Dagur - 24.06.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. júní 1987
wsm
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari_______________________________
Skýrsla 0ECD
Nýlega sendi stjóm Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar í París - OECD - frá sér
skýrslu um íslensk efnahagsmál 1986-
1987. í skýrslunni er rakinn gangur efna-
hagsmálanna á þessu tímabili og í lokin er
fjallað um líklega framvindu þessara mála
á næstunni.
Höfundar skýrslunnar tíunda það sem
þeim þykir vel hafa verið gert en benda
einnig á það sem miður hefur farið að
þeirra áliti. Sjálfsagt er að taka þær ábend-
ingar til athugunar.
Margt það sem fram kemur í skýrslu
OECD er flestum kunnugt, enda mikið ver-
ið rætt undanfarna mánuði. Þannig kemur
fram í skýrslunni að efnahagsframvindan á
íslandi síðastliðin tvö ár hafi venju fremur
verið góð vegna hagstæðra ytri og innri
skilyrða. Þar er átt við lækkandi olíuverð,
hófsama kjarasamninga, lækkun vaxta á
alþjóðlegum markaði svo og aukinn
fiskafla. Jafnframt er á það bent að ekki
megi ganga að því sem vísu við áframhald-
andi stefnumörkun efnahagsmála að áður-
nefnd skilyrði verði hagstæð til frambúðar.
Á þessu sviði geri veðrabrigðin ekki boð á
undan sér. Olíuverðshækkun, aflabrestur
ellegar óhóflegar launahækkanir í kjara-
samningum segja fljótt til sín í efnahagslíf-
inu.
Höfundar skýrslunnar fagna þeim
árangri sem náðst hefur í baráttunni við
verðbólguna og telja að þær endurbætur
sem gerðar hafa verið á íslensku hagkerfi
seinustu árin eigi stóran þátt í hagstæðri
framvindu efnahagsmála. Þar á fráfarandi
ríkisstjórn stóran hlut að máli.
í skýrslunni er sérstaklega varað við
hallarekstri ríkissjóðs og á það bent að erf-
itt sé að beita skynsamlegri stjórnun pen-
ingamála meðan hallinn er til staðar. Ráð
OECD er að hið opinbera beiti aukinni að-
haldssemi og dragi markvisst úr rekstrar-
halla ríkissjóðs í áföngum á nokkrum árum.
Af skýrslu OECD er hægt að draga þann
lærdóm helstan að margt hafi breyst til
batnaðar í íslensku efnahagslífi á undan-
förnum árum þótt enn finnist þar mörg
sker sem sigla þarf fyrir. Blikur eru á lofti
og það er verkefni næstu ríkisstjórnar að
stýra þjóðarskútunni farsællega um ólgu-
sjó efnahagslífsins. BB.
_v/'ðfa/ dagsins._____________________
Menn þurfa að
vinna fyrir friði
- segir Eymundur Matthíasson
„Okkur hcfur gengið mjög vel
og þátttaka verið með afbrigð-
um góð,“ sagði Eymundur
Matthíasson, einn þeirra sem
nú er að hlaupa umhverfis
landið með friðarkyndilinn.
Hlaupararnir komu til Húsa-
víkur á fimmtudag en þar tóku
Bjarni Þór Einarsson bæjar-
stjóri og Pálmi Pálmason
æskulýðs- og íþróttafulltrúi á
móti þeim við félagsheimilið.
Bæjarstjóri ávarpaði þátttak-
endur, tók síðan við kyndlin-
um og hljóp af stað með hópn-
um en blaðamenn ræddu við
Eymund.
„Við höfum verið mjög heppin
með veður, það var sól fyrstu
þrjá dagana en töluverð þoka
þegar við fórum um Austfirði.
Allt hefur gengið snurðulaust og
við höfum verið fegin hvað þátt-
takan hefur verið mikil. Okkur
hefur verið vel tekið þar sem við
höfum komið en við höfum ekki
stoppað mikið.“
- Hvert er markmið friðar-'
hlaupsins?
„Við leggjum áherslu á að
friðurinn þurfi fyrst og fremst að
byrja með einstaklingnum. Til að
fá heimsfrið þurfum við öll að
leggja okkar af mörkum, það
gerist ekkert fyrr en hvert og eitt
okkar hefur eitthvað af mörkum
að leggja. Þegar einstaklingurinn
hefur skapað frið með sjálfum sér
og í sínu nánasta umhverfi og
þegar margir slíkir einstaklingar
koma saman er komið þjóðfélag
sem hefur skapað frið út frá þess-
um einstaklingum.
Þetta hlaup er þannig byggt
upp að það er boðhlaup og þeir
sem taka þátt í hlaupinu eru á
táknrænan hátt að leggja sitt af
mörkum til að stuðla að friði.
Hlaup er erfitt þannig að það
kostar ákveðna vinnu og eins er
það með frið, menn þurfa að
vinna fyrir honum. Menn þurfa
að ná fram friði en hann kemur
ekki af sjálfu sér.“
- Hefurðu trú á að það hafi
áhrif á fólk að taka þátt í hlaup-
inu og að fólk hugleiði markmið
hlaupsins?
„Já, það er gaman að taka þátt
í þessu, bæði þessi vissa að öll
landsbyggðin tekur þátt og einnig
það að hlaupið fer fram í fjölda-
mörgum löndum. Það er hlaupið
í 55 löndum á þessum 102
dögum, sú tilfinning kemst til
skila, að vera partur af þeirri
heild sem er að reyna að stuðla
að friði. Það er ánægjulegt að
hlaupa hér á landinu og finna
nálægðina hvert við annað, við
fólk úr öllum landsfjórðungum.
Það voru nokkrir kyndlar tendr-
aðir við frelsisstyttuna í New
York, kyndillinn sem við hlaup-
um með kemur frá Japan en þar
er hlaupinu lokið.“
- Hvernig fáið þið þátttakend-
ur í hlaupið?
„Þessu hlaupi er mikið til hald-
ið uppi af íþróttafélögunum en
náttúrlega er hlaupið opið öilum
almenningi og fólk kemur inn í
myndina eftir því sem það hefur
löngun og vilja til. Ég var einu
sinni hér á Húsavík og mér fannst
gaman að koma hingað aftur,
sérstaklega með þessu hlaupi.
Það er mikil hlýja hérna og líka í
hinum norðlensku bæjunum. Ég
er þakklátur hvað margir taka
þátt í hlaupinu og sýna þessu
málefni stuðning. Alls munum
við hlaupa um þrjú þúsund kíló-
metra eða sem samsvarar því að
við hlypum hringveginn tvisvar
sinnum." IM
# Andskot-
ans veðrið
Fyrir nokkru var ritari S&S á
ferð við nokkrar laxveiðiár,
bara svona að forvitnast og
heyra hljóðið i veiðimönnum,
sem hljóta að vera með ríkari
mönnum sé tekið mið af
verðum veiðiieyfa. Við eina
ána gekk hann fram á veiði-
mann sem var greinilega
enginn viðvaningur ef dæma
mátti af útbúnaðinum.
Hvernig gengur? áræddi rit-
arinn að spyrja. „Andskotann
ætli gangi“ hnussaði í veiði-
manninum. Er ekki áin full af
laxi? „Auðvitað er hún full af
iaxi, veistu ekki hvaða á þetta
er maður.“ Eftir að hafa kyngt
nokkrum sinnum og beðið
eftir að hjartslátturinn hægð-
ist áræddi ritarinn að spyrja.
Nú hvað er þá að? Og nú bók-
staflega öskraði veiðimaður-
inn í grænu vöðiunum. „Það
er andskotans veðrið maður.
Hver heldurðu að veiði í
þessu fjandans sólskini og
hitamollu.“ Þegar svo veiði-
maðurinn með fína útbúnað-
inn tók að vaða til lands, flýtti
ritarinn sér að tauta bless og
takk og kom sér siðan í
burtu.
# Takk fyrir
lánið
Hann var á leiðinni norður og
ók fram á stúlku sem stóð við
hliðina á bílnum sínum og
veífaði. Hann stöðvaði að
sjálfsögðu til að gá hvað væri
að. Það hafði sprungið og
hún kunni ekki að skipta um
dekk, auk þess sem þetta var
bílaleigubíll sem hún þekkti
ekki neitt. Hann bauðst til að
skipta um dekkið, snaraðist
úr jakkanum, sperrti brjóst-
kassann um leið og hann dró
inn magann og gekk að skotti
bílaleigubílsins. „Má ég ekki
bíða í þínum bíl?“ spurði
stúlkan. Jú auðvitað, sagði
riddarinn með inndregna
magann. Skömmu seinna
heyrði hann mikið spól og
hann bókstafiega hvarf í ryk-
mökkinn þegar stúlkan ók á
brott á hans bíl. Eftir að hafa
slakað út maganum og bölv-
að lengi, lauk hann við að
skipta um dekk og ók svo af
stað. Um nóttina fann hann
bílinn á Akureyri. Lyklarnir
voru í hóifinu en við stýrið
hafði verið festur miði sem á
stóð, takk fyrir lánið. Maður-
inn hét því að sýna aldrei
hjálpsemi framar, ekki einu
sinn fallegum stelpugálum.