Dagur - 13.03.1987, Side 8

Dagur - 13.03.1987, Side 8
8 - DÁ'tílífFT- 13? rriars'3í 987' - frumsýning á laugardagskvöld persónum er hann kynntist í Berlín. Hann hélt lengi sambandi við konuna sem er fyrirmyndin að Sally Bowles og sjálfur er hann Clifford Bradshaw í verk- inu. Hann hélt líka sambandi við konuna sem leigði honum í Berlín. Sú kona birtist okkur sem frk. Schneider í söngleiknum. Isherwood fæddist árið 1904 og lést í fyrra. Söngleikurinn „Kabarett" var frumfluttur í New York árið 1966 og sló þá strax í gegn. Hróður verksins breiddist víða og '12 var gerð fræg kvikmynd eftir söng- leiknum þar sem Liza Minelli fór með hlutverk Sally Bowles. Pjóð- leikhúsið sýndi „Kabarett“ fyrir u.þ.b. 13 árum. Snúum okkur þá aftur að Leik- félagi Akureyrar og afmælisverk- efni þess. Það er Bríet Héðins- dóttir sem leikstýrir þessari upp- færslu en þýðingu texta annaðist Óskar Ingimarsson. Kenn Old- Lífið er Þá er stóra stundin runnin upp. Á laugardagskvöld frum- sýnir Leikfélag Akureyrar hinn víðfræga söngleik „Kabar- ett“ og er þetta um leið hátíð- arsýning í tilefni af 70 ára afmæli leikfélagsins 19. apríl. Að sýningu lokinni verður tímamótanna minnst með örstuttri athöfn. Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, mun heiðra frumsýningargesti með nærveru sinni. Söngleikurinn gerist í Berlín í kringum 1930, skömmu fyrir valdatöku nasista. Rithöfundur- inn Christopher Isherwood dvaldi einmitt í Berlín á árunum 1929-’33 og um þá dvöl skrifaði hann bækurnar „Norris skiptir um lest“ (’35) og „Berlín kvödd“ (’39), en upp úr þeirri bók skrif- aði John Van Druten leikritið „I’m a camera." Söngleikurinn ,.Kabarett“ byggir síðan á sögu Isherwoods og leikgerð Van Drutens. Höfundur handrits er Joe Masteroff, söngtextar eru eftir Fred Ebb og tónlistina samdi John Kander. Isherwood byggir sögu sína á Söngleikurinn gerist í Berlín kringum 1930. Dansinn stiginn Guðjón Pedersen í hlutverki siðameistarans. Myndir: RÞB field samdi dans, Karl Aspelund leikmynd og búninga, hljóm- sveitarstjóri er Roar Kvam og lýsingu annast Ingvar Björnsson. Fjöldi manns stendur að þessari sýningu og vonlaust að gera öll- um skil hér. Með helstu hlutverk fara: Guðjón Pedersen (siðameistar- inn), Einar Jón Briem (Clifford Bradshaw), Ása Hlín Svavars- dóttir (Sally Bowles), Soffía Jak- obsdóttir (frk. Schneider), Þrá- inn Karlsson (Rudolf Schultz), Gestur E. Jónasson (Ernest Ludwig), lnga Hildur Haralds- dóttir (frk. Kost) og Skúli Gauta- son (tollvörður). Að auki koma við sögu Kitt- Katt stelpurnar, þjónar, sjóliðar, gestir á Kitt-Katt klúbbnum og Max. Hljómsveitin skipar líka veglegan sess í söngleiknum. En sjón er sögu ríkari og lífið er Kabarett. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.