Dagur


Dagur - 11.06.1987, Qupperneq 3

Dagur - 11.06.1987, Qupperneq 3
11. júní 1987 - DAGUR - 3 Opnunartími verslana: „Knýjum á um að samið verði við okkur“ - segir Jóna Steinbergsdóttir, formaður verslunar- og skrifstofufólks Lögregian: Blá blikkijós á öllum bifreiðum Allar bifreiðar lögreglunnar á Akureyri eru nú komnar með bláa kúpla á blikkljósin. Að sögn Olafs Asgeirssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var skipt um kúpla á bflunum í síð- ustu viku. Er þetta afskaplega lítil aðgerð, aðeins þarf að skrúfa rauðu kúplana af og setja þá bláu á. Þessa dagana er verið að skipta úr rauðum Ijósum yfir í blá á öllum lög- reglubifreiðum, sjúkrabifreið- um og björgunarbifreiðum á landinu. Sagði Ólafur að samkvæmt reglugerð ætti þessu að vera lokið í haust. Um ástæðuna fyrir þess- um litaskiptum sagði hann að bláu ljósin væru talin betri. „Rauðu ljósin eru afturljós á öll- um venjulegum bílum og þetta hefur því stundum villt fyrir. Blá ljós eru ekki í ljósakerfi bílanna og þau eiga því að skapa öryggi og sjást betur,“ sagði Ólafur. -HJS „Málið er ekki svona einfalt. Samkvæmt okkar samningum ber að semja við okkur um opnunartíma verslana,“ sagði Jóna Steinbergsdóttir formað- ur Verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri, en á fundi bæjarstjórnar Akureyrar fyrir skömmu var samþykkt að heimila verslunareigendum að hafa verslanir sínar opnar til kl. 18.00 á laugardögum. Um áramótin verða reglur um opn- unartíma verslana á Akureyri felldar úr gildi. Jóna sagði að ákvæði væri í samningnum um að semja skyldi um opnunartíma verslana við verslunarfélögin á hverjum stað. „Við munum knýja á um að sam- ið verði við okkur um opnunar- tíma.“ Jóna sagðist hafa undir höndum lista þar sem flest allt starfsfólk Hagkaups og Kauþfé- lagsins færi fram á að félagið beitti ■ sér fyrir því að sett yrði á yfir- vinnubann og ekki yrði opið eftir hádegi á laugardögum. Jóna sagði undarlegt að ekki hefði ver- ið haft samband við félagið nú þegar heimildin var veitt og þótti léttvægar skýringar að félagið hefði verið svo neikvætt í fyrra að ekki þýddi að hafa samráð við „Samþykkt bæjarstjórnar um opnunartíma verslana finnst mér vera úr takt við samþykkt Félags verslunar- og skrifstofu- fólks,“ sagði Björn Baldursson fulltrúi KEA á verslunarsviði, en hjá félaginu liggja undir- skriftalistar starfsfólks Hag- kaups og KEA um yfirvinnu- bann á Iaugardögum. Björn sagði þó að til lengri tíma litið væri laugardagsopnun nauð- synleg. Björn sagði lengingu opnunar- tíma kosta peninga sem myndi það. Fram að þessu hefði góð samvinna verið á milli allra aðila um núgildandi reglugerð. Birkir Skarphéðinsson formað- ur Kaupmannafélags Akureyrar sagði félagið ekki hafa á móti rýmri opnunartíma verslana, það væri í lagi að prófa og sjá hver reynslan yrði. Hann sagði einnig að afgreiðsla bæjarstjórnar hefði komið helst til of seint, aðlögun- artíminn hefði þurft að vera lengri. Einnig þyrfti fleira að koma til ef gera ætti Akureyri að þeirri miðstöð sem talað væri um, en að opna eingöngu verslanir. Fólk þyrfti einnig að hafa aðgang að opinberri þjónustu. Birkir er einn af eigendum verslunarinnar Amaro og sagði að þar yrði lokað á laugardögum í sumar. „Það verður lokað á laugar- dögum hjá okkur í sumar,“ sagði Þórhalla Þórhallsdóttir verslun- arstjóri Hagkaups á Akureyri. Mikill meirihluti starfsfólks versl- unarinnar hefur skrifað undir lista þar sem farið er fram á að ekki verði opið eftir hádegi á laugardögum. Þórhalla tók einnig undir með Birki að heimildin hefði komið til of seint og að fleira þyrfti að gera en að opna verslanir ef gera ætti Akureyri að ferðamannabæ. mþþ leiða til hækkaðs vöruverðs og það væri neytandinn sem á endanum myndi borga. Björn sagði að lengri aðlögunartími væri nauðsynlegur og einnig væri mikilvægt að skapa venjur í þessu sambandi og koma á einhverju föstu formi. Neytendur þyrftu að vita nákvæmlega hvaða verslanir væru opnar og hvenær. Hann nefndi að í Þýskalandi væri mál- um þannig háttað að verslanir væru opnar lengur en venjulega fyrsta laugardag hvers mánaðar og sagði að vert væri að skoða hvort slíkt hentaði hér. mþþ innar og hefur beint kröftum sín- um að því að framleiða ullar- jakka o.fl. til útflutnings. Auk þess erum við með svokölluð „kontraktverkefni", en þau felast í því að við framleiðum sam- kvæmt sérstökum samningum við einstaka aðila, sem útvega hrá- efni og snið og sjá um að mark- aðssetja vöruna. Við erum því lausir við að hafa áhyggjur af markaðsmálum innanlands og notum þessa framleiðslu til að fylla inn í milli þess sem pantanir eru að berast á ullarjökkum.“ - Hvernig hefur framleiðslan á ullarjökkum gengið? „Hún hefur gengið mjög vel á þessu ári og fer batnandi, sem eðlilegt er, því þær konur, sem unnu áður við denimefnin, voru ekki vanar ullarefnunum og prjónavoðunum. Eftir að þær komust í æfingu hefur tíminn, sem fór í að fullgera hvern jakka, minnkað um þriðjung. Starfs- fólkið hefur virkilega lagt sig fram um að ná tökum á nýjum viðfangsefnum og það hefur skil- að góðum árangri." - Ég sá, að þið eru með Don Cano vörumerkið. „Já, við erum að sauma jogg- inggalla fyrir saumastofuna Scana í Reykjavík, rúm tvö þús- und sett. Þetta er góð mánaðar- framleiðsla." - Hvernig gengur að manna þau störf, sem hér eru? „Okkur vantar fólk frekar en hitt, þessa dagana, því eftir er að framleiða upp í stórar pantanir. Okkur hefur haldist vel á fólki, hérna er fastur kjarni starfs- manna, en auðvitað kemur líka fólk hingað, sem stoppar styttra við, eins og gengur. Það væri einna helst, að okkur vantaði fólk, sem vill leggja saumaskap fyrir sig til framtíðar, en hérna vinna nú liðlega 30 manns.“ - Eru íslendingar ekki hrifnir af þeim flíkum, sem hér eru framleiddar? „íslendingar hafa e.t.v. ekki verið mjög ginnkeyptir fyrir okkar framleiðslu gegnum árin en núna er verið að breyta framleiðslulín- unni, við erum t.d. farnir að framleiða peysur, sem eru alger- lega sambærilegar við innfluttar tískuvörur, og ég veit að íslend- ingar kaupa þessa vöru. Innlendi markaðurinn kaupir ekki hefð- bundnar túristavörur nema að litlu leyti.“ EHB Hafnarstræti, helsta verslunargatan á Akureyri. Reynslan mun skera úr um það, hvort laugardagar verða meiriháttar verslunardagar á Akureyri í fram- tíðinni og verslanir í Hafnarstrætinu þá opnar upp á gátt fram til klukkan 6 á laugardögum. Mynd: RÞB „Nauðsynlegt að skapa einhverjar venjur“ - segir Björn Baldursson fulltrúi KEA á verslunarsviði Fundur Fundur um málefni og framtíð körfuknattleiks á Akureyri verður haldinn í íþróttahúsi Glerárskóla (Þórsherbergi) í dag fimmtudag 11. júní 1987 kl. 20.00. Áhugamenn um körfuknattieik eru vinsamlega beðn- ir að fjölmenna. Stjórnin. L0KAÐ á laugardögum frá 1. júní til 1. september HAGKAUP Akureyri Frá mánudeginum 15. júní breytist símanúmer okkar Nýtt símanúmer 27600 BRbCNAÐARBANK] ÍSLANDS Útibúið á Akureyri. Einingabréf 1 nú 13-14% umfram verðbólgu. Einingabréf 2 nú 9-10% umfram verðbólgu. Einingabréf 3 nú 35-39% nafn- vöxtun. Raunvöxtun háð verð- bólgu. Aukið öryggi vegna dreifingar áhættu. Óbundið fé. Einingabréfin eru alltaf laus til útborgunar. Allir geta eignast Einingabréf, því hægt er að kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er. Gengi bréfanna: Einingabréf 1 2.101 kr. Einingabréf 2 1.249 kr. Einingabréf 3 1.304 kr. Lífeyrisbréf 1.056 kr. Kaupþing Norðurlands hf. Ráðhústorgi 5 • Pósthólf 914 602 Akureyri • Sími 96-24700.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.