Dagur


Dagur - 22.04.1987, Qupperneq 12

Dagur - 22.04.1987, Qupperneq 12
DAGUR -22. apríl 1987 Aðalfundur Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þing- eyinga verður haldinn á Hótel Húsavík sunnudaginn 26. apríl nk. kl. 2 e.h. Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Svarfdælingar Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Svarfaðardals- hreppi 25. apríl verður á Húsabakka nýju heimavist, og hefst kl. 11.00. Kjörstjórnin. Kvenna - kvenna - kvenna - hvað Síöasta vetrardag kl. 20.00 ætla konur á Akureyri og nágrenni að hrista af sér slen vetrarins og hittast í Húsi aldraðra. Þar verður dagskrá á vegum Kvennalista í Norður- landskjördæmi eystra. Dagskrá verður fjöl- breytt svo sem: Ávörp - til kvenna. Sögustund. Ljóðalestur. Söngur og fleira. Að sjálfsögðu verða kaffi og kökur á boðstólum. Kvennalistinn. Uppákoma! Jæja, nú mæta allir á sumardaginn fyrsta kl. 15.00 á gamla skautasvellið í Innbænum og horfa á hestamenn slá köttinn úr tunnunni af hestbaki. Þátttakendur mætið í frumlegum búningum. Vegleg verðlaun. Hver veit nema krökkum verði leyft að fara á hestbak? Látið sannfæringuna ráða í kjörklefanum Borgaraflokkurinn er nýtt afl sem ætlað er að kljúfa flokks- apparötin og breyta íslensku stjórnkerfi þannig, að hinn almenni borgari eigi kost á að láta skoðanir sínar í ljós og að á þær sé hlýtt. Ég hef alltaf haft áhuga og ánægju af því að fylgj- ast með stjórnmálum hér á landi, en hef ekki viljað binda mig í stjórnmálaflokki, þó að ég hafi verið stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins til þessa. Ég hef verið á móti flokksapparatinu á undan- förnum árum og stundum kosið Sjálfstæðisflokkinn af illri nauð- syn, þar sem skárri kostur. var ekki til. Flokkarnir hafa verið hver öðrum líkir, sama sam- tryggingin hjá þeim öllum. Ég var því reiðubúinn til þátttöku í baráttu fyrir því að skoðunum frjálsræðis séu ruddar brautir hér á landi og í heiðri hafðar, réttur einstaklingsins að fullu virtur og hamlað sé gegn flokksræði og flokkseigendafélögum. Þessa baráttu mun Borgaraflokkurinn heyja. Ég er þess fullviss, að Borgara- flokkurinn snertir frjálsræðis- strengi í hjarta miklu fleira fólks en þegar hefur komið fram. Frjálsræðið og réttur einstaklings- ins á sér víða ítök. Ennþá eru margir ekki alveg tilbúnir að láta þessar skoðanir í ljósi opinber- lega, sumir af ótta við gamla flokkakerfið eða jafnvel vegna hótana. Ég er þess fullviss, að þegar í kjörklefann kemur, láti menn hins vegar sannfæringuna ráða og skipi sér undir merki hins nýja Borgaraflokks, sem setur einstaklingsfrelsið ofar flokks- ræði og vill rjúfa þá samtryggingu Sjotöúut Kveðjum vetur Fögnum sumri Opið frá 10-03. SHÆhh Framsóknarflokkurinn vill að íþrótta- ogæsku- lýðsstarf sé í höndum frjálsra félagasamtaka er njóti stuðnings opinberra aðila. Ég kýs Fiamsókn! x-B Daníel Hilmarsson. Sex vikna vomámskeið fyrir fullorðna hefst 22. apríl Byrjendur og framhaldsnemendur, hafið samband sem fyrst í síma 24550 frá kl. 13-19. Guðmundur E. Lárusson. stjórnmálaflokkanna, sem við- heldur flokksræðinu og ver það. Ástæðan fyrir framboði níu flokka í Norðurlandskjördæmi eystra er sá glundroði og fólks- flótti, sem þar hefur ráðið ríkjum, skortur á viðunandi atvinnu og dauft mannlíf. Þessu verður að breyta. Það verður að efla atvinnulíf á Akureyri til muna. Akureyri og kjördæmið verður að fá til sín menntastofn- anir, þjónustumiðstöðvar, fleira fólk, aukið fjármagn auk ákvörð- unarvalds og sjálfræði til upp- byggingar í kjördæminu. Að því mun ég og aðrir á lista Borgara- flokksins vinna. Ég tel lista Borgaraflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra sterkan og sigurstranglegan. í öðru sæti er Valgerður Sveins- dóttir, viðurkennd dugnaðar- kona á Akureyri, sem bæði hefur og á eftir að gera góða hluti fyrir byggðarlag sitt. í þriðja sæti er sjálfstæður og harðduglegur verktaki í Mývatnssveit, Fléðinn Sverrisson og í fjórða sæti kosn- ingastjóri flokksins í kjör- dæminu, Gunnar Frímannsson rafvirkjameistari. Allt er þetta frjálslynt fólk, sem gerir sér mætavel ljóst, að stjórnmálalegur árangur næst ekki nema einstakl- ingar vinni saman af heilum hug og virði hver annan. Guðmundur E. Lárusson 1. maður á lista Borgaraflokksins. Hlynur Hallsson: Abyrg utanríkis- stefna í anda friðar Friðlýsing íslands og Norður-Atl- antshafs er eitt brýnasta hags- munamál okkar íslendinga. Eitt kjarnorkuslys gæti gert út af við fiskimiðin og þar með eyðilagt lífs- afkomu þjóðarinnar, því að sjáv- arútvegurinn er slagæð velferðar allra Islendinga og krafan um kjarnorkuvopnalaust svæði því eitt mikilvægasta öryggismál þjóðarinnar. Kjarnorkuslys eins og það þegar kjarnorkukafbátur sökk í Atlantshafi minna á hætt- una sem fiskveiðiþjóð stafar af kjarnorkuvígvæðingu hafanna. Hin geysilega hernaðarupp- bygging í Norðurhöfum er alvar- leg ógnun við sjálfstæði okkar. Því hefði verið eðlilegt að íslensk stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til þess að stöðva þessa óheillaþróun. En í stað þess hefur ríkisstjórnin ýtt undir vígbúnaðarkapphlaupið með því að leyfa gífurlegar hernaðarfram- kvæmdir hér á landi sem tengjast beint árásarvígbúnaði Bandaríkj- anna á Norð-Austur Atlantshafi. En þetta er ekki sú stefna sem íslenska þjóðin vill hafa; friðar- sinnaðir Islendingar vilja ekki halda uppi þeirri helstefnu sem ríkisstjórnin, með utanríkisráð- herra í broddi fylkingar, hefur haft á erlendum vettvangi síðustu ár. Þetta kom glögglega í ljós í nýlegri skoðanakönnun þar sem 90% aðspurðra sögðust vera hlynntir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum, andstætt stefnu ríkisstjórnarinnar sem hef- ur verið Þrándur í Götu í þessu máli og gert allt sem henni var mögulegt til að tefja framgöngu málsins. Alþýðubandalagið hefur hins vegar ætíð lagt áherslu á að friður, öryggi og sjálfstæði ‘íslensku þjóðarinnar verði best tryggt með því að herinn fari burt, ísland verði friðlýst og utan hernaðarbandalaga. Það er sjálf- stæð og hlutlaus, íslensk utanrík- isstefna, grundvölluð á friðarvið- leitni. íhaldið hefur hins vegar þagað þunnu hljóði yfir þessum brýnu öryggismálum þjóðarinnar og þess í stað haldið áfram að hæla sér af plastkortum og útvarps- stöðvum án þess að tala um hluti sem raunverulega skipta máli. Með stuttbuxnadeildina í eftir- dragi hefur íhaldið reyndar ekki legið á liði sínu við að gefa út lit- skrúðuga áróðursbæklinga úthugsaða til að villa fólki sýn. Á síðustu árum hefur Sjálf- stæðisflokkurinn, undir forystu Sverris Hermannssonar, unnið að því að brjóta niður Lánasjóð íslenskra námsmanna; ráðherrar Framsóknar sátu aðgerðarlausir þangað til rétt fyrir kosningar, að þeir segjast vera á móti öllu saman! Samt sitja þeir í stjórn með íhaldinu, og heyrðist ekki frá þeim orð; á meðan voru lánin skert um u.þ.b. 20% - og lán- tökuhlutfall sjóðsins hefur aldrei verið hærra. Alþýðubandalagið hefur hins vegar staðið með námsmönnum, bæði með tillöguflutningi á Alþingi og með því að standa gegn þeirri ófrægingarherferð sem íhaldið hefur haldið uppi gegn námsmönnum. Alþýðu- bandalagið vill tryggja jafnrétti til náms með öflugum lánasjóði, vaxtalausum lánum sem hægt er að lifa af. Fólkið í Alþýðubanda- laginu veit að menntun er for- senda framfara. Sameinumst um þá stefnu sem hefur verið mótuð í friðarhreyf- ingunni og Ólafur Ragnar Gríms- son hefur barist ötullega fyrir á alþjóðavettvangi, friðarstefnu byggða á raunsæjum tillögum um afvopnun. Snúum af stefnu utan- ríkisráðherra Matthíasar Á. Mathiesen og haukanna í Banda- ríkjunum, stöndum ekki í vegi fyrir, heldur byggjum upp ábyrga utanríkisstefnu í anda friðar. Látum góðar og réttlátar hug- myndir Alþýðubandalagsins verða að veruleika, þannig er björt framtíð tryggð. Kosningarétturinn er mikil- vægur, tökum afstöðu. Setjum X við G-ið á kjördag. Höfundur er 18 ára mennta- skólancini og skipar 6. sæti á lista Alþýöubandalagsins á Norðurlandi eystra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.