Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 11
13. apríl 1987 - DAGUR - 11 þessa samantekt er að atvinnu- leysi minnkar verulega milli áranna 1985 og 1986. Samtals voru skráðir bótadagar á árinu 1986 10.891 talsins á móti 16.484 dögum árið áður (sjá meðfylgj- andi súlurit yfir heildarbótadaga síðustu ár). Atvinnuleysisdögum fækkaði þannig um 34% milli þessara ára, sem er ánægjulegt ef litið er til þess að atvinnuleysi hafði farið árvaxandi undanfarin ár. Greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 1986 voru samtals kr. 7.583.630,- en voru 9.491.687,- á árinu 1985. Hafa þessar greiðslur því lækkað um 20% í krónum talið, og enn meira að raungildi til. Eins og áður er atvinnuleysi mjög árstíðabundið og er mest mánuðina kringum áramótin. Þetta kemur glögglega fram á meðfylgjandi línuriti, sem byggir á mánaðarlegum tölum. Rúmlega helmingur alls atvinnuleysis í sýslunni var skráður» á Húsavík, eða 54% en hafði ver- ið rúml. 68% árið 1985. Minnkun atvinnuleysis er því fyrst og fremst á Húsavík. Sums staðar eykst atvinnuleysi lítillega, eins og til að mynda í Skútustaða- hreppi þar sem aukning á at- vinnuleysi er 4,5%. Þessi aukn- ing þarf þó ekki að þýða að atvinnuástand hafi versnað í hreppnum, heldur jafnvel þvert á rnóti. Pegar atvinnuástand er gott öðlast fleiri bótarétt og því lík- legt að fleiri láti skrá sig yfir dauða tímann. Meðfylgjandi er kökurit, sem sýnir skiptingu milli sveitarfélaga. Konur voru tæplega tveir þriðju af atvinnulausum á svæð- inu. Er hér fyrst og fremst um að ræða verkakonur, eða 57% en smávægilegt atvinnuleysi var einnig hjá verslunarkonum. Meðal karlmanna eru það fyrst og fremst verkamenn og sjómenn sem orðið hafa fyrir barðinu á atvinnuleysi en einnig er atvinnu- leysi nokkurt meðal bílstjóra. Lítið var um atvinnuleysi hjá járniðnaðarmönnum og ekkert atvinnuleysi var skráð hjá bygg- ingamönnum. í þessari saman- tekt yfir starfsstéttir voru bílstjór- ar og opinberir starfsmenn einnig teknir með. Siglufjörður: Grjótgarður við Öldu- brjót gerður í sumar - dýpkun í höfninni orðin brýn „Þetta verður heilmikil framkvæmd. Við fengum ríf- lega 8 milljónir af fjárlögum ríkisins og höfum þegar boðið verkið út. Þetta hefur verið hannað af Vita- og hafnamála- stofnun og tilboðin verða opnuð 22. apríl,“ sagði Kristján MöIIer forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar um grjótgarð sem jafnframt verður flóðavörn, sem gera á frá Túngötubeygj- unni og niður að Öldubrjóti í sumar. Kristján sagði að sjógangur hefði lengi verið til vandræða á þessu svæði, en með þessari framkvæmd ætti slíkt að vera úr sögunni. Sprengja verður rnikið af grjóti úr Strákafjalli, úr nám- unni rétt við sorpþróna og er það verk einnig í útboðinu. Kristján kvað bæjar- og hafnar- ráð hafa á fundi nýlega rætt drög að áætlun sem leggja á fyrir Alþingi um framkvæmdir við hafnir landsins næstu 4 árin. Menn voru sammála um að þar þyrfti að hnika til ákveðnum hlutum. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir dýpkun í Siglu- fjarðarhöfn 1988, en menn töldu mjög brýnt að hún hæfist fyrr og það strax næsta haust. sökum þess öngþveitisástands sem skap- ast við höfnina þegar loðnuver- tíðin stendur sem hæst. Kristján sagði að menn væru þarna að tala um ansi mikla dýpkun í krikan- urn inni við Innri-Höfn sem köll- uð er. „Niður undan Hafnargötu var á velmektarárum Siglufjarðar rekið niður mikið stálþil, en síð- an þegar síldin hvarf var farið að losa sorp þarna og það gert þang- að til sorpbrennslan kom til sög- v unnar. t>á hefur jarðvegur úr hús- grunnum verið settur þarna til fjölda ára og með þessu myndast uppfylling, smá tangi út í sjóinn. Meiningin er nú að grafa sig inn að þessu þili og með því auka til muna viðlegupláss, m.a. gætu þarna legið ntinni loðnuskip," sagði Kristján Möller. -þá Verðkönnun gerð 6. og 7. apríl ’87 af Neytendafélagi Ak. og nágr. x = lægsta verd Mism. á Tegund vöru Hagkaup Matvöru- markaðurinn KEA Hrísalundi KEA Sunnuhlíð hæsta og lægsta verði Mism. % LA.MBAKJÖT: Súpukjöt l.fl. 1 kg. 294,- x 315,- 294,- x 21,- 7,1 Saltkjöt 1 kg. 330,90 387,- 333,- 316,- x 71,- 22,5 Hryggur 1 kg. 427,- 427 ,- 427,- 427,- Hakk 1 kg. 376,50 x 397,- 397,- 397,- 20,50 5,4 Kjötfars 1 kg. 195,70 193,- x 210,- 210,- 17,- 8,8 XROTAKJÖT: Gúllas 1 kg. 703,40 x 745,- 745,- 41,60 5,9 Hakk 1 kg. 384,- 397,- 325,- x 414,- 89,- 27,4 ÍMISLECT Ýsuflök ný 1 kg. 206,50 190,- x 205,- 205,- 16,50 8,7 Kartöflur 1 kg. 42,50 44,15 37,- x 37,- x 7,15 19,3 Frón krpmkex, venjul. 1 pk. 51,80x 60,60 52,20 52,30 8,80 16,9 Gunnars majones 400 gr. 57,50 62,10 55,90 53,60x 8,50 15,9 Sanitas jaróaberjasulta 410 gr. 80,90 89,70 79,30X 89,70 10,40 - 13,1 Síríus átsúkkulaöi 100 gr. 69,- x 72,45 70,- 7 0,— 3,45 10,- Prins Póló súkkulaóikex stórt 23,- x 25,50 26,- 3,- 13,0 Sykur 2 kg. 32,60 36,70 38,- 31,- x 7,- 22,6 Orá 'fiskbollur'830 gr. 102,80 114,35 102,30x 102,30x 12,05 11,8 Coca Cola 1 1/2 1. plastflaska 83,- x 89,- 89,- 89,- 6,- 7,2 Vanilludr. ÁTVR 18,- 20,70 1—' 00 o X 20,50 2,90 16,3 Egg 1 kg. 148,- 138,- x 148,- 148,-' 10,- 7,2 Pillsbury hveiti 5 lbs. 6 3,50 x 77,20 13,70 21,6 Sanitas tómatsósa 360 gr. 35,90 41,40 34,80 3 4,8 0X 6,60 19,- Vex þvottaduft 700 gr. 65,50 78,- 63,60x 63,70 14,40 L2,6 Hreinol uppþvottalögur 500 ml. 44,90 51,15 4 3,9 0X 7,25 16,5 "Coco Puffs 340 gr. 127,10x 155,80 128,50 128,50 28,70 2.2,6 Maarud flögur 100 gr. 57,50 x 72,30 59,50 58,50 14,80 25,7 Ríó kaffi 88,90 00 00 u> 88,40 0,55 0,6 Lux handsápa 85 gr. 17,90x 19,20 19,40 19,40 1,50 8,4 Camelia 2000 dömubindi 10 stk. 55,70^ 58,- 2,30 4,1 Fyrir páskana Ný sending af herrafötum. Einhneppt og tvíhneppt frábær snið og frábært verð. Skyrtur og bindi mikið úrval. Stakar bux- ur í miklu úrvali. Verð frá kr. 1.490. Sumarstakkarnir eru komnir. Verð frá kr. 1.890. Gallabuxur í mörgum gerðum. Á verði frá kr. 695. Bolir langerma og stutterma á herra og drengi. Margir litir. Lítið inn það borgar sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.