Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 13.04.1987, Blaðsíða 15
13. apríl 1987 - DAGUR - 15 Einar frá Einarsstöðum var fædd- ur 5. ágúst 1915, þriðja barn af ellefu systkinum. Eoreldrar hans voru Jón Haraldsson bóndi þar og kona hans Póra Sigfúsdóttir. Einar varð aldrei hár í lofti en var þó hörku íþróttamaður, katt- lipur og fylginn sér. Hann féll vel í systkinahópinn en sá lengra og meira en aðrir. Enginn vissi þá hvert hlutverk honum var ætlað síðar. Einar gekk að venjulegum sveitastörfum lengst af á Einars- stöðum. Vann þó um tíma í Reykjavík og var bílstjóri um skeið og stofnaði með öðrum „Bílstjórafélag Þingeyinga“ og var fyrsti formaður þess. Sem náttúruunnandi og maður lífsins kaus Einar að lifa á Einarsstöð- um. Einar naut ekki langrar skóla- göngu. Var þó við nám í Alþýðu- skólanum að Laugum í Reykja- dal en lífið sjálft varð honum mesti og besti skólinn. Einar leysti öll störf mjög vel af hendi og skilaði afköstum í betra lagi. Hann vakti ekki athygli með fyrirgangi heldur fyrir það hversu hann vann verk.sín hógværiega, látlaust og fumlaust. En þannig var öll framkoma þessa hátt- prúða manns. Hann hafði um langt skeið agað sig strangt og náði slíkum tökum á sjálfum sér að hann brá ekki sýnilega skapi. Var þó ekki skaplaus. Hann talaði á lægri nót- unum og lét ekki lastyrði né hvatreiðiorð af vörum falla. Hann kom hýr og hlýr til fund- ar hvar sem var en trúlega stafaði mestur varminn frá honum er hann bauð gestum í bæinn, þegar frá er talin samveran í litla her- berginu uppi þar sem mönnum var gefið svo óendanlega mikið og óskiljanlega mikið. Það var einmitt þar sem starf Einars reis hæst. Árið 1956 var Einar talinn hæf- ur og valinn sem endurvarpari kærleiks- og líknarstarfa af þeim sem nær voru komnir almættinu en jarðarbúar. Þetta áttu og eiga ýmsir erfitt með að trúa og skilja. Gerðu jafnvel grín að. Vissu þó vel undir niðri að þeir gátu ekki gefið neitt slíkt af sér öðrum til bata og heilla eins og Einar gat. Það getur enginn með réttu gert sér grein fyrir því hve mörg góðverk Einar hefur gert né hverjum ógnarfjölda hann hefur hjálpað þar sem hann vék kvöl- um og eymd burt svo að rúm varð fyrir lifandi líf. Minning: Einar Jónsson Einarsstöðum vart gestum hans. En stærsta og besta gjöfin varð þó sameign þeirra, dóttirin Olga Marta. Hamingja manna er oft upp- spretta gleði og sællar ánægju jafnvel þött veraldleg verðmæti séu af skornum skammti. Þannig var með Einar. Þótt hann miðlaði svo mjög af sjálfum sér og tæki þátt í annarra kvölum þá stafaði frá honum gleðin. Gamansemi og skemmtileg fyndni léku honum á tungu og fylgdi nrönnum til dyra að lokinni viödvöl. Menn sóttu til hans gleði og lækningu. Slíkt var ekki selt. Þetta var af stórum hluta til gjöf frá Einari sjálfum sem hann galt með minni tíma til umsýslu viö bú sitt og bjó því við minni efni en ella hefði orðið. Af innsæi í æðri svið kaus hann sér eða tók við þ'essu hlutverki og hlutskipti frá æðri forsjón. Stað- reyndin er því sú að er Einar kvaddi þess’a veröld 24. febrúar síðastliðinn, þá voru lítil verald- leg verðmæti eftirlátin handa hans ágæta samstarfsmanni Erlu og dóttur þeirra. Naumast getum við, sem mikið höfum frá Einari þegið, vottað þeim betur samúð okkar og sam- hug en með því að gefa örlítið af sjálfum okkur. T.d. með því efla þann sjóð sem nú er verið að stofna. Það lýsi ég mína samúðar- kveðju og læt fylgja blessunar- óskir þeim til handa. Björn H. Jónsson. Minningarsjóður um Einar Jónsson Einarsstöðum Nokkrir vinir Einars heitins á Einarsstöðum hafa stofnað sjóð við útibú Landsbanka Islands á Húsavík til minning- ar um Einar. Verður fé úr sjóðnum varið til styrktar ekkju Einars og dóttur þeirra hjóna og með þeim hætti reynt að létta þeim lífsróðurinn. Með því vilja þeir sem þarna eiga hlut að máli minnast Einars og þjónustu hans við þá sem til hans leituðu í margháttuðum erfiðleikum. Jafnframt er minnst á hlut eiginkonunnar sem ávallt stóð við hlið manns síns og studdi hann í þessum efnum eins og best mátti verða. Öllum þeim sem Einars vilja minnast er bent á sjóðinn og hlutverk hans. Reikningur nr. 5460. Landsbanka íslands Útibú Húsavík. Þessi kafli líknarstarfsins var oftast viðbót við langan vinnudag í búverkum og náði ærið oft langt fram á nótt. Þegar líknar er von, ekki síst eftir langtíma árangurslitla leit um bata, er fast sótt á um hjálp og tillitssemin oft minni en skyldi. Lái það raunar enginn. En sá þurfti að hafa af miklu að má er brugðist gat svo jákvætt við flestum eins og reyndin var með Einar. Það var Einari til gæfu, er inn í líf hans kom kona, Erla Ingileif Björnsdóttir, sem hann kvæntist 1969. Hún er mannkosta kona er stóð við hlið Einars af ástríki, skilningi og fórnfýsi og tók á sig veitult starf gestrisninnar gagn- Iðnaðarhúsnæði Til sölu iðnaðarhúsnæði við Fjölnisgötu, 65 fm á jarðhæð. Fullfrágengið. Laust nú þegar. Uppl. í síma 22536. Kristnesspítali óskar að ráða í eftirtalin störf: í þvottahús, við frágang á hreinu líni. Við lóðir. Verkstjórn við garðyrkju o.fl. Sjúkraþjálfara, að nýrri endurhæfingadeild. Iðjuþjálfa, að nýrri endurhæfingadeild. Uppl. gefur framkvæmdastjóri í síma 31100. KRISTNESSPÍTALI. Sjúkrahúsið á Húsavík sf. Óskum að ráða til sumarafleysinga: Hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliða. Starfsfólk á sjúkradeildir, í þvottahús og til ræstinga. Fullt starf og hlutastarf. Upplýsingargefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Óskum eftir stúlku til afgreiðslustarfa *Mtr Þarf að vera vön. Gott kaup fyrir góðan starfsmann. Upplýsingar ekki veittar í síma Brekkugötu 7b

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.