Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 7
lesendahomið. 13. apríl 1987 - DAGUR - 7 Lið Þórs sem vann sér sæti í 1. deild í handknattleik fær mikið hrós frá bréf- ritara. Ótrúlegur árangur! Árangur handknattleiksliðs Þórs hefur vakið mikla og verðskuld- aða athygli. Liðið vann sig upp úr 3. deild í fyrra og beint upp í 1. deild um daginn, sem er að sjálf- sögðu einstakt afrek, miklu meira afrek en margur gerir sér grein fyrir. Eg man eftir því þegar Þórslið í knattspyrnu vann sig upp úr 3. deild 1975, (eftir skiptingu ÍBA liðsins) og strax árið eftir upp í 1. deildina. Þetta þótti mikið afrek hjá knattspyrnuliðinu, og mikið skrifað um þennan árangur, að sjálfsögðu, en munurinn á þess- unt liðum er sá að í knattspyrnu- liðinu var kjarni af fyrrverandi 1. deildar leikmönnum með mikla reynslu, en í handknattleikslið- inu er enginn fyrrverandi kjarni reynslumikilla leikmanna, heldur er liðið mjög ungt og efnilegt. Eg tel því árangur handknatt- leiksmanna miklu athyglisverð- ari. f liðinu eru til dæmis, einn leikmaður úr 3. fl., fimm leik- menn úr 2. fl. og tveir leikmenn tvítugir. Ég efast um að svo ungt lið hafi unnið sig upp í 1. deildar keppni í boltaíþrótt áður. Því tel ég að þessir stórefnilegu strákar, sem eiga framtíðina fyrir sér, hafi unnið einstakt afrek með þessum árangri, og óska þeim góðs geng- is í 1. deildar keppninni, sent verður þeim örugglega erfið á fyrsta árinu. En með góðum undirbúningi og réttu hugarfari veit ég að þeir vaxa við vandann. Það sýndu þeir svo sannarlega í síðasta leiknum í 2. deild gegn ÍBV, sem var hreinn úrslitaleik- ur. Þá spiluðu þeir af meira öryggi en í öllum öðrum leikjum vetrarins, og sigruðu, að sjálf- sögðu. Ekki má gleyma þætti Erlends Hermannssonar þjálfara liðs- ins sem er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari og byrjar ekki dóna- lega eins og sagt er. Árangur hans er frábær og vonandi heldur hann áfram því uppbyggingar- starfi sem hafið er og treysti ég honum fullkomlega til að fylgja því eftir. Því eins og góður maður sagði: Þórsarar stefna alltaf á sigur, þó mislangt sé í hann og hætta ekki fyrr en honum er náð! Til hamingju Þórsarar, og takk fyrir skemmtunina í vetur! Áfram Þór! 7476-3758. Skoðanakönnun Dags og Félagsvísindastofnunar Norðurlandskjördæmi eystra: Fjöldi % allra Þeir scm nefna flokk Skoð. könn- un 17. mars Kosn. '83 Þing- menn skoðana- könnun Þing- menn kosn. 1983 Alþýðuflokkur 46 11,2 13,1 16,9 11,0 1 0 Framsóknarflokkur 104 25,4 29,7 20,6 34.7 2 3 Sjálfstæðisflokkur 57 13,9 16,3 25,3 27,2 i 2 Alþvðubandalag 55 13,4 15,7 18,2 16,8 i i Kvennaiisti 30 7,3 8,6 4.7 5,8 i 0 Flokkur mannsins 2 0,5 0,6 2,4 " - > 0 - Þjóðarflokkur 15 3,7 4,3 3,4 - 0 Samtök jafnréttis og félagshysgju 22 5,4 6,3 8,1 0 Borgaraflokkur 19 4,6 5,4 - - 0 - Kjósa ekki 15 3,7 3,5 Skila auðu 9 2,2 1,2 Neita að svara 16 3,9 4,9 Óákveðnir 19 4,6 4,9 Alls 409 100% 100% 100% 6 7* * Bandalag jafnaðarmanna fékk 7. þingmanna kjördæmisins í síöustu kosningum en býður ekki fram nú. Inni í töflunni hér að ofan eru einungis 6 kjördæmakjörnir þingmenn. Þingmenn kjördæmisins verða hins vegar 7 í kosningunum nú, sá 7. verður uppbótarþingmaður. Það fer eftir kosningaúrslitum á landinu í heild hvaða flokkur hlýtur það sæti. Norðurlandskjördæmi vestra: Fjöldi % allra Þeir sent nefna flokk Skoð. könn- un 17. mars Kosn. '83 Þing- menn skoðana- könnun Þing- menn kosn. 1983 Alþýðuflokkur 31 8,3 9,9 14,3 7,2 0 0 Framsóknarflokkur 87 23,3 27,9 33,6 28,8 1 2 Sjálfstæðisflokkur 60 16,1 19,2 26,6 31,3 1 2 Alþýðubandalag 47 12,6 15,1 16,6 18,0 1 i Kvennalisti 29 7,8 9,3 3,1 - 0 0 Flokkur mannsins 1 0,3 0,3 2,7 - 0 - Þjóðarflokkur 13 3,5 4,2 3,1 - 0 - Borgaraflokkur 44 11,8 14,1 - - 1 - Kjósa ekki 19 5,1 5,7 ■ Skila auðu 7 1,8 2,2 Neita að svara 13 3,5 3,5 Óákveðnir 22 5,9 6,1 Alls 373 100% 100% 100% 4 5 Inni í töflunni hér að ofan eru einungis 4 kjördæmakjörnir þingmenn. Þingmenn kjördæmisins verða hins vegar 5 í kosningunum nú, sá 5. verður uppbótarþingmaður. Það fer eftir kosningaúrslitum á landinu í heild og atkvæðaleifð í kjördæminu hvaða flokkur hlýtur það sæti. Á Norðurlandi vestra er Framsóknarflokkur með langmesta atkvæða- leifð. Skíða- gleraugum stolið Móðir hringdi: Dóttir mín fór á skíði um daginn upp í Hlíðarfjall og hafði með sér ný skíðagleraugu. Hún brá sér inn í skíðahótelið í nokkrar mínútur og skildi skíðaklossana og gleraugun eftir í ganginum á meðan. Þegar hún ætlaði að fara út aftur sá hún að skíðagleraugun voru horfin. Þegar hún spurði þjálfara sinn (en stúlkan var á skíðanámskeiði) að því livað hún ætti að gera því gleraugunum hefði verið stolið fékk hún þau svör að við þessu væri ekkert að gera, slíkir atburðir kæmu alltaf fyrir við og við. Það, sem ég vil benda á í þessu sambandi, er ekki fyrst og fremst peningalegt tjón, sem var ekki mikið, heldur hvernig innræti þess fólks eða barna er háttað sem stundar þjófnaði af þessu tagi. Foreldrar ættu líka að vera vakandi fyrir því að börn komi ekki heim með hluti sem þau eiga ekki. V -v I ■ Htjómleíkar Bídavinafélagsins Attu boðsmiða? Skipulagðar ferðir frá: Þórshöfn Mývatnssveit Kópaskeri Ólafsfirði 1 Húsavík Dalvík Sjáumst hress - Frambjóðendur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.