Dagur - 13.03.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 13. mars 1987
Kaffisala og söngur
Kór Barnaskóla Akureyrar verður með kaffihlaðborð
í Alþýðuhúsinu 4. hæð (húsnæði Svartfugls)
sunnudaginn 15. mars kl. 15-17
til styrktar Færeyjaferð í maí.
Kórinn syngur nokkur lög. Einnig verður fjöldasöngur.
ATH. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði.
AUirsem vilja styrkja kórinn eru hjartanlega velkomnir.
Foreldraráð.
Skíðaskólinn
Hlíðarfjalli
Næstkomandi mánudag
hefst framhaldsnámskeið
Kennt verður í Hjallabraut kl. 17-19 og 19-21.
Kennari: Vilhelm Jónsson.
Innritun og upplysingar á Skíðastöðum simi 22280 og 22930
Verkalýðsfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri,
halda sameiginlega árshátíð fyrir félags-
menn sína í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 21.
mars n.k., og hefst hún með borðhaldi
kl. 19,30.
Miðapantanir hjá verkalýðsfélögunum til 16. mars.
Miðasala á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Einingar
fimmtudaginn 19. mars frá kl. 16.00 til 21.00. Miða-
verð kr. 1.000,-
Stórkostleg skemmtun. - Ótrúlegt verð!
Nefndin.
AKUREYRARBÆR
Kjörskrá
Kjörskrá Akureyrar til alþingiskosninga, sem fram
eiga að fara laugardaginn 25. apríl 1987, liggur
frammi á bæjarskrifstofunum Geislagötu 9, 2.
hæð, alla virka daga frá 13. mars til 10. apríl nk.
þó ekki laugardaga.
Kærur við kjörskrána skulu hafa borist bæjarskrif-
stofunni eigi síðar en 6. apríl nk.
Kjósendur eru hvattir til þess að athuga hvort
nöfn þeirra séu ekki á kjörskránni.
Akureyri, 10. mars 1987
Bæjarstjóri.
I P.O.B.
föstudag og laugardag.
/
A annað hundrað bókatitlar.
Nú er tækifæri til að eignast bækur fyrir lítið.
Útsalan stendur 13. og 14. mars
í Prentverki Odds Björnssonar hf.
Tryggvabraut 18-20. Sími 22500.
Blindur er bóklaus maður.
Frumvarp um veitingu prestakaila:
„Prestskosningar hafa
ýmsa annmarka"
- segir séra Þórhallur Höskuldsson
Stjórn og fulltrúaráð Prestafé-
lags Islands hafa sent alþing-
ismönnum ályktun þar sem
skorað er á þingmenn að sam-
þykkja nýtt frumvarp um veit-
ingu prestakalla sem er til
umfjöllunar í neðri deild
Alþingis. Prestastefna, sem
haldin var síðasta vor, sam-
þykkti einnig að skora á
Aiþingi að breyta núgildandi
lögum. Ef frumvarpið nær
fram að ganga þá munu sókn-
arncfndarmenn velja presta en
prestskosningar leggjast af.
„Prestar og stofnanir kirkjunn-
ar hafa í áratugi reynt að fá lög-
um um prestskosningar breytt.
Pessi lög, sem eru frá árinu 1915,
eru arfur frá fríkirkjuhreyfingum
sem voru áberandi upp úr síðustu
aldamótum. Kosningar til þess-
ara viðkvæmu starfa hafa ýmsa
annmarka, bæði ljósa og leynda,
t.d. er utankjörstaðaatkvæða-
greiðsla ekki leyfð. Þá hefur
reynslan sýnt að það þýðir ekki
fyrir menn sem eru komnir yfir
ákveðinn aldur að bjóða sig fram
til prestskosninga og þar af leið-
andi hefur núverandi fyrirkomu-
lag hamlað eðlilegri hreyfingu
innan stéttarinnar. Persónulega
hef ég ekki slæma reynslu af
prestskosningum en styð þó að
annað fyrirkomulag verði reynt.
Ég mæli því með því að þetta
frumvarp verði samþykkt þó
nauðsynlegt kunni að vera að
breyta því sfðar.
Eins og frumvarpið lítur út
munu sóknarnefndarmenn
mynda kjörmannahóp sem velur
prest en ef 25% safnaðar óska
eftir því innan ákveðins tíma þá
er heimilt að láta almenna kosn-
ingu fara fram. f*að er viss þver-
sögn í því að vera með beina
kosningu til opinbers embættis
vegna þess að prestsembættið,
eins og öll önnur opinber emb-
ætti, er háð veitingavaldi,“
sagði séra Þórhallur Höskulds-
Fundur skólastjóra og
kennara Nl.ey.:
Frumvarp
um gmnn-
skóla verði
kynnt
Á fundi skólastjóra og kennara
á Norðurlandi eystra sem hald-
inn var í Þelamerkurskóla
laugardaginn 28. febrúar var
samþykkt að beina > þeim til-
mælum til menntamálaráðu-
neytis, að nýsamið frumvarp
um grunnskóla verði rækilega
kynnt starfsmönnum skólanna,
sveitarstjórnarmönnum og
almenningi áður en það kemur
til kasta Alþingis.
Einnig er mælst til þess að
frestur til að skila inn umsögnum
og athugasemdum við frum-
varpið verði lengdur til næsta
skólaárs. Þetta verði gert til þess
að mönnum gefist ráðrúm til að
ræða málið og mynda sér skoðan-
ir um það áður en Alþingi
afgreiðir grunnskólalög, því hér
sé um að ræða starfsgrundvöll
kennara og nemenda um langa
framtíð. ET
son, sóknarprestur á Akureyri, af
þessu tilefni.
„Við teljum að það gangi ekki
lengur að prestar séu eina stéttin
í þjóðfélaginu þar sem starfs-
reynsla og menntun eru ekki
viðurkenndar sérstaklega. Þá er
það mjög dýrt fyrir prestana og
fjölskyldur þeirra að kynna sig
fyrir kjósendum og raunar er það
sáralítil kynning að messa eina
messu. Það getur líka valdið
klofningi í söfnuðum þegar
flokkadrættir verða um einstaka
skilningi byggð og orð mín eru
þar mistúlkuð. Ég tók það ein-
mitt skýrt fram að málið væri
ekki orðið að lögreglumáli.“
Þessi ummæli eru höfð eftir
Þresti Brynjólfssyni yfirlög-
regluþjóni á Húsavík í Víkur-
blaðinu á miðvikudaginn.
Umrædd frétt Dags fjallaði um
hestahvarfið í Öxarfirði og var
þar fullyrt að lögreglunni á Húsa-
vík hefði borist beiðni um að
rannsaka hvarf hestanna sjö sem
hurfu frá Þverá um miðjan janú-
ar. Jafnframt að Þröstur Brynj-
ólfsson hefði staðfest að rann-
sóknarbeiðni lægi fyrir en málið
væri á algeru byrjunarstigi.
Vegna ummæla Þrastar í Vík-
urblaðinu er rétt að fram komi,
orðrétt, viðskipti blaðamanns við
yfirlögregluþjóninn. Þau voru á
Veturinn er sá tími sem hótel
og aðrir slíkir staðir tengdir
ferðamannaþjónustu, nota
helst til framkvæmda eins og
breytinga á húsnæði o.þ.h..
Um þessar mundir standa yfír
miklar breytingar á Hótel
Blönduósi.
Þar hafa verið rifnir niður
veggir, og nýir reistir. Komin eru
böð þar sem engin voru fyrir o.fl.
Eftir breytinguna verða herberg-
in 18 á Hótel Blönduós- í stað 22
og þar af 11 með baði í stað 5
áður. Þá er einnig unnið að því
að setja upp tvo sturtuklefa fyrir
þau herbergi sem ekki eru með
umsækjendur.
Ég vona að þetta frumvarp
verði samþykkt og breytingar
sem kirkjuþing og prestastefnur
hafa barist fyrir í áratugi nái nú
fram að ganga. Þetta mál hefur
verið til umræðu meðal presta í
langan tíma og menn hafa fundið
marga galla við núverandi kerfi,
t.d. að það er ekkert lýðræði að
kjósa menn ævilangt í sama emb-
,ættið,“ sagði séra Vigfús Þór
Árnason, prestur á Siglufirði.
þessa leið:
Blm: „Hefur borist kæra eða
beiðni um rannsókn á hestahvarf-
inu á Þverá?“
Þröstur: „Það hefur borist
beiðni um rannsókn, já.“
Blm: „Gefurðu upp frá
hverjum?"
Þröstur: „Nei, ekki að svo
stöddu og málið er á algeru
frumstigi hjá okkur. Það er ekki
búið að taka það sem við köllum
byrjunarskýrslu eða frumskýrslu,
vegna þess að maðurinn sem þarf
að gefa hana er ekki tiltækur eins
og er. Þannig að málið er semsagt
á algeru byrjunarstigi."
Augljóst er af þessum orða-
skiptum að lögreglan var beðin
að rannsaka hestahvarfið og þar
með er það orðið lögreglumál.
Hér er ekki um misskilning að
ræða. Ritstj.fltr.
baði, í stað eins baðkars sem var
áður.
Búist er við að framkvæmdum
ljúki um 20. mars og er áætlaður
kostnaður á þriðju milljón, en þó
er búist við að á því geti orðið
nokkur breyting þar sem keypt
verða ný húsgögn í þau herbergi
sem verið er að breyta. Umsjón
með verkinu hefur Einar Even-
sen.
Að sögn Bessa H. Þorsteins-
sonar hótelstjóra hefur verið
nokkuð gott að gera síðan um
miðjan janúar og t.d. hafa þau
herbergi sem ekki er verið að
vinna við, verið nokkuð mikið í
útleigu. G.Kr.
EHB
Fréttin var ekki á
misskilningi byggð
- Athugasemd vegna ummæla í
Víkurblaðinu á Húsavík
„Þessi frétt í Degi er á mis'
Bessi hótelstjóri á tali við einn þeirra sem vinna að breytingunum, í einu
herbergjanna sem verið er að breyta.
Breytingar á
Hótel Blönduósi