Dagur - 24.06.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 24.06.1987, Blaðsíða 7
24. júní 1987 - DAGUR - 7 dsson við vinnu sína. s því rekstrargrundvöllur væri nú sýnu SKÓGRÆKT RÍKISINS í VAGLASKÓGI Húsavíkur, Ólafsjarðar, Dalvík- ur o.fl. staða. f>á hefur borið á því að menn kaupa skógarplönt- ur til gróðursetningar í nytja- 'skóga, t.d. í Pingeyjarsýslu." - Þegar við tölum um garð- plöntur og skógarplöntur, eru garðplöntur þá þær tegundir, sem ekki eru ræktaðar í skógum? „Já, garðplöntur eru þær teg- undir, sem fólk gróðursetur aðal- lega í görðum sínum, tegundir eins og reyniviður. Annars geta þetta í sjálfu sér verið sömu teg- undirnar og notaðar eru sem skógarplöntur, þó mest sé um runna, rósir og þess háttar.“ - Er verið að gera tilraunir með nýjar tegundir plantna? „Já, það hefur töluvert verið gert í því að leita að réttum kvæmum, t.d. í lerki, og niður- staðan er sú að rússneskt lerki hentar mjög vel við íslenskar aðstæður. Mikið er flutt af trjá- tegundum milli landsvæða, eins og frá Norðurlandi til Suðurlands og öfugt, til þess að réttum kvæmum sé plantað á rétta staði.“ - Þið seljið líka jólatré héðan af svæðinu? „Já, fyrir jólin höggvum við grenið í skógarreitum Skógrækt- ar ríkisins, og í fyrra voru þetta fjórtán til fimmtán hundruð tré, aðallega rauðgreni, en líka blá- greni og fjallaþyn. Þetta skapar okkur ákveðnar tekjur en þó ekki eins miklar og þær, sem við höfum af plöntusölunni á sumrin.“ - Hvernig er það með birkið, er því ekki eins hætt við trjásjúk- dómum eins og reyniviðnum? „Víða um land hefur komið reyniáta í reyniviðinn, sérstak- lega ef hann er orðinn gamall. Birkinu er ekki hætt við þessu, en í því geta þó komið upp ýmsir faraldrar, t.d. lús. í lúsafaraldri getur heill skógur orðið brúnn, þetta gerðist fyrir nokkrum árum og þá varð allur Vaglaskógur brúnn. Þetta leiðir hugann að því hvort fólk viti almennt nógu mik- ið um þessa hluti og annað sem að gróðursetningu lýtur. Við veitum auðvitað þá þjónustu sem við getum, erum t.d. með sér- stakan símatíma á vorin til upp- lýsinga fyrir fólk. Starfandi garð- yrkjumönnum fer alltaf fjölgandi og gróðrarstöðvar rísa um landið, allir keppast við að kynna sína vöru. En við verðum oft vör við að fólk er ekki nægilega upp- lýst um þessa hluti þrátt fyrir þetta, það kemur við og við fólk hingað sem veit ekkert hvað það ætlar að kaupa en við leiðbeinum því að sjálfsögðu, eins og ég sagði áðan.“ - Hvernig gengur skógrækt- in fjárhagslega? „Framkvæmdir eru í lágmarki hjá okkur því fjárveitingar til skógræktar eru í lágmarki. Eins og nú er háttað þá er varla hægt að halda þessu gangandi, og á þessu ári vinnur færra fólk við stöðina en hefur gert undan- farin ár. Þó er alls ekki minna að gera en áður og í rauninni þyrfti að gera miklu meira en gert er. Það var ein milljón sem við feng- um í reksturinn á fjárlögum þannig að við verðum að hafa töluverðar tekur sjálfir til að standa undir þessu. Þetta getur komið niður á framleiðslunni á plöntum en það birtist ekki fyrr en eftir 2-3 ár, þá getur komið upp sú staða að okkur vanti plöntur. Eins og stendur eru 10- 15 á launaskrá en á veturna erum við 5 eða 6.“ EHB Gróðrarstöðin á Yöglum er gamalgróin, í þess orðs góðu merkingu. Þar hefur Skógrækt ríkisins stundað ræktun um áratugaskeið, og verið í farar- broddi í skógrækt, ásamt ein- stökum skógræktarfélögum á Norðurlandi, t.d. Skógræktar- félagi Eyfirðinga. Sigurður Skúlason tók nýlega við starf! skógarvarðar á Vöglum, en hann hefur um langt skeið unnið hjá Skógrækt ríkisins á Suðurlandi. Blaðamaður gerði sér ferð austur að Vöglum um daginn og hitti Skúia að máli í gróðrarstöðinni. - í hverju er starf ykkar hér aðallega fólgið? „Það er framleiðsla á skógar- og garðplöntum. Ég hefi líka umsjón með annarri gróðrarstöð, að Laugarbrekku í Skagafirði, en hún er minni en stöðin að Vöglum. Þar fer fram svipuð starfsemi og hér. Þá störfum við að útplöntun á skógarplöntum, viðhaldi girðinga og mannvirkja og ráðgjöf til þeirra, sem skóg- rækt stunda. Plöntusalan er veigamikill þáttur í starfi okkar í stöðinni." - Hvað alið þið upp margar trjáplöntur á ári? „Þær eru geysimargar, einkum garðplöntur, en af þeim erum við með margar tegundir. í vor af- hentum við t.d. 80 til 100 þúsund skógarplöntur, þá er ég að tala um tegundir eins og birki, lerki, stafafuru, rauðgreni o.fl. greni- tegundir. Stór hluti af framleiðslu okkar er lerki sem er rúllað upp í rúllum og alið upp þannig." - Er megintilgangur ykkar, IM- Fjárveitimar Sigurður Skúlason, skógarvörður. Að Vöglum er talsvert framleitt af eldivið og smíðaviði. til skógræktar í lágntarki“ Myndir og texti: EHB fyrir utan plöntusölu og ræktun, að viðhalda Vaglaskógi? „Nei, svo er ekki. Bækistöð skógarvarðarins er að vísu hérna, en stöðin á að framleiða skógar- plöntur fyrir allt Norðurland. Annars er þetta að breytast, sér- hæfðar stöðvar eru að rísa upp, t.d. að Mógilsá, en þar er sér- hæfð gróðrarstöð fyrir potta- plöntur. Stærstu viðskiptavinir okkar eru bæjarfélögin hérna á svæðinu, þau kaupa mikið af garðplöntum. Þá kaupa hrepp- arnir eða sveitarfélögin einnig mikið, og við seljum talsvert til - segir Sigurður Skúlason, skógarvörður að Vöglum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.