Dagur - 22.04.1987, Síða 16

Dagur - 22.04.1987, Síða 16
Akureyri, miðvikudagur 22. aprfl 1987 Alhliða rafverktakastarfsemi og verslun mmuásht RAFVERKTAKAR FURUVÖLLUM 13 - 600 AKUREYRI SÍMAR (96)25400 & 25401 » Heitt vatn til lllugastaða? „Erum að kanna alla möguleika" - segir Hákon Hákonarson „Við héldum aðalfund 10. apr- fl og samþykktum að óska eftir viðræðum við stjórn Hitaveitu Akureyrar, bæjaryfirvöld, hreppsnefnd Hálshrepps o.fl. aðila til að kanna hvort mögu- legt væri að leggja heitavatns- lögn frá Reykjum í Fnjóskadal að orlosfshúsunum á Illuga- Hraðakstur á Húsavík - umferðaróhapp á Mývatnsöræfum Nýleg Mazda fólksbifreið skemmdist mikið er hún lenti í hvarfl á veginum skammt frá efri brúnni yflr Jökulsá á Fjöllum. Óhappið varð um hádegi á mánudag, runnið hafði úr veginum vegna leys- inga og kom ökumaður bif- reiðarinnar ekki auga á hvarfið í tæka tíð. Fimm manns voru í bifreiðinni en engin teljandi meiðsli urðu á fólkinu. Á laugardagskvöld voru 13 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Húsavík, og tveir þeirra tvisvar sinnum sama kvöldið. Á páskadagskvöld voru síðan fjórir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Húsavík. IM stöðum,“ sagði Hákon Hákon- arson, en hann er formaður Rekstrarfélags orlofsbyggð- anna að Illugastöðum. Að sögn Hákonar er það gam- all draumur að leiða heitt vatn í orlofshúsin, bæði til húshitunar og notkunar í sundlaug og heit- um pottum. Ef af þessu yrði þá væri það til mikilla bóta því eins og stendur fæst ekki heitt vatn á Illugastöðum nema með raf- magnsupphitun. Þetta kostar talsvert fé og kemur t.d. í veg fyr- ir byggingu sundlaugar á staðnum. Þegar Hákon var spurður að því hvort slíkar framkvæmdir borguðu sig sagði hann: „Það er ekki hægt að svara því nákvæm- lega ennþá, við erum að skoða þetta dæmi alveg í botn. Það verður að kanna hvaða aðilar myndu koma inn í þessar fram- kvæmdir, ef af verður. Það er enginn vafi á því að það myndi lyfta svæðinu að Illugastöðum mikið upp ef þar væri hitaveitu- vatn, sundlaug og heitir pottar. Fólk vill hafa slíka aðstöðu þegar það er í orlofi og við viljum kanna hvort þessi framkvæmd er möguleg. Það er þó ekki hægt að segja neitt ákveðið á þessari stundu. Leiðslan yrði 5,8 km löng og við vitum ekki hver kostnað- urinn yrði við lögnina eða hvort fjárhagslegt bolmagn er fyrir slík- um framkvæmdum." EHB Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA í gær voru 24 framleiðendum afhentar viðurkenningar fyrir árið 1986. Á mynd- inni sjást flestir þeir sem viðurkenningu hlutu ásamt þeim Þórarni E. Sveinssyni mjóikursamlagsstjóra og Val Árn- þórssyni kaupfélagsstjóra. Mynd: rþb Aðalfundur Mjólkursamlags KEA: Miklar ostabirgöir valda áhyggjum - eru nú 520 tonn af 1025 tonna birgðum í landinu - unnið verður að nýjum samþykktum fyrir KEA Byggingalánasjóður Akureyrar: Vextir hækka í 6% Nú hefur verið ákveðið í Bæjarráði Akureyrar að hækka vexti á lánum úr Bygg- ingalánasjóði Akureyrar frá 1. maí nk. Vextirnir hækka úr flmm í sex prósent. Samkvæmt reglugerð sjóðsins ákvarðar bæjarráð vextina á hverjum tíma því lánin eru verðtryggð með breytilegum vöxtum. Að sögn Valgarðs Baldvins- sonar, bæjarritara, hefur engum lánum verið úthlutað úr sjóðnum frá árinu 1985, en þá var síðast auglýst eftir umsóknum. Sjóður- inn hefur ekki haft neina fasta tekjustofna en verið háður bein- um framlögum úr bæjarsjóði, auk þess að afborganir og vextir eldri lána hafa runnið til hans. „Þetta hefur aldrei verið stór sjóður og áður fyrr var hann ekki verðtryggður og koðnaði niður. Þá settu menn reglur um að lán úr sjóðnum rynnu ekki til nýbygginga heldur eingöngu til viðgerða á eldri húsum. Á þeim tíma var ætlunin að láta sjóðinn sinna þeim þætti húsnæðismála sem mönnum fannst Húsnæðis- stofnun ríkisins láta minnst til sín taka og brúa með því visst bil. Eftir að fleiri möguleikar opnuð- ust til viðgerða og endurbóta á eldri húsum vegna nýrra lána- möguleika Húsnæðisstofnunar hætti bæjarráð að leggja fé í sjóð- inn og hann er sáralítill núna. Það verður eflaust skoðað hvort leggja beri Byggingalánasjóðinn niður eða fá honum annað hlut- verk eftirleiðis," sagði Valgarður Baldvinsson. EHB Aðalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn í gær. A fund- inum, sem var nokkuð vel sóttur, flutti Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri erindi auk þess sem Þórarinn E. Sveinsson gerði grein fyrir ársskýrslu fyrir 1986. Einnig fluttu skýrslur Magnús Gauti Gautason fjár- málastjóri KEA og Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnar- maður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. í erindi sínu sagði Valur Arn- þórsson meðal annars að fundur þessi væri tímamótafundur vegna þeirra miklu breytinga sem urðu með nýjum lögum um fram- ieiðslu og sölu á búvörum. Lögin tóku gildi í júní 1985 þannig að þetta er fyrsti aðalfundurinn þar sem hægt er að skoða heilt ár í ljósi þessara nýju aðstæðna. í framhaldi af þessum breytingum m.a. hefur Jón Finnsson hæsta- réttarlögmaður verið fenginn til að vinna drög að nýjum sam- þykktum fyrir KEA og einnig er ljóst að endurskoða þarf skipan og starfssvið samlagsráðs. í máli þeirra Vals og Þórarins Nýlega rann út umsóknarfrest- ur um störf forstöðumanns háskólakennslu á Akureyri og brautarstjóra í hjúkrunarfræði og iðnrekstrarfræði við skólann. Þrjár umsóknir bár- ust um starf forstöðumannsins en aðeins ein umsókn um hin störfín tvö. Um starf forstöðumanns há- skólakennslunnar sóttu eftirtald- ir: Haraldur Bessason prófessor við íslenskudeild Manitobahá- skóla í Winnipeg, Hermann Ósk- arsson phil. cand. og kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri kom fram að vegna tregðu í bankakerfinu hafa afurðalán hækkað mjög lítið milli ára og lækkað að raungildi. Afurðalán til Mjólkursamlags KEA voru á síðasta ári 163,7 milljónir en 158 milljónir árið 1985. Á sama tíma hafa birgðir aukist mjög verulega en þrátt fyrir það hefur tekist að standa skil á greiðslum til bænda. í skýrslu sinn ítrekaði Þórarinn þá erfiðleika og óvissu sem óhjá- kvæmilega hljóta að fylgja gífur- legum ostabirgðum. Birgðir sam- lagsins eru nú um 520 tonn eða rúmur helmingur af öllum osta- birgðum í landinu. Sem dæmi um þessa óvissu nefndi Þórarinn að hagnaður af rekstri síðasta árs, 2,7 milljónir, jafngilti verði einungis 7-8 tonna af osti! ET og Stefán G. Jónsson doktor í eðlisfræði og kennari við Menntaskólann á Akureyri. Eini umsækjandinn um starf brautarstjóra óskaði nafnleyndar og í umsókninni var ekki tilgreint hvort starfið sótt er um. Þess má geta að umsóknarfresturinn um brautarstjórastöðurnar hafði þegar verið framlengdur einu sinni. Það er menntamálaráðherra sem skipar í stöðurnar og að sögn Árna Gunnarssonar deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu verður það varla gert fyrr en eftir kosn- ingar. ET Leikið við Ægi. Mynd: rþb Háskóli á Akureyri: Þrjár umsóknir um stöðu forstöðumanns

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.