Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. mars 1987 Bændur Erum að hefja sölu á 200 tonnum af 1. flokks MELTU með 13,5 % prótein innihaldi. Leggjum til 1000 1 ílát. Einnig til sölu fóðurlýsi á 30 1 brúsum á mjög góðu verði. Fóðurstödin S.Y.F. Dalvík, sími 61684. §Félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri Félagsfundur n.k. þriðjudag 17. mars kl. 20.30 að Strandgötu 9. Stjórnin. fr Vorum að taka upp þurrkuð blóm í fallegum litum. Sérlega falleg í páskaskreytingar. Hvítir blómapottar og pottahlífar. íetnman Glerárgötu 34 • Sími 96-23504 AKUREYRARÐÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 19. mars 1987 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnír Bergljót Ratnar og Sigríður Stefánsdóttir til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Hugsið vei um bílinn Látið stilla hjólin í hinni nýju fullkomnu hjólastill- ingatölvu okkar. Sparið bensín. Komið í veg fyrir dekkjaslit Varnið því að slit komi í stýrisgang og hjólalegur Aukið endingu bifreiðarinn- ar. Öll hjól bifreiðarinnar eru stillt undir bifreiðinni, sem tryggir rásfestu og rétt álag við mikinn hraða. Höldursf. Hvað segja efstu menn á listunum? „Reikna með að við fáum meira“ - segir Málmfríður Sigurðardóttir „Ég á von á því að fylgið reynist meira þegar fram í sækir. Ég reikna fastlega með því. Við höf- um ekki mikið farið af stað ennþá í kosningabaráttunni. Við eigum það eftir og förum að byrja á því og ég á von á því að þessar tölur geti breyst. Ég held ekki að fylgi okkar hafi rýrnað. Við höfum ekki haft okkur mikið í frammi á þessu kjörtímabili en ég reikna með að við fáum meira út úr kosningunum en þessar tölur sýna.“ SS „Ekki slæm niðurstaða" - segir Pétur Valdimarsson „Mér finnst þetta mjög gott því það er ekki búið að gefa út stefnuskrána. Blöðin hafa ekki séð ástæðu til þess að birta hana þótt við höfum sent þeim hana. Þannig að mér finnst það mjög fróðleg niðurstaða að Þjóðar- flokkurinn skuli fá yfir 3% og er ekkert hissa á því að það skuli ekki vera meira á meðan ekki hefur verið send út stefnuskrá og flokkurinn hefur því litla kynn- ingu hlotið. í ljósi þessa er þetta alls ekki slæm niðurstaða.“ SS „Óákveðnir ákveða sig á síðustu stund“ - segir Páll Bergsson (BJ). „Mér kemur þetta ekki á óvart því við höfum ekkert sýnt okkur ennþá. Ég er viss um að skoðana- kannanir hafa vissa annmarka, t.d. er ekkert vitað um afstöðu þeirra sem ekki svara o.s.frv. í þessari könnun eru ca. 15% aðspurðra í þessum hópi og því eru skekkjulíkurnar í samræmi við það hlutfall. Ég hef trú á því að stór hópur fólks ákveði sig rétt fyrir kosningar eða endurmeti afstöðu sína en það er alveg ljóst að stóru flokkarnir fjórir fá alls ekki meira fylgi en þarna kemur fram því í kringum þá er fast fylgi sem sveiflast ekki til. Við höfum ekki ákveðið endanlega hvort við förum yfirleitt fram hér í kjör- dæminu og sú ákvörðun verður ekki tekin fyrr en á síðustu stundu. Það er undir því komið hverjir yrðu á slíkum lista hvort við tökum eitthvað frá Alþýðu- flokknum.“ EHB Hvergi bangin - segir Ragnheiður Sigurðardóttir Flokki mannsins „Samkvæmt þessari skoðana- könnun hefur Flokkur mannsins meira fylgi en aðrar skoðana- kannanir hafa gefið til kynna. Þetta sýnir bara að um leið og við komumst inn í fjölmiðlana og fólk fær að heyra meira um okkur, þá eykst fylgið,“ sagði Ragnheiður Sigurðardóttir semskipar efsta sæti M-Iistans. „Ég geri ráð fyrir því að þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru og við fáum rúm í fjöl- miðlunum til jafns við aðra þá muni fylgi okkar aukast enn frekar. Við komumst í fréttir Sjónvarpsins vegna landsfundar okkar fyrir skömmu og það var í fyrsta sinn í tvö ár sem á okkur var minnst á þeim vettvangi. Mér sýnist árangurinn vera að koma í ljós nú. Við erum því hvergi bangin og höldum ótrauð áfram á þeirri braut sem við höfum þegar markað,“ sagði Ragnheiður. BB. „Reynum til þrautar að selja“ —segir Hafsteinn Hafsteinsson skiptastjóri þrotabús KSÞ „Það er verið að kanna sölu á eignum KSÞ á Svalbarðseyri og ýmsir aðilar eru að hugsa málin. Þó hefur ekki verið samið um neitt ennþá,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson, lög- fræðingur og skiptastjóri þrotabús KSÞ, en þessa dag- ana eru fasteignir félagsins auglýstar til sölu. Að sögn Hafsteins eru mál KSÞ farin að skýrast verutega en þó hafa ekki öll kurl komið tii grafar enn. Aðspurður sagði Hafsteinn að það væri skylda skiptastjóra að kæra saknæmt atferli ef slíkt kæmi í ljós við rannsókn á málum búsins. Aðalatriðið væri að reynt yrði til þrautar að selja eignirnar áður en til uppboðs kæmi en sam- þykki stærstu kröfu- og veðhafa þyrfti að vera fyrir hendi áður en tilboð í eignirnar væru samþykkt. Þegar Hafsteinn var spurður að því hvort menn gætu búist við að fá eignir KSÞ keyptar á góð- um kjörum sagði hann: „Það verður ábyggilega reynt til þraut- ar að semja um yfirtöku lána o.fl. því það er eðlilegur framgangs- máti slíkra mála og allra hagur að tapið verði sem minnst. Ég er búinn að taka afstöðu til þeirra andmæla sem fram hafa komið af hálfu kröfuhafa varðandi einstak- ar kröfur en síðan mun skipta- ráðandi kveða upp endanlegan úrskurð." Ýmsir bændur, sem áttu inn- eignir hjá KSÞ, álíta þær nú tap- aðar og það sem verra er, þeir hafa greitt opinber gjöld af þeim. Gunnar Rafn Einarsson, skatt- stjóri Norðurlandsumdæmis eystra, sagði um þetta: „Það ligg- ur ekki fyrir opnberlega að þetta sé tapað fé þó allir viti það. Þegar það verður formlega staðfest eftir að skipti hafa farið fram á þrota- búinu að inneignirnar séu tapað- ar geta bændurnir fært þessar upphæðir til frádráttar opinber- um gjöldum.“ EHB SAMVINNU TRYGGINGAR Bifreiðaútboð Samvinnutryggingar g.t. Akureyri óska eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðir skemmdar eftir umferðaróhöpp. Cordía árg. 1983 Toyota Cressida st. árg. 1980 Daihatsu Charmant st. árg. 1979 Mazda 929 árg. 1977 Bifreiðarnar verða til sýnis miðvikudaginn 18. mars kl. 12.30 til 15.00 í nyrstu skemmu SÍS verksmiðj- anna Gleráreyrum Akureyri. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 19. mars 1987.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.