Dagur - 22.04.1987, Page 11

Dagur - 22.04.1987, Page 11
22. apríl 1987 - DAGUR - 11 „pena var aui í lagí þegar ég var koniin í hnakkinn“ - Anna Eyrún, komin átta mánuði á leið, sigraði í tamningakeppninni viðloðandi hesta,“ sagði Eyrún Anna að lokum. Að lokinni tamningakeppninni fór fram gæðingakeppni hesta- mannafélagsins Hreins á Hóla- stað. Þar bar sigur úr býtum yfir- tamningameistari staðarins Ingi- mar Ingimarsson á Menju 4ra vetra frá Hólabúinu. Birna M. Sigurbjörnsdóttir frá Lang- húsum í Fljótum varð í 2. sæti á Ás 5 vetra frá Neðra-Ási, sem er í eigu Þorleifs bróður Birnu. Ragnheiður Samúelsdóttir frá Norðfirði varð þriðja á Olgu 4ra vetra frá Hólabúinu. Að góðhestakeppninni lokinni var slegið á létta strengi með boðreið milli nemenda og starfs- fólks á staðnum. Var þar um þrautakeppni að ræða, sem manna á rneðal var kölluð bananareið vegna þess að ein þrautin var í því fólgin að kepp- endur áttu að stúfa í sig einn ban- ana á fjórðungi hrings. Lauk keppninni með naumum sigri nemenda. Síðan var haldið heim að Hólastað og verðlaun afhent fyrir neðan Dómkirkjuna. Kvenfólkið var mjög sigursælt og voru fjórar þeirra átta sem þátt tóku í tamn- ingakeppninni í 4 af 5 efstu sæt- unum, piltur varð í 3. sætinu. Anna Eyrún hlaut auk Morgun- blaðsskeifunnar, sigurlauna fyrir tamningarnar, ásetuverðlaun frá Félagi íslenskra tamningamanna. Birna M. Sigurbjörnsdóttir fékk iEiðfaxabikarinn sem gefinn er af tímaritinu Eiðfaxa og sá nem- andi hlýtur sem að mati sam- nemenda sinna hefur hirt sinn hest best. Að lokinni verðlauna- afhendingunni flutti Jón Bjarna- son skólastjóri ávarp og síðan var viðstöddum boðið að þiggja veit- ingar á Hólastað. -þá í febrúarbyrjun ár hvert hefja nemendur eldri deilda bænda- skólanna á Hólum og Hvann- eyri tamningar á þeim hestum sem þeir hafa valið sér að temja. Tamningar er valfag í skólunum og er liður í námi í hrossarækt sem hefur verið aukið nú í vetur í Hólaskóla. Ekki letur það nemendur við tamningarnar að í lok vetrar sýna þeir árangur erfiðis síns í tamningakeppni á svoköll- uðum Skeifudegi. Þessi dagur hefur skapað sér mikinn sess á meðal hestaáhugamanna, en auk tamningakeppninnar sem er háalvarleg keppni er ýmis- legt annað til gamans gert. Skeifudagurinn á Hólum fór fram 10. apríl sl. og leiddu þá 15 nemendur saman hesta sína í tamningakeppninni. Keppnin á Skeifudaginn fór fram á nýjum reiðvelli sem tekinn var í notkun á síðasta ári og er norður undan hesthúsinu á Hólum. Það vakti nokkra athygli í tamningakeppninni að þessu sinni að meiri hluti keppendanna 15 var kvenfólk, þar af var ein þeirra ófrísk, komin átta mánaða á leið. Það var Anna Eyrún Sig- urðardóttir frá Flugumýri í Skagafirði sem lét sig hafa það að taka þátt í keppninni og gerði gott betur því hún bar sigur úr býtum. „Jú, auðvitað var ég svolítið smeyk um að eitthvað gæti komið upp á, en þetta var allt í lagi þegar maður var kominn í hnakkinn. Það var það erfiðasta að fara á bak, en hann var nokk- uð þægur núna,“ sagði Anna Eyrún í samtali við Dag. - Þekkturðu til hestsins Kol- gríms frá Kjarnholtum áður en þú fórst að temja hann í vetur? „Nei, það var lítið, þetta er ekki hestur heiman frá mér. Ég sá hann fyrst síðasta sumar, kær- astinn minn á hann. Þetta er graðhestur og því mannvanur. Hann var bundinn á bás allan síð- asta vetur. Annars bjóst ég ekki við þegar ég byrjaði að temja í vetur að geta verið með út allt tímabilið. Ég ætlaði bara að vera með smá tíma svo ég gæti fengið metna einkunn fyrir tamningarn- ar í hrossaræktarnáminu. Eink- unnin í tamningunum kemur inn í heildareinkunn. En svo bara tímdi ég aldrei að hætta. Það var gott veður, þetta gekk vel og það kom aldrei neitt upp á, þannig að ég var með alveg til loka.“ - Áttir þú von á að vinna keppnina? „Nei. Ég er að vísu vön hross- um og það skiptir auðvitað miklu máli, en margir krakkarnir í skólanum eru vel hestvanir. Ég spáði aðallega í það hvort ég gæti verið með á annað borð frekar en ég myndi vinna keppnina." - Var áhugamál þitt hesta- mennskan kannski til þess að þú hófst nám hér í skólanum? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég hef áhuga á búskap og kannski verður búnaðarnámið í framtíð- inni forsenda fyrir því að fólk fær að hefja búskap. Svo er þetta ágætis menntun." - Áttu von á því að snúa þér að tamningum í framtíðinni? „Ekki veit ég hvað það verður mikið, en eitthvað verður maður meira en sem nemur fjárfram- lögum íslenska ríkisins til flug- mála yfir margra ára tímabil. Hann veit einnig að Alþjóða flugmálastofnunin hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til fram- kvæmdanna. Svo að kosninga- slagorð Ragnars eru innantóm orð. En hvaðan hefur hann upp- lýsingar sínar um yfirvofandi heræfingar í Skagafirði ef til kemur fjármögnun frá NATO? Yísvitandi rangtúlkanir Jú, hann hefur þær úr áróðurs- pésa flokks síns sem nýlega var dreift í kjördæminu. Þar er viðtal við Önnu Kristínu Gunnarsdótt- ur sem skipar 5. sæti framboðs- lista allaballa í Nl.v. í viðtalinu minnist hún á ferð sem hún fór nýlega ásamt fleirum til aðal- stöðva NATO í Belgíu í boði Menningarstofnunar Bandaríkj- anna. Meðal ferðafélaga hennar var sá sem þetta ritar. I áðurnefndum áróðurspésa allaballa kemur fram túlkun hennar á mikilvægum atriðum sem snerta varaflugvöll við Sauð- árkrók. Það er greinilegt með hvaða hugarfari Anna Kristín hefur farið í þessa ferð. í raun virðist hún hafa haft niðurstöður ferðarinnar á reiðum höndum fyrir fram. Slíkar eru rangtúlkan- irnar. í viðtalinu fer ákaflega lítið fyrir mati á þeim hagsmunum sem íbúar kjördæmisins koma til með að hafa af flugvelli þessum. Þar er einungis sagt: „Eflaust er hægt að þróa fiskvinnslu þannig að útflutningur á unnum fersk- fiski verði að veruleika.“ Það þarf ekki að fjölyrða um það mikilvægi sem flugvöllurinn getur haft fyrir kjördæmið. Ég ætla ein- ungis að ráðleggja þeim Önnu Kristínu og Ragnari Arnalds að ganga á fund iðnráðgjafa Iðn- þróunarfélags Nl.v. (en hann skipar 3. sæti á lista Alþ.bl. í kjördæminu) og fá yfirlit yfir hugmyndir. Aðalpúðrinu í viðtal- inu við Önnu Kristínu er eytt í það málefni sem minna máli skiptir. I meðhöndlun Alþýðu- bandalagsins er það hins vegar orðið að mikilvægasta atriðinu vegna vísvitandi rangtúlkunar. Þegar Anna Kristín gerir að umtalsefni flugvelli í Norður- Noregi sem NATO hefur fjár- magnað. Þar er um að ræða svip- uð mannvirki og byggt yrði hér ef til fjármögnunar NATO kæmi. Síðan segir orðrétt: „En í Brússel kom fram að NATO hefur enga flugvelli ónotaða sem það hefur kostað. Allir eru þeir nýttir að einhverju leyti sem æfingavellir. Sumir lítið og sumir mikið.“ Ekki átta ég mig almennilega á því hvað hér er átt við enda er um að ræða teygjanlegt orðalag. Umræddir flugvellir eru í umsjá norskra flugmálayfirvalda og not- aðir til flugsamgangna innan Noregs. Þeir eru lítið frábrugðnir öðrum flugvöllum og ekkert „hernaðarlegt“ yfirbragð á þeim. Þar af leiðandi velta fáir Norð- menn því fyrir sér hvort NATO hafi fjármagnað þá eða einhver annar. Heræfingar á þessum völl- um eru fáar sem engar. Þeir eru lítillega notaðir við stærri NATO æfingar. Flugvöllur á norðurströnd íslands er mikilvægur fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins í Norðurhöfum. Annars væru þeir varla að falast eftir þátttöku í byggingu hans. En að NATO ætli að planta vopnuðu liði í kringum svona völl er hreint kjaftæði og enn eitt dæmi um vísvitandi rang- túlkun komma. Ég held að þeir ættu að fá sér eintak af varnar- samningnum og lesa hann. Hann kveður nefnilega á um hámark hermangs á Islandi. Sá kvóti er nú þegar fylltur. „Pólitísk yfirhylming“ En lítum nú á nokkrar staðreynd- ir: Sem fyrr er sagt er ljóst að varaflugvöllur fyrir millilandaflug á norðurströnd íslands verður ekki gerður nema til komi fjár- magn frá NATO. Það hlýtur að vera öllum ljóst (þó að menn eigi misauðvelt með að viðurkenna það). Þau skilyrði sem NATO hefur sett fyrir þátttöku sinni í gerð varaflugvallar við norður- strönd íslands eru eftirfarandi: 1. Að flugvöllurinn verði við Sauðárkrók. 2. Að flugvöllurinn uppfylli „NATO staðal". Varðandi skilyrði 1: í för minni til Brússel kom glöggt fram hjá NATO mönnum óánægja með þá pólitísku yfir- hylmingu (orðalag mitt) sem á sér stað varðandi þátttöku NATO í gerð vallarins. Þ.e. að NATO skuli eiga að fjármagna athuganir á nokkrum stöðum á norðanverðu landinu með stað- setningu varaflugvallar í huga. Frá þeirra hendi er málið ofur- einfalt. Flugvöllurinn verður við Sauðárkrók. Varðandi skilyrði 2: Kröfur NATÓ staðals eru um eftirfarandi: Lengd flugbrautar verði ákveðin af NATO. Á flugvellinum verði rífleg aðstaða til afgreiðslu flugvéla. Fullkomin aðstaða til eldsneyt- isafgreiðslu. Flugvöllurinn verður í umsjá íslenskra flugmálayfirvalda á friðartítnum. Engin áform eru um að þessi völlur verði einhver æfingavöllur. Sem sagt íbúar umrædds svæðis bæði alþýðu- bandalagsmenn og aðrir munu lítið sem ekkert verða varir við hver fjármagnaði mannvirkið. Það sem hér að framan hefur verið sagt er fyrst og fremst fram- sett til að leiðrétta þá rangtúlkun á þessu málefni sem Alþýðu- bandalagið setur fram opinber- lega. Hagsmunir okkar sem hér búum eru of rniklir til að við get- um hafnað tilboði um fjármögn- un flugvallar frá NATO, hvað sem stríðsleik Alþýðubandalags- ins líður. Þess má að lokum geta til upplýsingar fyrir allaballa að ef til ófriðar kemur verður ekki beðið urn lendingarleyfi fyrir flugvélar NATO á neinum flug- velli sem liggur í nágrenni átaka- svæðis hvaða nafni sem hann nefnist. Hann verður einfaldlega hernuminn. Friðrik Jónssun er véitækni- fræðingur og starfar sem raun- greinakennari við Fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.