Dagur - 13.03.1987, Page 5
13. mars 1987 - DAGUR - 5
„ Þetta fólk er svo
innilega þakklátt"
- segir Gunnlaugur Björnsson, formaður undirbúnings-
nefndar Hængsmótsins sem haldið verður á morgun
Á morgun verður svokallað
Hængsmót haldið í íþróttahöll-
inni á Akureyri á vegum Lions-
klúbbsins Hængs og íþróttafé-
lags fatlaðra á Ákureyri. Mótið
hefst klukkan níu um morgun-
inn og stendur allan daginn.
Formaður undirbúningsnefndar
klúbbsins er Gunnlaugur
Björnsson og því er hann á lín-
unni í dag.
- Komdu sæll Gunnlaugur.
- Já blessaður.
- Hvað á Hængsmótið sér
langa sögu?
- Hængsmótið var fyrst hald-
ið árið 1983 og hefur verið hald-
ið síðan ef undan er skilið árið
1985 þegar það féll eiginlega
saman við fslandsmót fatlaðra
sem við sáum um framkvæmd á.
Þetta er því í fimmta skipti sem
mótið er haldið má segja.
Formaður ÍFA var formaður í
Lions-klúbbnum Hæng og var á
sínum tíma beðinn um að sjá
um framkvæmd móts fyrir fatl-
aða. Hann kom með þessa hug-
mynd á fund til okkar og þar
sem í klúbbnum eru margir fyrr-
verandi og núverandi íþrótta-
menn þá höfðaði þetta til okkar
og við slógum til.
- Er mótið eingöngu ætlað
fötluðum ?
- Nei þetta er í rauninni opið
mót þannig að það er öllum
heimil þátttaka. Þátttökubeiðnir
eru hins vegar aðeins sendar út
til fatlaðra og yfirleitt hafa það
ekki verið aðrir ófatlaðir en
aðstandendur sem tekið hafa
þátt í mótinu.
- Hvað verða margir kepp-
endur á mótinu á morgun?
- Keppendur á morgun verða
103 og þetta er í fyrsta skipti
sem þeir verða fleiri en
hundrað. Þess má þá líka geta
að á fyrsta mótinu voru 50 kepp-
endur. Þeir eru víðs vegar af
landinu frá átta íþróttafélögum
fatlaðra.
Um 40 keppendur eru frá ÍFA
en síðan eru keppendur frá
Reykjavík, Kópavogi, Seyðis-
firði, Sólheimum og víðar að.
- Er þetta kannski með stærri
mótum af þessu tagi sem haldin
eru á landinu?
- Hængsmótið hefur alla tíð
verið nijög vinsælt mót og fyrir
utan íslandsmót er þetta lang-
stærsta mót sinnar tegundar á
landinu. Reyndar slagar það
upp í íslandsmótið.
- I hvaða greinum er keppt á
mótinu?
- Það er keppt í fjórum
greinum og, þær hafa verið
alveg frá upphafi. Þetta eru
boccia, bekkpressa, borðtennis
og bogfimi. Boccia er lang-
vinsælasta keppnisgreinin og í
þessum skemmtilega leik taka til
dæmis allir þroskaheftir þátt. Ég
held að ég muni það rétt að á
rnorgun verði spilaðir 169 leikir
í boccia á 12 völlurn. Borðtennis
er líka mjög vinsællt og þar
verða spilaðir um 40 leikir á 10
borðum.
- Ef ég man rétt Gunnlaugur
þá var hinn landsfrægi Reynir
Pétur heiðursgestur á mótinu í
fyrra. Verður einhver gestur á
mótinu á morgun?
- Já gestur mótsins verður
enginn annar en sterkasti maður
f heimi, Jón Páll Sigmarsson.
Davíð Scheving vinnuveitandi
Jóns var okkur mjög innan
handar og ætlar til dæmis að
gefa okkur 500 Svalafernur
handa keppendum. Nú svo mun
Jón Páll að sjálfsögðu gera ein-
hverjar gloríur eins og að
sprengja hitapoka. Það getur
líka vel verið að við látum hann
reyna sig við hjólastólinn.
- Er ekki gífurleg vinna í
kringum svona stórt mót?
- Jú það er það svo sannar-
lega enda má segja að þetta sé
stærsta, og jafnframt vinsælasta
verkefni Lionsklúbbsins. Við
félagarnir sjáum ásanit konum
okkar að mestu um dómgæsluna
nema í lyftingunum en þar hafa
félagar úr Lyftingaráði Akur-
eyrar verið okkur rnjög hjálp-
legir. Mótsstjóri er svo Magnús
Ólafsson sjúkraþjálfari og hefur
verið það frá upphafi og sömu
sögu er að segja um Þröst Guð-
jónsson yfirdómara.
Nú auk vinnunnar við sjálft
mótið þá er talsvert mál að finna
gistingu handa öllu því aðkomu-
fólki sem hér verður. í því hafa
skólar og félög verið okkur inn-
an handar. Einnig sjáum við um
að útvega mat fyrir keppendur
og nreð það höfum við átt mjög
góð viðskipti við Bautann.
- Hafa einhver fyrirtæki önn-
ur en Sól hf. styrkt ykkur við
mótshaldið?
- Já svo sannarlega. í fyrsta
skipti var nú leitað til fyrirtækja
um að gefa verðlaunapeninga á
mótinu og þar kom Sporthúsið
til sögunnar. Þeir gefa alla verð-
launapeninga sem veittir eru en
að auki er stigahæsta félaga ÍFA
veittur Hængsbikarinn sem er
farandbikar. Eins og venjulega
eru veittir peningar fyrir þrjú
efstu sætin en í boccia veitum
við ennfremur fjórðu, fimmtu
og sjöttu verðlaun.
Það er gífurlega stór stund í
lífi þroskaheftra eins og annarra
að fá verðlaun á svona móti og
þarna verður maður var við ein-
hverja þá mestu gleði sem mað-
ur getur séð. Við félagarnir
fáum sjálfir mjög mikið út úr því
að starfa að þessu því að þetta
fólk er svo innilega þakklátt.
- Eitthvað að lokum Gunn-
laugur?
- Ég vil bara vona að þetta
gangi vel sem fyrr og einnig vil
ég nota tækifærið til að korna á
framfæri þakklæti til þeirra sem
veitt hafa okkur ómetanlegan
stuðning við undirbúninginn.
- Pakka þér fyrir Gunnlaugur
og gangi ykkur vel.
- Þakka þér sömuleiðis.
Blessaður.
- Blessaður. ET
'ÚNSSKALAR
Púnsboilar og ausa úr munnbiásnu
Hvítvínsglös - Ölglös - Sherryglös
- Portvínsglös - Snapsglös o.fl.
ií)
ií
l
KOMPAN
SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI 96 25917
vrsA
Saurbæjarhreppur
Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. apríl
1987 liggur frammi í Torfufelli og Hleiöargaröi frá 13.
mars til 9. apríl 1987.
Kærufrestur rennur út 6. apríl 1987. Oddviti.
Orðsending frá
Lífeyrissjóði
verslunarmanna
Lífeyrissjóöur verslunarmanna sendi í mars yfirlit til
allra sjóðfélaga um greiöslur til sjóösins þeirra vegna
á síðasta ári, 1986.
Yfirlit þessi voru send á heimilisföng, sem sjóöfélag-
ar höföu 1. desember 1986 samkvæmt þjóöskrá.
Þeir sjóöfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit, en hafa
athugasemdir fram aö færa, svo og þeir sjóðfélagar,
sem telja sig hafa greitt til sjóösins á síðasta ári en
ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um aö hafa
samband viö viðkomandi vinnuveitanda eöa skrif-
stofu sjóösins.
Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Foreldrar fermingar-
barna athugið!
Tökum enn á móti pöntunum
fyrir fermingarveislur.
Bjóðum upp á tvær gerðir af köldum borðum.
Útvegum einnig snittur,
brauðtertur og rjómatertur.
Útvegum allan borðbúnað
og sjáum jafnvel um uppvaskið. . .
Hringið og fáið nánari upplýsingar
hjá veitingastjóra í síma 22200
Laugardagur 14. mars
Lokað vegna einkasamkvæmis
AKUREYRI