Dagur


Dagur - 22.04.1987, Qupperneq 15

Dagur - 22.04.1987, Qupperneq 15
22. apríl 1987 ^ DAGUR - 15 Hefur landsbyggðin ráð á nýtri óreiðu? Alþingiskosningarnar næstkom- andi laugardag snúast að miklu leyti um málefni landsbyggðar- innar. Þær snúast ekki um það, hvort tekið verði á þeim vanda, sem búsetuþróunin í landinu er. Allir flokkar og framboðslistar hafa lýst því yfir, að eitt af aðal- verkefnum næstu ríkisstjórnar verði að snúa þessari byggða- röskun við. Kosningarnar snúast því um það, hvernig ráðist verður að vandanum og á hvaða for- sendum reynt verður að snúa búsetuþróuninni við. Talsmenn nýju framboðslist- anna eru sammála Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi að einu athyglisverðu leyti. Þeir forðast það eins og heitan eldinn að fjalla um byggðamálin í samhengi við efnahagsmál. Þeir leitast við eftir fremsta megni, að leiða huga kjósenda frá þeim árangri, sem náðst hefur í efnahagsstjórn, eins og sá árangur og vandamál lands- byggðarinnar séu tvö óskyld atriði. Þetta viðhorf A-flokkanna og nýju framboðslistanna er táknrænt. Þeir kjósa að stinga höfðinu í sandinn til að sjá betur fram á veginn. Ástæðan fyrir því hve veik staða landsbyggðarinnar hefur verið á undanförnum árum er þó fyrst og fremst efnahagslegs eðlis. Mælikvarðinn, sem kjós- endur geta notað til þess að vega og meta stöðu landsbyggðarinnar er einfaldur. Hann er að finna í viðskiptajöfnuði íslendinga við önnur lönd. Þegar viðskiptajöfnuðurinn er óhagstæður er það vísbending um að íslenska krónan sé of hátt skráð. Á meðan slíkt ástand varir, er útflutningur erfiður, en innflutningur hagstæður og ódýr. Fjármagn er flutt í stórum stíl frá þeim sem afla gjaldeyris til hinna sem eyða honum. Með öðrum orðum, fé er flutt frá sjávarút- Tómas Ingi Olrich. vegi, fiskvinnslu og iðnaði til inn- flutningsverslunar og ríkissjóðs sem hagnast af innflutningi. Atvinnulíf landsbyggðarinnar einkennist af því, hve undir- stöðu- og útflutningsgreinar eru þar mikilvægar. Viðskiptahalli táknar því það að gengið er stór- lega á hagsmuni landsbyggðar- innar, en mulið undir þjónustu- greinar, og þær eru að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur alltaf verið megin- viðfangsefni Sj álfstæðisflokksins, að ná hallalausum viðskiptum við útlönd. Þegar flokkurinn fór frá völdum 1971, var afgangur af við- skiptum íslendinga við önnur lönd, og undirstöðugreinar lands- byggðarinnar í sókn. Við tók þriggja ára óráðsía og viðskipta- halli vinstri stjórnar. Frá 1974 til 1978 glímdi Sjálfstæðisflokkurinn á ný við að greiða úr óreiðunni. í lok kjörtímabilsins hafði aftur tekist að bæta hag undirstöðuat- vinnuveganna, þannig að þjóðar- búið var rekið hallalaust. Það ár, 1978, er eina árið á síðastliðnum 17 árum, sem fleira fólk flutti til Ferð tíl Reykjavíkur hefur verið ákveðin 18.-21. maí, ef næg þátttaka fæst. Helga Frímannsdóttir skráir væntanlega ferðafélaga sími 22468 fyrir 1. maí. Flugfar og hótelkostnaður kr. 5.757,00, á mann í 2ja manna herbergjum. Ferðanefnd Félags aldraðra. Skrifstofa J-listans Glerárgötu 20 Akureyri er opin frá kl. 8 á morgnana og fram til kl. 24 á kvöldin. Efstu menn listans eru þar til viðtals, og vilja heyra hljóðið í kjósendum. Stuðningsfólk og aðrir eru hvattir til að líta inn og fá sér kaffisopa og eiga gott samfé- lag. Komið og látið í ykkur heyra um leið og þið njótið málverka Iðunnar Ágústsdóttur sem eru til sýnis á skrifstofunni. landsbyggðarinnar en til suðvest- urhornsins. Enn einu sinni var upplausnaröflum vinstri manna gefið nýtt tækifæri til að sýna hvað í þeim byggi. Það kostaði fimm ára öngþveiti, meiri viðskipta- halla en nokkru sinni fyrr og þar af leiðandi óstöðvandi undanhald á landsbyggðinni. Það hefur tekið fjögur ár að byggja upp úr rústunum, sem vinstri flokkarnir skildu eftir sig 1983. Aftur er tekið að rofa til í málefnum landsbyggðarinnar. I undirstöðuatvinnugreinum er uppgangur. Erlend viðskipti voru rekin án halla á síðastliðnu ári. Þessi bati er frumsókn til öflugra atvinnulífs og bættra lífskjara á íslandi, en þó einkum á lands- byggðinni. Um aðrar sóknarleið- ir er ekki að ræða. Sár reynsla ætti að hafa kennt þjóðinni það. Nú sækja vinstri flokkarnir og nýju framboðin um endurnýjað- an óreiðukvóta. Þeirri umsókn eru kjósendur hvattir til að hafna. Verðið er of dýrt. Lands- byggðin hefur ekki ráð á því, að láta grafa undan atvinnulífi sínu rétt eina ferðina. Tómas Ingi Olrich. PASSAMYNDIR Vinningstölurnar 18. apríl 1987 Heildarvinningsupphæð 4.741.476.- 1. vinningur 2.375.424.- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur kr. 710.832.- Skiptist á milli 177 vinningshafa kr. 4.016.- kr. á mann. 3. vinningur kr. 1.655.220.- Skiptist á milli 7.882 vinningshafa sem fá kr. 210 hver. Upplýsingasími 91-685111. TILBUNAR STRAX IJÓSMVNflASrflíA PÁfe & 23464 Óskum eftir að ráða duglegan og samviskusaman starfskraft til afgreiðslustarfa, strax. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Verslunin Garðshorn Byggðavegi 114. Stýrimann vantar á 60 tonna bát frá Dalvík. Upplýsingar í símum 61857 og 61408. Atvinna í smjörlíkisgerð Starfsmann vantar í Smjörlíkisgerð KEA. Þekking á vélum æskileg. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri KEA. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu. Kaupfélag Eyfirðinga. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Kynning fösfudaginn 24. apríl frá kl. 15.00-19.00. Kynning á Albani bjór Komið og kynnist ☆ j> r í Hrísalund. Hrísalundi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.