Dagur - 13.03.1987, Blaðsíða 15
13. mars 1987 - DAGUR - 15
„í Skálholts-
skóla eru aldrei
tekin próf"
- Olgeir Marinósson, nemandi
á fjölmiðlabraut Lýðháskólans
í Skálholti tekinn tali
Olgeir Marinósson heitir 17
ára strákur frá Akureyri. Nú
eftir áramótin hóf hann nám á
fjölmiðlabraut við Lýðháskól-
ann í Skálholti. Var Olgeir
beðinn um að segja frá skólan-
um og hvers vegna hann hefði
farið þangað.
„Eins og nafnið gefur til kynna
er Skálholtsskóli lýðháskóli en
það form er mjög frjálst og
nemendur ráða nánast hvað þeir
læra. Það eru aldrei tekin próf en
nemendur þurfa að skila verkefn-
um og síðan er metið eftir þeim.
Að námi loknu, sem er einn
vetur, eru nemendum gefin með-
mæli en þeir fá engin réttindi út á
þetta nám. í skólanum eru tvær
námsbrautir, myndlistabraut og
fjölmiðlabraut. Eg er á fjölmiðia-
braut. Á fjölmiðlabraut er fjöl-
miðlafræði eina skyldunáms-
greinin.
Inntökuskilyrði eru engin
nema að maður verður að vera 18
ára, ég verð það á árinu. Núna
eru 15 nemendur í skólanum á
aldrinum 18-22ja ára en hann er
ekki fullskipaður, það er pláss
fyrir fimm nemendur í viðbót.
Ástæðan fyrir því að ég fór í
skólann er sú að ég vissi ekki
hvað mig langaði til að gera svo
að þessi skóli var ágæt lausn fyrir
mig þar sem ég hef mikinn áhuga
á ljósmyndun.
- Hvernig er vinnuaðstaða fyr-
ir nemendur í skólanum?
„Hún er ágæt. Þar sem flestir
nemendur á fjölmiðlabraut hafa
áhuga á ljósmyndun er aðstaðan
fyrir ljósmyndun best. Kvenna-
klósettinu, sem var ekkert notað,
var breytt í myrkrakompu og við
höfum líka studio fyrir mynda-
tökur. Tækin eru öll ný og mjög
góð. Nemendur á myndlista-
brautinni hafa líka vinnustudio
fyrir sig. Aðstaða fyrir blaða-
mennsku er aftur á móti léleg,
t.d. er bara ein ritvél sem við get-
um notað en nú ætti aðstaðan að
fara að batna því við erum loks-
ins að fá prentara á tölvuna
okkar.“
- Hvernig er verkefnum
háttað?
„Við skilum einu verkefni á
viku og ef ég nefni dæmi þá átti
ég að skila verkefni um daginn
sem fólst í því að stæla fræga ljós-
mynd og vinna allt sjálfur. Mynd-
inni skilaði ég svo ljósmynda-
kennaranum í þeirri stærð sem
hann vildi fá.“
- Hvernig er leyfum háttað og
hvað er gert í skólanum um
helgar?
„Helgarleyfi eru aðra hvora
helgi en þegar við erum í skólan-
um um helgar eru fengnir fyrir-
lesarar eða fólk kemur og heldur
námskeið um eitthvað í sam-
bandi við fjölmiðlafræði eða
myndlist. Meðal annarra hafa
komið Páll Stefánsson ljósmynd-
ari og Atli Rúnar Halldórsson
hjá Ríkisútvarpinu. Það var mjög
skemmtilegt og fræðandi.“
- Hvað ætlar þú að gera þegar
námi lýkur í Skálholti?
„Ég stefni á að halda áfram í
ljósmyndun, mig langar mest að
fara til Bandaríkjanna að læra
ljósmyndun þar en það er ekki
alvee ákveðið ennþá.“
Unnið nf Ingu Völu Jónsdóttur
í vettvangskönnun.
Nú fyrir skömmu leit ég hrærður í
huga pop-annál í erlendu blaöi.
Þar voru helstu viðburðir liðins
árs raktir í máli og myndum. Það
er að segja, hvaö voru Duran
Duran eða Wham að gera eða
ekki gera árið 1986. Ja, sosum
komust Madonna og Five-star
líka á blað en ofangreindar
hljómsveitir virtust ráða lögum og
lofum á lista yfir viðburði ársins.
Ein hljómsveit önnur var mikið
áberandi. Sú var hin norskætt-
aða A-Ha. Sú hljómsveit á nú
líka skilið að komast á blað þó
ekki væri nema fyrir eitt besta lag
síðari ára Hunting High and low,
og stórgott myndband með því.
Nú, það sem að lokum greip
athygli mína var viðtal við söngv-
ara hljómsveitarinnar. Sá er tal-
inn (og líklega meira en talinn)
vekja losta ungmeyja betur en
nokkur af þeim söngvurum sem
annars trylla smámeyjar. Til
dæmis hafa önnur eins eggja-
hljóð ekki heyrst á tónleikum hjá
A-Ha, síðan Bítlar hrisstu hártoppa
í den og sungu je je. Viðtalið við
manninn hefst með mjög svo
„ligeud“ spurningu um kynferðis-
líf stjörnunnar.
- Hvernig er það Marteinn,
langar þig að safna um þig litlum
Marteinum?
- Og véfréttin mælti: Já, víst
er það fýsilegur kostur. í þessum
bransa þarfnast maður einhvers
konar stöðugleika, sem maður
fær kynnst á ágætis hátt í gegn-
um familíuna. Þessi velgengni
hefur fært mér heim sanninn um
að ekkert er mér meira virði en
fjölskyldan. Hún er mér meira
virði en ferillinn. Ég gæti auð-
veldlega hætt þessu öllu saman
á morgun, án þess aö líta trega-
blandinn um öxl.
- Helduröu ekki aö egóið
myndi kveinka sér? (Ég ber enga
ábyrgð á þessari félagslega orð-
uðu spurningu.)
- Svar um hæl. Nei, ekki hjá
mér. Þaö er nefnilega þannig
með mig, að það sem skiptir máli
er tónlistin. Frægðin og auðæfin
veita mér einungis tækifæri til að
stunda hana. Frægðin hefur ekki
breytt mér. Auðvitað er þetta
hálfgerð klisja, en svona er þetta
nú samt.
- Ertu þreyttur á öskrunum?
- Nei. Svona tónleikar eru
nokkurs konar hringleikahús.
Stundum heyrum við í okkur
sjálfum þegar við spilum, stund-
um ekki. Fólk hefur svo gaman af
þessu svo við höfum það bara
Jíka.
- Eruð þið sestir að í Breta-
veldi?
- Oneeeei. Við eigum allir
íbúðir í London, en við höfum
aldrei tíma til að nota þær.
- Hvernig leist þér á Banda-
ríkin?
- Mér fannst þetta dulítið
fyndið allt saman. Bandaríkja-
menn eru eiginlega á leiðinni í
hundana. Fjölskyldan hjá þeim er
að leysast upp. Þetta er fólk sem
er þúiö að tapa áttunum. Banda-
ríkin standa ekki lengur fyrir frelsi
einstaklingsins, þar sem heiðar-
leg samkeppni ríkir manna í
millum. Það liggur örmjó lína milli
metnaðar og græðgi, þeir hafa
skipt yfir í græðgina.
- Hvar ert þú í pólitíkinni?
- Ég er líklega nokkurs konar
sósíalisti að eðlisfari. Það þýðir
að mér finnst að hver maður eigi
rétt á sams konar tækifærum og
allri þeirri hjálp sem hann þarf til
að veröa hamingjusamur ein-
staklingur. Ég held samt líka að
Thatcher sé holl ykkur Bretum.
Hún stendur yfir ykkur með þann
písk sem ykkur er svo nauðsyn-
legur, þið eruð þess konar þjóð.
Þetta er eins og hjá herdeild í
stríði. Ef enginn hershöfðingi er
til staðar að segja ykkur að búa
um rúmið og bursta tennurnar þá
bitnar það á móralnum og
andanum, hvort sem þetta eru
merkilegir hlutir eður ei. Þannig
held ég að þig hafið gott af Mar-
gréti kerlingunni, hvort sem ég er
hrifinn af manneskjunni eður ei.
- Þetta eru ekki þær skoðanir
sem eru í tísku núna, eða hvað?
- Það veit ég gjörla. Það er
kannski þess vegna sem ég er
að bera þær á torg. Ég hef aldrei
getað fellt mig við aö hafa sömu
skoðanir og allir aðrir - það er
svo mikill heilaþvottur.
- Hefur frægðin alls ekkert
breytt Morten Harket?
- Það vona ég ekki. Þegar ég
hef kynnst þessu sem kallað er
frægð veit ég nefnilega að hún er
ekki neitt neitt. Hugmyndir
almennings eru byggðar á því
sem fjölmiðlar hafa dælt í hann.
Þeir sem mest græða eru fjöl-
miðlarnir sjálfir. Þetta er tilbúið
dýrö.
- Þá er þessu viðtali lokið.
Einhvern veginn fannst mér alltaf
hér í den að söngvari A-Ha væri
kannski bara svona sætur gæi
sem ekkert hefði fyrir því að
hugsa um lífið og tilveruna. Ég
sé að ég verð að endurskoða þá
afstöðu mína allýtarlega í fram-
tíðinni og sei sei.
Umsjón: Sigurður Ingólfsson
0
0DDF6U1