Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 3
17. mars 1987 - DAGUR - 3 Hvað segja efstu menn á listunum? „íhaldið óbeint sett í öndvegi" - segir Guðmundur Bjarnason, efsti maður B-iista Við útreikning á niðurstöðum skoðanakönnunarinnar var stuðst við tilkynningu frá Hag- stofu íslands um kjósendur á kjörskrárstofni fyrir alþingis- kosningarnar 1987. Á kjörskrárstofni í Norður- landskjördæmi eystra eru alls 18.298 manns. Pegar frá eru dregnir þeir sem ekki verða orðn- ir 18 ára á kjördag 25. apríl og þeir sem áætlað er að látist fyrir þann tíma reiknar Hagstofan með að á raunverulegum kjör- skrárstofni séu 17.900 manns. Sé reiknað með 85% kosningaþátt- töku nú og svipuðu hlutfalli auðra og ógildra seðla og í síð- ustu kosningum verða gild atkvæði 14.869 talsins. Ef eingöngu eru teknir þeir sem afstöðu tóku í skoðanakönn- un Dags nú er útkoman þessi: „Skoðanakönnunin bendir til þess að þessi sundrungaröfl geta orðið til þess að Fram- sóknarflokkurinn missi það forystuhlutverk sem hann hef- ur haft í kjördæminu yfir til íhaldsins sem verði þar með stærsti flokkur kjördæmisins,“ sagði Guðmundur Bjarnason, efsti maður B-lista. „Smáflokkarnir taka til sín töluvert atkvæðismagn sem aug- ljóslega fellur dautt niður en hef- ur samt sem áður þau áhrif að veikja stöðu Framsóknarflokks- ins, þess flokks sem helst hefur haldið uppi merkjum lands- byggðar. Baráttan stendur greini- lega á milli annars manns okkar og Stefáns Valgeirssonar og það er ljóst að nái Stefán kjöri, hlýtur hann að fella Valgerði Sverris- dóttur. Þarna er mjótt á munum og þess vegna nauðsynlegt fyrir allt framsóknarfólk og aðra þá sem vilja gera veg landsbyggðar sem mestan, að leggja sig mjög fram við það að láta ekki þessa niðurstöðu verða niðurstöðu kosninganna. Þótt ólíklegt sé að Stefán nái kjöri, þá er fylgi hans nokkurí samkvæmt þessu, og þess vegna eru þeir sem veita Stefáni atkvæði sitt óbeint að setja íhald- ið í öndvegi í okkar kjördæmi. Ég trúi ekki öðru en að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það ver atkvæði sínu á þann hátt.“ BB. A-listi 16,9% = 2516 atkvæði. B-listi 20,6% = 3066 atkvæði. D-listi 25,3% = 3766 atkvæði. G-listi 18,2% = 2709 atkvæði. C-listi 0,3% = 45 atkvæði. J-listi 8,1% = 1205 atkvæði. M-listi 2,4% = 357 atkvæði. V-listi 4,7% = 699 atkvæði. Pjóðarfl. 3,5% = 506 atkvæði. Samkvæmt nýju kosninga- lögunum er við úthlutun þingsæta í 1. umferð fundin svokölluð kjördæmistala. Hún er fengin með því að deila þingsætafjöld- anum (7) upp í fjölda gildra atkvæða, þ.e. 14.869. Kjördæma- talan er því 2124. Það er sá fjöldi atkvæða sem er að baki hvers þingsætis. Þeir flokkar sem ná þessari tölu fá þingsæti í 1. umferð. D-listi er með mesta fylgið og fær því 1. þingmann „Við erum bjartsýn“ - segir Stefán Val- geirsson (J) Stefán Valgeirsson (Samtök jafnréttis og félagshyggju): „Við bíðum bara róleg eftir úrslitunum og erum jafn bjartsýn á sæmilega niðurstöðu á kjördegi sem áður. Við vitum af fólki, sem hefur haft samband við okkur og fylgir okkur að málum, sem svar- aði ekki spurningunum í þessari könnun enda voru sumar spurn- ingarnar þannig að þær komu í veg fyrir að þetta fólk svaraði.“ EHB kjördæmisins, B-listi 2. mann, G- listi 3. mann og A-listi 4. mann. í næstu umferð þurfa flokkarnir að ná % hlutum fyrrnefndrar kjör- dæmistölu til að vera inni í mynd- inni við úthlutun næstu þingsæta. Þeir þurfa sem sagt að hafa 1416 atkvæði á bak við sig. D-listi er sá eini sem nær þeirri tölu og fær því 5. þingmann kjördæmisins. J-listi og aðrir listar sem færri atkvæði fá samkvæmt skoðanakönnun- inni ná ekki grunntölunni og eru þvf ekki inni í myndinni við út- hlutun þingsæta. B-listi færþví 6. ntann, þar sem mest atkvæðaleif er hjá B-lista. G-listi er svo næst- ur í röðinni og er hugsanlega inni í myndinni varðandi 7. sætið sem er uppbótarþingsæti. Ómögulegt er þó að segja til um hvar það lendir, þar sem úrslit á landinu í heild ráða miklu þar um. BB. Halldór Blöndal D-lista: „Kemur mér ekki á óvart“ „Ég er mjög ánægöur yfir því aö Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa mest fylgi allra flokka í kjördæminu og kemur mér raunar ekki á óvart. Á hinn bóginn eru flokkarnir það margir að kannski var ekki við því að búast að við héldum alveg því fylgi sem við höfum haft á liðnum árum,“ sagði Halldór Blöndal, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. „Kosningaslagurinn er eftir og ég álít að þessi niðurstaða gefi góða vísbendingu um það að staða flokksins sé góð í kjördæm- inu og ég hef fullan hug á því að bæta hana enn frekar fram að kjördegi. Hvað útkomu annarra flokka varðar, er hún í samræmi við það sem maður gat látið sér detta í hug. Það vekur auðvitað athygli að Stefán Valgeirsson er með talsvert fylgi samkvæmt könnun- inni en á þó töluvert í land með að tryggja sig í sessi. Það er fyrst og fremst einkennandi hvað flokkarnir eru margir og búast má við að talsverð hreyfing verði á fylginu fram að kosningum.“ BB. „Mjög ánægður með þessa útkomu“ — segir Árni Gunnarsson Alþýðuflokki „Eg er mjög ánægður með þessa útkomu, sérstaklega með tilliti til þess að kosninga- baráttan er rétt að fara af stað hjá okkur,“ sagði Árni Gunn- arsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra í kom- andi alþingiskosningum. „Þetta er strax hærra hlutfall en flokkurinn hafði í kosningun- um 1983. Við munum nú heyja þessa orrustu á þann hátt sem við kunnum best og vonum að árang- urinn verði eftir því. Undirtektir hafa verið mjög góðar og við þurfum engu að kvíða,“ sagði Árni. Árni sagði að ef miðað væri við skoðanakönnun á landsvísu þá væru yfirgnæfandi líkur á því að flokkurinn næði uppbótarþing- sæti í kjördæminu og næði því tveimur mönnum. Að öðru leyti vildi Árni ekki spá um úrslit kosninganna eða hvort þau yrðu í samræmi við þessa könnun. ET „Erum lang- sterkust í baráttunni um sjöunda sætiö“ — segir Steingrímur Sig- fússon Alþýðubandalagi „Ég er heldur hress með þetta enda er okkur spáð meira fylgi en við fengum í síðustu kosn- ingum. Ekki síst er ég ánægður ef miðað er við það að Alþýöu- bandalagið hefur oft átt á brattann að sækja í skoöana- könnunum,“ sagði Steingrím- ur Sigfússon efsti maður á lista Alþýðubandalagsins. „Það eru auðvitað nokkur tíð- indi að Framsóknarflokkur fer niður fyrir Sjálfstæðisflokk en að öðru leyti eru þarna rninni sveifl- ur en ég átti von á,“ sagði Stein- gríntur Sigfússon alþingismaður og efsti maður á lista Alþýðu- bandalagsins. „Ég bendi einnig á að það er orðið stutt í Framsóknarflokkinn og með snarpri baráttu gætum við farið upp fyrir liann, sem óneitanlega yrðu nokkur tíðindi. Slæm útkoma Framsóknarflokks- ins bendir til þess að mikilla breytinga sé að vænta og þetta sýnir að við erum á réttri leið og erum langsterkust í baráttunni um sjöunda þingsætið,“ sagði Steingrímur. ET Sjá bls. 8. Niðurstöður skoðanakönnunar Dags og Félagsvísindastofnunar: Fjöldi %allra þeir senr nefna flokk kösn. '83 þingmenn skoðanak. Þm. nú Albýðuflokkur 50 14,5 16,9 11,0 1 0 Framsóknarflokkur 61 17,6 20,6 34,7 2 3 Sjálfstæðisflokkur 75 21,7 25,3 27,2 2 2 Alþýðubandalag 54 15,6 18,2 16,8 1 i Kvennalisti 14 4,0 4,7 5,8 0 0 Bandalag jafn.m. 1 0,3 0,3 4,5 0 1 Flokkur mannsins 7 2,0 2,4 - 0 - Þjóðarflokkur 10 2,9 3,4 - 0 - Samtök jafnréttis ogfélagshvggju 24 6,9 8,1 - 0 Kjósaekki 12 3,5 Skila auðu 4 1,2 Neita að svara 17 4,9 Óákveðnir 17 4,9 Alls 346 100% 100% 100% 6 7 Inni í töflunni hér að ofan eru einungis 6 kjördæmakjörnir þingmenn, Þingmenn kjördæmisins verða hins vegar 7 í kosningunum nú, sá 7. verður uppbótarþingmaður. Það fer eftir kosningaúrslitum á landinu í hcild hvaða flokkur hlýtur það sæti. í skoðanakönnun Dags og Félagsvísindastofnunar er Alþýðubandalagið með mesta atkvæðaleif þegar þingsætunum sex hefur verið úthlutað. C-listi, M-listi, listi Þjóðarflokks, V-listi og J-listi ná ekki því atkvæða- magni sem þarf til að vera inni í myndinni við úthlutun þingsætanna. D-listi með 1. þing- mann kjördæmisins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.