Dagur - 13.03.1987, Side 13
13. 'maÝsJ!í987 - DAGUR - 1'3
Nú er ég bæði ær og örvita
Góðan dag, ágætu lesendur. Sér-
staklega vil ég bjóða nýja lesend-
ur velkomna í hópinn. Nokkuð
hefur verið spurst fyrir um mig en
ég vil enn sem komið er ekki gefa
neinar persónulegar upplýsingar
umfram þær sem stundum koma
fram í pistlum mínum. Fólk getur
síðan dundað sér við það að lesa
út úr skriftinni eins og Kærí póst-
ur þarf iðulega að gera í Vikunni.
Þetta gæti reynst ykkur erfitt þar
sem ég nota tölvutækni og beiti
mismunandi letri til að villa um
fyrir forvitnum. Að vísu kemur
þetta allt eins út í blaðinu en til
fróðleiks má geta þes að þetta er
skrifað á Amstrad PCW 8256 án
þess þó að ég sé nokkuð að aug-
lýsa þann grip frekar. Nei, þið
megið ekki halda að fátækt og
misskilið skáld á framfæri hins
opinbera hafi getað keypt sér
tölvu rétt si sona. Hins vegar eru
andans menn mér innan handar
og vilja allt til þess vinna að ég fái
að blómstra sem aldregi fyrr. En
nóg um mig að sinni.
Eg vil byrja á því að taka það
fram að nú er ég bæði ær og
örvita. Kannski engin nýlunda en
ástæðan er ný af nálinni. Hingað
til hef ég haft gaman af börnum
og jafnvel þolað einstaka ungl-
inga. Þá er ég yndi allra sem los-
að hafa sextugt og er það
gagnkvæmt. Þetta hefur ekkert
breyst. Hins vegar slitna alltaf
einhverjar taugar í líkama mín-
um þegar ég reyni að umgangast
börn á grunnskólaaidri. Maður
lifandi, hvílík frekja og ókurteisi
Hallfreður Örgumleiðason:
sem þau auðsýna mér, virðuleg-
um betri borgara þó vissulega
beri ég það ekki utan á mér. Mér
er nær að halda að einhver stökk-
breytng hafi átt sér stað í genun-
um og hormónastarfsemi hafi
gengið úr skorðum við fram-
leiðslu barna undanfarin ár sem
blossar svo upp þegar börnin
komast í grunnskóla.
Ég þykist vita að hæstvirtur
menntamálaráðherra hafi
skýringar á reiðum höndum.
Hann telur að sálfræðingar finni
upp ódæl börn til að þjóna sínum
eigin hagsmunum og eftir því
sem sálfræðingum fjölgar verður
eftirspurnin meiri eftir erfiðum
og tregum börnum. Sverrir held-
ur að þá geri sálfræðingamafían
menn út af örkinni til að leita og
jafnvel búa til erfið börn þannig.að
þeir fái nægan starfa. Sjáið þetta
bara fyrir ykkur. Herdeildir af
sálfræðingum (sjálfsagt allt
kommúnistar) þefandi um öll hús
og slæðandi sveitirnar í von um
að rekast á börn sem ekki sitja
við skrifborð sitt þyljandi upp úr
Hávamálum. Síðan eru þau börn
sem ekki geta tuldrað utanbókar
Einræður Starkaðar boðuð í við-
tal og þar með hefst vítahringur-
•inn. Nei þetta er ekki svona ein-
falt félagi hæstvirtur. Pað er ekki
sálfræðingunum að kenna að
börnin eru öðruvísi í dag en þau
voru fyrir 20 árum.
Til eru ýmsar félagslegar
skýringar á framferði barna í
dag. Móðirin vinnur úti, móðirin
vinnur ekki úti, móðirin er ein-
stæð, barnið er á dagheimili,
barnið er ekki á dagheimili, fað-
irinn vinnur lengi, faðirinn vinn-
ur ekkert, faðirinn er enginn,
fjölskyldan býr í þéttbýli, fjöl-
skyldan er einangruð í strjálbýli,
barnið hefur tregar hægðir, barn-
ið hefur ríkulegar hægðir (þetta
er kannski ekki félagsleg
skýring), barnið horfir á
myndbönd, barnið horfir ekki
nóg á sjónvarp, og svona mætti
lengi telja. Allt á þetta að hafa
slæm áhrif á blessað barnið.
Ég ætla ekki að tína til uppeld-
islegar skýringar núna og reyndar
ætla ég ekki að koma með neinar
skýringar. Ég ætla aðeins að
segja ykkur frá atburði sem ég
varð vitni að um daginn. Þrír
bísperrtir slánar, sjálfsagt tæpra
11 vetra voru að rífast við kven-
persónu á svipuð reki. Sá stærsti
og feitasti, greinilega ofdekrað-
ur, sagði hreykinn við stúlkuna:
„Pabbi minn heitir . . .bíííb. . .
og vinnur hjá . . .bíííb. . . Hann
ræður sko öllu. Hann er líka
sjálfstæðismaður.“ Stelpan ullaði
bara framan í hann og sagðist
gefa skít í sjálfstæðismenn. Pá
tók annar drengur til máls, búra-
legur í lopapeysu og með hendur
fyrir aftan bak. Vaggandi lagði
hann sitt til málanna: „Pabbi
minn er . . .bfííb. . . og er með
tvö hundruð ær á fóðrum. Hann
er framsóknarmaður. Stelpan ull-
aði engu minna og jarmaði af
fyrirlitningu. Þá tók sá rýrasti af
strákunum til rnáls: „Pabbi minn
er . . bíííb. . . Hann er bara
skáld og á ekkert nema bækur.“
Stelpan náfölnaði og tók síðan til
fótanna með jramsóknar- og
sjálfstæðismannasynina á eftir
sér. 1 gegnum skelfingarópin
mátt greina þetta: „Og hann á
ekki einu sinni vídeó!"
Það var ekki niðurstaða þess-
ara umræðna sem hrelldi mig
hvað mest heldur það að stálpuö
börnin voru að metast um það
sem ég var löngu búinn að ganga
í gegnum áður en ég komst í
grunnskóla Nefnilega feður
sína. Það er eitthvað bogið við
börnin í dag. Bless.
„Aldrei er friður"
á Hvammstanga
Leikfélag Hvammstanga frum-
sýndi leikritið Aldrei er friður,
eftir Andrés Indriðason fyrir
skömmu. Leikendur eru þrett-
án og leikstjóri er Magnús
Guðmundsson.
Leikritið er fjölskylduleikrit í
gamansömum dúr en þó er nokk-
ur ádeila í því á uppalendur og
fleiri þætti daglegrar hegðunar
fólks. Leikritið fer fram á heimili
hjónanna Guðrúnar og Haraldar
og barna þeirra Jóns og Þórunn-
ar. Foreldrar Guðrúnar koma
mikið við sögu og verður ekki
sagt að Haraldi sé sérlega hlýtt til
tengdamóður sinnar enda kerl-
ingin frekar þreytandi. Hún yfir-
gengur karl sinn sem virðist sætta
sig við orðinn hlut enda þótt
greinilega sé nokkur strákur eftir
í honum fái hann færi til.
Þá koma við sögu nágrannar
þeirra Guörúnar og Haraldar
sem varla myndu nú teljast til
uppáhalds granna held ég, með
alla sína afskiptasemi og ábend-
ingar, sonur þeirra er nokkurs
konar heimagangur þarsemhann
er vinur Jóns, og fer ekki var-
hluta af nöldrinu sem beint e,r að
þeim. Dóttirin á heimilinu hefur
fundið sér greni til að felast í, en
það er fataskápurinn þar sem hún
dvelur langtímum saman ásamt
símanum á heimilinu. Að lokum
ntá geta prestshjónanna sem
koma þegar á að skíra yngsta
barnið á heimilinu. Skírnin tekst
að lokum en ekki er vitað hvort
barnið hlaut rétta nafnið að lok-
um þar sem margt varð til að
trufla athöfnina áður en yfir lauk.
Að mati undirritaðs stóðu
leikarar sig vel og aðeins vaknaði
ein spurning varðandi leikinn.
Það er hvort sunt atriði hans
mættu ekki vera hraðari. En
leikritið er skemmtilegt og full
ástæða til að hvetja fólk til að
drífa sig í leikhús. Auk sýninga á
Hvammstanga var leikritið sýnt í
Búðardal á sunnudag, og verður
sýnt á Skagaströnd þann 14. ntars
og á Blönduósi í lok mars. Leik-
félag Hvammstanga var stofnað
1969 og hefur aðeins fallið niður
sýning eitt ár en tvö verk voru
sett upp annað ár, svo alls hefur
leikfélagið sýnt 18 verk auk
smærri sýninga og skemmtiatriða
við ýms tækifæri. G.Kr.
Freyvangsleikhúsið
auglýsir:
Láttu ekki
deígan síga
Guðmundur
Syningar:
Laugard. 14. mars kl. 20.30.
Sunnud. 15. mars
kl. 20.30. Uppselt.
Vegna mikillar aðsóknar
vinsamlegast pantið miða.
Miöapantanir í síma 24936.
Ath. Hópafsláttur.
Freyvangsleikhúsið.
DOUpHN
skrifstofustólar
eru þýskir gæðastólar
Þá minnum við á eldhúsborð
og stóia, og fataskápa í úrvali
Hrísalundi 5, kjallara.