Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 11
17. mars 1987 - DAGUR - 11
Jeiklist.
Að sýningu lokinni var leikurum vel fagnað og síðan voru þau Jón Kristinsson, Jóhann Ögmundsson, Guðmundur
Gunnarsson og Björg Baldvinsdóttir heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu leikfélagsins. Leikfélaginu voru færðar gjaf-
ir og heillaóskir í tilefni afmælisins frá bæjarstjórn, Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu og fleirum.
Fjörugur KABARETT
Á laugardagskvöldið frum-
sýndi Leikfélag Akureyrar söng-
leikinn KABARETT sem þeir
Joe Masteroff, Fred Ebb og John
Kander sömdu eftir sögu Christ-
opher Isherwood. Þessi frumsýn-
ing var ekkert venjuleg frumsýn-
ing því yfir henni var hátíðar-
bragur vegna 70 ára afmælis LA á
þessu ári, nánar tiltekið þann 19.
apríl.
Flestir ættu að kannast við
KABARETT, því leikritið hefur
verið sýnt í Þjóðleikhúsinu og
einnig var gerð mynd eftir sög-
unni þar sem Liza Minelli lék
Sally Bowles og vann þar mikinn
leiksigur. Það þarf stórhuga fólk
til að ráðast í sýningu af þessu
tagi hjá ekki stærra leikhúsi, en
LA hefur sýnt það á undanförn-
um árum að það ræður vel við
söngleiki og kemur þá fyrst upp í
hugann My Fair Lady sem naut
mikilla vinsælda og tókst einstak-
lega vel.
Söngleikurinn KABARETT
gerist í Berlín um 1930, skömmu
fyrir valdatöku nasista. Sagan
gerist á tveimur vígstöðvum. í
Kit Kat næturklúbbnum þar sem
ólifnaðurinn er í algleymingi og
heima hjá hinni siðprúðu frk.
Schneider (Soffía Jakobsdóttir)
sem leigir út herbergi. í verkinu
er sagt frá Sally Bowles (Ása
Hlín Svavarsdóttir) og rithöf-
undnum Clifford Bradshaw (Ein-
ar J. Briem). Þá koma frk.
Schneider og Rudolf Schultz
(Pétur Einarsson) mikið við
sögu, einnig nasistinn Ernst
Ludwig (Gestur Einar Jónasson),
að ógleymdum siðameistaranum
sem er leikinn af Guðjóni
Pedersen. í smærri hlutverkum
eru Inga Hildur Haraldsdóttir,
sem leikur fr. Kost af stakri
prýði, Skúli Gautason sem leikur
tollvörð, Örn Viðar Birgisson
leikur leigubílstjóra, þeir Skúli
og Örn leika einnig þjóna, sjóliða
og gesti á Kit Kat klúbbnum,
ásamt þeim Ingólfi Stefánssyni,
Jóhanni Möller og Marinó Þor-
steinssyni. Að lokum eru það svo
Kit Kat stelpurnar sem leiknar
eru af þeim Alice Jóhanns, Örnu
Valsdóttur, Guðbjörgu Thor-
oddsen, Guðrúnu Marinósdótt-
ur, Ólöfu Sverrisdóttur og Sigríði
Guðnadóttur.
Sagan byrjar á því að Clifford
Bradshaw kemur til Berlínar og
þar kynnist hann Sally Bowles,
sem dansar og syngur í Kit Kat
klúbbnum. Áður en hann veit af
er Sally flutt inn til hans, en hann
leigir hjá frk. Schneider. Það
skiptast síðan á skin og skúrir hjá
þeim og öðrum persónum leik-
ritsins en það er óþarfi að rekja
það nánar og skemma þannig fyr-
ir þeim sem hafa hug á að sjá
KABARETT.
Það er óhætt að mæla með
þessari sýningu LA. Leikdómur
af þessu tagi verður að sjálfsögðu
aldrei annað en mat einnar pers-
ónu á verkinu, en ég skemmti
mér mjög vel á frumsýningunni.
Manni leiðist aldrei eina mínútu,
það er söngur, leikur og dans og
því eitthvað við allra hæfi, ef svo
má að orði komast um leiksýn-
ingu. Að öðrum leikurum
ólöstuðum þótti mér þau Guðjón
Pedersen í hlutverki siðameistar-
ans og Soffía Jakobsdcttir í hlut-
verki frk. Schneider einna eftir-
minnilegust. Ég hafði það á til-
finningunni að Guðjón lifði sig
virkilega inn í sitt hlutverk og
reyndar má segja það sama
um alla leikarana því leikgleðin
var í fyrirrúmi hjá öllum, enda
býður þetta verk upp á slíkt. Ása
Hlín Svavarsdóttir gerir Sally
Bowles góð skil en það sem mér
þótti helst skorta á hjá Ásu er
meiri styrkur í söngnum, en það
má vera að söngurinn hafi ekki
borist nógu vel upp á efsta bekk á
svölum, en þar sat ég.
Einar Jón Briem þótti mér
passa mjög vel í hlutverk rithöf-
undarins og það sama má segja
um Gest Einar Jónasson í hlut-
verki nasistans. Pétur Einarsson
hljóp í skarðið fyrir Þráin Karls-
son og lék Rudolf Schultz mjög
vel, hann var ekta gyðingur. Aðr-
ir voru í smærri hlutverkum og
skiluðu þeim með prýði. Það sem
mér fannst þó eiginlega best við
sýninguna voru dansarnir sem
komu einstaklega skemmtilega
út, þá samdi Kenn Oldfield en
hann hefur gert dansa fyrir tvær
sýningar hjá Þjóðleikhúsinu,
Gæja og píur og Chicago.
Það væri ekki of mikið að segja
að Karl Aspelund eigi heiður
skilinn fyrir hönnun leikmyndar
og búninga í KABARETT. Leik-
rnyndin er frábær og búningarnir
góðir. Leikritið gerist í lest, á
tveimur stöðum heima hjá frk.
Schneider og í Kit Kat klúbbnum
og allar skiptingar ganga hratt og
vel fyrir sig. Ingvar Björnsson,
Ijósameistari stendur fyrir sínu,
að mínu viti var lýsingin góð.
Þetta er að mínum dómi mjög
góð sýning sem Bríeti Héðins-
dóttur, leikstjóra hefur tekist að
skapa þarna og virkilega eftir-
minnileg. Fólk ætti að rífa sig frá
sjónvarpinu, myndbandstækinu
og myndlyklinum og drífa sig í
leikhús, það er þess virði og
meira en það og að lokum vil ég
þakka þeim sem að þessari sýn-
ingu standa fyrir skemmtilega
kvöldstund. -HJS
Stakfélagar
Fundur í Alþýðuhúsinu 4. hæð þriðjudaginn
17.03. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kynntur nýr kjarasamningur.
2. Almennar umræður.
Kosning um aðalkjarasamninginn verður:
Á skrifstofu STAK miðvikudaginn 18/3 kl. 15-19 og
fimmtudaginn 19/3 kl. 15-19.
Á FSA miðvikudaginn 18/3 kl. 14-17 og fimmtudag-
inn 19/3 kl. 14-17. Stjórnin.
AKUREYRARBÆR
Rafmagnstækni-
fræðingur
Rafveita Akureyrar vill ráða rafmagnstæknifræð-
ing í starf tæknifulltrúa (forstöðumanns tækni-
deildar). Laun samkvæmt kjarasamningum Akur-
eyrarbæjar.
Upplýsingar um starfið veitir rafveitustjóri.
RAFVEITA AKUREYRAR
Getum bætt við
okkur starfsfólki
í málningar- og hreinlætisvörudeild.
Uppl. veitir verksmiðjustjóri í síma 21165.
Efnaverksmiðjan
Sjöfn.
Hljóðbylgjan hf.
Ný útvarpsstöð sem hefur útsendingar í apríl óskar
eftir að ráða í eftirtalin störf:
1. Útvarpsstjóra.
2. Auglýsingastjóra.
3. Fréttamann.
4. Dagskrárgerðarfólk.
Með öllum umsóknum verða að fylgja upplýsingar
um nafn, aldur, starfsferil og menntun. Farið verður
með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknir sendist til Hljóðbylgjunnar hf. Ráðhústorgi
1. Pósthólf 908, 602 Akureyri fyrir 25. mars 1987.
Lyftaramaður
Duglegur maður með lyftararéttindi óskast til lager-
starfa.
Upplýsingar á staðnum.
K. Jónsson & Co hf.
Niðursuðuverksmiðja.