Dagur


Dagur - 24.06.1987, Qupperneq 1

Dagur - 24.06.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 24. júní 1987 116. tölublað NotarþúCfiO? Þjónusta í miðbænum KARL GLERAUGNAÞJONUSTAN DAVÍÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI24B46 íbúðir fyrir aldraða á Akureyri: Framkvæmdir hefjast í ágúst Undirbúningsvinna fyrir bygg- ingu 60 íbúða og þjónustu- kjarna fyrir aldraða í Víðilundi stendur nú sem hæst. Bæjar- ráð hefur samþykkt að leggja fram 1 milljón kr. úr fram- kvæmdasjóði til þessara fram- kvæmda enda komi þetta framlag til frádráttar á greiðslu Akureyrarbæjar í heildarbygg- ingarkostnaði. Ekki var veitt fé til byggingarinnar á fjár- hagsáætlun þessa árs og fer öldrunarráð þess á leit við bæjarstjórn að fá að verja 600 þúsund krónum af fé til dvalar- heimilanna til byggingar íbúða fyrir aldraða. Cecil Haraldsson sagði aó heilmikið hefði verið að gerast í þessum málum síðan í vor í teiknivinnu og hönnun. „Pessi eina milljón sem þarna er um að ræða er lán sem við sóttum um úr framkvæmdasjóði. í vor var skipuð byggingarnefnd vegna framkvæmdanna við Víðilund og þetta er ein af hennar ráðstöfun- um til þess að koma málinu áfrarn," sagði Cecil. Varðandi seinni upphæðina sagði Cecil að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir 900 þúsundum til þessara framkvæmda á fram- kvæmdaáætlun öldrunarráðs en framlög bæjarins voru hins vegar ætluð til dvalarheimilanna og ekki hægt að fara neitt út fyrir þau mörk. Þess vegna hefði verið farið fram á að fá hluta af því fé sem veitt var leyst undan liðnum um dvalarheimilin og það látið renna til byggingarinnar. „Fjármögnun á þessari fram- kvæmdaáætlun öldrunarráðs er nokkuð langt komin, ekki ein- göngu í gegnum fjárveitingar heldur líka í gegnum lánveiting- ar,“ sagði Cecil. Hann sagði að áætlun gerði ráð fyrir því að byrj- að yrði á jarðvegsskiptum í ágúst og teiknivinnu yrði lokið um mánaðamótin ágúst-september. Þá væri stefnt að því að steypa kjallarann og loka honum fyrir veturinn. „Nefndin er nú að velta því fyrir sér hvenær geti veri heppi- legt að bjóða út og líka hve stór- an áfanga ætti að bjóða út í einu. Niðurstaðan gæti t.d. orðið sú að kjallarinn yrði boðinn út fyrst og síðan afgangurinn. Annar mögu- leiki er sá að bjóða út allt saman frá því að jarðvegsskiptum er lokið og síðan innréttingar o.þ.h. Þetta fer dálítið eftir því hvernig mönnum finnst byggingamarkað- urinn vera á Akureyri," sagði Cecil Haraldsson. SS Spurning hve mikla hækkun notendur þola - segir Sigurður J. Sigurðsson „Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Hitaveitu Akureyrar 1987 var gert ráð fyrir að ein gjald- skrárbreyting yrði á miðju ári sem svaraði til 6% verðlags- breytinga. Gjaldskráin er bundin byggingavísitölu og breytingar á henni frá áramót- um og fram til miðs árs eru lið- lega 7% í stað þeirra 6% sem við höfðum gert ráð fyrir að hún yrði á miðju ári,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, for- maður stjórnar veitustofnana, um hækkun þá sem stjórnin lagði til fyrir skömmu á gjaldskrá Hitaveitu Akureyr- ar. Sigurður sagði að með hliðsjón af þessu hefði stjórnin lagt til að hækkunin yrði 7,16%. „Það er ljóst að Hitaveita Akureyrar getur ekki annað en fylgt verðlagsbreytingum á með- an rekstur fyrirtækisins er jafn viðkvæmur og raun ber vitni og því er þessi framkvæmd nauðsyn- leg. Hér er ekki um neina grunn- hækkun að ræða heldur eingöngu breyttar verðlagsforsendur fyrir álagningu. Og það má kannski vekja athygli manna á að þetta endurspeglar vel hversu mikill vandi þessa fyrirtækis er. Það er í sjálfu sér hægt að bjarga rekstri fyrirtækja með þessum leiðum en það er auðvitað spurning hversu mikla hækkun notendur þola,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson. Á bæjarstjórnarfundi í gær spunnust nokkrar umræður um þessa hækkun en niðurstaðan var sú að málinu var vísað til seinni umræðu með 9 atkvæðum. Full- trúar Alþýðubandalagsins sátu hjá og átöldu slæleg vinnubrögð og seinagang meirihlutans í samningum við ríkisvaldið um fjárhagsvanda veitunnar. JHB/SS Maxim Gorki er að verða árlegur gestur inn á Pollinn. í gær kom skipið í sína fyrstu ferð til Akureyrar þetta sumariil með 600 Þjóðverja um borð auk áhafnar. Maxim á eftir að heimsækja Akureyri tvisvar síðar í sumar. Mynd: rþb Þolhönnun bygginga: „Hönnuðir fá oft of lítinn tíma“ Nýleg könnun Rannsóknar- stofnunar byggingariönaðarins á burðarþoli bygginga á Reykjavíkursvæðinu, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Könnunin var unnin að tillögu nefndar sem félags- málaráðherra skipaði til að kanna ástand þolhönnunar og gera tillögur til úrbóta. I áliti nefndarinnar segir að nauðsyn- legt sé að fram fari kannanir sem þessi um allt land. „Að mínu mati á að leysa segir Jón Geir Agústsson byggingafulltrúi svona mál á landsvísu í stað þess að hvert og eitt sveitarfélag sé að eiga við þetta,“ sagði Jón Geir Ágústsson byggingarfulltrúi á Akureyri þegar hann var spurður hvað væri framundan í þessum málum hér norðan heiða. Jón Geir sagði að byggingar- fulltrúum um land allt hefði verið sent bréf frá ráðuneyti þar sem spurt var álits á því hvort hús í viðkomandi umdæmi stæðust gerðar kröfur. Byggingarfulltrúar brugðust að sögn Jóns misjafn- lega við þessu bréfi og embættið á Akureyri lét því ósvarað. „Það er ekki okkar hlutverk að játa því eða neita að hér sé pottur brotinn," sagði Jón. „Það verður auðvitað að koma í veg fyrir að hönnunarmistök séu gerð. Ég dreg hins vegar í efa að rétta leiðin sé að láta bygging- arfulltrúa fylgjast með þessu, enda er það vonlaust verk miðað við núverandi aðstæður og mann- afla. Það sem sveitarfélög geta gert, án þess að fram fari kannan- ir, er m.a. að breyta þeim tíma- mörkum sem húsbyggjendum eru sett. Hönnuðir fá oft kjánalegan og ósanngjarnan tíma til hönnun- ar og síðan er teikningunum hent inn til okkar til stimplunar og þá er oft búið að vinna verkið. Það þarf að auka skilning manna á því að hönnun og eftirlit eru unn- in fyrir fólkið og kosta peninga. Auk þess þarf að auka ábyrgð hönnuða og opinbert eftirlit. Með þessum þremur atriðum tel ég hægt á skjótan hátt að þvinga fram betri hönnun," sagði Jón Geir. ET

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.