Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 13
13. apríl 1987 - DAGUR - 13 Þær segjast skemmta sér konunglega í skemmtinefndinni. Talið frá vinstri: Hanna B. Jónsdóttir, Kolbrún Þormóðs- dóttir, Dórothea Bergs og Sigurlaug Gunnarsdóttir. „Markmiðið að lyfta sér upp fyrir lokaslaginn“ - segja skipuleggjendur Stórhátíðar framsóknarmanna Framsóknarmenn í Norður- landskjördæmi eystra halda Stórhátíð á Hótel KEA á mið- vikudagskvöldið og verður þar mikið um dýrðir. Til að fræð- ast nánar um hátíðina, truflaði blaðamaður Dags skemmti- nefndarfund í nokkrar mínútur og tók nefndarmenn tali. - Hvers vegna stórhátíð svo skömmu fyrir kosningar? „Það má nú eiginlega segja að þetta sé síðbúin árshátíð. Þegar við fórum að skipuleggja árs- hátíðina kom í ljós að hún var það stór að við ákváðum að skella árshátíðinni og baráttuhá-: tíð B-listans saman í eina stórhá- tíð. Það verður ntikið um dýrðir, eins og nafnið gefur reyndar til kynna. Allt skemmtilegt fólk í kjördæminu er að sjálfsögðu velkomið á hátíðina og þótt ekki sé skilyrði að veislugestir séu framsóknarmenn, eigum við von á að þeir verði í miklum meiri- hluta.“ - Hvernig lítur dagskráin út? „Húsið verður opnað klukkan 19.00 og verður gestum boðið upp á fordrykk og menn geta rætt mál- in fram til kl. 20.00. Þá hefst borð- haldið og er veislumatseðillinn þríréttaður. Skemmtiatriðin verða mjög fjölbreytt. Þar má nefna ávörp, fjöldasöng og frum- samdar gamanvísur fluttar af höfundum. Þá verða fjórir efstu menn B-listans með sérstakt skemmtiatriði. Heiðursgestur kvöldsins er síðan Ingvar Gísla- son fyrrverandi menntamálaráð- herra ásamt konu sinni. Síðast en ekki síst leikur Bítlavinafélagið fyrir dansi eins og því einu er lagið, þannig að unga fólkið ætti ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Þá má geta þess að það kemur sérstakur leynisöngvari frant með Bítlavinafélaginu og á eflaust eftir að slá í gegn...“ - Eru miðapantanir farnar að berast? „Það er nú líkast til. Við vilj- unt ráðleggja þeint sem eru ekki þegar búnir að koma því í verk, að drífa í að panta miða á skemmtiatriðin, því upplagið er nánast á þrotum. Fólk getur pantað miða á kosningaskrifstof- unni og vitjað pantana þar. Og við vekjum líka athygli á því að miðar verða seldir sérstaklega á dansleikinn fyrir þá sem það vilja.“ - Eitthvað að lokum? „Ja, við viljum bara hvetja fólk til að fjölmenna. því markmiðið er að lyfta sér upp fyrir loka- slaginn og stilla strengina enn betur saman. En þótt skemmti- atriðin séu mörg, þá er aðal- atriðið að fólk mæti með það í huga að skemmta sér sjálft." Hagkaup auglýsir tilboð til páska á Hangilæri m/beini ..... kr. 470.- Hangilæri úrbeinað .... kr. 650.- Hangiframpartur m/beini .... kr. 285.- Hangiframpartur úrbeinaður . kr. 545.- Bayonneskinka ........... kr. 598.- Svínakambur ............ kr. 565.- Londonlamb .............. kr. 498.- Lambahamborgarhryggur ... kr. 385.- Kalkúnar .............. kr. 522.- Endur .................. kr. 477.- HAGKAUP Akureyri Hlutaljánitboð Undirbúningsstjórn um stofnun fiskmarkaðar á Norðurlandi auglýsir eftir hlutafjárloforðum í fyrirhuguðu fyrirtæki. Hlutir sem boðnir eru, eru að verðgildi kr. 25.000 og kr. 100.000. Skrifleg hlutafjárloforð berist starfsmanni undirbún- ingsstjórnar Þorleifi Þór Jónssyni, Glerárgötu 30, 600 Akureyri fyrir 30. apríl. Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferðir • Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík 12/4 - 25/4 1987 Frá Húsavík Frá Akureyri Sunnudagur 12/4 kl. 18.00 kl.21.00 Mánudagur 13/4 kl. 11.00 kl. 16.15 Þriðjudagur 14/4 kl. 09.00 kl. 16.15 Miðvikudagur 15/4 aukaferð kl. 09.00 kl. 17.00 Fimmtudagur 16/4 skírdagur Föstudagur 17/4 föstudagurinn langi Laugardagur 18/4 engin ferð Sunnudagur 19/4 páskadagur Mánudagur 20/4 annar í páskum kl. 18.00 kl.21.00 Þriðjudagur 21/4 kl. 09.00 kl. 16.15 Miðvikudagur 22/4 aukaferð kl. 09.00 kl. 17.00 Fimmtudagur 23/4 sumardagurinn fyrsti Föstudagur 24/4 kl. 09.00 kl. 17.00 Síðan venjuleg vetraráætlun. Sérleyfishafi. Smurstöð við Tryggvabraut sími 21080. Þvoum og bónum. Hreinsum einnig teppi og sæti í bílnum þínum Reynið okkar frábæru þjónustu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.