Dagur - 23.04.1987, Síða 8

Dagur - 23.04.1987, Síða 8
8 - DAGUR - 23. apríl 1987 borgamM FLOKKURINNí -flokkw með framtéó | Akureyringar Kosningaskrifstofan er að Skipagötu 13. Viljir þú láta aka þér á kjörstað er síminn Upplýsingar um kjörskrá í síma Almennar upplýsingar í síma 27457 27458 27459 Sjálfboðaliðar óskast til ýmissa starfa. Stuðningsmenn og aðrir velunnarar Borgaraflokks- ins. Munið kosningahappdrættið. Glæsilegir vinningar. Miðaverð aðeins 300 kr. Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni og frambjóðendur til viðræðna. Okkar styrkur er fólginn í bjartari framtíð öllum til handa. BOKGAMM FLOKKURim -tlokkur með framtíð I Norðurlandaráð auglýsir skrifstofustarf laust til umsóknar Skrifstofa forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokkhólmi auglýsir skrifstofustarf laust til umsóknar. Starfið felst í mót- töku á skrifstofunni, símavörslu, umsjón með farmiða- og hótelpöntunum og aðstoð við skjalavörslu, gagnaöflun og ýmsar athuganir, en starfsskyldurnar geta breyst. Umsækjendur skulu hafa reynslu af ritvinnslu. Starf þetta er tilbreytingaríkt og nokkuð sjálfstætt. Umsækjendur skulu hafa gott vald á íslensku og einu öðru Norðurlandamáli og frekari málakunnátta er æskileg. Ráðningasamningur er í upphafi gerður til fjögurra ára en unnt er í vissum tilvikum að framlengja hann. Ríkisstarfs- menn á Norðurlöndum eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa við skrifstofu Norðurlandaráðs. Föst laun eru um 8.500 sænskar krónur á mánuði auk upp- bótar, sem er 3.400 sænskar krónur fyrir þá sem flytjast til Svíþjóðar vegna starfsins og 1.800 sænskar krónur fyrir þá sem þar eru búsettir. Kostnaður af búferlaflutningi greiðist af Norðurlandaráði. Starf þetta er einungis auglýst á íslandi. Eftirtaldir aðilar veita nánari upplýsingar um stöðuna: Áke Pettersson aðstoðarframkvæmdastjóri skrifstofu for- sætisnefndar Norðurlandaráðs í síma 9046-8-143420, Snjó- laug Ólafsdóttir ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs í síma Alþingis 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þær hafa borist til skrif- stofu forsætisnefndar (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, s-10432 Stockholm) eigi síðar en 11. maí nk. Skrifstofa J-listans Glerárgötu 20 Akureyri er opin frá kl. 8 á morgnana og fram til kl. 24 á kvöldin. Efstu menn listans eru þar til viðtals, og vilja heyra hljóðið í kjosendum. Símar J-listans á kosningaskrifstofunni Glerárgötu 20 26710 ★ 26097 ★ 26644 Stuðningsfólk og aðrir eru hvattir til að líta inn 0n f? sér ka^isopa og eiga gott samfé- lag. _ Komið og látið í ykkur heyra um leið og þið njótið málverka Iðunnar Ágústsdóttur sem eru til sýnis á skrifstofunni. Sverrir Sveinsson, Siglufirði: Gerum kosningu Fram- sóknarflokksins sem besta Kosningaloforð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem nú tekur út sinn dóm hjá kjós- endum voru ekki mörg. Framsóknarflokkurinn mynd- aði þessa ríkisstjórn, með Sjálf- stæðisflokknum, eftir að allir hin- ir flokkarnir höfðu gefist upp við að koma saman starfhæfri ríkis- stjórn. Þá var ástand atvinnu- mála þannig að útgerðin var við það að stöðvast og við blasti stöðvun fjölda atvinnufyrirtækja sem þýtt hefði atvinnuleysi og afturför á öllum sviðum. Vissu- lega voru erfiðleikar á mörgum sviðum, verðfall á erlendum mörkuðum og olíuverð hátt svo og vextir af erlendum lánum. Samstarfsaðilar okkar í ríkis- stjórninni voru ófáanlegir til að takast á við aðsteðjandi vanda á annan veg, en með sífelldum gengisfellingum og bráðabirgða- lausnum. Þessu lýsti Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins þáverandi félagsmálaráðherra, við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1983, með því að boða: Neyðar- áætlun til 4 ára. Framsóknarflokkurinn var ekki í þeirri ríkisstjórn til þess að sitja og hefði e.t.v. átt að ganga út úr stjórninni fyrr. Framsóknarflokkurinn gekk til kosninganna 1983 með fullri reisn og ábyrgð og sagði þjóðinni hiklaust, til hvaða ráðstafana hann mvndi grípa ef til yrði kvaddur að kosningum loknum. Þegar eftir kosningarnar 1983, eftir að stjórnarmyndunarvið- ræður höfðu staðið í tvo mánuði var allri þjóðinni orðið ljóst að hvorki Alþýðuflokkur eða Alþýðubandalag höfðu þann pólitíska kjark sem þurfti til að takast á við og leysa þau vanda- mál sem þjóðin glímdi við, og Kvennalistinn var í sinni enda- lausu sjálfskoðun sem þær eru enn að fást við, og enginn botnar í, hvaða tíma ætlar að taka. í málefnasamningi ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar var lögð áhersla á að ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar, ná niður verðbólgunni, tryggja atvinnuvegunum viðunandi rekstursskilyrði án þess að til atvinnuleysis kæmi. Þetta hefur tekist og til þessara kosninga göngum við aftur og enn, með fullri reisn og ábyrgð, óhræddir við að leggja í dóm kjósenda störf ráðherra okkar og þingmanna. Undir öruggri forustu Stein- gríms Hermannssonar hefur ver- ið farið með efnahagsmál af þeirri festu sem boðuð var við myndun ríkisstjórnarinnar. Þær aðgerðir sem gripið var til voru gerðar í samráði og samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og eru að því leyti ný vinnubrögð í kjara- og launamálum. Stjórnarandstaðan og þá sér í lagi A-flokkarnir fylgdust ekki með, voru ekki í takt við tímann. Forusta Alþýðubandalagsins tvístraðist, Ragnar fór að skrifa leikrit, Ólafur Ragnar fór að leysa heimsvandamál, Svavar var einn að passa Ásmund, sem var á fullu við að semja við atvinnurek- endur með vitund ríkisstjórnar- innar um bætt kjör. Þessu ástandi er lýst af sumum að Alþýðu- bandalagið sveiflist um í pólit- ísku tómarúmi eða tilgangsleysi. Á sama tíma er formaður Alþýðuflokksins með allra handa sjónhverfingar sem enginn skilur. Þjóðviljinn segir á forsíðu 14. apríl að góðærið sé orðið svo mikið að jafngildi 1 milljón króna á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu eða þjóðartekjur hafi vaxið um 52 milljarða á sl. 4 árum. Auðvitað er verið að færa þennan viðurkennda árangur til fólksins í landinu, það gerist með lækkuðu orkuverði sem er t.d. 40% lægra en 1. ágúst 1983. Það gerðist í undanfarandi kjara- samningum og það gerist í þeim samningum sem verið er að gera þessa dagana. Framsóknarflokkurinn átti 70 ára afmæli í haust. Við göngum til þessara kosninga undir kjör- orðinu: Ný öld í augsýn. Við ætlum að vinna að því á næsta kjörtímabili að varðveita þann árangur sem við höfum náð í efnahagsmálum, við viljum ísland án verðbólgu og atvinnu- leysis. Við viljum áframhaldandi hagvöxt. Við viljum lækka er- lendar skuldir þjóðarinnar. Við viljum bæta laun hinna lægra launuðu. Við viljum standa vörð um þann grunn sem hefur verið lagður um stjórnun fiskveiða. Við viljum búháttabreytingu í landbúnaði. Og áframhaldandi nýsköpun í atvinnulífi með aukna áherslu á aukna verð- mætasköpun og þekkingu. Við viljum mæta þörfum einstaklings- ins og fjölskyldunnar í síbreyti- legu þjóðfélagi og eigum okkur hugsjón og draum um mannlegt samfélag þar sem tóm gefst til að sinna eðlilegum tómstundum, við viljum standa vörð um æsku Foreldrafélag Glerárskóla gengst fyrir fjölskylduskemmt- un í Glerárskóla á sumardag- inn fyrsta. Þar verður boðið upp á veitingar, sýningar og ýmsa leiki og skemmtanir fyrir alla fjölskylduna. Fjölskylduskemmtunin hefst kl. 14.00 og lýkur kl. 16.00. í skólanum verður boðið upp á kaffi og heitar vöfflur. Blásara- sveit Tónlistarskólans á Akureyri mun spila, seld verða blóm og landsins, efla íþróttir og útilíf, svo nokkuð sé nefnt. Framsóknarflokkurinn getur ekki tekið þátt í stjórnarsamstarfi sem ætlar að minnka meir en orð- ið er vægi atkvæða milli kjör- dæma. Framsóknarflokkurinn getur heldur ekki tekið þátt í myndun ríkisstjórnar þar sem óheft frjáls- hyggja ræður ferðinni í öllum málum. Framsóknarflokkurinn á miklu erindi að gegna um stjórn landsins, enda hefur hann verið til þess kvaddur af þjóðinni nær óslitið sl. 16 ár og það er engin tilviljun. Hann hefur því tekið þátt í að móta það velferðarþjóð- félag sem við búum í. Við göngum til þessara kosn- inga óhræddir við að leggja í dóm kjósenda störf okkar ráðherra og þingmanna. Til þess að varðveita þann árangur sem náðst hefur og tryggja áframhald þeirrar upp- byggingar sem í gangi er, þarf Framsóknarflokkurinn að fá góða kosningu um land allt. í Norðurlandskjördæmi vestra eigum við á hættu á að missa ann- an af tveim þingmönnum kjör- dæmisins vegna sérframboða og dreifingar atkvæða á þau. Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson gjörþekkja þarfir kjördæmisins og það mannlíf sem hér er lifað. Þeir hafa tekið þátt í að aðstoða fjölmarga sem nú eru að hefja atvinnurekstur og aðra sem eru í rekstri. Það væri því mikill skaði ef Framsóknarflokk- urinn fengi ekki góða kosningu í þessu kjördæmi. Fólk má ekki sundra kröftum sínum með því að greiða þeim flokkum atkvæði sem enga möguleika eiga til þess að koma manni að á þing. Með því veikist það afl sem kjördæmið þarf að hafa þegar mynda þarf ríkisstjórn að kosningum loknum og þing kemur saman að nýju. Ég heiti því á alla sem vilja vinna að velferð þessa kjördæmis, að hjálpa til við að gera kosningu Framsóknarflokksins sem besta 25. apríl nk. eyrar heldur fimleikasýningu og aðstaða verður fyrir leiki sem bæði börn og fullorðnir geta tek- ið þátt í, ef vel viðrar. Þá verður kökubasar á staðnum og munir verða seldir á flóamarkaði. Hver bekkjardeild sér um ákveðið svæði á skólalóðinni þar sem fólk getur tekið þátt í úti- leikjum; rallíbílakeppni, stultu- keppni, kasta hringjum o.fl. For- eldrafélagið hvetur aðstandendur og þá sem áhuga hafa til að koma. EHB afleggjarar, Fniilcikarað Akur- Fjölskylduskemmtun í Glerárskóla Ég kýs trausta framtíð * Eg kýs Framsókn! Raidvin Baldursson

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.