup á verksmiðj-
unni með fyrirvara um samþykki
kröfuhafa. Samningar náðust þá
ekki vegna deilna um eignarhald
á 1. veðrétti í fyrirtækinu. Ríkis-
ábyrgðasjóður á 1. veðrétt í verk-
smiðjuhúsinu en Stofnlánadeild
landbúnaðarins aftur á móti 1.
veðrétt í landi Löngumýrar sem
verksmiðjan stendur á. Lausn
hefur ekki enn fundist á þessu
deilumáli.
Ég er sannfærður um að hægt
er að reka verksmiðjuna með
hagnaði. Erfiðleika verksmiðj-
unnar og ástæðuna fyrir því
hvernig fór má rekja til mikils
fjármagnskostnaðar, ekki ósvip-
að og margir aðilar í þjóðfélaginu
hafa lent í, t.d. útgerðarmenn.
Ég held að rétt hafi verið að ráð-
ast í kaup á verksmiðjunni og tel
mjög mikilvægt að fóðuröflunin
haldist sem mest heima í hérað-
inu,“ sagði Ólafur Friðriksson
kaupfélagsstjóri í samtali við Dag
vegna kaupa Kaupfélags Skag-
firðinga á Vallhólma. -þá
skólum
- á Akureyri og við
mæðraeftirlit
Verkfall háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga er starfa
hjá ríkinu sem hefur verið boð-
að frá og með 19. mars næst-
komandi kemur til með að
hafa einhver áhrif hér á Akur-
eyri, ef til þess kemur. í blað-
inu í fyrradag var sagt að svo
yrði ekki og er það ekki alveg
rétt.
Hjá Heilsugæslustöðinni á
Akureyri starfa 19 hjúkrunar-
fræðingar í 15 stöðum og þar af
tveir háskólamenntaðir í fullu
starfi. Annar þeirra sér um
heilsugæslu í Glerárskóla og þar
er verið að bólusetja nemendur
um þessar mundir. Ef til verk-
fallsins kemur, tefur það m.a. að
hægt verði að ljúka því verki og
jafnvel að það hafist ekki af. Nú
þá er það slæmt að hafa ekki
hjúkrunarfræðing til taks í
skólanum.
Hér er Ragnar Víkingsson í Hrísey að gera trilluna Nonna klára fyrir vorið.
. Mynd: RÞB
Hinn hjúkrunarfræðingurinn
vinnur í hálfu starfi við heilsu-
gæslu í Lundarskóla og í hálfu
starfi við mæðraeftirlit og nám-
skeiðahald fyrir verðandi for-
eldra. Verkfallið mun því einnig
hafa áhrif á þessa þætti ef til þess
kemur. -KK
Varahlutaverslun
Varahlutir í
flestar gerðir bifreiða
þÓRSHAMAR Hf.
Við Tryggvabraut • Akuijcyri • Sími 22700
Mál Rúnars Þórs Björnssonar gegn eigendum H-100:
Sjö ára baráttu lokið?
- Fjárnámskröfu Rúnars hafnað og „boltinn“ er hjá Lögmannafélaginu
Nýlega féll dómur í fógetarétti
Akureyrar í máli Rúnars Þórs
Björnssonar gegn skemmti-
staönum H-100 um fjárnáms-
beiðni hjá fyrrum eigendum
staöarins vegna skaðabóta til
handa Rúnari. Kröfu Sigurðar
Helga Guðmundssonar lög-
fræðings Rúnars var hafnað
þannig að fyrrverandi eigendur
H-100 eru nú lausir allra mála.
Forsaga málsins er sú að vegna
slyss sem Rúnar varð fyrir í
skemmtistaðnum H-100, 8.
febrúar 1980, höfðaði hann
skaðabótamál á hendur eigend-
um staðarins. Eftir nokkurn
málárekstur féllust þeir á að
greiða skaðabætur að upphæð
rúmlega eina milljón króna. Pað
var árið 1984.
Samkomulag náðist milli
Gunnars Sólnes, lögfræðings H-
100, og Magnúsar Þórðarsonar,
lögfræðings Rúnars um að
greiðslurnar færu fram á 5 ára
tímabili og til tryggingar yrðu
gefin út skuldabréf. Skuldabréf
þessi voru gefin út á nafn Magn-
úsar og af þessum peningum hef-
ur Rúnar aldrei séð nema 45
þúsund.
Pað að kröfunni sé hafnað, er í
rauninni viðurkenning á því að
löglega hafi verið staðið að upp-
gjörinu á sínum tíma og hinn eini
sanni sökudólgur sé því fyrrum
lögfræðingur Rúnars, Magnús
Þórðarson.
Pað var Asgeir Pétur Ásgeirs-
son héraðsdómari sem kvað upp
úrskurðinn. Ásgeir sagði í sam-'
tali við Dag að úrskurðurinn
hefði byggst á tómlæti, þ.e.a.s.
að of lengi hafi verið beðið með
málssóknina.
Rúnar hefur nú ritað bréf til
Lögmannafélags íslands þar sem
farið er fram á greiðslu fram-
reiknaðra skaðabóta að upphæð
rúmlega 2 milljónir króna úr
ábyrgðarsjóði félagsins. Telja
verður líklegt að málinu Ijúki
fljótlega á farsælan hátt og skaða-
bætur komist í hendur réttum
aðila.
„Þó Lögmannafélagið greiði
þessa upphæð þá reyni ég að
gleyma þessum leiðinlega þætti í
lífi mínu. Ég er þó engan veginn
sáttur við meðferð vissra lög-
manna á máli þessu,“ sagði Rún-
ar í samtali við Dag. ET
„Ekkert fengið
á silfurfati“
-segir Páll Sigurjónsson framkvæmdastjóri