Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 12
Bifreiðaverkstœði
Onnumst allar
almennar bifreiðaviðgerðir
ÞÓföhftMAR HF.
Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700
Mývatnssveit:
Tvö ný hótel?
- „Landeigendur tefja okkur með málþófi,'
segir Pétur Snæbjörnsson sem vill
byggja hótel sem opna á 1. júlí.
„Það lítur út fyrir að landeig-
endur hafi stoppað þessa hug-
mynd með málþófi,“ sagði
Pétur Snæbjörnsson hótel-
stjóri á Húsavík. Hann ásamt
Leifi Hallgrímssyni í Mývatns-
sveit hefur farið fram á það við
landeigendafélagið að fá lóð
undir hótel, sem ætlunin var
að reisa á 3 mánuðum og opna
1. júlí í sumar.
„Við þurftum nauðsynlega að
Rætt um vanda hitaveitna.
Formlegt
tilboð
ekki borist
„Það er verið að ræða hug-
myndir sem komu fram á fund-
um með stjórnskipaðri nefnd
um vanda hitaveitna en ekkert
hefur verið ákveðið ennþá,“
sagði Sigurður J. Sigurðsson,
en hann fór til viðræðna við
nefndina í Keykjavík fyrir
hönd veitunefndar í síðustu
viku.
Að sögn Sigurðar er verið að
ræða um vanda hitaveitnanna á
Akranesi, í Vestmannaeyjum og
á Akureyri. Hitaveiturnar á þess-
um stöðum hafa ekki sett fram
neinar ákveðnar kröfur um
stuðning frá ríkissjóði og ríkis-
sjóður ekki heidur gert hitaveit-
unum neitt formlegt tilboð um
stuðning. Vonast er til að hægt
verði að lækka orkuverðið og að
hægt verði að greiða niður skuld-
ir veitnanna á eðlilegum líftíma
þeirra. Vissar hugmyndir hafa
verið kynntar af hálfu ríkisins til
að stuðla að lausn þessara mála
og nú er verið að ræða hvernig
skuii brugðist við þeim. EHB
fá þetta leyfi landeigenda til að
þoka málinu í gegnum kerfið fyr-
ir sumarið. En þar sem við höfum
ekki þetta leyfi, er ekkert hægt
að gera nema fara fram á að fá
land utan Reykjahlíðarsvæðisins
og er það mun erfiðari leið að
fara. Það bendir því allt til þess
að vilji heimamanna sé ekki fyrir
hendi um að svona nokkuð verði
gert. Það er því ljóst að landeig-
endur vilja ekki taka ákvörðun
og þar af leiðandi verður ekki
hægt að opna 1. júií eins og fyrir-
hugað var. En við gefumst ekki
upp,“ sagði Pétur.
Fyrirspurn hefur einnig borist
frá Eldá hf. í Mývatnssveit um
leyfi tii hótelbyggingar. Fram-
kvæmdastjóri Eldár er Jón
Illugason sem jafnframt er for-
maður landeigendafélagsins.
Hann sagði að málið væri á
frumstigi, en fyrirspurn hefði ver-
ið send hreppsnefnd fyrr í vetur.
„Við erum fyrst og fremst að
hugsa um að koma fyrirtækinu í
varanlegt húsnæði,“ sagði Jón.
Eldá er með ferðaþjónustu,
minjagripasölu og bókaverslun á
sínum snærum.
Á fundi sem haldinn var í land-
eigendafélaginu fyrir skömmu
kom fram að félagið gæti ekki
tekið skyndiákvörðun um úthlut-
un lands undir hótel. „Mín for-
mennska í félaginu og hugmyndir
unt byggingu hótels á vegum Eld-
ár koma ekkert við ákvörðun
landeigendafélagsins," sagði Jón.
Hugmyndir Péturs Snæbjörns-
sonar og Leifs Hallgrímssonar
voru að byggja hótel með 100
gistirúmum. Einnig á að vera
möguleiki að stækka það um
helming.
í Mývatnssveit eru nú 2 hótel
með samtals um 100 rúmum.
Nýtt skipulag fyrir Reykjahlíðar-
hverfi var samþykkt fyrir tæpu
ári, en þar eru engar lóðir áætlað-
ar undir hótel. gej-
Lögreglan hefur nú fengiö til rannsóknar skemmdarverk sem unnin hafa ver-
ið á vinnusvæöi SS Byggis við Hjallalund. Sjá frétt bls. 10. Mynd: Rl>B
STAK:
Samið til
þríggja ára
A föstudag var gengið frá
kjarasamningi milli Akureyr-
arbæjar og Starfsmannafélags
bæjarins. Samningurinn gildir
frá 1. janúar síðastliðnum og
síðan í Nú ár. I honum eru
fjögur svokölluð „rauð strik“ á
ári sem þýðir að fjórum sinn-
um á ári verður samningurinn
endurskoðaður með hliðsjón
af breytingum á vísitölu og
öðrum viðmiðunum.
Samningurinn er gerður tneð
hliðsjón af rammasamningi sem
sveitarfélögin og starfsmanna-
félög þeirra gengu frá í febrúar. í
honum eru síðan ýmis viðbót-
arákvæði sem varða starfsmenn
bæjarins.
Með hinum nýja samningi tek-
ur gildi nýtt launaflokkakerfi.
Gildandi starfsmat Akureyrar-
bæjar var þá tengt við hina nýju
launaflokkatöflu sveitarfélag-
anna.
í stað gamla kerfisins þar sem
þrjú þrep voru innan hvers launa-
flokks verður nú um að ræða
grunnröðun hvers starfsmanns í
flokk sem felur í sér átta þrep
sem starfsmaðurinn síðan gengur
í gegnum á átján árum. Einnig er
lífaldur tekinn með í dæmið.
Lágmarkslaun eftir eitt ár verða
28.472 krónur.
Samningurinn verður kynntur
fyrir hinurn 619 félögum STAK í
kvöld og atkvæðagreiðsla fer síð-
an fram á morgun og fimmtudag-
inn. ET
Kaupfélag Skagfirðinga:
Afkoman batnaöi um
44 millj. milli ára
Hagur Kaupfélags Skagfirð-
inga vænkaðist mjög á síðasta
Sættum okkur ekki
við neitt lakara
-segir Guðmundur Ó. Guðmundsson um samninga byggingamanna
,Þessi samningur rétt hangir í starf, 6% eftir þriggja ára starf og
því að geta talist viðunandi 15% flokksstjóraálagi. Lágmarks-
miðað við þá launaþróun sem
hefur orðið undanfarið. Menn
eru þó ósáttir við að hér var
verið að semja um lágmarks-
laun en síðan er það í raun
vinnumarkaðurinn sem á að
ákveða framhaldið,“ sagði
Guðmundur Ó. Guðmunds-
son, formaður Trésmiðafélags
Akureyrar, um nýundirritaða
kjarasamninga bygginga-
manna.
Að sögn Guðmundar byggir
þessi samningur á desember-
samningunum að viðbættri 3%
starfsaldurhækkun eftir eins árs
laun trésmiða eru kr. 36.200 á
mánuði og koma kauphækkanir
eftir starfsaldri þá ofan á þá tölu.
Þá verður skipuð nefnd til að
ræða um leiðréttingu ákvæðis-
taxta trésmiða sem vinna úti-
vinnu að vetrinum.
„Grunnkaupshækkun er nokk-
ur ef miðað er við gamla samn-
inginn en ef tillit er tekið til þess
sem hefur verið að gerast undan-
farna sex mánuði í launamálum
þá fékkst nokkur leiðrétting og
samræming í iaunamálum tré-
smiða. Það sem réði úrslitum
núna var það að búið var að
semja við önnur félög bygg-
ingamanna og þessi samningur er
alveg hliðstæður. Það eina sem er
umfram er það að ákvæði er í
samningnum um að skipuð verði
nefnd til að athuga hvernig
greiða beri úr launaskerðingu
trésmiða sem vinna úti að vetrin-
um. Þetta atriði hefur verið til
umræðu mörg undanfarin ár. Ég
held, að menn hefðu ekki sætt sig
við neitt lakara en það sem þessi
samningur felur í sér,“ sagði
Guðmundur að lokum.
Atkvæði verða greidd um kjara-
samninginn á félagsfundi í
Trésmiðafélaginu á miðvikudag-
inn kl. 17.30. EHB
ári. Þá varð 15,9 milljóna
rekstrarafgangur hjá félaginu í
stað tæplega 28 milljóna króna
halla ársins á undan. Bætt
afkoma félagsins milli ára
nemur því tæplega 44 milljón-
um. Þetta kom fram á aðal-
fundum félagsdeilda kaupfé-
lagsins sem haldnir voru
nýlega, sá síðasti hjá Sauðár-
króksdeild sl. fimmtudag.
Aðalástæðuna fyrir þessum
bata í rekstrinum telur Ólafur
Friðriksson kaupfélagsstjóri vera
fyrst og fremst stórbætt efnahags-
ástand í landinu samfara lækk-
andi verðbólgu. Nefndi hann og
skynsamlega kjarasamninga á
síðasta ári, lækkandi tilkostnað
s.s. vexti og hagstæð ytri skilyrði
eins og lækkun á olíuverði.
Heildarvelta félagsins á síðasta
ári var tæpar 1295 milljónir , sem
er 22% veltuauking frá árinu á
undan. Fastráðnir starfsmenn í
árslok voru 252. Heildarlauna-
greiðslur námu tæpum 145 millj-
ónum, jukust um 22,4% frá árinu
áður. Hag viðskiptamanna taldi
Ólafur allgóðan þrátt fyrir að
heildarskuldir þeirra hafi vaxið
um 36% á árinu, en viðmiðun við
árið á undan sagði hann ekki
raunhæfa þar sem þá hefðu
bændur fengið óvenju miklar
greiðslur síðari hluta ársins vegna
gildistöku nýju búvörulaganna.
Þá sagði hann fjármunamyndun
góða í rekstrinum á síðasta ári,
og eigið fé félagsins hafi aukist
talsvert umfram verðlagsþróun.
Fjárfestingar á árinu námu 37,2
miiljónum. Þar vegur stærst nýtt
skrifstofuhúsnæði félagsins í
aðalstöðvunum við Ártorg sem
tekið var í notkun á árinu og
einnig voru miklar breytingar og
endurbætur gerðar á kjörbúð við
Skagfirðingabraut. Afskriftir
námu 39,3 milljónum.
Á aðalfundum félagsdeilda
sem eru 14 á svæði Kaupfélags
Skagfirðinga eru kosnir fulltrúar
á aðalfund félagsins, sem í ár
verður haldinn miðvikudaginn
29. apríl. Þar eiga 60 fulltrúar
deildanna seturétt, þar af 22 úr
stærstu deildinni Sauðárkróks-
deild. Þá má nefna að aðalfundur
mjólkursamlagsins verður föstu-
daginn 3. apríl. -þá