Dagur


Dagur - 22.04.1987, Qupperneq 3

Dagur - 22.04.1987, Qupperneq 3
 og gera þá eitthvað í því að breyta því. í þessu sambandi má benda á að það er allt of sjaldgæft að menn séu ráðnir upp á þriggja mánaða reynslutíma, þar sem menn setjast niður að þeim tíma liðnum og spyrja: Er ég eins og þið vilduð hafa mig, eða er starf- ið eins og ég vildi hafa það? Þetta er bara látið sigla sinn rólega sjó.“ - Ef við víkjum aftur að flutn- ingnum norður. Hvernig gekk til dæmis að fá húsnæði? „Ég var mjög heppinn. Leigu- húsnæði er hér af mjög skornum skammti og ég var heppinn að detta niður á frábærlega skemmtilega íbúð og líður vel það sem af er. Ég er einn á ferð- inni þannig að það var engum vandkvæðum bundið að flytja og mér sýnist þetta allt vera eins og sagt er á ensku: So far, so good.“ - Segðu mér meira af þessu starfi þínu. Eru einhver stór mál á döfinni varðandi ferðamanna- þjónustu og atvinnuhætti á Akur- eyri? „Eitt af mínum verkefnum verður að spá í Hlíðarfjallið og möguleika þess og einnig orlofs- húsabyggðina í Kjarnaskógi sem menn hafa verið að velta fyrir sér. Þetta eru framtíðarverkefni sem verða tekin fyrir þegar fer aðeins að grynnka á bunkanum. Þegar iðnsýningin er frá getur maður farið að snúa sér að orlofs- húsahverfinu, en mér sýnist Hlíð- arfjallið þurfa vinnu strax.“ - Hvernig þá? „Það þarf að ganga frá rekstrargrundvelli þess þannig að vel sé. Það eru mjög margir þætt- ir sem þar þarf að skoða og eru ekki að öllu jöfnu athugaðir. Það þarf t.d. að vega og meta hvað Hlíðarfjallið gefur Akureyring- um óbeint með öllu því fólki sem kemur hingað á skíði. Það er mjög erfitt að meta þær tekjur sem koma af þeim tvöföldu eða þreföldu áhrifum sem eru af komu ferðamanna til bæjarins. Annars vegar þarf að skoða þennan efnahagslega þátt og hins vegar félagslega þáttinn. Ég held að hann sé feikilega sterkur, t.a.m. það fyrirbyggjandi starf sem hann gerir í sambandi við unglingamál og annað. Sem stað- ur fyrir unglingana til að fá góða útiveru og stunda heilbrigðar keppnisíþróttir á veturna. Þetta er mjög sterkt atriði og þáttur sem verður að taka tillit til þegar fjárveitingar og annað er skoðað í þessu sambandi.“ - Þetta er lítt kannað mál. Segðu mér meira um þessi óbeinu áhrif. „Já, það getur verið dálítið flókið að mæla þetta, en masters-. ritgerðin mín fjallaði einmitt um' margföldunaráhrif af eyðslu erlendra ferðamanna. Við getum talað um þrenns konar áhrif af eyðslu ferðamanna. Þú hefur þessa beinu eyðslu, þegar ferða-: .maðurinn kemur hingað, stopp- ar og fer inn á veitingastað. Það eru frumáhrifin. Næstu áhrif eru þegar veitingamaðurinn fer og kaupir meira kjöt hjá kjötkaup- manninum vegna þess að salan hefur aukist. Síðan eru afleiddu áhrifin þau, að vegna þess að kjötkaupmaðurinn seldi meira fer hann kannski með konunni út að borða á veitingastaðinn. Þetta ferli verður allt að skoða. Spurn- ingin er hvað verður mikið eftir í samfélaginu.“ - Það væri fróðlegt að heyra meira um þetta en rýmið er lítið. Segðu mér þó að lokum, hvað er meiningin að gera í Kjarnaskógi? „Þetta er langtímaplan um að byggja upp orlofshúsahverfi sem gæti nýst sumar sem vetur og er hugsað fyrir aðila utan Akureyr- ar. Við vitum að það er mikið um það að fyrirtæki í Reykjavík eigi íbúðir í bænum sem standa meira og minna auðar. Ef hægt væri að fá þetta allt saman inn í svona hverfi, þar sem eitthvað væri við að vera, þá myndi losna töluvert af íbúðarhúsnæði í bænum. Einnig væri meiningin að laða að fleiri til þess að eiga orlofshús á þessu svæði. En mig langar til að geta þess að lokum að það er eitt sem vantar í allri ferðamanna- umræðu á Akureyri. Það er sagt: Komið og heimsækið Akureyri, þetta er fallegur bær. Það er satt, en þú getur ekki horft á fegurð- ina nema dagstund. Hvað á að gera? Það þarf að vera eitthvað fyrir ferðamanninn að gera eftir að hann er kominn hingað. Þetta þurfum við að skoða vandlega. Ég er til dæmis hissa á því að eng- inn af trillukörlunum skuli hafa látið detta sér það í hug að taka menn á sjóstöng hérna út á Poll og auglýsa það vel. Ameríkaninn sem aldrei hefur migið í saltan sjó rnyndi falla fyrir því að fá að skreppa á handfæri og þótt hann veiddi ekki nema einn þorsk yrði það besti þorskur sem hann hefði veitt.“ - Þá segjum við þetta lokaorð- in Þorleifur, þakka þér fyrir. „Mín var ánægjan.“ SS Siöasti vetrardagur Dansleikur Hljomsveitin Helena fagra leikur fyrir dansi til kl. 03.00. ★ Snyrtilegur klæönaður. us tr> 22. apríl 1987-DAGUR-3 Síðasti vetrardagur 22. apríl kl. 20.30. Fimmtud. 23. apríl. Sumardagurinn fyrsti kl. 20.30. Föstud. 24. apríl. kl. 20.30. Tryggið ykkur miða í tíma. MMIÐASALA SlMI 96-24073 lEIKFéLAG AKURGYFtAR Er þér annt um líf þitt og limi Skátamessa sumardaginn fyrsta Skátar eldri og yngri. Safnast verður saman í göngugötunni kl. 16.00 á sumardaginn fyrsta og gengið þaðan til kirkju. Lúðrasveit Akureyrar leikur sumarlög frá kl. 16.00. María Gunnarsdóttir varaskátahöfðingi predikar. Mætum öll hress og kát. Gleðilegt sumar. Skátafélagið Klakkur. Fyrirtæki Einstaklingar Framleiðum allar stærðir og þykktir plastpoka M.a.: Heimilispoka ★ Haldapoka ★ Ruslapoka ★ Iðnaðarpoka KOPOKINN Óseyri 1, sími 96-22211 ■ 600 Akureyri Sölustjóri: Pöntunarsími 96-26888. Eigandi: Sjálfsbjörg Akureyri Stefnufesta og stöðugleiki Notum kosningaréttinn tilað auka áhrif landsbyggðarinnar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.