Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 5
13. apríl 1987 - DAGUR - 5 Skagafjarðarsýsla: Sauðfé fækkar enn - og útlit fyrir meiri samdrátt á þessu ári Sauðfjáreign dróst mjög sam- an í Skagafjarðarsýslu á síðasta ári, eða um 4.424 fjár. Eftir skýrslum að dæma varð þessi fækkun hlutfallslega mest í Hofshreppi, Haganeshreppi og Holtshreppi. Am í sýslunni hefur fækkað um 30% frá 1978, en þá voru þær flestar, úr 53.689 í 37.544. Allar líkur eru á að sauðfé fækki enn frek- ar í sýslunni á þessu ári vegna niðurskurðar gegn riðu, en ekki er talið að því fækki eins mikið og á síðasta ári. Naut- gripaeign í sýslunni er mjög svipuð og undanfarin ár, en hrossaeign aðeins meiri. Þórarinn Sólmundarson hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar taldi ekki líkur á að sauðfé fækk- aði meira á þessu ári en sem næmi niðurskurði vegna riðu. Vegna niðurskurðarins sagði hann meiri líkur til að ekki þurfi að koma til skerðing á fram- leiðslurétti í dilkakjötsfram- leiðslu næstu árin, svo framarlega sem samningar við ríkisvaldið yrðu á svipuðum nótum áfram. Að sögn Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis á Keldum er meining- in að halda áfram niðurskurði vegna riðu í ár á öilum riðuveiki- svæðum í landinu og framundan eru viðræður við bændur um það mál. Sagði hann greinilegan vilja stjórnvalda til þessara aðgerða, en ekki enn ljóst hversu mikið fjármagn fengist í bætur til bænda og því ekki vitað hvort um 1 eða 2 ára verkefni sé að ræða. í Skagafirði virðist riðan nú vera mest áberandi í Fljótunum og í Seylu- og Lýtingsstaða- hreppi. I þessum sveitum var skorið niður í haust'og talsverðar líkur á að svo verði einnig gert á næsta hausti. -þá Kannast þú við þessa mynd? Mynd þessi er að öllum líkindum tekin í Eyjafirði í kringum 1920. Ef hún prentast vel sést að í hægra horninu, niðri, er áletrað: „Ungherjakofi A.S.V. Akur- eyri“ sem gæti staðið fyrir „Akur- eyrarskátasveit" eða eitthvað í þeim dúr. Þeir sem veitt gætu upplýsingar um við hvaða tækifæri myndin er tekin, ellegar þekkja einhverja á myndinni, eru vinsamlegast beðnir um að senda Degi nokkr- ar línur um málið. Æskilegt væri að auðkenna umslagið „A.S.V." Leyfi til söltunar grásleppuhrogna: 90 umsóknir á Norðurlandi - svipaður fjöldi og í fyrra Eins og komið hefur fram hef- ur grásleppuveiöi gengið illa það sem af er vertíðinni. Þeir menn sem rætt var við voru þó bjartsýnir um betri tíð. Hjá Ríkismati sjávarafurða hafa nú um 90 aðilar sótt um leyfi til að salta grásleppuhrogn á vertíð- inni og er það að sögn Jóns Þ. Ólafssonar hjá RS svipaður fjöldi og í fyrra. Á Norðurlandi vestra eru það um 50 aðilar sem þegar hafa sótt um leyfi en um 40 aðilar á Norðurlandi eystra. Algengt er að grásleppusjómenn salti hver sinn afla en einnig er til að menn leggi upp hjá stærri fyrirtækjum sem salta þá talsvert magn. Jón sagðist búast við fleiri umsóknum um leyfi en ekki er um að ræða nein tímamörk til að sækja um. Til þess að fá leyfi til að salta hrogn þurfa aðilar að uppfylla ákveðin skilyrði um hreinlæti, búnað og húsnæði samkvæmt reglugerð frá 1985. Ríkismatið hefur einnig sent frá sér ákveðnar leiðbeiningar um himnuhreinsun, síun, söltun, geymslu og merk- ingar á hrognunum en úr þeim er unnin rándýr lúxusvara svo sem kavíar. ET Páskar á Hótel Húsavík Frá 15.-26. apríl býður Hótel Ilúsavík gestum sínum 20% afslátt af gistingu auk þess sem börn hótelgesta fá ókeypis gist- ingu, þetta tilboð gildir fyrir gesti sem dvelja fimm nætur eða lengur á hótelinu. Hljómsveitin Kaskó frá Reykjavík mun leika í Hlíðskjálf um páskana öll kvöld sem leyfi- legt er að hafa opið og á laugar- dagskvöld verður haldið jazz- kvöld í samstarfi við Jazzþing. Veitingasalur hótelsins verður opinn um páskana og þar verður boðið upp á kaffihlaðborð alla páskadagana. Sjávarréttaveisla verður á skírdag og föstudaginn langa, sjávarréttahlaðborð í hádeginu en á kvöldin verður sér- stakur fiskréttamatseðill. Á laugardag, páskadag og ann- an í páskum verða hefðbundnir páskaréttir á matseðlinum s.s. lambakjöt og kjúklingar. Leikfélag Húsavíkur mun sýna Ofurefli eftir Michael Cristofer, 10., 14., 18. og 21. apríl og á hótelinu er hægt að panta pakka, þ.e.a.s. leikhúsmiða, mat og/eða gistingu. IM Heiðursgestur hátíðar- innar: Ingvar Gíslason fyrrverandi mennta- málaráðherra ásamt frú. Itl Veislustjóri: Guð- mundur Stefánsson. Bítlavinafélagið leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Hver verður leynigest- urinn sem syngur með hljómsveitinni? Stórhátíð K.F.N.E. og Framsóknarfélags Akureyrar verðurhaldin að Hótel KEA miðvikudaginn 15. apríl. (Ath. daginn fyrir skírdag.) Hátíðin hefstmeð lystauka kl. 19.00. Borðhaldkl. 20.00. Stórhátíðarnefnd. Frambjóðendur B-list- ans taka þátt í fjöl- breyttri skemmtidag- skrá. Miðar seldir á skrif- stofu Framsóknar- flokksins að Hafnar- stræti 90. Sími 27405. Verð miða kr. 1.500.- Miðapantanir óskast sóttar eigi síðar en 12 á hádegi á miðviku- dag. Kl. 23.30 verður húsið opnað fyrir aðra en matargesti. Fjölmennið og takið með ykkur gesti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.